Morgunblaðið - 16.04.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.04.1957, Blaðsíða 4
4 MÓRGUNBLABtÐ T>riðjudagur 18. apríl 1957 í dag er 106. dagur ársins. 16. apríl. Priðjudagur. Árdegisflæði kl. 7.25. Síðdegisflæði kl. 19.48. Slysavarðstofa Reykjayíkur í Heilsuvemdarstöðmni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir) er á . ama stað frá kl. 18—8. Sími 5030. Næturvöri’ur er í Reykjavíkur- apóteki, sími 1760. — Ennfremur eru Hoits-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum til kl. 4. Þrjú síðasttal- in apótek eru öll opin á sunnudög- um milli kl. 1 og 4. Garðs-apóiek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnudög um 13—16. Sími 82006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9, er opið daglega kl. 9—19 nema á laugard. kl. 9—16 og á sunnu- dögum 13—16. Sími 4759. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helga daga kl. 13—16 og 19—21. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga frá kl. 9—19, laugar- daga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13—16. Hafnarfjörður: — Næturlæknir er Sigursteinn Guðmundsson. Akureyri. Næturvörður er í Stjörnuapóteki sími 1718. Nætur- læknir er Bjarni Rafnar. □ EDDA 59574167 — 1. I.O.O.F. = Ob. 1 P. = 1384168% RMR — Föstud. 19.4.20. — VS — Atkv. — Fr. — Hvh E3 Hjónaefni Síðastliðinn sunnudag opinber- uðu trúlofun sína, ungfrú Erla Kristbjörg Garðarsdóttir, banka- ritari Karfavog 46 og Ágúst Karlsson, rafvirki Karfavog 31. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðrún H. Hjörleifs- dóttir, Efri-Þverá, Fljótshlíð og Högni Jónsson, verzlunarmaður. K^Brúökaup Nýlega voru gefin saman í hjóna band af sér Gunnari Ámassyni, ungfrú Sæbjörg Jónsdóttir og Hil- mar Böðvarsson bæði til heimilis að Reykjalundi Mosfellssveit. gJFlugvélar Flugfélag íslands h.f. - Milli- landaflugvélin „Gullfaxi“ fer til Parísar og London kl. 07:00 í dag. Væntanleg aftur til Reykjavíkur á miðnætti í nótt. Flugvélin fer til Glasgow, Oslo, Kaupmanna- hafnar og Hamborgar kl. 09:00 í fyrramálið. — Innanlandsflug: I dag er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar (2 ferðir), Blöndóss, Eg- ilsstaða, Flateyrar, Sauðárkróks, Vstmannaeyja og Þingeyrar. Á morgun er áætlað að fljúga til Ak- ureyrar, Isaf jarðar og Vestmanna- eyja. Lofileiðir h.f. — Saga er vænt- anleg kl. 07:00—08:00 árdegis í dag frá New York, flugvélin held- ur áfram kl. 10:00 áleifis til Oslo, Kaupmannahafnar og Hamborgar. Edda er væntanleg kl. 07:00—08:00 árdegis á morgun frá New York, flugvélin heldur áfram kl. 09:00 áleiðis til Bergen, Stafangurs, Kaupmannahafnar og Hamborgar. Hekla er væntanleg annað kvöld frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Oslo, flugvéli heldur áfram eftir skamma viðdvöl áleiðis til New York. Skipin Skipaúlgerð ríkisins: -- Heklí. kom til Reykjavíkur í gær, fer þaðan síðdegis á morgun vestur um land til Akureyrar. — Herðu- breið er á Austfjörðum á suður- leið. — Skjaldbreið er á Húna- flóa á suðurleið. — Þyrill kemur væntanlega til Akureyrar í dag. — Skaftfellingur fór frá Reykja- vík í gær til Vestmannaeyja. — Straumey er á leið frá Skaga- strönd til Reykjarvíkur. Læikfélag Hafnarfjarðar hefir nú um skeið sýnt Svefnlausa brúð- gumann í Bæjarbíói við mjög góða aðsókn og hinar beztu undir- tektir. I kvöld og annað kvöld verður leikritið sýnt í samkomu- úsinu í Njarðvík og hefst leikurinn kl. 9. FERDIiMAIMD Nýlega komu böm sendiráðs^tarfsmanna í Washington fram í út- varps- og sjónvarpsþætti, sem Voice of America stóð fyrir. Meðal bamanna væru tvær dætur íslenzka sendiráðsritarans, Stefáns Hilmarssonar og Sigriðar Kjartansdóttur konu hans. Þær eru fjögurra og tvcggja áa gamlar og heita Margrét og Ágústa. fslenzku búningar telpnanna þóttu sérstaklega fallegir. Myndin af þeim systrum er úr blaðinu Washington Post. Skipadeild S.Í.S.: — Hvassa- fell fór frá Seyðisfirði 13. þ. m. áleiðis til Riga. — Arnarfell kem- ur í dag til Antwerpen. — Jökul- fell er í Vestmannaeyjum. — Dís- arfell fer væntanlega í dag frá Riga áleiðis til Austfjarðahafna. — Litlafell er í olíuflutningum í Faxaílóa. — Helgafell er í Borg- amesi. — Hamrafell er væntan- legt til Reykjavíkur á morgun frá Batum. — Lista fór frá Stettin 10. þ. m. áleiðis til Sey'isfjarð- ar. — Palermo kemur væntanlega til Reykjavíkur l dag. — Finnlith lestar í Riga. — Etly Danielsen lestar í Riga. Eimskipaféiag fslands h.f.: — Brúarfoss kom til Reykjavíkur í gær frá Rotterdam. — Dettifos fór frá Kaupmannahöfn 12. þ.m til Reykjavíkur. — Fjallfoss er í London, fer þaðan til Hamborgar og Reykjavíkur. — Goðafoss er í New York. — Gullfoss fer frá Reykjavík á morgun til Hamborg ar og Kaupmannahafnar. — Lag- arfoss fór frá Hamborg 14. þ.m. til Rostock. — Reykjafoss er í Álaborg, fer þaðan til Kaupmanna hafnar. — Tröllafoss fór frá Reykjavík 8. þ.m. til New York. — Tungufoss fór frá Ghent í gær til Antwerpen, Rotterdam, Huli og Reykjavíkur. rSBAheit&samskot Sólheiraadrengurinn, afh. Mbl. G. M. kr. 100.00. Fólkið á Hruunsnefi, afh. Mbl. R. G. kr. 350.00 Liraaði íþróttaxnaðurinn, afh. Mbl. E. og J. kr. 200.00. Ymislegt Orð Ufsin.i : Leitið hins góða, en ekki hins illa., til þess að þér meg- ið lífi halda, og þá mun Drottinn, Guð Hersveitanna, vera með yð- ur. — Amos 5,H. Prófessor Haward A. Kellyt (frœgur skurSlœknir). „Sá sjúkdómur er ekki til, er áfengið eigi við. Það læknar eng- an sjúkdóm, en kemur af stað veikindum i þúsunda tali, og öil slík veikindi eru hættúleg, þegar til lengdar lætur. Áfengisneyzla eyðileggur nýru, lifur og hjarta og hin smágerðu þlóðkom. ÞaJf orsakar hinn slæma og algenga kvilla — of háan blóðþrýsting. Að gefa bílstjóra áfengi er að stofna Tnannslífum í hættu". — Umdæmisstúkan. Læknar f jarverandi Bjarni Jónsson, óákveðinn tíma. Staðgengill: Stefán Björnsson. Ezra Pétursson óákveðinn tíma. Staðgengill: Jón Hjaltalín Gunn- laugsson. Friðrik Bjömsson verður fjar- verandi til 18. apríl. Staðgengill: Viktor Gestsson. Garðar Guðjónsson fjarverandí frá 1. apríl, um óákveðinn tíma. — Staðgengill: Jón H. Gunnlaugssoa Hjalti Þórarinsson fjarverandi óákveðinn tíma. — Staðgengill: Alma Þórarinsson. • Gengið • Gullverð isL krónu: 100 gullkr. = 738,95 pappírskr. Sölugengi 1 Sterlingspund .. kr. 45.70 1 Bandaríkjadollar . — 16.32 1 Kanadadollar .. — 16.90 100 danskar kr. .... — 236.60 100 norskar kr....... — 228.50 100 sænskar kr. .... — 315.50 100 finnsk mork .... — 7.09 1000 franskir frankar . — 46.63 100 belgiskir frankar . — 32.90 100 svissneskir fr. .. — 376.00 100 Gyllini ...........— 431.10 100 tékkneskar kr. .. — 226.67 100 vestur-þýzk mörk — 391.30 1000 Lírur ............— 26.02 ww^Mfwaffimi — Geturðu sagt mér hvað orð- ið sagnfræðingur felur í sér? — Já, það er maður, sem held- ur sig hafa gott minni og vonar að aðrir hafi það ekki. ★ — Hve gömul er frú Sigríður eiginlega? — Hún er komin á þann aldur að hún ætti að vera farin að ganga í minkapelsi, og er þess vegna dæmd til að ganga í persían pels alla sína ævi. ★ 1. betlari: — Peningana eða lífið? 2. betlari: — Hvað, þú stelur því, sem ég ætlaði að segja. ★ — Það er ósköp að sjá hvemig læknirinn Utur út, hann hlýtur að vera mjög lasinn? — Já, það segirðu satt. Hann EkkZ eru breytingar til batnaðar gæti alveg verið einn af sjúkling- unum sínum. ★ — Böm eru sannarlegir engl- ar, finnst þér það ekki? — Jú, en það er bara svo sorg- legt, að vængirnir á þeim styttast eftir því sem fæturnir verða lengri. ★ — Hafið þér engan áhuga á gjöfunum sem ég er að bjóða yð- ur, ungfrú, heyrið þér alls ekki til mín? — Nei, ég heyri það ekki. — En ef ég gæfi yður demants- hring? — Ja, ég er nú ekki alveg heymarlaus. ★ — Einkennilegt, að skuli rigna jafnt á réttláta sem rangláta. — Já, en ennþá einkennilegra, að ranglátir ganga oftast með regnhlífar hinna réttlátu. ★ — Hvernig stendur á því, að þú hefur aldrei kvænzt? — Æ, minnztu ekki á það. Það var ung, falleg stúlka sem gjör- eyðilagði mitt líf, dró mig á tál- ar, sveik mig. Henni get ég aldrei gleymt og hennar vegna get ég ekki fellt mig við neitt annað kven fólk. — Þetta er dapurlegt að heyra. Hvað hét þessi kaldrifjaða drós? — Ég man það nú ekki í svip- inn. ★ — Hún Anna er reglulega þokkaleg - úlka. — Já, hún er svo lagleg, að jafnvel kvenfólkið viðurkennir það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.