Morgunblaðið - 09.03.1957, Page 17

Morgunblaðið - 09.03.1957, Page 17
Laugardagur 9. marz 1957 MORCVNBLAÐIf) 17 Aðalfundui Alliunce Fmncuise — í fáum orðum sagt Framhald af bls. 6. hann andstæðingana ekki svars. — En svo að við snúum okkur að einhverju öðru . . . — Ja, það var lítið annað merkilegt sem þarna gerðist. Þetta voru bara kosningar og allt uaeð frið og ró á milli. Eftir stutta umhugsun: — Annars man ég einna helzt eftir því, þegar vatnsveitan var lögð á Isafirði. Það var 1902. Hannes beitti sér mjög fyrir henni og ég man ekki eftir neinu sem kom sér eins vel fyrir okkur, enda var ánægjan mikil. — Vatnið sem við höfðum? Ja, þetta var ekkert nema skítur og skólp. ■—■ Annars held ég það nafi ýtt undir Hannes, að hann missti tvö börn fyrir vestan, sennilega úr tauga- veiki. Hún stakk sér niður bæði á Isafirði og í Hnífsdal. Og það fóru þó nokkrir úr henni. -— Já, þetta var fyrsta vatnsveitan í land inu og þótti mikil framför. — Þér hafið kynnzt Hannesi talsvert; getið þér ekki sagt mér svolítið meira af honum. — Ég man það nú ekki. Maður var ekki hátt hafinn, þótt búið væri að loka á kvöldin. Talaði ekki mikið við heldra fólkið sem kalb að var. Annars var Hannes alltaf mjög alþýðlegur við þá sem hann hafði afskipti af. Aldrei heyrði ég anaað. Nei-nei. Hann var sem sagt ágætis yfirvald. — Þér munið auðvitað eftir því, þegar hann féll á Isafirði? — Ég er nú hræddur um það. Maður tók það ekki svo lítið nærri sér. En Hannes var alltaf samur og jafn, hvort sem hann vann eða tapaði. — Ég varð svo frægur að smala fyrir hann í Bolungarvík. Þar var einlit Skúlahjörð nema hvað ég fékk sex eða átta atkvæði. Þegar ég sagði Hanhesi það, svar- aði hann aðeins: Það er ekkert við því að gera; við höfum gert það sem við höfum getað — og það verður að duga. Það var ekki að hann færi að kaupa atkvæðin, ónei. — Nú, bar eitthvað á því? — Tsj, nei. Það held ég ekki. Það voru fáir svo efnaðir, að þeir gætu staðið í atkvæðakaupum. —Eö— Við fórum nú að rabba sam- an um stjórnmál almennt og var auðheyrt, að Kristján hafði ákveðn ar skoðanir á þeim efnum: — Fylgisspekt við flokka, sagði hann, þarf ekki endilega að vera sprottin af þröngsýni, heldur festu. Á sama hátt getur svonefnt frjálslyndi verið sprottið af laus- ung. Annars s':ipti ég mér ekk- ert af pólitíkk orðið, er ekki neinn maður tii þess. — Mig langar nú samt að spyrjá yður einnar spurningar í viðbót um þau efni, þar sem þér hafið haft svo gott tækifæri til að fylgjast með kjósendum hér á landi á þessari öld. Haldið þér Kristján, að íslenzkir kjósendur kjósi alltaf það sem þeim finnst rétt? — Nei, þá væri Sjálfstæðis- flokkurinn löngu búinn að fá meiri hluta á þingi. En án alls gamans: kjósendur geta verið fastir á sinni tuggu. Kommúnistatuggan þykir t.d. mjög álitleg um þessar mund- ir. Ja, því líkt og annað eins. En heyrið þér mig, er það satt, að Steinn Steinarr sé snúinn? Ég hef heyrt, að honum hafi ekki lit- izt á Rússland. Það er auðheyrt á Kristjáni, að hann fylgist vel með. En þegar hann sér, að ég á erfitt með að leysa úr spurningu hans, bætir hann við: — En hann er sennilega ekki mikill pólitíkus, þótt hann sé skáld. Og: — Þau geta verið hættuleg, skáldin. Þau eru svo heit. Maður getur gert allan fjandann í póli- tískum hita. Annars held ég, að Matthías Jochumsson hafi aldrei verið pólitískur og þó var hann tilfinningamaður. Það vantaði ekki. — Ja, svo er það þekkingarleys- ið og skammsýnin sem allt ætla að drepa. Hér þarf að knýja öll stórmál fram með hörku. Hugs- ið þér yður bara, þegar Hannes stóð í Símamálinu. Þér eruð svo ungur og munið ekki eftir því. En það var ekkert grín, skal ég segja yður. Ekkert grín. Ja, hvað haldið þér að Jón Sigurðson hefði orðið, ef hann hefði búið á Is- landi? Hann hefði verið útskitinn — og aldrei komizt á þing. — Má vera. En sem sagt: á- hugi manna á stjórnmálum hefur verið mjög mikill um aldamótin. — Já, mjög mikill. — Meiri en nú? •— Nei, ætli það. Það er ekki annað að sjá en pólitískur áhugi manna hafi vaxið síðustu árin. Það hlýtur að vera óvenjulegur áhugi sem veldur því, að menn ráðast á þinghúsið. Ætli það ekki? — M. Á ALÞINGI í gær var lagt fram stjórnarfrumvarp um vísitölu byggingarkostnaðar. En sumarið 1955 skipaði félagsmálaráðherra tvo menn í nefnd til þess að end- urskoða grundvöll vísitölu bygg- ingarkostnaðar. Voru það þeir Guðlaugur Þorvaldsson, deildar- stjóri í Hagstofunni, og Bárður ^sleifsson, arkitekt. Nutu þeir og aðstoðar Tómasar Vigfússonar, húsameistara. Nefndin skilaði á- liti haustið 1956 og lagði fram tillögu að nýjum grundvelli vísi- tölu byggingarkostnaðar. En SL. þriðjudag, hinn 5. marz, var haldinn aðalfundur í Alliance Francaise í Reykjavík. — Fyrir fundinum lágu venjuleg aðalfund arstörf samkvæmt félagslögum, — Formaður félagsins, Magnús Jochumsson, póstmeistari, gaf skýrslu um störf félagsins á sl. starfsári, sem var með svipuðum hætti og undanfarin ár. — Fjórir skemmtifundir voru haldnir á ár- inu og auk þess hélt dr. Páll ís- ólfsson orgeltónleika á vegum fé- lagsins. FRÖNSKUNÁMSKEIÐ — RIT — BÓKASAFN Haldið var uppi námskeiðum i frönsku og gefið út rit félagsins, „Islande-France". — Bókasafn félagsins að Ásvallagötu 69 var starfrækt sem áður og lánaðar út 170 bækur á árinu. MINNING POURQUOI-PAS? Þá gat formaður þess, að sl. sumar voru 20 ár liðin frá að frumvarp það sem nú er lagt fram er samið af Hagstofunni. Meginbreytingarnar skv. þessu frumvarpi eru, að framvegis skal reiknuð ein byggingarvísitala fyrir allt landið og skal verðlagið í Reykjavík látið gilda um verð húseigna um allt land. Önnur breyting er það, að í stað þess að byggingavísitala er nú reiknuð einu sinni á ári, skal reikna hana þrisvar á ári. í greinargerð frumvarpsins er sagt að byggingarvísitalan hafi verið orðin úrelt. franska rannsóknarskipið Pour- quoi-Pas? strandaði hér úti fyrir Mýrunum. Til minningar um þann atburð komu hingað tveir menn frá Frkaklandi, Monsieur Creston og dr. Le Conniat, sem fulltrúar ættingja og vina þeirra, sem fórust með skipinu. Alliance Francaise hafði for- göngu um móttöku þeirra. Var m.a. farið með þeim á þær slóðir, er strandið varð og vitinn í Þor- móðsskeri skoðaður, en inni í vit- anum hefur verið komið fyrir veggskildi af dr. Charcot. — Þá var og haldin minningarguðs- þjónusta í Landakotskirkju. Að skýrslu formanns lokinni las gjaldkeri, Franz E. Siemsen, upp reikninga félagsins. Fjárhag- ur þess hefur batnað á árinu. — Tala félagsmanna er nú um hálft þriðja hundrað. STJÓRNIN ENDURKJÖRIN Loks var gengið til stjórnar- kjörs, sem fór á þá leið, að aðal- stjórnin var öll endurkjörin, en hana skipa: Magnús Jochumsson formaður og meðstjórnendur Björn L. Jónsson, Franz E. Siem- sen, Magnús G. Jónsson og Sigur- laug Bjarnadóttir. Varastjórn skipa Albert Guðmundsson og Ársæll Jónasson. — Var stjórn- inni árnað heilla og sú ósk látin í ljós, að Allianee Francaise í Reykjavík megi enn sem fyrr stuðla að því að kynna Frakk- land og franska menningu á ís- landi og styrkja sambandið milli hinna tveggja landa. Þá voru rædd ýmis áhugamál félagsins. — Ráðgert er að næsti skemmtifundur þess verði 1 lok þessa mánaðar. Frumvarp um nýja byggingavísilölu J LESBÖK BARNANNA Strúfurinn R \ S M L S Það er leiðinlegt, að rið skulum ekki eiga aeinn gíraffa, sagði annar iitli negrinn við hinn. Við getum vel biiið okkur tii gíraffa sjálfir, svaraði tiann og svo lagði hann af stað að sækja vin sinn, strútinn Rasmus. Sjáðu til, sagði negrinn við Rasmus, nú skulum við allir leika okkur sam- an. Þú átt að vera gíraffi jg við eigum að fá að tiorfa á þig. Rasmus viidi gjarnan taka þátt í þessum leik. Svo sóttu negrarnir máln ingu og brátt höfðu þeir breytt Rasmusi í skemmti egan gíraffa. Litlu negrarnir hlógu svo að þeir ætluðu að springa. Svona skrítinn jíraffa höfðu þeir aldrei iður séð. Nú skulum við leika krokket, sögðu litlu negr- írnir, og tóku upp kylf- iirnar sínar. Eu þá sáu þeir, að þeir höfðu gleymt ið kaupa sér boga. Þetta yerir ekkert til, ég tala bara við Rasmus, sagði annar negrinn. Svo talaði hann við Hasmus, sem strax vildi ijálpa þeim. Hann stakk jara hausnum ofan í >andinn eins og strútar iru vanir og á þennan íátt bjó hann til marga )oga úr langa hálsinum ánum. Nú verður þú bara að standa kyrr, sögðu litlu íegrarnir, annars getum við ekki hitt í bogana. Og þeir létu ekki á sér >tanda að byrja leikinn. Það var einu sinni Skoti, sem þurfti að komast heim úr vinnunni. í stað þess að taka strætisvagn- inn, hljóp hann á eftir honum alla leiðina. Þegar hann kom heim sagði hann við konuna sína: „Elskan mín, nú hef ég sparað eina krónu á því að hlaupa á eftir strætis- vagninum" „Alltaf ertu sama flón- ið,“ svaraði konan, „því hljópstu nú ekki heldur á eftir leigubíl, þá hefðirðu sparað 20 krónur. i ! ! 1. árg. 4 Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ^ 9. marx 1957 Litla Ijóta EINU sinni voru gömul hjón, sem bjuggu í litlu húsi. Litla húsið þeirra var fallegt og hreint og blóm voru inni [ stofunni og úti í garð- inum. En samt voru þau ekki ánægð. „Ó, aðeins að við ættum nú litla kisu“, sagði kon- an dag nokkurn, þegar henni leiddist. „Kisu?“, sagði maðurinn. „Við ættum þó að geta fengið okkur kött“. Og svo hélt hann út í heiminn ,að leita þeirrar fallegustu, kisu, sem öokkur hefði augum litið. Vfir fjöll og firnindi gekk hann og loksins eftir langa mæðu komst hann alla leið til Kisu- lands. Þar var svo mikið af kisum, að ekki varð þverfótað. „Kisur hér og kisur þar, og kisur alls staðar. Kisur í runnum, kisur í mó, og kisur á hverri tó“. Söng gamli maðurinn. Og svo fór hann að telja: Tíu kisur, hundrað kisur, þúsund kisur, milljón kisur, jn þá hætti hann, því aann kunni ekki að telja nærra. „Hér er þó nógu úr að velja“, sagði maðurinn. Og hann valdi sér eina hvíta og fallega. En í því hann var að fara, sá hann aðra sem var svartflekk- ótt og hana varð hann líka að taka. Ekki hafði hann fyrr tekið hana, en hann kom auga á eina svarta og aðra bröndótta, með gulum röndum og þær gat hann þó ekki hugsað sér að skilja eftir. þannig gekk þetta aftur og aftur og áður en hann vissi af, hafði hann valið allar kisurnar. „Ég verð að fara heim með þær allar saman“, sagði hann við sjálfan sig, um leið og hann lagði af

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.