Morgunblaðið - 05.03.1957, Page 17

Morgunblaðið - 05.03.1957, Page 17
Þriðjudagur 5 marz 1957 MORGUTS BL AÐIÐ 17 Lóra Kristmnndsdóttir — minning og góðlát. Af henni stóð setið hlýhugur og velvild í garð allra. HINN 4. febrúar s.l. var til mold- ar borin í Vestmannaeyjum ein af hinum hljóðlátu dugnaðar- konum þessa þjóðfélags. Frú Lára Kristmundsdóttir er faedd í Heykjavík 18. nóvember 1896, dóttir Kristmundar Bjarna- sonar sjómanns og konu hans Margrétar Magnúsdóttur. Syst- kini Láru voru 6, en 3 þeirra eru nú á lífi. Lára fluttist með foreldrum sínum til Seyðisfjarðar 3 ára gömul ásamt systkinum sínum. I>ar bjó Lára nokkur ár, auk þess sem hún stundaði þar alla al- genga vinnu, og vann hana vel. Guðbförg , Arnadóttir Vík í IVfýrdal Fædd 5. marz 1893. Dáin 7. október 1956. Það klökknar lund, er kveðjast vinir góðir og kærar vakna minningarnar þá. Því ástrík varstu eiginkona og móðir og öllum vildir kærleiksarminn Ijá. Með háreysti ei hélstu götu þína, en hreina glaðværð átti staðföst lund. í æsku stráðir blómum brautu mína, því bjart var æ er saman áttum fund. Við mættumst fyrst á mætum bernskudögum, ég man hve rík þú varst af kærleik þá. Og þó að árin allra breyti högum var ávallt gleði þig að heyra og sjá. í fjörutíu árin full og níu ég fékk að reyna ástúð þína og tryggð. Nú vil ég þakka vinsemd þá og hlýju, er veittir mér af sannri trú og dygð. Þín minning björt í mínum huga geymist því mæt og sönn var kærleiks- lundin þýð. Þú vinum þínum aldrei, aldrei gleymist og ástar þakkir fyrir liðna tiS. Vinkona. sem allt alþýðufólk hér á landi hefur ætíð gert, en sem nú er að hverfa og ætlar nýrri kynslóð að taka við verkum sínum. Frú Lára giftist árið 1920, 15. dag maímánaðar, Þorgilsi Þor- gilssyni, ættuðum úr Suðursveit í Skaftafellssýslu, og hafa þau hjón alla sína búskapartíð átt heimili í Vestmannaeyjum. Einkenni Láru hafa alla tíð verið dugnaður í hvívetna, nægju semi og hlýhugur til allra, sem bágt áttu. Trúuð var Lára mjög og bað öllum blessunar, og var ætíð huggun í þeim orðum, sem hún veitti. Ég kom oft á heimili hennar, sem vinur sonar hennar, og ætíð bað hún Guð að varð- veita okkur, sem mér fannst svo einstaklega hlýlegt af henni og jafnframt lýsa góðvild hennar í minn garð. Eins og áður er á minnzt var Lára hljóðlát kona, sem ekki stóð neinn gustur af, heldur hlýja og nægjusemi, sem svo margar al- þýðukonur hefur einkennt, enda hafa þær konur einmitt hvað mest verið virtar. Hjónaband Láru og Þorgils var einlægt og stuðluðu þau bæði að góðu heimilislífi og uppeldi barna sinna, sem voru 5 og eru nú öll uppkomin. Elzti sonur þeirra er Baldur, skrifstofumaður í Rvík; næstur var Ari, timavörður i Lóranstöðinni í Vík í Mýrdal; Grétar, sjómaður í Vestmanna- eyjum; Jón Yngvi verkamaður, einnig búsettur í Vestm.eyjum; og yngstur Haukur, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík. Lára var vinmörg kona og vel liðin af öllum, er henni kynntust, enda var hún myndarleg kona Fráfall þessarar konu kom mér á óvart, þótt hún hafi átt við vanheilsu að stríða síðustu árin, því mér fannst, sem ekki ætti hún að hverfa sjónum okkar strax, og í því sambandi vil ég geta þess, er ég sá hana síðast, en það var, er ég fór úr jóla- leyfinu aftur í skóla í Reykjavík ásamt yngsta syni hennar Hauk. Hún kom upp á flugvöll með syni sinum, og þá virtist hún hress og ánægð, en ef til vill hefur leynzt kvíði og veikindi með henni, þótt ekki tækjum við eftir því ung- lingarnir. Og er hún kvaddi okk- ur þá bað hún eins og endranær Guð að varðveita og blessa okk- ur. Var það í síðasta sinn sem ég sá þessa góðu og einlægu konu. Guð varðveiti eiginmann henn- ar eftirlifandi og böm þeirra, og aðra ættingja. Blessuð sé minning hennar. Júl. G. Magn. Verður flutt til öiicago BANDARÍSKA vikuritið News- week skýrir frá því, að í deiglunni sé að hætta útgáfu bandaríska kommúnistablaðsins, The New York Daily Worker, sem gefið hefir verið út í New York og stofna nýtt blað. í Chicago með nýrri ritstjórn! Ástæðan er átök milli „Stalínista" og „Títóista" um yfirráð yfir blaðinu. Er svo að sjá sem hinir fyrrnefndu hafi orðið ofan á, því að „Títóistinn“ John Gates, fyrrum ritstjóri verð- ur settur af. 1. Þau eru veiönarl en venjulegar gerðir neta. 2. Þau eru sterk og endingargóð og lækka því við- haldskostnað. 3. Þau eru öllum netum léitari. 4. Þau ganga seint úr sér, eru afar endingargóð. 5. Þurrkun eða sérstök meðferð öþörf. Spara þvi alla vinnu þar að lútandi. Varanet næstum 'óþörf. 6. Stöðugar veiðar eru mögulegar netanna vegna. Heimsins bezta vinna svo og á&urnefndir kostir þessarra heimsþekktu „Amilan Fishing Nel“. Þau bera ávallt merkiö, sem sýnt er að neöan. „Amil- an“ er vörumerki okkar nælons. Toyo Rayon Co., Ltd., du Pont's einkaleyfi í Japan á nælon fram- leiöshi. Bæklingur um „Amalian Fishing Net“ er fáanleg- ur og verður sendur væntanlegum viðskiptavinuin. ASalframleiSendur neelons í Japan @ T#fi Rmyon Ce.r IML No. 5. 3-chome, Nakanoshima. Kita-ku, Osaka, Japan Cabie Address : “TOYORAYON OSAKA” Eignarlóð til solu Eignarlóð á bezta stað við miðbæinn er til sölu, ef viðunandi bcð fæst. Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Gunnar Þorsteinsson, hæstaréttarlögmaður, Austurstræti 5, sími 1535. Langferðabílar Getum tekið nokkra langferðabíla til afgreiðslu. Nýja sendifoílastöðin við Miklatorg. Sími 1395. 2 stúlkur til aðstoðar í eldhús, óskast nú þegar eða síðar. Mötuneyti skólanna, Laugarvatni. Uppl. Rauðarárstíg 9, II. hæð t. v. frá kl. 7-9 í dag og miðvikudag og fimmtudag frá kl. 6-8. Burstið tennurnar með Colgate tannkremi Það freyðir! „Eg þakka COLGATE velgengni Songvari eins og ég verður að hafa fall- egt bros. Hið freyð- andi Colgate tann- krem heldur tönn- unum mjallhvítum. Ég hitti marga mikil- væga menn á hverjum dégi. En ég get verið örugg því Colgate gefur ferskt bragð í munninn. Ég er oft önnum hlaðin, en hefi aldrei frávik vegna tannpínu. — COLGATE verndar tennur mínar skemmdum. GEFUR FERSKT BRAGÐ í MUNNINN OG VERNDAR TENNUR YÐAR Rýmingarscsian á Laugavegi 118 heldur áfram — Meðal annars 100 pör kvenskór á kr. 15.00 parið. —• Einnig mikið af allskonar sýnishornum og smágölluðum vörum mjög ódýrum. Garðstólar, eldhúskollar, eldhússtólar, stráteppi frá kr. 35.00, gólfmottur, Ijósakrónur, vegglampar og margt margt fleira. Husgagnaverzlun Austurbæjar hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.