Morgunblaðið - 16.04.1957, Side 20
88. tbl. — Þriðjudagur 16. apríl 1957.
Húsnæðismálin
Síðari hluti ræðu Gunnars
Thoroddsens á bls. 8.
Formannaráðstefna
Sjálfstæðisflokksins
IjRIÐJA formannaráðstefna Sjálfstæðisflokksins verður haldin I
* Reykjavík, dagana 11. og 12. maí n. k. — Til ráðstefnu þessarar
eru boðnir formenn allra Sjálfstæðisfélaga, héraðsnefnda, fulltrúa-
ráða, fjórðungssambanda og landssambanda innan flokksins. Enn-
fremur eru allir flokksráðsmenn boðaðir til ráðstefnunnar.
Nánari tilhögun ráðstefnunnar og dagskrá verður tilkynnt bréf-
lega.
Ari Arnalds ldtinn
i RI ARNALDS fyrrverandi alþingismaður og sýslumaður, andað-
■**• ist að heimili sínu í Reykjavík í gærmorgun, tæplega 85 ára
gamall. Hann lauk stúdentsprófi árið 1898 og lögfræðiprófi við
Kaupmannahafnarháskóla árið 1905. Var síðan um skeið blaða-
maður við „Verdens Gang“ í Osló. Ritstjóri „Dagfara“ á Eski-
firði var hann árið 1906 og meðritstjóri „Ingólfs“ í Reykjavík árin
1907—1909. Sýslumaður var hann um skeið í Húnavatnssýslu og
Norður-Múlasýslu og bæjarfógeti á Seyðisfirði.
Ari Arnalds
Biskupinn, dr. Ásmundur Guðmundsson, gengur inn í kirkjuna og heldur hann á kaieik hennar. —
Við hlið hans gengur sr. Jón Thorarensen sóknarprestur Nessóknar og bar hann Biblíu kirkjunnar.
Fyrir aftan biskup gengur dómprófastur Jón Auðuns og við hlið hans próf. Bjöm Magnússon, er
báru fallega kertastjaka. Á eftir þeim gengur sr. Gunnar Árnason prestur Bústaðasóknar. (Sjá frétt
á bls. 2).
Bærinn hefir aðeins fengið
2 fjárfesfingarleyfi í ár
AF ÞEIM umsóknum um fjárfestingarleyfi, sem ýmsar stofnanir
bæjarins sendu á sínum tíma til innflutningsskrifstofunnar, til
framkvæmda á yfirstandandi ári, hafa aðeins tvær enn hlotið
afgreiðslu.
innflutningsskrifstofunnar. Eru
nú liðnir um það bil fjórir mán-
uðir frá því bærinn lagði fram
umsóknirnar og aðkallandi að úr
lausn fáist.
ÞINGMAÐUR OG
RITHÖFUNDUR
Þá var hann um árabil starfs-
maður í fjármálaráðuneytinu.
Ari Arnalds var árin 1909—1911
þingmaður Strandasýslu. Hann
var prýðilega ritfaér maður og
á efstu árum sínum vann hann
mjög að ritstörfum, ritaði fjölda
blaða- og tímaritsgreina og flutti
útvarpsfyrirlestra, sem öfluðu
honum mikilla vinsælda.
Stjórnmálaafskipti hans og
blaðamennska á yngri árum mót-
uðust mjög af einlægum og heit-
um áhuga hans fyrir sem skjót-
Fimmti íslendingurinn í
Kgl. danska vísindafél.
Dr. Sig. Þórarinsson úlnefndur meðlimur félagsins
Þetta kom fram á fundi bæj-
arráðs er haldinn var á föstu-
daginn, er rætt var um afgreiðslu
þessara fjárfestingarleyfa. Af-
greidd hafa verið leyfi til bygg-
ingar dælustöðvar fyrir Hitaveit-
una við Höfða, hina nýju borholu
þar og til byrjunarframkvæmda
við Sorpeyðingarstöðina.
í vetur sóttu stofnanir bæj-
arins um fjárfestingarleyfi fyrir
fimm skólum og hraðfrystihúsi
Bæjarútgerðarinnar og eru þetta
fjárfrekustu framkvæmdirnar
sem sótt hefur verið um leyfi
til. Einnig var sótt um leyfi til
áframhaldandi framkvæmda við
Bæjarsjúkrahúsið, til áframhald-
andi framkvæmda við íþrótta-
svæðið í Laugardal og til sund-
laugarbyggingar þar, ennfremur
til rafmagnsframkvæmda, til
hyggingar efnisgeymslu fyrir
Vatns- og Hitaveituna o. fl.
Þessi nýju leyfi og leyfi til
Dregið í A-flokki
1 GÆR var dregið í A-flokki
happdrættisláns ríkissjóðs. Hæsti
vinningurinn, 75 þús. kr., kom á
miða nr. 140307. 40 þús. kr. vinn-
ingur á miða nr. 139240, 15 þús.
kr. á miða nr. 84604.
AKRANESI, 15. apríl. — Hvorki
línu- né þorskanetjabátarnir eru
á sjó í dag. Hingað kom togai>
inn Bjarni Ólafsson af veiðum á
hádegi í dag, með 170 lestir af
fiski, mest karfa. — Oddur.
AKRANESI, 15. apríl. — Rek-
netjabátarnir héðan fengu vestan
og suðvestan brælu á miðunum
í nótt. Fór aflinn eftir því. Voru
bátarnir samanlagt með tæpar
100 tunnur af síld. Ver og Sveinn
áframhaldandi framkvæmda,
hafa ekki enn hlotið afgreiðslu
Féll af hesti -
leiiti fyrir bíl
Á LAUGARDAGINN slasaðist
maður á hesti upp við Rauðavatn.
Féll hann af hestinum og varð
um leið fyrir bíl.
Þetta geriðst skömmu eftir há-
degi á laugardaginn. Maðurinn,
sem heitir Ingólfur Kristjánsson,
Ásgarði 6 í Garðahreppi, var
ásamt öðrum manni í útreiðar-
túr. Upp við Rauðavatn, er þeir
riðu þar á þjóðveginum, féll
Ingólfur af hestinum á veginn,
en í sama mund bar þar að lít-
inn bíl og varð Ingólfur fyrir
bílnum og einnig kom bíllinn við
hestinn. Var Ingólfur fluttur með
vitundarlaus í Slysavarðstofuna.
Var hann þar til síðdegis í
sunnudaginn að hann var flutt-
ur heim til sín. Mun hann hafa
sloppið furðuvel frá byltunni og
bílnum. Einhver meiðsl hefur
hesturinn hlotið á öðru'm aftur-
fætinum. Ástæðan til þess að
maðurinn kastaðist af hestinum
var sú að hann Var ölvaður.
Guðmundsson með 30 tunnur
hvor, Ásbjörn 23 og Fram 10
tunnur.
Á laugardaginn var afli mun
betri. Voru bátarnir þá með sam-
tals 383 tunnur. Ver með 147
tunnur, Fram með 127, Ásbjörn
með 62 og Sveinn Guðmundsson
47 tunnur.
Síldin er eingöngu fryst. Hún
er öll stór, fáar sildir undir
30 cm lengd, en ekki feit.
— Oddur.
Á fundi Konunglega danska
vísindafélagsins í Kaupmanna-
höfn, 12. apríl sl. var dr. Sigurð-
ur Þórarinsson, jarðfræðingur,
útnefndur meðlimur náttúru-
fræðideildar félagsins.
Konunglega danska vísinda-
félagið er rúmlega 200 ára gam-
alt, en það var stofnað 1742. For-
seti þess er Niels Bohr. Þykir það
mikill sómi hverjum vísinda-
manni að vera gerður meðlimur
þessara grónu vísindasamtaka og
aðeins þeir teknir í það, sem
skara langt fram úr á vísinda-
sviðinu.
Fáir útlendir vísindamenn hafa
verið gerðir meðlimir félagsins
og má segja, að ísland skipi þar
veglegan sess, þar sem fjórir
ísienzkir menn voru þar meðlim-
ir fyrir og nú bætist sá fimmti
við. Þeir íslendingar, sem áður
hafa verið útnefndir meðlimir
þess eru: dr. Einar Ólafur Sveins
son, dr. Sigurður Nordal, dr. Jón
Akureyringar stofna
húseigendafélag
í DAG, þriðjudag, efna nokkr
ir Akureyringar til fundar-
boðunar til stofnunar húseig-
endafélags. Verður stofnfund-
ur haldinn í fundarsal Lands-
bankans og hefst hann kl. 9
síðdegis.
Páll S. Pálsson hæstaréttar-
lögmaður mætir á fundinum.
Kominn heim frá Ífalíu
EGGERT Stefánsson söngvari er
fyrir skömmu kominn heim frá
Ítalíu. Kvað hann vor og hlýindi
n'. komin suður þar. Eggert sagð
ist fagna því að vera enn einu
sinni kominn heim til íslands frá
hinni sólbjörtu Ítalíu.
Helgason prófessor í Kaupmanna
höfn og dr. Lárus Einarsson, próf.
í Árósum.
ustum. árangri 1 frelsisbaráttu
þj óðarinnar.
Með Ara Arnalds er horfinn
einn af svipmestu baráttumönn-
um þeirrar kynslóðar, sem háði
sjálfstæðisbaráttuna til sigurs.
Þessi mynd er af höggmyndinni „Móðurást“ eftir Ásmund Sveins-
son myndhöggvara. Er listaverkið til sýnis á vegum listkynnmg-
ar Morgunblaðsins. Lýkur þeirri sýningu á morgun. Höggmyndin
er unnin í tré og gerði listamaðurinn hana í lok siðustu heims.
styrjaldar.