Morgunblaðið - 05.03.1957, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.03.1957, Qupperneq 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. marz 1957 GULA lllll herbereyið eftir MARY ROBERTS RINEHART Ráðskona Ráðskona óskast á hótel í byrjun aprílmánaðar eða síðar. Þarf að geta séð um reksturinn í fjarveru eiganda. Mætti gjarnan vera útlend, eða hafa unnið erlendis. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 10. marz merkt: „Forstöðukona —2184“. *•—————»■ Framhaldssagan 67 hefði hitt hana, fór hann blátt á- fram á fyllirí. Hann vissi yfirleitt ekki, að hún væri dauð fyrr en hann las það í blaði í New York, og jafnvel þá var hann ekki viss um, að það væri sama stúlkan. Hann vissi ekkert með vissu fyrr en hann kom hingað. Rödd henn- ar fjaraði út. Dane stóð upp, snöggt. — Ég skal ná í hjúkrunarkonuna yðar, sagði hann. — Ef til vill er þetta ekki eins slæmt og það lítur út. Ef þér hafið nokkuð meira að segja mér, skuluð þér láta mig vita. Hún opnaði ekki augun. — Þarf þetta allt að koma fram? spurði hún vesaldarlega. — Það er ekki víst, en ég get vitanlega engu lofað. En það var síðasta spurning hans, sem gerði hana steinhissa. — Er Terry Ward nokkuð við þetta riðinn? spurði hann. — Terry? Guð minn góður, hvað getur hann hafa komið nærri því? Hann stóð upp og leit á hana. Hann var ekki hrifinn af þessari konu. 1 hans augum var hún ímynd ágjamrar og eigingjarnar konu. En nú var hún verulega aumingjaleg. — Eina spurningu enn, sagði hann. — Tebollarnir hennar mömmu yðar. Hvernig komust þeir út í verkfæraskúrinn? • Hún hreyfði sig ekki einu sinni. — Það get ég hugsað mér, sagði hún. — Sennilega hefur mamma fengið þessa flugu. Hún hefur það til að fela hitt og þetta. Og hvað kemur það eigin- lega málinu við? Dane var í óvissu, er hann ók heimleiðis. Hann hélt, að hún hefði sagt sannleikann, að því leyti, sem hann var henni kunnur. En hoiíum fannst hún mundi enn liggja á einhverju, sem hún vissi og ef hún ekki vissi hver morð- IJTVARPIÐ Þriðjudagur 5. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 18.30 Útvarpssaga barnanna: „Steini í Ásdal“ eftir Jón Bjöms son; I. (Kristján Gunnarsson yfirkennari). 18.55 Þjóðlög frá ýmsum löndum. — 19.10 Þingfrétt ir. 20.20 Ávarp frá Rauða krossi Islands (Magnús Finnbogoason, menntaskólakennari). 21.00 Ein- leikur á pfanó: Bandaríski píanó- leikarinn Jacques Abram leikur ( Hljóðr. á tónleikum í Austurbæj- arbíói 22 f.m.) 21.45 Islenzkt mál (Jakob Benediktsson kand. mag.). 22.10 Passíusálmur (14). 22.20 „Þriðjudagsþátturinn". — Jónas Jónasson og Haukur Morthens hafa stjóm þáttarins með hönd- um. 23.20 Dagskrárlok. inginn var, ætti hún að minnsta kosti að renna grun í það. Á Ieiðinni hitti hann Harrison lækni. Hann kom heiman frá Ward og var að reyna hvað hann gat að útvega hjúkrunarkonu, að minnsta kosti yfir næstu nótt. Frú Ward fékk slag í morgun og gamli maðurinn er til einskis nýtur. Og enginn til að hjálpa nema ein stúlka. — Hvers vegna ekki að tala við hana Marciu Dalton? sagði Dane, kæruleysislega. — Hún kann eitthvað til þess- ara hluta. — Hann varð þess ekki var fyrr en hann var kominn af stað í bílnum, að hann hafði í raun- inni fengið ágæta hugmynd. 23. — Marcia kom heim til Wards klukkan níu um kvöldið, dugnað- arleg og róleg á svipinn. Gamli Ward opnaði sjálfur fyrir henni og greip báðar hendur hennar. — Blessuð stúlkan, hvað þetta var fallega gcrt af þér. . . Hún er alveg ósjálfbjarga, skilurðu. Augu gamla mannsins fylltust tárum og hann varð vandræða- legur á svipinnn. Hann sleppti höndum hennar og dró upp vand- lega samanbrotinn vasaklút. — Þetta er erfitt . . . eftir meira en fimmtíu ár . . . — Það verður henni ekki til neins gagns þó að þú verðir líka veikur, sagði Marcia, einbeitt. — Nú skal ég taka við stjóminni og þú ferð í rúmið. Hann stakk klútnum í vasann. —. Hún hefur verið aðdáanleg eiginkona, sagði hann, skjálfradd aður. — Ég hef símað til Terry, en þú veizt hvernig allar sam- göngur eru nú á dögum. Hann getur verið niðurkominn næstum hvar sem væri. Þeir þjóta stað úr stað þessir drengir okkar. Ég held að hún hafi verið áhyggjufull um hann, þó að hún stæði sig eins og hetja. . . Að kveðja og vita ekki, hvort það er í síðasta sinn. . . — Ég vissi ekki, að hann hefði verið hérna. — Ekki hérna, ég á við siðast þegar hann kom heim og það eru nokkrir mánuðir síðan. Jæja, ef þú vilt nú fara upp... Alice, stúlkan okkar, er hjá henni, en hún hefur bara aldrei komið nærri veikindum. Við höfum vitanlega reynt að útvega hjúkrunarkonur, en þær eru nú ekki alveg á hverju strái eins og er. Þrátt fyrir langt samtal við Dane, sama daginn, var Mareia róleg, er hún elti gamla mann- inn upp á loft. Allt virtist með felldu og ró yfir öllu í húsinu, aðeins gamall maður, sem var á- hyggjufullur um líðan konunnar sinnar. Hvemig gat verið hætta á ferðum í svona húsi? En síðustu —-------—+ orð Danes hljómuðu samt enn í eyrum hennar. — Þér skuluð taka vandlega eftir öllu, hafði hann sagt. — Tal- ið við þjónustufólkið, ef þér get- ið. Reynið að komast að því, hvort Terry hefur verið heima í sumar, þótt ekki hafi verið nema eina nótt. Ef þér getið, þá komizt eft- ir þvi, hvort gamli Ward hefur gefið aðstoðarmanni garðyrkju- mannsins síns tvö teppi, í fyrra- haust. Og litizt þér um eftir riffli eða skammbyssu. En í öllum guðs bænum, farið þér varlega! Ward gamli skildi við hana stigagatinu og hún gekk inn í sjúkraherbergið. Þar sat Alice við rúmið, en stóð upp, er Marcia kom inn og henni létti sýnilega — Ég er fegin, að þér eruð komin, hvíslaði hún. — Ég duga lítið til svona starfa. Hún getur ekki talað, skiljið þér. Marcia hvíslaði ekki. Hún hafði lært, að það skuli aldrei gert í sjúkrastofu. Hún sá að sjúkling- urinn var vakandi, og horfði á hana með greindarlegum en öi- væntingarullum augum. — Hvað skipaði læknirinn fyr- ir? spurði Marcia með eðlilegri rödd. — Ekkert annað en láta hana hafa ró. Eins ~g hún sé kannske ekki róleg, blessuð manneskjan! Hann ætlar að koma aftur í kvöld. Hún varð svona veik í morgun. . . alveg fyrirvaralaust. Ég held hún geri sér áhyggjur út af Spencer höfuðsmanni. Það er mikið vinafólk þeirra héma. Og svo þessir menn, sem eru að róta öllu til þarna uppi í brekkunni. Þegar Marcia hafði losnað við Alice, gekk hún að rúminu, þar sem gamla konan lá og var svo fyrirferðalítil, að hennar sáust varla merki á ábreiðunni. — Ég ætla að vera héma hjá þér, sagði hún og leit á hana. — Ég skal ekki vera þér til óþæg- inda, frú Ward, . . bara sit hérna hjá þér. Gamla konan deplaði augunum, en ekki vissi Marcia, hvort það var af tilviljun eða viljandi. — Ég á að vera hérna þangað til að þú færð hjúkrunarkonu, sagði Marcia. — Ég ætla að fá hann Ward í rúmið. Það er það, sem þú vilt, er það ekki? Nú var enginn vafi, að gamla konan deplaði augunum viljandi. — Það er rétt, að ég segi þér líka frá honum Greg Spencer, svo að þú sért ekki að gera þér áhyggj ur út af honum. Ég veit, að þér þykir svo vænt um hann. Hann er ekki sekur, frú Ward. Dane majór hefur haft málið til rann- sóknar, og hann veit margt, sem lögreglan hefur enga hugmynd um, svo að Greg er óhætt. Nú deplaði gamla konan ekki i augunum, heldur horfði beint á RAFMOTORAR Einfasa og þriggja fasa rafmótorar fyrirliggjandi í flestum stærðum frá 14 ha. til 25 ha. Rafmagnsdeild í Reykjavík, Laugavegi 166 Námskeið í modelteikn- ingu (lifandi model), hefst á morgun, miðviku- dag kl. 8 e. h. Væntanlegir nemendur mæti þá. Nokkrir nemendur geta einnig komist að í teikni- deild skólans, sem starfar mánudaga og fimmtudaga kl. 8—10 e. h. Þér getið ekki dæmt um beztu rakvélablöðin fyrr en þér hafið reynt FASAN durascharf BJÖRN ARNÓRSSON umboðs- & heildverzlun, Bankastræti 10, Reykjavik. M A K K Ú S Eftir Ed Dodd Miðvikudagur 6. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—14.00 Við vinnuna: Tón- leikar af plötum. 18.30 Bridge- þáttur Eiríkur Baldvinsson). 18. 45 Óperulög. 19.19 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Lestur fomrita: Grettis saga; XVI. (Einar Ól. Sveinson prófessor). 21.00 „Brúð kaupsferðin". — Sveinn Ásgeirs- son hagfræðingur stjómar þætt- inum. 22.10 Passíusálmur (15). 22.20 Upplestur: Ragnheiður Jóns dóttir rithöfundur les smásögu: Ljós er loginn sá. 22.40 íslenzk tónlist (plötur). 23.15 Dagskrár- lok. 1) Það líður ekki á löngu þar til Jonni Malotte tekur forust- 2) En Láki er harður keppi- una. nautur. Hann dregur á hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.