Morgunblaðið - 16.04.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.04.1957, Blaðsíða 8
8 MORCUNTtT 4Ð!Ð Þrlðjurtagur 1fl. aprfl 1957 Húsnædismálin á Alþingl: Ekkert fé tryggt nýja frumvarpi Siðarihluti ræðu Gunnars Thoroddsens S. L. laugardag birtist hér í blaðinu fyrrihluti ræðu Gunnars Thor- oddsens, er hann flutti við 1. umr. um frv. til iaga um húsnæðismála- stofnun, byggingarsjóð o. fl. Hér fer á eftir síðari hluti ræðnnnar: til lánveitinga með hinu HVAÐ KALLAR HANNIBAL „LÚXUS“-ÍBÚÐIR? Rétt er að víkja að 3. lið um það að setja þau skilyrði fyrir lánum, að byggðar verði fyrst og fremst hagkvæmar íbúðir af hóflegri stærð. Ég er þessu fylli- lega samþykkur. En það er vissu- lega fróðlegt að athuga, hvað það er, sem hæstv. ráðh. og ríkis- stjórn hafa í huga, þegar þeir tala um íbúðir af hóflegri stærð. Hæstv. ráðh. lét orð falla á þá leið, að undanfarin tvö ár hefði húsnæðismálastjórn jafnvel geng ið svo langt að veita mörg lán til að byggja 4ra herbergja íbúð- ir. Hann virðist telja það goðgá að veita lán til að byggja 4ra herbergja íbúðir. Eftir skoðun hans að dæma eru það „lúxus“- íbúðir. Fyrir 3 árum lét bæjarstjórn Reykjavíkur fara fram ýtarlega rannsókn á því, hvernig ætti að útrýma herskálaíbúðum og öðr- um heilsuspillandi íbúðum í bænum. Um það var gerð sérstök áætlun og miðað við fjölskyldu- stærð og allar aðstæður. Var reiknað út, hversu margar íbúðir þyrfti að byggja í þessu skyni af ýmsum stærðum, og urðu þrjár stærðir fyrir valinu, 2ja herbergja, 3ja herbergja og 4ra herbergja. Þeir, sem fjölluðu um þetta, töldu að barnflestu fjöl skyldunum í herskálunum mundi alls ekki duga 2ja eða 3ja her- bergja íbúðir. Þess vegna eru reist, auk fjölmargra 2ja og 3ja herbergja íbúða, hin svo nefndu raðhús Reykjavíkurbæjar, sem eru ætluð fyrst og fremst stór- um fjölskyldum úr herskálunum. Sumar þeirra eru í þann veginn að flytja inn í þessar íbúðir. Er það stefna núverandi ríkisstj. að stöðva byggingu þessara 4ra her- bergja íbúða, vegna þess að þær séu „lúxus“-íbúðir, að áliti þessa „frjálslynda“ og „stórhuga" ráð- herra? ÍBÚÐASTÆRÐ f NÁGRANNA- LÖNDUNUM Hæstv. ráðh. vitnaði í þessu sambandi í Svíþjóð og að þar væru byggðar nær eingöngu 2ja og 3ja herbergja íbúðir. Mér er vel kunnugt, að víða á Norður- löndum hefur mest áhersla ver- ið lögð á þær. Ég veit það líka, að t.d. í höfuðborg Danmerkur hefur verið byggt það mikið af 2ja herbergja íbúðum undan- farna áratugi, að nú eru menn í vandræðum með þær íbúðir. Þegar lífskjör almennings eru sæmileg, nægir 2ja herbergja íbúð ekki fjölskyldu með nokk- urn barnahóp. Þess vegna er svo komið, að nú telja menn, að í byggingarmálum Kaupmanna- hafnar hafi ekki verið rétt stefnt á uridanförnum árum með því að binda sig svo mjög við 2ja her- bergja íbúðir. f Bretlandi eru ýms hverfi byggð eftir sérstakri löggjöf og með atbeina hins opin- bera, . og þar er beinlínis lög- ákveðið, að verulegur hluti íbúð- anna skuli vera 4ra herbergja íbúðir. Bíll til sölu OPEL OLYMPIA. Árg. 1953, bifreiðin er í Þýzkalandi, en selst fyrir 25.000.00 íslenzkar krónur. Tækifæri fyrir fólk, sem ætlar til Þýzkalands. Mynd af bílnum fyrir hendi. Upplýsingar í síma 9975, frá kl. 8—12 og 13—17. il leigu Nýtízku einbýlishús með góðri lóð. Húsið er 100 fermetrar. Allt á sömu hæð. — Stórt svefnherbergi, barna herbergi, dagstofa og borðstofa. Gott eldhús með borð- krók, bað og geymsla. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir miðvikudagskvöld merkt: „Einbýli —5441“. Einbýlishús TIL SÖLU STtlAX. Uppl. að Hólagötu 33, Ytri Njarðvík og í síma 701, Keflavík. SILICOTE Husgagnagljdinn (með undraefninu Silicone) hreinsar og gljáfægir án erfiðis. Heildsölubirgðir: Ólafur Gíslason & Co hf Sími 81370 NAFNBREYTING Á GÖMLUM SJÓÐI Eitt meginatriði þessa frv. er, eftir ræðu hæstv. ráðh. að dæma, stofnun byggingarsjóðs ríkisins. Það er hið mikla bjarg- ráð. Hvað er nú þessi byggingar- sjóður ríkisins, sem á að stofna samkvæmt 3. gr. frv.? Bygginga- sjóður ríkisins er nafnbreyting, en ekki nýmæli. Það er nýtt nafn á varasjóði veðlánakerfisins skv. lögunum frá 1955. Það er allt og sumt. Að vísu á að sam- eina þessum varasjóði fé lána- deildar smáíbúða og skuldabréfa flokk, sem ríkissjóður keypti fyr- ir greiðsluafgang árið 1955. Þó að þessi framlög af greiðsluaf- gangi ríkisins væru kölluð lán, vissu það allir, að þau yrðu gef- in eftir og ekki kölluð aftur inn til ríkissjóðs. Þannig hefur það alltaf gengið. Framlög af greiðslu afgangi t.d. til Búnaðarbankans og til Fiskveiðasjóðs, hafa verið kölluð lán í upphafi, en síðan gef- in eftir nokkru síðar. Hvað þessu veldur, veit ég ekki, en ég geri ráð fyrir, að það sé fyrst og fremst „taktik" hæstv. fjmrh. til þess að geta slegið sér upp tvisvar í staðinn fyrir einu sinni: lána fyrst og koma svo seinna og gefa eftir. í upptalningunni um stofnfé byggingasjóðs, 1., 2. og 3. lið er ekkert nýtt. Eina nýmælið er í 4. lið, og það er, að •% af vænt- anlegum stóreignaskatti skuli vera stofnfé sjóðsins. Því er slegið upp f ræðu hæstv. ráðh. og grg., að þetta séu hvorki meira né minna en röskar 53 millj. kr., sem þannig renna í byggingasjóðinn, sem á að bjarga við öllum húsnæðismálum lands- manna. TEKJUR BYGGINGASJÓDS Fyrst er nú þess að geta, að þótt löggjöfin um stóreignaskatt verði samþykkt, sem vafalaust verður, þá kemur ekki einn ein- asti eyrir af honum í ár í þennan byggingasjóð. Þessar 53 millj. eiga að koma smám saman inn á 10 árum. M. ö. o. stóreigna- skatturinn ,sem á að vera aðal- uppistaðan í byggingasjóðnum. skilar engu á árinu 1957, en síð- an koma 5 millj. kr. á hverju ári um næsta áratug. Þetta er nú öll dýrðin. Hverjar eru svo árlegar tekj- ur þessa sjóðs? Það er talið upp í 3. gr. í 4 liðum, þrjá liðina ,þarf ekki að ræða, það er allt gamalt. Það eina nýja í þessu er 1% álag á tekju- og eignaskatt, stríðsgróðaskatt og öll aðflutn- ingsgjöld samkvæmt tollskrá með gildandi viðaukum. Þetta er að vísu.nýtt og mun gefa ein- hverja upphæð i þennan sjóð, fáeinar milljónir, en ekki svo, að það verði bjargráð fyrir bygg-1 ingamál landsmanna. EFNDIRNAR Á FYRRI LOFORÐUM f 6. gr. þessa frv. segir um útlánareglurnar: Vissulega hlýtur þá, sem kunna að hafa tekið eitthvert mark á orðum hæstv. félmrh. á undan- förnum árum, að reka í roga- stanz. Hann er einn þeirra manna, sem mest hefur ráðizt á fyrrv. ríkisstj. og þingmeirihl. fyrir að halda uppi háum vöxtum í landinu og alveg sérstaklega gagnrýnt, að í húsnæðismálalög- gjöfinni frá 1955 skyldu vextir vera ákveðnir 5 % % af 15 ára lán um og 7% af 25 ára lánum. Maður skyldi nú ætla, þegar hann sjálfur leggur fram frv. um húsbyggingalán, þá væru nú vextirnir heldur en ekki færðii niður. Hvað skeður? f 6. gr. e-lið, leggur hann til að það sé lögboð- ið, að lán til 25 ára skuli vera með 7% vöxtum eins og gömlu lögin ákveða og 15 ára lánin skuli vera með 514% ársvöxtum. Þetta eru nú allar efndirnar á hinum fyrri loforðum. LÆVÍST ÁKVÆÐI í sambandi við kaflann um út- rýmingu heilsuspillandi íbúða, er eitt lítið ákvæði í niðurlagi 16. gr., sem menn taka kannske ekki eftir við fyrstu sýn, að hafi mikla þýðingu, en sem er lævísleg til- raun ráðh. til þess að hrifsa völd í sínar hendur. Hingað til hefur það jafnan ver ið svo, bæði eftir lögunum frá 1946 og ’55 um útrýmingu heilsu- spillandi íbúða, að sveitastjórnir hafa allan veg og vanda af þeim byggingamálum, en fá nokkurt lán frá ríkissjóði. Sveitastjórn- irnar hafa séð um framkvæmdir og að sjálfsögðu úthlutað þess- um íbúðum eftir ráði þar til kvaddra manna, sem hafa gert till. um það, hvaða fjölskyldur ættu að fá þær íbúðir. Nú leggur hæstv. ráðh. til, að „komi til ágreinings í sveitar- og bæjarstjórn um ráðstöfun íbúða, skeri húsnæðismálastjórn úr“. M. ö. o. ef einn sveitar- eða bæjar- stjórnarmaður er ekki sammála um úthlutunina, þá er sveitar- stjórnin eða bæjarstjórnin svipt úthluturiarrétti, og húsnæðis- málastjórnin tekur hana í sínar hendur. Hæstv. ráðh. þykir það vafa- laust lýðræðislegt að svipta hin. ar réttkjörnu bæja- og sveita- stjórnir úthlutun þeirra íbúða, sem þær sjálfar láta byggja. GÆTA ÞARF RÉTTAR SVEITAFÉLAGANNA Það eru fleiri atriði í þessu frv., sem benda til þess að hæstv. ríkisstjórn virðir sjálfræði sveita- stjórnanna ákaflega lítils. Er vissulega þörf á því, að sveitar- stjórnarmenn úr ýmsum flokk- um — og svo er nú fyrir þakk- andi, að allmargir þeirra eiga sæti í þessari hv. d., — spyrni við fótum og reyni að gæta rétt- Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða til sýnis þriðjudaginn 16. þ. m. frá klT 1—3, að Skúlatúni 4. Tilboðin verað opnuð í skrifstofu kl. 5, sama dag. Nauðsynlegt að tilkynna símanúmer í tilboði. Sölunefnd varnarliðseigna. Hótel Garður verður opnaður 4. júní. Tekið verður á móti pöntunum á herbergjum á Hótel Skjaldbreið. Björn Daníelsson. ar sveitafélaganna og sjálfstæð- is þeirra gegn sífelldri ásókn og ásælni ríkisstj. SKYLDUSPARNAÐUR ATHYGLISVERÐUR Aðalnýmæli þessa frv. er skyldusparnaðurinn. Skyldu- sparnaður hefur oft áður verið á döfinni og mjög skiptar skoð- anir um hann. Margir telja að al- mennur skyldusparnaður gæti verið til mikils gagns fyrir allt okkar fjárhagslíf. f þessu frv. er farin sú leið að leggja skyldu- sparnað aðeins á nokkra árganga landsfólksins, þ. e. a. s. að skylda fólk á aldrinum 16—25 ára til þess að leggja til hliðar 6% af launum sínum. Hugmyndin um skyldusparnað í heild er mjög athyglisverð. Hina vegar þarf þetta mál, sérstaklega eins og það er sett fram f frv., nánari athugunar við. Margar spurningar rísa: Er t.d. réttmætt að láta ákvæðið alls ekki ná upp fyrir 25 ára aldur, til dæmis til ógiftra manna, eldri en 23 ára? Undanþáguheimildir eru marg- ar. M. a. er svo ákveðið að menn sem stunda nám skuli undanþegn ir. Stundum getur þetta komið nokkuð einkennilega út. Ung- lingur hefur t.d. lokið skyldu- námi. Hann á vel stæða foreldra og leggur í langt framhaldsnám, menntaskóla, háskóla o. a. frv. Hann er undanþeginn skyldu- sparnaði. Annar unglingur þarf að hjálpa fátækum íoreldrum sin um til þess að fjölskyldan kom- ist af, og getur ekki, þótt hann langi til, stundað nám; hann verður að greiða þessi 6%. Ennfremur má nefna þaS, aC unglingur, sem orðinn er 1C ára. hefur ekki efni á því að stunda framhaldsnám, en vill vinna fyrir sér í 2—3 ár til þess að safna námsfé og leggja síðan út á námsbrautina að nýju, sem er tölúvert algengt. Af þessum manni verða tekin 6%. Síðan er hin almenna undanþáguheimild. I 11. gr. er heimild fyrir sveita- stjórnir til að veita undanþágu frá sparnaðarskyldu, þeim sem verða fyrir veikindum, slysum eða eiga af öðrum ástæðum erfitt með framfærslu. Það er náttúrlega erfitt að sjá það fyrir, hversu ísl. seskulýður muni taka þessum lagaboðum. Ef svo færi, að margir yrðu þeir, sem óskuðu undanþágu, þá ætla ég, að orðið gæti þröngt fyrir dyrum hjá ýmsum bæjastjórn- um og sveitastjórnum, og erfitt að skera úr hverju einstöku til- felli. EKKI MERKILEGT FRUMVARP Ég nefni þessi atriði hér, sem þurfa athugunar við auk fjölda annarra, en vil taka fram, að ég tel ýmsa kosti við almennan skyldusparnað og hugmyndina athyglisverða. Þegar litið er yfir þetta frv. í heild er ekki hægt að sjá að það sé merkilegt frv., og það hafa verið ákaflega ólík vinnu- brögð um allan undirbúning þess arar löggjafar eða húsnæðismála löggjafarinnar frá 1955. Sú lög- gjöf var vandlega undirbúin, og áður en ríkisstj. lagði það iriál fyrir Alþingi hafði hún tryggt að mestu fjármagnið, með samning- um við bankana. Nú eru vinnu- brögðin hins vegar þau, að í raun inni er lítið sem ekkert tryggt af þessu fjármagni til lánveit- inga. í grg. segir — og hæstv. ráðh., tók þau orð upp í ræðu sinni, — að ríkisstj. muni beita sér fyrir því með samningum við bankana að fjármagn fáist. Þetta frv. er illa undirbúið, kastað til þess höndunum, og ég er sann- færður um, að það mun valda miklum vonbrigðum hjá þeim, sem hafa búizt við einhverju frá hæstv. félmrh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.