Morgunblaðið - 16.04.1957, Blaðsíða 16
1«
MORCVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 16. april 1957
II I eftir 1
nustan |Tst^k 15 i
rnHnS Steinbeck 1
veitti honum réttinn til æðri mennt
unar. Hann var hvorki heilsuveill
né þreklaus, en hann gat ekki lyft
þungri byrði, sat illa hesta og
hafði óbeit á þeim.
öil fjölskyldan hló innilega við
þá tilhugsun, að Joe ætti að læra
að plægja. Fyrsta plógfarið hans
var hlykkjótt eins og slanga og
næsta plógfar lá þvert yfir hið
fyrra og þaðan beint af augum.
Þannig kom hann sér smátt og
smátt undan allri vinnuskyldu, en
móðir hans skýrði frá því, að hann
væri með allan hugann uppi í
skýjunum, eins og það væri alveg
sérstök dygð.
Þegar svo var komið, að Joe
hafði reynzt ófær til flestra
starfa, fól faðir hans honum að
gæta sextíu kinda. Þessi fjár--
gæzia var auðveldust allra verka
og það eina sem ekki krafðist
neins skilnings. Joe þurfti aðeins
að halda sig í nánd við hjörðina.
Kn Joe týndi þeim — týndi sextíu
kindum og gat með engu móti
fundið þær, þar sem þær lágu í
hnapp í skugga gamals lækjarfar-
vegs. Sagan segir, að Samúel hafi
kaliað saman alia fjölskylduna,
smáa og stóra, pilta og stúlkur,
og látið þau heita sér því, að þau
□------------------□
Þýðing:
Sverrir Haraldsson
□------------------□
skyidu eftir sinn dag annast Joe
og ala önn fyrir honum á allan
hátt, því að ella myndi hann áreið-
anlega komast á vonarvöl, ef ekki
hreinlega svelta í hel.
Auk drengjanna áttu þau Samú
el og Liza fimm dætur: Unu, þá
elztu þeirra, alvörugefna, náms-
fúsa, dökkhærða stúlku. Næst kom
svo Lizzie — ég held næstum að
Lizzie hljóti að hafa verið elzt,
þar sem hún var heitin eftir móð-
ur sinni. — Ég man fátt um Lizzie
að segja. Margt bendir til þess,
að hún hafi snemma skammazt
sín fyrir fjölskyldu sína. Hún
giftist ung, fluttist á fjarlægar
slóðir og kom aldrei aftur til
bernskustöðvanna, nema við jarð-
arfarir. Lizzie var mjög geðstór
og bitur í skapi. Hún átti einn
son og þegar hann var orðinn full-
tiða maður og kvæntist stúlku,
sem Lizzie gazt ekki alls kostar
vel að, styggðist hún mjög og tal-
aði ekki við son sinn í mörg ár.
Þriðja dóttirin var svo Dessie,
sem álltaf hló, svo að allir undu
sér vel í návist hennar og þótti
hún skemmtilegust allra meyja.
Sú fjórða í röðinni var Olive,
móðir mín og loks rak svo Mollie
lestina — lítil fegurðardís, með
óvenjufagurt ljósgult hár og
fjólublá augu.
Þessir voru meðlimir Hamilton-
fjölskyldunnar, og jþað gekk
kraftaverki næst, að Liza, svo lít-
il og horuð sem hún var, skyldi
geta fætt öll þessi börn í heinftnn
— eitt á hverju ári — fætt þau,
bakað brauð, saumað flíkurnar á
þau og kennt þeim, þar að auki,
góði siði og strangan siðalærdóm.
Það var næsta undravert, hvern
ig Liza mótaði börn sín. Hana
skorti gersamlega alla lífsreynslu.
Hún hafði aldrei litið í bækur og
að undanskilinni hinni einu löngu
ferð frá írlandi, hafði hún aldrei
ferðázt neitt. Hún hafði enga
reynslu af karlmönnum öðrum en
eiginmanninum og samfarimar
við hann voru í hennar augum að-
eins þreytandi og stundum sárs-
aukafull skylda. Mikill hluti ævi
hennar hafði farið í það að ala
og annast böm. Hin einu tengsl
hennar við andlegt líf var Biblí-
an, að undanskildum samræðum
Samúels við börnin, en á þær hlust
aði hún sjaldan eða aldrei. 1 þessa
einu bók sótti hún hugmyndir sín-
ar um sögu og skáldskap, þekk-
ingu sína á mönnum og hlutum,
siðfræði sína, siðgæði og eilífðar-
onir. Hún hvorki rannsakaði Biblí
una né lærði, las hana bara. Þeir
staðir bókarinnar, sem virðast
mótsagnakenndir, rugluðu hana
ekki á nokkurn hátt. Og með tím-
anum fór svo, að hún kunni hina
helgu bók alveg spjaldanna á milli.
Liza naut almennrar virðingar,
vegna þess að hún var dugleg
kona og ól hraust börn. Hún gat
borið höfuðið hátt hvar sem hún
fór. Maður hennar, börn og barna
börn virtu hana. Hún var hörð
sem tinna, slakaði aldrei til og
snerist ávallt gegn hvers konar
vonzku og óréttlæti með svo hrein
skilinni staðfestu, að lotningu
vakti, en hvorki ástúð né hollustu.
Liza hataði brennivín og sterka
drykki meira en óvininn sjálfan
og alla hans ára. öll áfengis-
drykkja var að hennar dómi glæp-
ur og afbrot gegn guðdóminum
sjálfum. Sjálf vildi hún ekki ná-
lægt því koma og þoldi m. a. s.
ekki að neinn annar hefði slíkt
um hönd. Afleiðingin varð svo
auðvitað sú, að bæði Samúel
manni hennar og öllum börnunum
þótti sopinn syndsamlega góður.
Einhverju sinni, þegar Samúel
lá hættulega sjúkur, sagði hann
við konu sína: „Liza, gæti ég ekki
fengið svona einn munnsopa af
viskí, til að deyfa þrautirnar?"
Liza varð þrjózkuleg á svipinn.
„Langat' þið kannske að standa
fyrir framan hásæti guðs, ang-
andi af brennivíni“, sagði
hún kuldalega, en bætti svo við:
„Nei, það er ég viss um að þú vilt
ekki“.
Þar með var málið útrætt. —
Samúel sneri sér þegjandi til
veggjar og varð að þola þrautir
sínar, ódeyfðar.
Þegar Liza var komin fast að
sjötugu fékk hún mjög þrálátan
meltingarkvilla og lyfið, sem lækn
irinn ráðlagði var ein matskeið
af rauðvíni á dag. Liza píndi sig
til að taka inn fyrstu skeiðina og
gretti sig óskaplega um leið. En
það var ekki jafnbölvað og hún
hafði haldið. Upp frá þegsum
degi mátti ávallt finna veika rauð
vínslykt af henni, bæði seint og
snemma. Hún neytti samt alltaf
vökvans með skeið, því að þetta
var og hélt áfram að vera lækni-s-
lyf. Hins vegar varð þess ekki
langt að bíða, að hún tæmdi eina
flösku á dag. Og þetta undraverða
lyf gerði Lizu Hamilton að miklu
umgengnisbetri og hamingjusam-
ari konu, en hún áður hafði verið.
öll börn Hamilton-hjónanna
voru fædd og flest komin nokkuð
á legg um aldamótin. Það var
heill hópur af ungum Hamilton-
um, sem ólst upp á hrjóstrunum,
fyrir austan King City og það
voru amerísk börn og amerískt
æskufólk. Samúel fór aldrei aft-
ur til Irlands og með tímanum
gleymdi hann því að mestu. Hann
var maður önnum kafinn, sem
ekki gat helgað heimþránni neina
stund. Salinas-dalurinn varð
hans heimur. Ferð til Salinas,
hundrað kílómetrum norðar, efst
í dalnum,' var nægilegur viðburð-
ur fyrir allt árið og hið sífellda
erfiði á jörðinni, stritið við að
afla mannmargri fjölskyldu fæð-
is og klæða, tók upp mestan tíma
hans —- en ekki allan. Hann var
gæddur miklu þoli og starfsorku.
Una, dóttir þeirra, fálát og
dökk yfirlitum, var að ljúka námi
sínu. Samúel var hreykinn af
djarfhug hennar og vakandi rann
sóknareðli. Olive stundaði nám í
kennaraskóla, að loknu miðskóla-
prófi í Salinas. Hún ætlaði að
verða kennslukona og það var á-
líka virðulegt og að eiga prest í
ætt sinni, heima á Irlandi. Joe
átti að innritast í háskóla, því að
til annars var hann áreiðanlega
ekki nýtur. Wíll var þegar orð-
inn allfjáður maður. Tom slasaði
sig á öllum veraldarinnar girðing
um og sleikti kaun sin. Dessie
var að læra kjólasaum og Mollie,
hin töfrandi Mollie, myndi áreið-
anlega krækja sér í einhvern vel
stæðan eiginmann.
Það var aldrei um neinn arf að
ræða. Jörðin þarna uppi á ásun-
um var að vísu stór að flatarmáli,
en þeim mun rýrari og verðminni.
Samúel boraði einn brunninn
að öðrum, án þess að finna vatn
— og vatn var einmitt það sem
jörðin hans þarfnaðist, fyrst og
síðast. Vatn hefði breytt henni 1
frjósamar gróðurlendur. Mjó
leiðsla með vatni, sem dælt var
upp úr mjög djúpum brunni,
skammt frá bænum, var allt sem
þau höfðu. Stundum Iækkaði líka
ískyggilega mikið í brunninum og
tvisvar sinnum hafði hann alger-
lega þornað upp. Kýmar urðu að
koma heim, til þess að svala þorst
anum og brokka svo aftur hina
löngu Ieið út í bíthagana.
A ð öllu samanlögðu, var
þetta traust og þróttmikil fjöl-
skylda, örugglega rótfest í Salin-
ailltvarpiö
Þriðjudagur 16. apríl:
Fastir liðir eins og venjulega.
18,00 Útvarpssaga barnanna:
„Snjógæsin" eftir Paul Gallico;
III. — sögulok (Baldur Pálma-
son). 18,30 Hús í smíðum; V: Ein
ar B. Pálsson verkfræðingur tal-
ar um lóðina og undirbúning
hennar. 19,00 Þingfréttir. — 19,30
{ Þjóðlög frá ýmsum löndum (pl.).
'20,30 Erindi: Pílatus landstjóri
(Séra Óskar J. Þorláksson). —,
20,55 Frá sjónarhól tónlistar-
manna: Baldur Andrésson kand.
theol. talar um Franz Liszt. 21,45
Islenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jóns
son kand. mag). 22,10 Passíusálm
ur (49). 22,20 „Þriðjudagsþáttur-
inn“. Jónas Jónasson og Haukur
Morthens hafa stjórn hans með
höndum. 23,20 Dagskrárlok.
FERSKT BÓIVr \M Á HEIMILID
HÉSGAGNAÁBIIRDIR MED RÓSAILM
| Bæboónoeaa: KRlSTjÁN Ó. SKflGF]ÖRD h/f REYKI&VÍK
Þér getið ekki dænit um beztu
rakvélablöðin fyrr en þér
hafið reynt FASAN durascharf
Einkaumboð
Biðjið ávallt um
FASAN rakvélablöð.
BJÖRN ARNORSSON
umboðs- & heildverzlun,
Bankastræti 10, Reykjavík.
M ARKtJS Eftir Ed Dodd
* WEY THAT'S A... 1
THOSE DEMONS WESE
, TEYINS TO KIU_
The .300
ECAJ2S ACEDSS
THE PEOZEN
HILLS AND
SOON THE
REMAINING
WOLVES AEE
FLYING FOS.
COVEE
1) Andi er í mikilli hættu frá
úlfunum. En þá lendir skíðaflug-
yél skammt frá honum.
2) — Hvað skyldu úlfarnir
hafa verið að gera?
3) Stúlkan skýtur nokkrum
skotum yfir sléttuna svo úlfarnir
flýja.
4) — Hvað er þetta. Þeir hafa
verið að ráðast á fallegan og risa
stóran hund.
Miðvikudagur 17. apríl:
Fastir liðir eins og venjulega.
12,5—50tttt0
12,50—14,00 Við vinnuna. Tónleik
ar af plötum. 18,00 Ingibjörg Þor
bergs leikur á grammófón fyrir
unga hlustendur. 18,30 Bridgeþátt
ur (Eiríkur Baldvinsson). 18,45
Óperulög (plötur). 20,30 Daglegt
mál (Arnór Sigurjónsson rit-
stjóri). 20,35 Erindi: Carlo Gol-
doni, frægasti leikritahöfundur
ítala, eftir Eggert Stefánsson
söngvara (Andrés Björnsson flyt-
ur). 21,00 „Brúðkaupsveizlan“. —
Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur
sér um þáttinn og lýsir verðlaun-
unura. 22,10 Passíusálmur (49).
22,25 Upplestur: Helgi Kristins-
son les frumort kvæði. 22,30 Tón-
leikar (plötur). 23,10 Dagskrár-
lok. —