Morgunblaðið - 05.03.1957, Side 20
Veðrið
N-kaldi. Léttskýjaít.
nrguwiMa'
53. tbl. — Þriðjudagur 5. marz 1957.
Heilsumerki í HoIIywood
Sjá blaðsíðu 6.
Kveíkt í hœsi hér í bæntun
k LAUGARDAGSKVÖLDIÐ var kveikt í húsi hér í Reykjavík.
■í*- Gerðist þetta á Skólavörðustíg 33, en það hús er tvílyft timbur-
hús, járnvarið.
Þegar slökkviliðið kom, var
mestur hluti járnsins á austur-
gafli hússins rauðglóandi orðinn.
Inni í húsinu var enginn eldur.
Brunaverðir urðu að rífa járnið
af gaflinum á stóru svæði til þess
að komast að eldinum sem var
þar í spónastoppi og tjörupappa.
Það vakti strax athygli bruna-
varðanna, að engar rafleiðslur
voru í húsgaflinum, eða annað,
sem hægt var að setja þennan
eldsvoða í samband við. Þá er
slökkvistarfi var lokið, voru
Bæjarfttllirúi
hreppti íbúðina
í DAShapp-
drættinu
í GÆR var dregið í 11. flokki
happdrættis DAS. — í þessum
flokki er hver vinningurinn öðr-
um meiri og glæsilegri. Mestur
er þriggja herbergja íbúð í nýju
húsi að Bogahlíð 26. Kom hún á
miða nr. 55569, en eigandi hans
er Helgi S. Guðmundsson, bæjar-
fulltrúi, Suðurgötu 45 ,í Hafnar-
firði. Vélbátinn Snætind fékk
ungur netjagerðarmaður á Akra-
nesi, Jón Jónsson að nafni, bróðir
hins nafntogaða knattspyrnu-
manns Ríkharðar. Kom báturinn
á miða nr. 23351. Hinn glæsilegi
Borgward bíll kom á miða 22871,
sem Bragi Bjarnason, verkamað-
ur, Laugavegi 11, á og fjórði
vinningurinn, Hornung & Möller
píanó, kom í hlut 14 ára telpu, á
miða nr. 6419, en hún heitir Sig-
ríður Erlingsdóttir, Eskihlíð 11.
Tónleikar
i Dómkirkjunni
I DAG er 41 ár liðið síðan dr.
Páll ísólfsson hélt sína fyrstu
orgeltónleika. — Æskulýðsráð
Reykjavíkur hefur í þessu til-
efni ákveðið að efna til tónleika
í Dómkirkjunni og hefjast þeir
í kvöld kl. 8,30 e. h. Nemendura
I skólum bæjarins er gefinn kost-
ur á að sækja tónleikana en allir
eru velkomnir.
Tónskáldið mun leika verk ým-
issa höfunda, en Þuríður Páls-
dóttir syngja einsöng. Borgar-
stjórinn, Gunnar Thoroddsen,
mun flytja ávarp og einnig séra
Jón Auðuns, dómprófastur.
brunaverðir þeirrar skoðunar, að
eldsupptökin myndu hafa orðið
með einhverjum óvenjulegum
hætti.
STUNGIÐ UNDIR JÁRNIÐ
Rannsóknarlögreglan skýrði
Mbl. frá því í gær, að fullvíst
væri að kveikt hafi verið í hús-
inu. Einhverju eldfimu hefur ver-
ið stungið innundír bárujárnið,
kveikt í því og hefir svo eldurinn
komizt eftir því í tjörupappan
undir bárujárninu.
SENNILEGA UNGLINGAR
Um það hvort hér hafi verið
heldur að verki fullorðnir eða
unglingar sagði rannsóknarlög-
reglan ýmis verksummerki benda
til þess, að þar hafi unglingar
eða börn verið að verki.
AUmiklar skemmdir urðu á
húsinu. Þar búa fimm manns og
er þeirra á meðal Valdemar
Helgason leikari og fjölskylda
hans, en hann var að leika í Þjóð-
leikhúsinu er þetta gerðist.
Ekkert sam-
komulag
Sáttanefndarfundur í sjó-
mannadeilunni stóð enn í gær
kvöldi er blaðið fór í prentun.
Var þá ekkert vitað um sam-
komulagshorfur. Á sunnudag-
inn hélt Sjómannafélag
Reykjavíkur fund með verk-
fallsmönnum og mun þar hafa
komið fram það álit ráða-
manna í félaginu og samn-
inganefndar að samkomulags-
horfur væru nokkrar.
Afmælishóf Hvafar
SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ-
LAGIÐ HVÖT, sem átti 20 ára
afmæli 15. febr. síðastliðinn,
minnist þess með veglegu hófi í
Sjálfstæðishúsinu á mánudaginn
kemur. Hefst það með borðhaldi
kl. 7.30. Eru félagskonur hvatt-
ar til þess að mæta þar og bjóða
mönnum sínum eða öðrum gest-
um með sér.
Allar upplýsingar varðandi hóf
ið verða veittar hjá frk. Maríu
Maack í síma 4015.
Sama aflaleysið
FRÉTTARITARAR Mbl. á Akra-
nesi og í Keflavík símuðu í gær-
kvöldi, að enn- væri sama afla-
leysið hjá bátunum. Akranesbát-
ar höfðu beitt loðnu í gær, en
aflinn varð þó ekkert meiri fyrir
það. Afli Keflavíkurbáta var um
6 tonn almennt í gær.
„í sömu úft — tíl nð raíssu ekki fótannu"
Þannig hmgsar listamaður
inn meirihluta fjárveitinga-
nefndar útfæra í verki skoð-
un sína ,sem samkv. nefndar-
áliti meirihlutans við af
greiðslu fjárlaga hljóðar svo:
„Sá maður sem bjargar sér
út úr vagni, sem er á hraðri
ferð, kemst ekki hjá því, til
þess að forða sér frá að missr
fótanna, að hlaupa fyrst í
sömu átt og vagninn stefndi“
Þó hefir nú komið í ljós eft-
ir að afgreiðslu fjárlaga er
lokið, að nefndin hefir gert
betur en að hlaupa í sömu átt
og dýrtíðarvagninn. Hún hef-
ir sem sagt farið langt fram
úr honum, þar sem fjárlög
hafa aldrei verið jafngífur-
lega há og nú, aldrei liærri
skattar, aldrei meira ríkis-
bákn og svo má lengi telja.
Meirihluti fjárveitinga-
, nefndar hefur sem sé þotið
fram úr dýrtíðarvagninum
með Karl Gkiðjónsson í broddi
fylkingar og halarrófuna á
eftir sér: Karl Kristjánsson,
Halldór Sigurðsson, Halldór
Ásgrímsson, Sveinbjörn
Högnason og Áka Jakobsson.
En Eysteinn situr við stýr-
ið og gerir nú ekki betur en
að hann ráði við vagninn á
þeirri gífurlegu ferð sem
hann er köminn á.
Fjúröílunardogur Rauða kross
íslands er ú raorgun
í MORGUN, ÖSKUDAG, er aðalfjáröflunardagur Rauða kross fs-
■!*■ lands. Hefur þessi dagur verið til þess valinn mörg undanfarin
ár, og annast þá allar starfandi deildir RKÍ merkjasölu og fjáröflun
um allt landið, en deildirnar eru nú orðnar 14 talsins. Áttu blaða-
menn í gær viðtal við stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða krossins í
þessu tilefni en formaður hennar er séra Jón Auðuns, dómprófastur.
MIKIL STARFSEMI
Starf Kauða kross íslands er
margvíslegt og mikið. Reykja-
víkurdeildin rekur þrjár sjúkra-
bifreiðir og komu tvær þeirra
til landsins í vetur. S. 1. sumar
rak deildin þrjú sumardvalar-
heimili fyrir reykvísk börn. Þá
vinnur hún stöðugt að því að
auka birgðir hjúkrunargagna
sinna til útlána í heimahúsum
og veikindatilfellum. Námskeið
hafa verið haldin í „hjálp í við-
lögum“ fyrir almenning og er
sá liður orðinn fastur í starfsemi
deildarinnar, vor og haust. Yfir
vetrarvertíðina rekur deildin
einnig sjúkraskýli í Sandgerði.
f vetur komu hingað til lands
á vegum Reykjavíkurdeildar
Rauða krossins 52 flóttamenn og
hefur deildin greitt götu þeirra.
ÞARFNAST MIKILS FJÁR
Mikið fé þarf til framkvæmda
í þessum málum og meira en
Rauði krossinn hefur nú til um-
ráða. Leitar hann því til allra
landsmanna um liðsinni með því
að kaupa Rauða kross-merkin og
hvetja börn til að selja þau.
Merkjaafhending fer fram frá kl.
9,30 á eftirtöldum stöðum:
Skrifstofa RKÍ, Thorvaldsens-
stræti 6.
Skóbúð Reykjavíkur, Aðalstr. 8.
Efnalaug Vesturbæjar, Vestur-
götu 53.
Kjötbúð Vesturbæjar við Ás-
vallagötu.
Borgarþvottahúsið við Hjarðar-
haga.
Sunnubúðin, Sörlaskjóli 42.
Körfugerðin, Skólavörðust. 17.
l^yjabátur með 34 tonn í þorsknót
\
Netjavertíð að hefjast í Vest-
mannaeyjum, en afli línubáta
var þó ágætur í gærdag
Vestmannaeyjum, 3. marz.
HINN KUNNI dugnaðar- og afla-
maður, Benóný Friðriksson frá
Gröf, fór í fyrradag með þorsk-
nót austur með söndum. Hann
kom að landi með 34 tonn af
fiski. Mun hann hafa kastað sex
sinnum en 3 köstin misheppnúð-
ust. Fiskurinn sem fékkst var
mjög fallegur göngufiskur. Benó-
ný fór aftur út með nótina á bát
sínum Gullborgu og mun hafa
farið á sömu mið.
Benóný telur að fiska megi í
þorsknótina með góðum árangri
þá aðeins að logn sé og sjór lá-
dauður. Annar bátur er að und-
irbúa sig á þorsknótaveiðar.
Allur flotinn var á sjó í dag í
hinu bezta sjóveðri. Hjá þeim
bátum sem komnir voru að landi
milli kl. 7 og 8, var yfirleitt góð-
ur afli, frá 8—13 tonn af óslægð-
um fiski. Hins vegar lízt mörg-
um formanninum svo á að línu-
vertíðin hér í Vestmannaeyjum
sé senn á enda, og hafa því marg-
ir hafið undirbúning að því að
hefja netjaveiðar og nokkrir bát
ar lögðu net sín í fyrsta skipti í
dag. Fram að þessu hefur aflinn
hjá netjabátunum, sem verið
hafa að veiðum kringum Vest-
mannaeyjar, verið mjög tregur,
en þó fékk einn bátur í dag til-
tölulega góða veiði, 15 tonn.
— Bj. Guðm.
Verzl. Skúlaskeið, Skúlagötu 54.
Silli og Valdi, Háteigsveg 2.
Sunnubúðin, Mávahlíð 26.
Verzl. Elíasar Jónssonar, Kirkju-
teig 5.
Verzl. Axels Sigurgeirssonar,
Barmahlíð 8.
KFUM við Reykjaveg.
UMFÍ við Holtaveg.
Sveinsbúð, Borgargerði 12.
SKÓLAFÓLK HJÁLPAR TIL
Undanfarin ár hafa nemendur
úr Kvennaskólanum, Hjúkrunar-
kvennaskólanum, Húsmæðra-
skóla Reykjavíkur, Gagnfræða-
skóla Austurbæjar og stúdentar
úr læknadeild Háskólans, boðið
aðstoð sína við afhendingu
merkjanna. Eins hefur verið gert
að þessu sinni. Vill Reykjavíkur-
deildin flytja þeim sérstakar
þakkir fyrir þá aðstoð og einnig
forstjórum kvikmyndahúsanna
sem lofað hafa góðfúslega kvik-
myndasýningum fyrir sölubörnin
deildinni að kostnaðarlausu.
Yfirmenn
segja líka
upp
TIL viðbótar uppsögn samninga
og yfirstandandi verkfalli meðal
háseta á kaupskipaflotanum og
aðstoðarmanna í vélarúmi, þá
hafa allir yfirmenn flotans sagt
upp samningum sínum frá 1. júní
nk. að telja. Er hér um að ræða
skipstjóra, stýrimenn, vélstjóra
og loftskeytamenn. Einnig hafa
matsveinar á skipunum og þjóna-
lið sagt upp samningum sínum
— einnig frá 1. júní.
STJÓRNMÁLANÁMSKEIÐIÐ
um atvinnu- og verkalýðsmál
hcldur áfram í Valhöll í kvöld
klukkan 8,30.