Morgunblaðið - 30.03.1957, Síða 1

Morgunblaðið - 30.03.1957, Síða 1
24 siður 44. árgangur 75. tbl. — Laugardagur 30. marz 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins •£fF Fyrsta stóra skipið, sem sigldi inn í Akaba-flóann, eftir að ísraelsmenn kölluðu heim heri sína frá vesturströnd hans, var danska vélskipið „Birgitte Toft“, sem ísraelskt skipafélag hefur á leigu. Þegar það kom til Elath, hafnarborgar ísraels fyrir botni flóans, fékk það fádæma hátíðlegar viðtökur. Ei Egyptar hindra ekki siglingar um Akaba-flóann, verður Elath mjög mikilvæg hafnarborg, sem cink um mun annast viðskipti fsraels við Asíu og Afríku. Innsigling í Akaba-flóann er hið örmjóa Tiran-sund, sem myndin sýnir. Hún er tekin af freigátunni „Mivnak“ frá ísrael, skömmu eftir að hersveitir ísraelsmanna höfðu verið kvaddar heim. EOKA-men.n hvattir til að gefa sig fram Makarios vill komast til Kýpur Bulganin skrítor enn Seychell og Nicosia, 29. marz. — Einkaskeyti frá Reuter. MAKARIOS ERKIBISKUP mun halda brott frá Seychell-eyjum með næstu skipsferð — og í fylgd með honum klerkar þeir, sem handteknir voru ásamt honum og fluttir í útlegðina. Brezka stjórnin hefur skýrt frá því, að Makariosi verði ekki heimilað að hverfa til Kýpur að svo stöddu, og er búizt við að hann haldi til Aþenu. í dag lét erkibiskupinn svo um mælt, að hann mundi ekki Kaupmannahöfn, 29. rnarz. Einkaskeyti frá Reuter. AMBASSADOR Rússa í Kaupmannahöfn afhenti í dag H. C. Hansen forsætis- ráðherra Dana hréf fri Það, sem Bulganin gat ekki um HÓTUNARBRÉF Búlganins til Norðmanna, er mikið rætt á Vesturlöndum. í því segir Búlganin, að Rússar líti á það sem ögrun, að NATO skuli hafa herstöðvar í Noregi — hvað þá heldur, að Norðmenn leyfðu erlendum her dvöi í landi sínu. ógnandi — og elnmitt þeaa vegna hefur Atlantshafsbanda lagið lagt jafn mikið kapp á eflingu hervarna og raun ber vitni. Á meðfylgjandi korti at Eystrasalti og aðlægum lönd- um eru eldflaugastöðvar Rússa merktar með hring. Hinsvegar hefir Búlganin látið hjá líða að geta þess, að Rússar hafa um margra ára skeið haft fjölmennan her í öðrum löndum gegn vilja þjóða þeirra, sem löndin byggja (sem atburðirnir í Unngverjalandi leiddu svo eft irminnilega í ljós). Þá hafa Rússar komið upp keðju her- stöðva meöfram Eystrasalts- strönd — og þaðan geta þeir nú skotið fjarstýrðum flug- skeytum, sem flytja kjarnorku sprengjur. Noröurlönd og öll Evrópa telja herstöðvar sem þessar DAN7IG_ ^.kPNlO^BERG Ágreiningur um Makarios Salisbury segir af sér ÞAÐ VAR TILKYNNT í dag, að Salisbury lávarður, forseti ríkis- ráðsins og formælandi stjórnarinnar í Lávarðadeild brezka þingsins, hefði sent lausnarbeiðni til drottningar — og hefði hún leyst hann frá störfum í ríkisráðinu. ræða við brezku stjórnina eða fulltrúa hennar um framtíð Kýpur fyrr en hann fengi leyfi til þess að hverfa aftur til eyjarinnar. Kýpurbúar þ.e.a.s. hinn gríski hluti eyjarskeggja, fagnar enn fregninni um lausn Makariosar úr útlegðinni. í dögun í morgun var öllum kirkjuklukkum grísk- kaþólsku kirkjunnar hringt, fólk lét miklum gleðilátum — og faðm aði jafnvel brezka hermenn á göt- um úti. Bretar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið og til þess að tryggja að ekki drægi til neinna óláta í kvöld var sett á útgöngu- bann í Nicosíu frá sólsetri til Hvað boðar þetta ? WASHINGTON, 29. marz. — Eisemhower forseti kom fram með þá tillögu í dag, að ráðu- neyti hans yrði veitt vald til þess að kveða upp úr um þaö, hvort eða hvenær Bandaríkja- forseti skyldi láta af störfum vegna vanheilsu — og vara- forsetinn taka við. Segir í tillögu Eisenhowers, að ráðuneytið skuli grípa til valds þess, ef forsetinn er óhæfur eða andvígur því að taka slika ákvörðun sjálfur undir slikum kringumstæðum. — Reuter. dögunar — fyrir fólk undir 27 ára aldri, jafnt Kýpurbúa sem Breta. o—O—o Landstjóri Breta á Kýpur, sir John Harding, sagði í viðtali við Framh. á bls. 2. Birkeröd, 29. marz. Einkaskeyti til Mbl. KVÖLDÚTGÁFA „Berlingske Tidende" birtir í dag viðtal við Lange utanríkisráðherra Norð- manna, sem „Lofotposten" hafði við ráðherrann vegna hótunar- bréfs Bulganins. Lange sagði m. a.: „Ég held að bréf Bulganins hafi verið æílað til þess að hafa áhrif á skoðanir almenn- ings í Noregi, en viðbrögð norsku blaðanna bera vott um það, að tilraunin misheppn- aðist... Skrif norsku blaðanna sýna glögglega, aó norska þjóðin stendur heil að baki sam- Bulganin. Utanríkismála- nefnd danska þingsins mun koma saman á morgun til þess að ræða bréfið. — Almennt er búizt við því, að efni þess sé svipaðs eðlis og bréf Bulganins til Gerliard- sen. Ekki er búizt við því, að það verði birt fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag. — Reuter. vinnu okkar við lýðræðisþjóð- irnar“. Þá segir Lange, að bréf Bulganins hafi I omið honum á óvart, cn hann kvaðst ekki geta svarað spurningu þess efnis, hvort bréfið mundi verða til þess að hleypa frek- ari hörku í „kalda stríðið“. „Við viljum hafa vinsam- legt samband við Rússa", sagði Lange, „en það getur ekki orðið nema Rússar viður- kenni aðild okkar að Atlanís- hafsbandalaginu“. í forystugrein í Politikcn i dag segir, að það sé „heimsku- legt“ af Rússum að halda, að Þá var og tilkynnt, að Home lávarður mundi taka við for- mennsku í ráðinu. Einnig hefur Home tekið við sem formælandi stjórnarinnar í Lávarðadeildinni. Salisbury, sem áður var einnig ábyrgur fyrir kjarnorkumála- nefndinni, mun og losna undan þeirri byrði — og tekur Macmil- lan forsætisráðherra þar við. þeir geti hrætt Noreg til þess að ganga úr Atlantshafsbanda- laginu, sem Noregur hefur gengið i vegna óttans við rúss- neska björninn. „Ógnanir Rússa Mjóta þvert á móti að efla samstöðu At- lantshafsbandalagsrikjanna“, segir og. Þá heldur Politikcn áfram og segir, að Rússum hafi tekizt betur að koma af stað óein- ingu um Atlantshafsbandalag- ið með „Kreml-brosinu“, áð- ur en uppreisnin var gerð í Ungverjalandi, en rneð ógn- unum. En atburðirnir í Ung- verjalandi tóku af allan vafa manna um stefnu Kússa. Salisbury í bréfi, sem lávarðurinn sendi forsætisráðherranum í tilefni þessa, segir Salisbury, að hann hafi ekki getað sætt sig við þá ákvörðun stjórnarinnar að Mak- arios skyldi leystur úr haldi. Kvað hann það Mngað til hafa verið skilyrði fyrir lausn Makariosar, að biskupinn hvetti EOKA til þess að láta af hermdarvcrkum, Makarios hafi Mns vegar ekki gert þetta — þvert á móti hafi hann sagzt enn vera sömu skoðunar og fyrr. Kvaðst lávarðurinn mjög uggandi vegna þess Framh. á bls. 23 Ógnanir Rússa hljóta að efla samstöðu NATO-ríkjanna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.