Morgunblaðið - 09.03.1957, Page 16

Morgunblaðið - 09.03.1957, Page 16
le MOR CVKB 140Iti Laugarclagur 9. marz 1957 Stjórn Í.R. í fremri röó: Aðalstjórn frá vinstri: Öm Eiðsson, Ragnar Þorsteinsson, Jakob Hafstein, formaður, Guðmundur Vil- hjálmsson, Kjartan Jóhannsson. Aftari röð: Fulltrúar deilda í að- alstjóm. Frá vinsíri: Halldór Magnússon, fimleikar, Skúli R. Guð- jónsson, framkv.stj. félagsins, Haraldur Árnason, skíðadeild, Gunn- ar Bjarnason, handknattleiksdeild, Helgi Jónsson, körfuknattleiks- ðeild, Kristján Jóhannsson, frjálsíþróttadeild, Guðmundur Gísla- son, sunddeild. Atmœlissundmót ÍR Met Guðmnndar og Helgu ber hœst oirebu Ármann vann stigakeppnina AFMÆLISSUNDMÓT var annar liður hátíðahalda I til- efni 50 ára afmælis ÍR.Fór það fram í Sundhöllinni á fimmtu- dagskvöldið. Náðist þar prýðilegur árangur í ýmsum greinum. 4 íslandsmet voru sett og það 5. jafnað. Þrjú drengjamet voru sett og telpnamet jafnað. Ármann vann stigakeppni mótsins, hlaut 39 stig, ÍR 31, Ægir 16, ÍBK 9%, ÍA 5, SH 4%. Pétur var stigahæstur Ármenninganna og geymir því stigabikarinn 3. árið í röð fyrir Ármann. GUÐMUNDUR OG HELGI Tveir sundmenn bera sérstak- lega af á þessu móti, og verða minnisstæðir öðrum fremur, þó margir aðrir hafi náð mjög góð- um árangri. Skal þar fyrstan telja Guð- mund Gíslason ÍR. Hann er nú 16 ára gamall og keppti í 4 grein um á mótinu. Hann byrjaði mót- ið með því að slá 14 mán. gamalt íslandsmet sitt í baksundi um 2 sek í 1:11,6. í sama sundi setti hann ísl. met í 50 m baksundi. Skömmu síðar vann hann 100 m skriðsund drengja á 1:04,7 — 7 sek á undan næsta manni. Stund- arfjórðungi síðar vann hann 50 m flugsund drengja á 33,0 sek — 1,4 sek undir sínu gamla drengjameti, og rúsínan í pylsu- endanum var, er hann öðrum fremur tryggði ÍR sigur í 3x100 m þrísundi á nýju glæsilegu meti. Tími Guðmundar á baksunds- spretti boðsundsins var 1:11,6 eða sami og metið, þó þetta væri 4. sund hans á 1% klst.!! Helgi Sigurðsson stórbætti ís- landsmet sitt í 400 rn skriðsundi. Synti á 4:49,5 en gamla metið var 4:55,3. Þetta er framför sem seg- ir sex, þegár um enga keppni er að ræða. Ágústa jafnaði met sitt í 100 m skriðsundi og sýnir það hvers vænta má af henni, en hún gekk ekki heil til skógar í fyrrakvöld. Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigr- aði Ágústu í 50 m bringusundi. Sund þeirra beggja var vel út- fært og hörkuspennandi keppni. Svo var einnig í 200 m bringu- sundi karla, þar sem 1/10 úr sek svildi Sigurð Akurnesing og Torfa Tómasson. í ýmsum öðrum greinum var keppnin geysihörð, t.d. voru 2. og 3. maður í 50 m bringus. drengja jafnir, og dóm- arar gátu ekki gert upp á milli. Pétur Kristiánsson virðist ekki í fullri þjálfun. En athygli vakti baksund Ólafs Guðmundssonar, sem byrjaður er æfingar aftur eft ir nokkurra ára hvíld, en náði nú sínum bezta tíma á vegalengd- inni. Boðsundið var þó ef til vill skemmtilegasta grein kvöldsins. Guðmundur skapaði ÍR forystu sem Ármann var sífellt að minnka, en bræðurnir Ólafur og Gylfi Guðmundssynir tryggðu ÍR sigur og tími sveitarinnar var 3,8 sek undir gamla félagsmetinu og 4/10 úr sek betri en landssveitar- met það er Hörður Jóh., Sig. Þingeyingur og Ari settu 1949. Það sýnir kannski bezt þá fram- þróun sem orðið hefur í sundinu síðan „blómaskeiðið" mikla var 1948—50. Á mótinu var keppt um 3 bik- ara gaf Ólafur Logi Jónasson þá alla. Unnust 2 til eignar í baks. og 400 m skriðsundi karla, en Pétur hlaut þann þriðja í 100 m skriðs. Það er farandbikar. Úrslit 100 m baksund karla: 1. Guðm. Gíslason ÍR 1:11,6 m ísl.met og drengjamet. 2. Ólaf. Guðmundss. ÍR 1:15,6 m 3. Sig. Friðriksson ÍBK 1:20,0 m 100 m skMðsund karla: 1. Pétur Kristjánsson Á 1:01,5 m 2. Gylfi Guðmundss. ÍR 1:02,7 m 3. Guðm. Sigurðss. ÍBK 1:05,0 m 100 m skriðsund kvenna: 1. Ágústa Þorsteinsd. Á 1:09,3 m (metjöfnun) 2. Margrét Ólafsd. Á 1:29,2 m 100 m skriðsund drengja: 1. Guðm. Gíslason ÍR 1:04,3 m 2. Sólon Sigurðsson Á 1:11,8 m 3. Sígurj. Hanness. SH 1:12,6 m 4. Sæm. Sigurðss. ÍR 1:15,3 m Forystufélog í iþrdttum i 50 úr AMÁNUDAGINN eru 50 ár liðin frá stofnun íþróttafélags Reykjavíkur. Með stofnun þess voru mörkuð tímamót í íþrótta- sögu landsins. Þeir 90 menn sem stofnuðu ÍR á fundi að Hótel ís- land, en til þess fundar boðaði A. J. Bertelsen, er varð fyrsti form. félagsins, létu ekki sitja við orðin tóm. Á skömmum tíma efldist félagið á öllum sviðum og það varð um mörg mál forystufélag. FYRSTU ÁRIN Samheldni ÍR-inga og félags- anda var viðbrugðið og sú sam- heldni ruddi mörgum erfiðum hindrunum úr vegi fámenns og fátæks félags. En frumherjarnir hösluðu félaginu þann völl, að saga þess er samstæð sögu allra hræringa á sviði íþróttanna. Stofni ÍR, sem gróðursettur var á fyrstu árunum er enn sí- fellt að bætast nýjar greinar. Og nú á 50 ára afmælinu stendur meiður félagsins e.t.v. blómgaðri en nokkru sinni. Það er því bjart framundan. NÝJUNGAR ■Á ÍR hefur lagt góðan skerf til fjölmargra mála. Það er fyrsta félagið á landinu, sem beitir sér fyrir æfingum í frjálsum íþrótt- um og fyrst til að kaupa fullkom- in áhöld til þeirra hluta. Það var og eitt þeirra félaga er beitti sér fyrir byggingu íþróttavallar. ★ ÍR var meðstofnandi að íþróttasambandi íslands og sendi ÍSÍ í því sambandi fyrsta starfs- fé þess. A ÍR myndaði árið 1920 Ol- ympíusjóð íslands með 500 kr. framlagi. A ÍR efndi til fyrsta víða- vangshlaups á íslandi og heldur það enn. Sú keppni varð mjög til að auka á íþróttaáhuga lands- ins barna. A ÍR beitti sér fyrir allsherj- aríþróttanámskeiði 1922. Var til þess stefnt mönnum hvaðanæva af landinu og kenndir fimleikar, frjálsíþróttir, sund, knattspyrna o.fl. 33 tóku þátt í því en nám- skeiðið stóð 6 vikur og var ó- keypis. Þetta námskeið skapaði nýja strauma í íþróttalífi lands- ins. A ÍR sendi úrvals fimleika- flokka um landið þvert og endi- langt og tvívegis utan. Þessir flokkar vöktu hvarvetna athygli. Mótuðu áhuga um landið og kven flokkur félagsins sem sýndi í Cal- ais 1927 — á alheimsmóti í fim- leikum, var talinn bezti flokkur er til mótsins kom. A ÍR var fyrsta íþróttafélag landsins, sem eignaðist sitt eigið íþróttahús. ★ ÍR er fyrst ísl. aðila til a3 hefja útgáfu íþróttablaðs „Sum- arblaðsins", „Vetrarblaðsins" og „Þróttar". Þetta voru eingöngu blöð um íþróttamál og urðu í- þróttum að miklu liðL Bókaút- gáfu hefur félagið og látið sig miklu skipta. Það lét þýða „Frjálsíþróttabókina" sem kenndi mönnum rétta iðkun íþrótta, og ÍR lét fyrst allra þýða knatt- spyrnulögin á íslenzku, svo að menn færu eftir leikreglum í leiknum, þó félagið hefði þá ekki knattspyrnuflokka. En það lét sig skipta öll mál er verða máttu íþróttum í einhverri mynd til framdráttar. ★ ÍR varð fyrst félaga til að stofna skíðaheimili. Keypti fé- lagið Kolviðarhól í því skyni. Var þar skíðaheimili Reykvík- inga í mörg ár. Þannig mætti lengur telja nýj- ungar sem ÍR hafði forgöngu um og urðu til eflingar íþróttunum. Ötula forystumenn hefur fé- lagið alltaf átt. 14 hafa formenn- irnir verið og þeir eru allir á lífi og í starfi fyrir félagið, mynda svonefnt „formannafélag ÍR“ sem hefur ásamt stjórn, úr- skurðarvald hverju sinni í öllum stærri málum félagsins. Form. „formannanna" er nú Þo’steinn Sch. Thorsteinsson, lyfsali. ★ GÓÐIR ÍÞRÓTTAMENN Innan ÍR hafa ætíð verið starf andi margir meðal fremstu íþróttamanna landsins, og ÍR- ingar hafa jafnan'lagt fram mjög mikla krafta í millilandaleikum íslands við aðrar þjóðir, eink- um í frjálsum íþróttum. ÍR-kvöld að Hálogalandi : Keppt í stongostökki í 1. sinn opinberlegn IKVÖLD fer fram að Hálogalandi innanhússmót í frjálsíþróttum og verður keppt í atrennulausu stökkunum, hástökki, langst. og þrístökki, hástökki með atrennu, stangarstökki og kúluvarpi. Þetta mót er liður í afmælishátíðahöldum ÍR. ★ STANGARSTÖKK Þarna verður í fyrsta sinn keppt í stangarstökki innanhúss á op- inberu móti. Á innanfélagsmót- um í ÍR-húsinu hefur Valbjörn stokkið hæst 3,90 með 1114 m at- rennu, en þarna innfrá er atrenn- 200 m bringusund karla: 1. Sig. Sigmðsson ÍA 2:53,0 m 2. Torfi Tómasson Æ 2:53,1 m 3. Einar Kristinsson Á 2:58,3 m 4. Magnús Guðmundsson ÍBK 2:59,8 m 5. Hörður Finnsson ÍBK 2:59,9 m 50 m bringusund telpna: 1. Sigr. Sigurbjörnsd. Æ 41,3 sek 2. Ágústa Þorsteinsd. Á 41,3 sek 3. Bergþóra Lövdahl ÍR 42,2 sek 4. Hrafnhildu Guðmundsdóttir ÍR 43,1 sek 50 m flugsund drengja: 1. Guðm. Gíslason ÍR 33,0 sek drengjamet. 2. Birgir Jónsson Á 38,5 sek 3. Tómas Zoega Á .... 40,2 sek 4. Björn K. Gunnarss. Æ 41,0 sek 400 m skriðsund karla: 1. Helgi Sigurðsson Æ 4:49,5 m fsl.met. (4:55,3). 2. Pétur Kristjánss. Á 5:28,4 m 3. Magnús Guðmundsson Æ 5:33,0 m 50 m bringusund drengja: 1. Einar Kristinsson Á 36,2 sek 2. Birgir Dagbjartsson SH og Hörður Finnsson ÍBK 37,8 sek 4. Tomas Zoega Á .... 38,8 sek an 21 m og ætti því stökkið að verða mun hærra. ★ KEPPENDUR Þá keppir Vilhjálmur Einars- son nú í fyrsta sinn á opinberu móti eftir Melbourneferðina. Hann hefur á innanfélagsmótum sett ísl. met í langstökki og há- stökki án atrennu, en fer nú auk þess í þrístökk. — Af öðrum kepp endum má nefna Guðm. Her- mannsson í kúluvarpi og Sig. Lárusson í hástökki með atr. ■mr- - ■ V -.j > ’ ■ Valbjörn Þorláksson Hann hefur stökkið 3,90 m í ÍR- húsinu en þar er atrennubrautin aðeins 11,5 m. Gerð liefur verið 21 m færanlcg braut og þá braut er hægt að nota á Hálogalandi. Búast má við því, að Valbjörn bæti innanhúsmetið að mun við þessa lengingu atrennubrautar. Nú um nokkurra ára skeið hafa ÍR-ingar átt marga af beztu skíða mönnum landsins. ÍR-ingar hafa og staðið mjög framarlega í sundi, körfuknatt- leik (tvisvar íslandsmeistarar) og handknattleik. Fimleikameistara fslands hafa ÍR-ingar átt fjölmarga, öfluga fimleikaflokka karla og kvenna, sem bæði hafa sýnt hérlendis og erlendis víða við góðan orðstír. Nú á félagið á að skipa upp- rennandi afbragðs fimleikaflokki kvenna undir stjórn frú Sigríðar Valgeirsdóttur. Fyrir dyrum standa líka utan- farir, frjálsíþróttamenn til Sví- þjóðar til vinafélagsins Bromma I. F., er hér var á sl. sumri, og handknattleiksmenn til Vestur- Þýzkalands í haust. Auk þess fer sennilega fimleikaflokkur kvenna úr ÍR til London á þessu sumri. Er nú ötullega unnið að öllum þessum málum. HÚSBYGGINGAMÁL Húsbyggingamálin hafa jafnan verið ofarlega á baugi hjá fé- laginu, og hafa Formannafélag ÍR og stjórn félagsins samþykkt í tilefni af 50 ára afmælinu að leggja á næstu 3 árum fram 600 þús. kr. til þessara mála, annað hvort beint í eigin byggingu eða þá í samstarfi við önnur íþrótta- félög hér í bænum eða aðra að- ila, ef samkomulag næst í þeim efnum. Form.: Jakob Hafstein, lögfr.; varaform.: Ragnar Þorsteinsson; gjald.: Guðm. Vilhjálmsson; rit- ari: Orn Eiðsson; meðstjórn.: Kjartan Jóhannsson. Handkn: Gunnar Bjarnason; Sund: Guðm. Gíslason; Frjálsíþróttir: Kristján Jóhannsson; Körfuknattl.: Helgi Jónsson; Fimleikar: Halldór Magnússon; Skíði: Haraldur Árnason. — Framkv.stj. félags- ins er ráðinn fyrst um sinn Skúli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.