Morgunblaðið - 16.04.1957, Side 3
Þriðjudagur 16. apríl 1957
MORCVWBLAÐIÐ
3
Þau eru sammála um að
glugga ekki í gömul bréf
Hjón frá Akranesi fá „Brúðkaupsferð" fil Mallorca
ÚTVARPSÞÆTTINUM „Brúð-
kaupsferðin“, sem Sveinn Ás-
geirsson hefur séð um undanfar-
ið, lauk síðastliðið sunnudags-
kvöld í Sjálfstæðishúsinu með
„Brúðkaupsveizlu". Var þar
samankominn fjöldi þátttakenda
þáttarins utan af landi, en ekki
gátu þó allir mætt. Þá voru þar
snillingarnir fimm ásamt fleir-
um, sem viðriðnir voru þáttinn
á einn eða annan hátt. Verðlaun-
in eru ferð til Mallorca og hlutu
hana tvenn kærustupör. önnur
þeirra leggja af stað í ferðalagið
í næsta mánuði og eru það þau
Dóra Wium og Hilmar Halldórs-
son, sem reyndar eru gengin i
heilagt hjónaband og hafa stofn-
að bú að Akurbraut 24, Akranesi.
Voru þau viðstödd hátíðahöldin
og þeim sýndur margs konar
heiður.
LEGGJA AF STAÐ Á
„LOKADAGINN“
Hin hamingjusömu hjón skýrðu
tíðindamanni Mbl. frá því í gær,
að þau myndu leggja af stað í
ferðalagið 11. maí, lokadaginn.
Þau eru frá tveim stærstu ver-
stöðvum landsins, hún frá Vest-
mannaeyjum, hann frá Akranesi.
Og á Akranesi ætla þau sér tví-
mælalaust að búa. Brúðguminn
er að ljúka vélvirkjanámi innan
fárra daga. Hjónin eru bæði 23ja
ára að aldri. Flugvél Loftleiða
mun flytja þau til meginlandsins
og er fyrsti viðkomustaður Ham-
borg. Þaðan halda þau suður eft-
ir með viðkomu í París. Ferða-
skrifst. Orlof mun skipuleggja
ferðir þeirra á meginlandinu og
Vátryggingafélagið hf. hefur
tryggt þau á ferðalaginu fyrir 1
milljón króna. — Ungu hjónin
höfðu í ýmsu að snúast í gær
meðan þau voru stödd í bænum,
m. a. að tala við hina ýmsu aðila,
sem annast ferðalag þeirra. —
Nutu þau þar aðstoðar Sveins
Ásgeirssonar, sem greiddi úr
ýmsum vandamálum þessu við-
1 víkjandi.
SAMMÁLA IIM „FLEST“
Þessi ungu hjón hafa lýst því
yfir í áheyrn alþjóðar, að þau
muni ekki glugga í gömul bréf
hvers annars, að þau unni bæði
léttri og sígildri tónlist, að þeim
þyki skemmtilegasti tími ársins,
sá er þjóðhátíðin í Eyjum er
haldinn á og að konan eigi að
vera fjárhaldsmaður heimilisins,
Ungu hjóniu sem fara í „Brúðkaupsferðina til Mallorca.
og maðurinn eigi að láta hana
vita um állar sínar tekjur —
„nema nokkrar krónur í eigin
þarfir", skaut brúðguminn inn í,
þegar um þessa hluti var raétt.
HÚN ÞINGMAÐUR —
HANN FJALLGÖNGU-
GARPUR
Þótt smekkur þeirra og skoð-
anir eigi einstaklega góða sam-
leið, eins og vera ber hjá ungum
elskendum, hníga óskir þeirra þó
ekki að öllu leyti í sömu átt,
eins og fólki er ef til vill í minni,
síðan þessi ungu hjón komu fram
itf WdWíviŒ t
Handknattleikur:
Fram vann skyndimótið
Það var mót hinna óvœntu úrslita
HEIMSÓKN þýzka handknattleiksliðsins frá Hassloch er nú
senn á enda. — Aðeins einn leikur er eftir. Fer hann fram
í kvöld að Hálogalandi. Mæta þá íslandsmeistarar FH Þjóðverj-
unum. Vafasamt er að sá leikur verði eins skemmtilegur og búast
mætti við. Meiðsli há nú ýmsum hinna þýzku leikmanna, en þeir
munu þó hafa fullan hug á að setja sitt sterkasta lið á móti ís-
landsmeisturunum.
leifur 2, Valur 2, Þorgeir 1, Gunn
ar 1.
★ VALUR — ÍR
Þá mættust ÍR og Valur, sem
styrkti liðið með Tómasi Lárus-
syni, Aftureldingu. Var nú lið ÍR
óþekkjanlegt frá næsta leik á
undan, gegn Fram. Með hraða
og einbeitni léku þeir sér að Vals-
liðinu. 10:3 var staðan í hálfleik
! og 17:8 við leikslok. Mörk ÍR skor
uðu: Gunnl. 7, Þorl. 6, Valur 2,
Þorgeir 1, Jóhann 1. Mörk Vals:
Á sunnudaginn fór fram
, skyndimót“ með þátttöku Fram,
IR og Vals auk Hassloch. Það var
mót hinna óvæntu úrslita. Hass-
loch tapaði þá öllum sínum leik-
um!! Fram bar sigur úr býtum,
hlaut 5 stig, ÍR 4 stig, Valur 3 og
Hassloch 0.
|R — HASSLOCH
Hassloch og ÍR áttu fyrsta leik
fyrir hádegi. Þá hafði Hassloch
fullt lið, og leikurinn var í þeirra
höndum lengi vel, enda fengu
peir ódýr mörk á fyrstu mínút-
unum. Stóð 2:0 eftir 1 mín og 5:2
er stutt var af leik. Staðan í hálf-
leik var 8:5 þeim í vil. En ÍR-ing-
ar gáfu ekki eftir. Upp úr miðj-
um síðari hálfleik höfðu þeir
jafnað. Þjóðverjar skoruðu aftur,
en aftur jafna ÍR-ingar. Jafntefl-
ið blasti við — en þá fá ÍR-ingar
sér dæmt vítakast, og skora sig-
urmarkið. 12:11 voru úrslit leiks-
ins.
* FRAM — VALUR
Þá léku Valur:Fram. Daufur
leikur einkum framan af. 5:4 í
hálfleik fyrir Val, en endanleg
úrslit 10:10.
* HASSLOCH — VALUR
Um kvöldið mættust fyrst Hass
loch og Valur. Það var eins og
Þjóðverjarnir hefðu misst áhuga
á þessu „skyndimóti" eftir tapið
fyrir ÍR. 3 aukaliðsmenn þeirra
og fararstjórinn Peccay, maður
um fimmtugt, léku nú með, og
var nú liðið allt annað og veik-
ara en áður, því mikill styrk-
leikamunur var á þessum „nýju“
mönnum og hinum, sem nú voru
meiddir og hvíldust fyrir FH-
leikinn. Hassloch-menn kærðu
sig nú kollótta um samleik, en
skutu og skutu út í bláinn og
oftast í vonlausum aðstæðum.
Valur réði lögum og lofum.
Valsmenn unnu fyrri hálfleik
7:3 og leikinn 10:4.
★ FRAM — ÍR
Þá mættust Fram og ÍR. Fram
styrkti liðið með Heinz Stein-
mann KR. Leikurinn var í göml-
um ísl. stíl, vörn og sókn til skipt
is, lokaður leikur og bragðlaus
miðað við leikina við Hassloch.
ÍR-ingar náðu sér aldrei á strik.
Fram hafði forystuna allan leik-
inn að undanskildum 2—3 fyrstu
minútunum, og unnu 15:10. Mörk
Fram skoruðu Jón Stefánsson 5,
Heinz 2, Rúnar 2, Gaui 2, Karl 2,
Hilmar 1, Einar 1.
Mörk ÍR skoruðu: Gunnl. 4, Þor-
Jóhann 4, Geir 2, Ásgeir
Hólmsteinn 1.
1 og
★ FRAM — HASSLOCH
Síðasti leikur mótsins var
Fram:Hassloch. Sá leikur var
fjörugur, en ekki að sama skapi
vel leikinn, þó mun betur hjá
Fram. Fram-menn tóku snemma
forystuna og uku forskotið allt
til leiksloka. Leiknum lyktaði
9:6 Fram í vil. Mörk Fram skor-
uðu: Ágúst 2, Karl 3, Rúnar 2,
Einar 2.
Þetta var sem sé mót hinna ein
kennilegu úrslita. Valur og Fram
byrja að gera jafntefli. Valur
„burstar" síðan Hassloch og Fram
vinnur ÍR og loks „burstar“ ÍR
ValH Fram sýndi jafnbezta leik-
inn og var af þeim sökum vel að
sigri komið. Beztur einstakra
leikmanna í þessu móti var án
efa Þorleifur Einarsson, en hann
er að verða einn bezti handknatt-
leiksmaður þessa lands.
assloch vann KR
SL. FÖSTUDAG kepptu Þjóð-
verjarnir frá Hassloch við Reykja
víkurmeistara K.R. Sá leikur'var
skemmtilegur og tvísýnn til hins
síðasta. Vel leikinn af beggrja
hálfu, en ekki eins hraður og fyrri
leikir Þjóðverjanna tveir.
Þjóðverjarnir höfðu forystuna í
leiknum lengst af. 1 hálfleik
skildu 2 mörk, staðan var 11:9.
1 síðari hálfleik var lítið um
mörk. Hvorugu liðinu tókst að
finna greiða leið gegnum varnar-
múr hins. Hálfleik lyktaði með
jafntefli 3:3, svo heildarúrslit urðu
14:12 Hassloch í vil.
Eftir leikinn bauð handknatt-
leiksdeild K.R. til kaffi drykkju í
félagsheimilinu við Kapiaskjóls-
veg. Voru þar borð hlaðin góm-
sætum kökum og ljúffengu brauði,
sem gestir nutu vel af. Ræður
voru haldnar og gjafir færðar
Þjóðverjunum og dönsku hjónun-
um Valborg og Aksel Koldste sem
hér hafa þjálfað í mánuð en fóru
sl. laugardag. Var samsæti þetta
til hins mesta sóma fyrir hand-
knattleiksdeild K.R. og sýndi vel
félagsanda hennar og samheldni.
í „Brúðkaupsferðinni“ í fyrri
hluta febrúar í vetur. Þá settu
þau snillingana í hinn mesta
vanda, þar sem hún óskaði sér
að verða þingmaður, en hann
vildi klífa Hvannadalshnúk. —
Helgi Sæmundsson kvað upp úr
með fyrra atriðið, en Friðfinnur
Ólafsson með hið síðara.
SAMANLAGT GÓDUR
MÁLAFORÐI
Aðspurð um, hvort þau kviðu
nokkuð málaerfiðleikum, í ferða
laginu og þá helzt á hinni suð-
lægu sólskinseyju, Mallorca,
skýrðu brúðhjónin frá því að í
því efni hefðu þau samanlagt
nokkrum málaforða á að skipa,
sem sagt, ensku, þýzku, dönsku
og norsku. Má þetta þykja all-
gott.
VISSU EKKI ÚRSLITIN FYRR
EN ÁSUNNUDAG
Ekki kváðust þau hafa vitað
’til fulls um úrslitin í þessari
keppni fyrr en á sunnudag. —
Brúðurin kvaðst varla vera far-
in að átta sig á því ennþá, að
þeim skyldi falla þessi hamingja
í skaut. Þau hlakka bæði mjög
mikið til ferðarinnar og hugsa
sér að njóta hennar vel.
Þau kváðust'vilja koma á fram-
færi alúðurþökkum til allra
þeirra, er stuðli að þessari veg-
legu „brúðkaupsferð" og þá sér-
staklega til Sveins Ásgeirssonar.
„BRÚÐKAUPSVEIZLAN“
f „Brúðkaupsveizlunni“ í Sjálf-
stæðishúsinu voru margar ræður
fluttar. Helgi Sæmundsson mælti
fyrir minni brúðarinnar og þakk-
aði hún með nokkrum snjöllum
orðum. Þá mælti Friðfinnvtr
Ólafsson fyrir minni brúðgumans
sem þakkaði með ágætri ræðu.
Sigurður Magnússon skýrði f-rá
ferðalaginu væntanlega og gaf
ýmsar upplýsingar um Mallorca.
Indriði G. Þorsteinsson þakkaði
Sveini Ásgeirssyni fyrir hönd
snillinganna fyrir gott samstarf
í þættinum og Magnús Gíslason
námsstjóri söng kvæði, sem brúð-
hjónunum barst um kvöldið frá
ókunnum höfundi. Að lokum
kvaddi Sveinn Ásgeirsson sér
hljóðs, en hann stjórnaði hófinu
og óskaði hinum ungu brúðhjón-
um faraheilla, þakkaði snilling-
unum samstarfið og bar fram
þakklæti til allra er styrkt hefðu
þáttinn. Að síðustu var dansað.
M. Th.
Sendiráð Rússa
þakka varnarliðinu
SEM KUNNUGT er, hefur varn-
arliðið á Keflavíkurflugvelli sent
flugvélar sínar norður að ísrönd- a
inni, til þess að leita þar rússn-
eskra sjómanna, sem veik von er
um að komizt hafi upp á fasta-
ísinn.
í leitarflugi sem farið var um
helgina, höfðu hinar bandarísku
herflugvélar samband við rússn-
esku selveiðiskipin, sem eru á
þessum slóðum. Eru flugvélarn-
ar búnar matvælum, sem varpað
yrði niður ef mennirnir sæjust
úr flugvélinni, en til þessa hefur
leitarflugið ekki borið árangur.
Verður enn lagt upp í dag og
ieitinni haldið skipulega áfram.
í fréttatilkynningu frá varn-
arliðinu um þetta segir, að tals-
maður nússneska sendiráðsins
hér hafi látið í ljósi þakklæti sitt
fyrir þátttöku Bandaríkjaflug-
hers í leitinni að hinum týndu
mönnum.
Hreyfilsbílstjórar
sigruSu
HAFNARFIRÐI. — Á sunnudag-
inn fór hér fram skákkeppni
milli bílstjóra hjá Hreyfli 1
Reykjavík og manna úr Tafl-
félagi Hafnarfjarðar. Teflt var í
Góðtemplarahúsinu og hófst
keppnin kl. 2 og var lokið kl. 6.
Teflt var á 20 borðum. Báru
Hreyfilsbílstjójiamenn sigur úr
bítum, unnu á 13, en Hafnfirð-
ingar á 7. í liði bílstjóranna eru
margir ágætir skákmenna, sem
hafa staðið sig mjög vel í skák-
keppnum, t.d. við starfsbræður
sína á hinum Norðurlöndunum.
Fyrir nokkru var úthlutað
vetrðlaunum vegna skákmóts
Hafnarfjarðar, en Stígur Herluf-
sen varð skákmeistari taflfélags-
ins að þessu sinni og sömuleiðis
hraðskákmeistari.
Mikill hugur er nú í hafnfirzk-
um skákmönnum og munu þeir
næstunni tefla við skákmenn
fyrir austan fjall og sennilega í
maí símskák við Akureyri. —
Bílslys
Framh. af bls 1
að brjóstholsstinga hana til að
draga úr þrýstingi á lungun.
Slysið varð á einum þjóðveg-
anna, sem liggja inn til Parísar-
borgar. Var það ein bezta skemmt
un skáldkonunnar, að aka eftir
þjóðvegunum með allt að 200 km
hraða á klst. Höfðu margir spáð
því að henni yrði hált á þessu.
Parísar-lögreglan kveðst vera í
fullkominni óvissu um, hvernig
slysið hafi átt sér stað, því að
svo langt hafi bifreiðin kast-
azt og oltið, að erfitt sé að gera
sér grein fyrir atburðinum.
—Reuter.
Húseignin
Brekkugoto 10 í Hafnuifirði
er til sölu. Semja ber við Einar Ásmundsson hrl. og Hafstein
Sigurðsson hdl, Hafnarstræti 5, sími 5407..
Vélritunarstúlkur
Oss vantar vanar vélritunarstúlkur nú þegar.
Uppl. á skrifstofu vorri, Lækjargötu 6 B.
Sími 1790.
íslenzkir aðalverktakar Sf.