Morgunblaðið - 16.04.1957, Side 6

Morgunblaðið - 16.04.1957, Side 6
6 MORCVNBl4ÐIÐ friðjudagur 16. apríl 1957 ALLT frá upphafi kvikmynda- gerðar hafa dýr verið látin „troða upp“ í kvikmyndum, því að kvikmyndagerðarmenn gerðu sér strax ljóst, hversu lifandi og þekkt efni dýrin eru áhorfend- um. í leiknum myndum (feature films) hafa dýr yfirleitt verið sýnd á svipaðan hátt — frá upp hafi, það er segja: undir sjónar- horni mannsins. Sú eina breyting, sem orðið hefur, er vaxandi grimmd, sem dýr eru beitt og látin beita, enda er eftirtektar- vert, hversu myndir um nauta- at eru tíðar og vinsælar um þess- ar mundir. Hestar, hundar, kettir og apar eru þau dýr, sem langoftast eru látin „leika“ í kvikmyndum og hesturinn þó öðrum dýrum oft- ar — ekki sízt í bandarískum kúreka- og Indíánamyndum. Froðufellandi og másandi fákar er orðin svo algeng sýn í kvikm., að menn.eru hættir að taka eftir því. Nokkrir hestar hafa meira að segja hlotið heimsfrægð fyrir „leik“ sinn, eins og Trigger, reið skjóti Roy Rogers. Sumar myndir fjalla nær eingöngu um samband hests og manns eða oftar drengs t. d. „Black Beauty“, „National Velvet, „Stallion Road“ og „Gypsy Colt“. í lokin eru hest- arnir oft látnir vinna einhverjar kappreiðar — „happy end“ (fyrir eigandann). í spænsku myndinni „Síðasti hesturinn", er ekki ein- ungis litið á hestinn sem húsdýr, burðardýr, féþúfu eða „þarfasta þjóninn", heldur er i myndinni gerð heiðarleg tilraun til þess að sýna hin grimmu örlög hálf- villtra hesta á Spáni, sem enginn kærir sig um, — hvernig þeim er fórnað á blóðvelli nautsins á hinn hryllilegasta máta. í myndum, þar sem dýr koma fyr ir— og eru ekki aðalatriði — eru þau einkum sýnd með tilliti til tvenns: til þess að vekja ótta og óhugnað (ljón, tígrisdýr, hýenur o. fl.) eða til þess að vekja ánægju áhorfenda yfir hinu skrítna, afkáralega — (apar). — Marðar heiðarlegar undantekn- ingar eru sem betur fer til; og má meðal margra nefna mynd Robert Flaherthys „Elephant Boy“ og meistaraverk Jean Ren- oirs „La Regle du Jeu“. DÝRIN OG RAUNVERU- LEIKINN í myndum þeim, sem að fram- an getur er einkum litið á dýrin eins og við mennirnir lítum þau, en hreinar dýralífsmyndir , 'þar sem dýrin eru látin lifa frjálsu, eðlilegu lífi á mörkinni, verða nú æ vinsælla viðfangsefni kvik- myndastjóra — og það er einmitt vegna einnar myndar af þessu tagi, „Ævintýrið mikla" (sem Stjörnubíóu mun sýna að liðnum páskum), að grein þessi var rit- uð. Líklega eru Svíar, Ungverjar, Bandaríkjamenn og Rússar snjall astir allra við gerð hreinna og ósvikinna dýralífsmynda. Ung- verska myndin „Saga fálkans", eftir Dr. Homoki-Nagy er við- fræg. Sama er að segja um mynd ina „Overlanders" (um naut- gripi) eftir Harry Watt sem „Filmia“ sýndi í fyrra og „Lousi- ana Story“ eftir Flaherty, sem j einnig hefur verið sýnd í „Film- iu“, en því miður hefur hún ekki verið sýnd opinberlega hér, svo mér sé kunnugt. Rússinn A. Zguridi hefur gert lofsverða mynd um dýralíf í Mið-Asíu og öllum er kunn bifur-mynd Walt Disneys. Og enn eru margar .ótaldar. ÆVINTÝRIÐ MIKLA Morgunn í skóginum. Sóldögg og skógarlæða eins og hvít bað- mullarblæja milli trjánna. Drop- ar falla höfgir af ýlustráum og kóngulóarvefurinn glitnar eins og perluband í daufri morgun- Drengur og dýr (vaskabjörn). Úr kvikmynd Flaherthys: „Lousiana Story“ Sendill Röskur og árevðanlegur sendill óskast strax. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna Sími 7110. Jörðin Heylækur í Fljótshlíð er til sölu og laus til ábúðar á næstu fardögum. íbúðarhús jarðarinnar er úr timbri, en útihús fyrir 18 kýr og 200 fjár, eru úr steinsteypu, nýbyggð. Upplýsingar hjá ábúanda jarðarinnar, Sæmundi Úlf- arssyni, Heylæk og Sigurði Úlfarssyni Teigagerði 16, Reykjavík — símar 371 og 82647. „Otti“, oturinn, sem tveir snáðar hafa i fóstri vetrarlangt. (Úr: „Ævintýrið mikla“) skímunni. Skógardýrin vakna til nýs dags, oturinn byltir sér sleipur í vatninu. Refurinn, blind ur í rjómahvítu morgunljósinu hristir af sér flugur .... ugglan þenur úrill vængi sína. Dögunin í skóginum (sem mynd in hefst á) er eitt samfellt, ó- gleymanlegt skógarljóð, kyrlátt, hljómfagurt og þrungið dulrænu lífi, þögull fyrirboði hinnar eilífu lífsbaráttu og blóðugs sigurs hins sterkasta. Höfundur myndarinn- ar, Svíinn Arne Sucksdorff, vík- ur aldrei í myndinni hársbreidd frá því, sem hann framar öðru ætlar að sýna okkur: lífsbarátt- una og hinn óhjákvæmilega sig- ur ofureflisins. Refurinn drepur hænsnin og eigandi hænsnanna skýtur refinn. Oturinn drepur fisk og veiðimaðurinn drepur ot- urinn. Eilíf hringrás. Allra stríð gegn öllum. Leikstjórinn er allt of sannur og heiðarlegur í list sinni til þess að ljá tilfinninga- velgju nokkurt rúm í sköpun sinni. Myndin hefur því ekkert kiða-kið — eða gibba-gibb snið á sér. Meistari Sucksdorff liggur í leyni og athugar hin duldu frum öfl náttúrunnar — aldrei fyrr hef ég litið eins hárfína athugun, sem kostað hefur eins ótrúlega þolinmæði (filman varð 80 þús- und metrar en aðeins notaðir 2.600). Hetjur myndarinnar eru ekki dádýrið, ekki kanínan, ekki hérinn. Ekkert sætabragð. Held- ur gaupan, villirefurinn og otur- inn, dýrin sem berjast með kjafti og klóm og spýta rauðu. Og allt þetta sýnt innan frá af listfengi og kunnáttu, sem aðeins er gefin sönnum náttúruskoðara og listamanni (Sucksdorff er náttúrufræðingur að mennt). Auk lífsbaráttunnar sýnir Sucksdorff okkur ýmis önnur at- riði úr lífi skógardýranna, uggl- an, sem kúrir á grein sinni með- an vélþotur renna sér niður heið skíran himinninn og skilja eftir mjólkurhvítar rákir; skemmti- legur samanburður á vélfugli og fugli, andstæður, sem ekki er unnt að gleyma: orrarnir sem slást blóðugum slagi um fengi- tímann, brúnir og stinnir af losta, meðan unga hænan kúrir hjá og bíður maka síns. Ytri rammi myndarinnar eru árstíðirnar og áhrif þeirra á skóg ardýrin og fæðuöflun þeirra. Myndin hefst á vordegi og endar á vordegi. Á milli líður frosta- vetur með ís og fönn. Þá er dýr- unum erfitt um aðdrætti. Á miðj- um vetri lætur Sucksdorff tvo snáða bjarga otri úr gildru veiði- manns, og ala þeir dýrið á laun i búri uppi á skemmulofti. Um þetta ævintýri fjallar síðarihluti myndarinnar, og mér finnst það skemma hana, þar sem það er ekki eins ósvikið og hitt, og Sucks dorff nær ekki sömu tökum á drengjunum og t.d. Flaherthy á drengnum í „Lousiana Story“ sem var sjálfur hluti af náttúr- unni, undrandi leikbróðir dýr- anna. „Ævintýrið rnikla" á er- indi til allra — ungra sem gam- alla, allra sem augu hafa og yndi af dýrum, bæði fyrir ósvikins fróðleiks sakir, og vegna þess að handbragðið er snilldarlegt og myndin þrungin fegurð. HÆ ÞARNA HEIMA! „Ævintýrið mikla“ hefur hlot- ið mörg verðlaun fyrir allra hluta sakir, bæði í heimalandi leik- stjórans, Svíþjóð, og á kvik- myndahátíðum. Hún er verðlaun anna verð. En fyrst og fremst er hún verð þess, að almenningur sæki sýningar og foreldrar leyfi börnum sínum og hvetji þau til að sjá hana. Ég óska þess að menntamálaráðherra, fræðslu- málastjóri, námsstjórar og skóla- stjórar sjái sér fært í öllum önn- um íþróttamála sem annarra, að sjá mynd þessa strax og tök verða á, og hreint og beint að komast að samkomulagi við kvikmynda- húseigandann um að allir skóla- nemendur bæjarins fái að sjá myndina fyrir vægt verð og mætti útbúa barnasýningaskrá, með sérstöku tilliti til þeirra dýra sem koma fram í myndinni. ALTER EGO. síirif’ar úr daglega lifinu VEINN skrifar: Ég held, að ég mæli fyrir munn margra símnotenda, þegor ég ber mig upp við bæjarsímann hér í Reykjavík. Ástæðan er víst öllum símnotendum kunn. Veljarinn dutlungafullar ANNIG er mál með vexti, að síðustu mánuðina munu hafa staðið yfir breytingar og viðbæt- ur á innanbæjarkerfinu. Afleið- ingin hefur prðið sú að eins kon- ar bilun hefur komizt í símann, þannig að veljarinn hefur brugð- ið sér á leik og fer ekki nema stundum eftir settum reglum. — Afleiðingin verður sú, að oft þarf maður kannski að hringja í sama númerið en fær ekki rétt samband fyrr en eftir tvær eða þrjár tilraunir. Þetta er afar slæmt. Bæði er það ósköp leiðinlegt að standa við símann og biðjast í sífellu af- sökunar á mistökum, sem raun- verulega eru ekki manni sjálfum að kenna. Og í öðru lagi er það líka slæmt þegar maður vaknar upp við það um næstu mánaða- mót, að hár reikningur fyrir um- framsimtöl liggur á borðinu fyrir framan mann. Ég hugsa, að mönnum sé þó flestum verr við hið síðarnefnda, og ætti síminn því að taka nokkurt tillit til þessa við út- reikning á gjöldum sínúm hér i bænum. Ég segi þetta vegna þess að ástandið var orðið allgott, en hefur nú skyndilega vernsað aft- ur þessa dagana. Góðar heimsóknir OMA danska rithöfundarins Peters Freuchens vakti verð- skuldaða athygli hér á landi. Það eru alltaf mikil tíðindi, þegar góða gesti ber að garði. Allt sem Peter Freuchen lét eftir sér hafa í þessari. heimsókn var líka þess eðlis að það féll íslending- um vel í geð. Ummæli hans um handritin báru vott um frjálslyndan og veglyndan höfðingsmann, og frá- sagnir hans af svaðilförum á Grænlandsísum eru vel fallnar til þess að ná eyrum manna hér á landi. Því má segja að hér hafi verið farið inn á skemmtilega braut með þessum nýja þætti í starfi Stúdentafélagsins, og vonandi verður áframhald á því. Hér starfar líka félagið Kynning, sem hefur boðið hingað til lands merk um mönnum, svo sem Hillary á sínum tíma. Þess væri óskandi að þeir aðilar sem að þessum fé- lögum standa, efldu "'starfsemi sína, því hún er merk, og við fengjum tækitæri til þess að hlýða á sem flesta góða erlenda gesti hér heima við okkar eigin arin. í barnaheimili MÓÐIR skrifar: Ég á lítinn son, sem er á dagheimili, einu fullkomnasta dagheimili bséjarins. Þar er allt sniðið með það fyrir augum, að fyllsta þrifnaðar sé gætt í hví- vetna. T.d. hefur hvert barn hand klæði og þvottapoka út' af fyrir sig. En ég hef horft á, þegar starfs- stúlkurnar eru að þvo börnunum. Þær setja vatn í þvottaskál, og þvo svo mörgum börnum upp úr sama vatninu um andlit og hend- ur. Einnig hef ég séð þær taka þvottapoka eins barnsins og þvo öllum hópnum með honum, jafn- vel án þess að skola hann á milli. Mér finnst þetta ófyrirgefan- legur sóðaskapur, fyrir utan þá smithættu, sem af þessu hlýtur að leiða. Slíkt á ekki að eiga sér stað. Er forstöðukonum barnaheim- ilisins kunnugt um þetta? Ef svo er, hví láta þær slíkt viðgangast?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.