Morgunblaðið - 09.03.1957, Side 10

Morgunblaðið - 09.03.1957, Side 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 9. marz 1957 Akureyríngur skrifar um Húsmæðrakennaraskólann ENN er rætt um hvar staðsetja skuli Húsmæðrakennaraskóla ís- lands. f skyndi hefir verið kall- að saman Nemendasamband skól- ans og það skilar svo áliti á ein- um degi. Auðvitað er þar reynt af fremsta megni að sanna að skólann eigi að staðsetja í Reykjavík. Hér er líka um gamla nemendur skólans að ræða. Þeir hafa kynnzt og lært að meta skólann, eins og hann var hér í Reykjavík og því finnst þeim lítt hugsanlegt að staðsetja megi hann annars staðar. Það mun svo með flesta, sem tryggð hafa bundið við skóla sinn, að þeir vilja helzt hafa hann eins og hann var þegar þeir þekktu hann, jafnvel hinum „sögufrægu þúf- um“ í kringum hann, má ekki hagga. Þetta haggar þó ekki þeirri staðreynd að í vaxandi þjóðfé- lagi, þar sem stöðugt er sótt fram á við, hljóta að verða breyting- ar. Það er því þeirra, sem hugsa fyrir framtíðinni og þeim, sem byggja eiga þetta land og alast upp á menntastofnunum þess, að ákveða hvar menntasetur lands- ins eiga að vera. Okkur Akur- eyringum myndi þykja sómi að því að fá Húsmæðrakennaraskóla íslands hingað norður og ég er fullviss að við myndum kapp- kosta að búa að skólanum eftir beztu getu. Einnig finnst okkur að hin dugmikla skólastýra frú Helga Sigurðardóttir mundi sóma sér vel í forustuliði skóla- frömuða á Akureyri. Við erum þess fullvissir, að hún myndi setja metnað sinn í að koma hjá okkur upp glæsilegu og þjóðnýtu menntasetri. Hins vegar finnst mér vafasamt að taka nema tak- markað tillit til skoðana fyrr- verandi nemenda skólans hér í Reykjavík. Þar finnst mér of ein- hæf sjónarmið koma fram. Það er mikið talað um æfingakennslu í grein þeirri, sem birtist í Mbl. 14. febrúar, og það ásamt því að lögin, sem nú eru í gildi, talin frambærileg rök fyrir því að skólinn geti ekki flutt hingað norður. Hvað lögin snertir, er einm. fyr- irhugað að breyta þeim í samr. við það að skólinn geti flutt norður. Um æfingakennsluna er það að segja, að fyrir norðan er mjög fjölmennur gagnfræðaskóli ekki steinsnar frá Húsmæðra- skólanum, einnig er barnaskólinn þar rétt hjá, svo að þar virðast nokkur verkefni fyrir hina vænt anlegu húsmæðrakennara. Svo má benda á það, að Húsmæðra- skólinn á Akureyri hefir á undan förnum árum verið starfræktur með námskeiðum fyrir konur úr bænum, og gætu hinir væntan- legu húsmæðrakennarar æft sig á því að kenna þeim og það gæti verið eitt af verkefnum skólans að sjá um þessi námskeið. En veigamestu rökin í þessu efni eru þó þau, þegar tekið er tillit til þess að skólinn getur fengið hið fullkomnasta kennara lið hér í bænum, að hér er fyrir hendi hús, sem er lítið sem ekk- ert notað. Það hæfir og hentar skólanum á allan hátt og það er sérstaklega byggt til þeirrar starf rækslu, sem Húsm.kennaraskól- inn hefir með höndum. Um allt fs land vantar skóla og víða er nauðsyn endurbyggingar gam- alla skóla. Það væri því fjar- stæða að láta ónotaða glæsilega skólabyggingu norður á Akur- eyri, sem ekki er heppileg fyrir neitt annað en húsmæðrakennslu, en byggja á sama tíma milljóna- byggingu suður í Reykjavík, til sömu nota. Við Akureyringar erum þess fullvissir, að ef skynsemin og framsýnin verða látin náða í þessu efni, þá muni Húsmæðra- kennarask. ísl. verða bæði hagur og sómi að því, að þiggja hið glæsilega skólahús, sem Akureyr- ingar bjóða honum upp á. Vignir Guðmundsson. Fratnh. af bls. 13 og rishæð. Spítalinn er rekinn sem farsótta- og lyflækningadeild og hefur 60 sjúkrarúmum á að skipa. Yfirlæknir er dr. med. Óskar Þ. Þórðarson, en yfirhjúkr- unarkona Sigurlaug Helgadóttir. Á sl. ári lágu 487 sjúklingar í spítalanum og fjöldi legudaga var 17248. Slysavarðstofan er á neðstu hæð aðalbyggingarinnar. Inngang ur snýr að Sundhöllinni. Slysa- varðstofan er opin alla daga árs- ins allan sólarhringinn. Þar er veitt læknisþjónusta í sambandi Halldór Glslason Kveðja frá mágkonu og tengdamóður. Svo óvænt horfinn ert af jarðarmeiði, og eilífð guðs þér nýja köllun fær, en ástkær minning eins og sól í heiði í okkar hjörtum Ijómar björt og skær. Þín hlýja sál hún breiddí geisla bjarta á brautir vina hverja æfistund. Hve börnin vafðir blítt að þínu hjarta það ber svo fagurt vitni þinni lund. Með djúpri þökk á máli hjartans hljóðu við hinztu kveðju sendum vinur þér þó hverfir sjónum kynnin lifa góðu og hvergi þar á nokkurn skugga ber. Við biðjum guð að blessa konu þína og börnin hvar sem liggja þeirra spor. Hann gegnum tárin geisla láti skína og gefi huggun styrk og trúar- þor. Hann leiði þig á lífsins vegi nýjum í ljóssins dýrð, og blessi þína sál. Hann um þig vefji ástarfaðmi hlýjum er okkar bæn og hjartans kveðju- mál. Belgískur togari sem staðinn var að landhelgisveiðum úr lofti dæmdur Fyrsti dóvntir í slíku máli gegn erl. skipi. Eigendur fengu belgiskan siglingafr. I máflið IHÆSTARÉTTI hefur verið kveðinn upp dómur í máli skipstjóra á belgiskum togara, sem landhelgisgæzlan stóð að veiðum í landhelgi úr fiugvél í könnunarflugi út af Ingólfshöfða. Er þetta fyrsti Hæstaréttardóm- urinn sem kveðinn er upp í slíku máli, þ. e. a. s. landhelgis- brotamáli þar sem um er að ræða að erl. togari íafi verið staðsettur með mælingum úr flugvél. Er hér um margt hið merkasta mál að ræða. Geta má þess að eig- endur hins belgiska togara, sem heitir „Belgian skipper" frá Ostende, sendu öll gögn málið varðandi, eftir að undirréttur hafði dæmt skipstjórann sekan, til belgísks siglingafræðings, J. Legrand, sem er kennari í sigl- ingafræðum vlð sjómannaskól- ann í Antwerpen, lærður maður mjög í öllu er að þeirri fræði- grein lýtur. Hæstiréttur fékk einnig hérlenda sérfræðinga til þess að fjalla um ýmis atriði málsins. Alls eru dómsskjölin rúmlega 70 folíosíður. Forsendur dóms Hæstaréttar eru mjög ítar- legar en dómendur staðfestu undirréttardóminn, en skipstjór- inn á Belgian Skipper, Frans Hallemeesch, val dæmdur í 74 þús. kr. sekt. við slys oS aðrar aðkallandi lækn- isaðgerðir. Jafnframt hefur lækna vörður Læknafélags Reykjavík- ur aðsetur í Slysavarðstofunni. Annast hann nauðsynlegar sjúkra vitjanir í bænum á tímanum frá kl. 6 að kveldi til kl. 8 að morgni, svo og um helgar. Yfirlæknir Slysavarðstofunnar er Haukur Kristjánsson, en yfirhjúkrunar- kona er þar Guðrún Brandsdótt- ir. Slysavarðstofan fluttist í hin nýju húsakynni þ. 15. sept. 1955. Á árinu 1956 hafa komið þar 14304 einstaklingar til ýmiss konar aðgerða. Svarar það til 39 manns að meðaltali á sólarhring. ★—★—★ Af þessu yfirliti um starfsemi þá, er fram fer hér í húsinu er ljóst, að hér er um að ræða víð- tækan og virkan þátt í lífi bæjar- búa. Mun nú þegar láta nærri að fjöldi sá, sem kemur í bygging- una í þeim tilgangi að leita sér þar aðstoðar á einn eða annan hátt, svari til þess að hver íbúi bæjarins gangi um hana einu sinni á ári. Eru þá ónæmisað- gerðir eigi taldar með, en fjöldi þeirra á sl. ári svarar einnig nokkurn veginn til íbúafjölda bæjarins. Mun aðsókn að stofnun- inni hafa komizt upp í nokkuð á annað þúsund manns einstaka daga eftir að allar deildir tóku þar til starfa. Auk bæjrbúa leit- ar ávallt mikill fjöldi fólks hvað- anæva að af landinu til Heilsu- verndarstöðvarinnar. 125.000 krónur til R. K. í. REYKVÍKINGAR sýndu hug sinn í verki til Rauða krossins á öskudaginn. Foreldrar og forráða menn um 2000 baran leyfðu þeim að selja merki á götunum, þrátt fyrir norðannæðinginn og kuld- ann. Þessi duglegu sölubörn skil- uðu svo af sér að kvöldi öskudags ins alls 125,000 krónum og er það hærri fjárupphæð en hér hefur áður safnazt á merkjasöludegi RKÍ. Hefur skrifstofa RKÍ beðið Mbl. að færa sölubörnunum þakk ir, og bæjarbúum fyrir hinn ríku- lega skerf er þeir nú lögðu til starfsemi Rauða krossins. I forsendum Hæstaréttardóms- ins segir m. a. á þessa leið: Eftir uppsögn héraðsdóms hafa verið háð framhaldspróf í málinu. Friðrik V. Ólafsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, og Jos. Legrand siglingafræðingur hafa gefið álitsgerðir í málinu. Þeir Jónas Sigurðsson, siglingafræði- kennari við Stýrimannaskólann, og Zophonías Pálsson, skipulags- stjóri ríkisins, hafa eftir dóm- kvaðningu framkvæmt ýmsar at- huganir um málið og ritað um það álitsgerð. STAÐSETNING TOGARANS Friðrik V. Ólafsson skólastjóri hefur markað á sjóuppdrátt stað- arákvarðanir flugvélar . land- helgisgæzlunnar, TF-I S B, yfir togara ákærða hinn 12. apríl 1954, og reyndist staðir togarans vera: Kl. 17.54 um 1,2 sml. innan fisk- veiðimarkanna, kl. 17.58 um 0,9 sml. innan sömu marka og kl. 18.20 um fiskveiðimörkin. Mörk- un þessara staða á sjóuppdráttinn var gerð á venjulegan hátt með staðarvísi. Vegna gagnrýni Jos. Legrands siglingafræðings á stað- setningu mælinganna hefur skóla stjórinn fundið legustaði tog- arans á nefndum tímum með út- reikningi. Var niðurstaðan mjög hin sama og áður, staðirnir þó örlítið nær landi. Loks hafa hinir' dómkvöddu sérfræðingar markað á sérstakan uppdrátt í stórum mælikvarða staði togarans þannig: Kl. 17.54 1,41 sml. innan fiskveiðimarkanna, kl. 17.58 1,16 sml. innan sömu marka og kl. 18.20 0,19 sml. innan nefndra marka. Þessar staðarákvarðanir þeirra eru mjög nærri hinum reiknuðu stöðum Friðriks V. Ólafssonar skólastjóra. Verjandi ákærða hefur með til- Vísun til umsagnar Jos. Legrands siglingafræðings véfengt staðar- ákvarðanir gæzluflugvélarinnar. Telur hann, að hraði flugvélar- innar, nálægð og afstaða mæli- staðanna hafi gert gæzlumönn- unum ókleift að mæla með þeirri nákvæmni, sem krefjast verður í sakamáli. SÉRFRÆÐINGARNIR í FLUGVÉL Hinir dómkvöddu sérfræðing- ar hafa prófað nákvæmni mæl- inga sem þessara með sextant úr flugvél með því að fljúga yfir skip, sem hélt kyrru fyrir, ákveða stað þess með sextantmælingum og bera niðurstöðuna saman við sextantmælingar, sem gerðar voru á skipinu. Þá ákváðu þeir einnig með sextantmælingum stað vita á landi með því að fljúga yfir hann. Niðurstaða þeirra varð sú, að staðsetja megi skip með hornamælingum úr flugvél með 0,1—0,2 sml. ná- kvæmni. Breytingar horna í að- flugi við þessar mælingar voru frá 3 og upp í 12 bogamínútur á tímasekúndu. Þá hefur verjandi með tilvís- un til umsagnar Jos. Legrands siglingafræðings staðhæft, að mælingastaðurinn Lómagnúpur, sem eigi er þrihyrningamælistað- ur, hafi getað valdið slíkri skekkju 1 staðsetningu flugvél- arinnar, er nemur allt að 0,1 sml. Niðurstaða hinna dómkvöddu sérfræðinga um nákvæmni stað- arákvörðunarinnar kl. 17.54 er sú, að skekkja í þeirri staðar- ákvörðun ætti eigi að fara fram úr um 0,3 sml. f lok álitsgerðar sinnar segja þeir: „Að öllu þessu athuguðu virð- ist okkur sem staðarákvarðanir landhelgisgæzlumanna standi ó- haggaðar innan vissra nákvæmnis takmarkana, sem við höfum bent á. Byffgjum við þetta álit okkar m. a. á því, að mælingarnar voru endurteknar þrisVar sinnum með aðferð, sem viðurkennd er sem örugg til staðarákvarðana á sjó, og að gott samræmi virðist vera á milli þeirra. Auk þess var mæl- ingin gerð af tveimur mönnum, sem skiptust á að mæia hornin og lásu báðir af sextöntunum i hvert skipti. Mælitækin voru ná- kvæm, skyggni ágætt og mæli- staðir auðþekkjanlegir. Innbyrðis afstaða mælipunkta sæmilega og engin þau ytri skilyrði fyrir hendi, sem ætla má, að hefðu getað hindrað fyllilega nógu ná- kvæmar staðsetningar togarans á umræddum tímum til þess að ganga örugglega úr skugga um, hvort hann hefði verið fyrir inn- an eða utan fiskveiðitakmörk- in“. Samkvæmt því, sem að fram- an er greint, þykir fullsannað, að ákærði hafi verið að veiðum í landhelgi, frá því gæzluflug- vélin sá togara hans kl. 17.51 og fram undir kl. 18.20. fSLENZK LÖGSAGA Gæzluflugvéli flaug yfir tog- ara ákærða og kringum hann í landhelgi frá því kl. 17.52. Eigi getur hjá því farið, að ákærða, sem á þessum tíma var að veið- um í landhelgi, hafi verið ljóst, að flugvélin var gæzluflugvél og var þarna að hefja aðgerðir gegn honum, enda hraðaði hann sér á haf út sem mest hann mátti. Að svo vöxnu máli verður að telja, að íslenzk lögsaga taki til ákærða, þótt honum kunni eigi að hafa verið gefið formlegt merki um að nema staðar fyrr en hann var um það bil kominn út úr land- helginni, en honum var veitt stöðug eftirför, fyrst af gæzlu- flugvélinni og síðar af varðskip- inu Þór, unz hann var stöðvað- ur um kl. 23.00. Samkvæmt þessu hefur ákærði gerzt brotlegur við 1. sbr. 3. gr. laga nr. 5/1920, sbr. 1. gr. laga nr. 5/1951, og 1. gr. laga nr. 82/1952, sbr. enn fremur 1. gr. laga nr. 4/1924. Með skírskotun til þessa og þar sem gullgengi íslenzkrar krónu er óbreytt, frá því héraðsdómur var upp kveðinn, þannig að 100 gullkrónur jafngilda 738.95 seðla- krónum, ber að staðfesta héraðs- dóminn að öðru leyti en því, að greiðslufrestur sektar ákveðst 4 vikur frá birtingu dóms þessa. Ákærða ber að greiða allan áfrýjunarkostnað sakarinnar. Norski skipstjór- inn sendir þakkir SKIPSTJÓRINN á norska sel- fangaranum Polar Quest hefur beðið Mbl. að færa öllum þeim mörgu sem hjálp veittu honum og skipshöfn hans er skip hans strandaði á Meðallandssandi, ynnilegt þakklæti. Hann kvaðst vilja votta Meðallandsbændum sérstaka virðingu fyrir snarræði þeirra og dugnað við björgunar- starfið. Þá biður hann blaðið að færa Hjálpræðishernum í Rvík þakkir fyrir margháttaða hjálp og aðstoð er Herinn veitti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.