Morgunblaðið - 16.04.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.04.1957, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 16. apríl 1957 MORGUNBLAÐ1Ð 11 — Öryggi íslands og hótanir Rússa Framh. af bls. 1 ans og þar um leið íslenzkra kommúnista. Þetta skilningsleysi hefur aldrei komið betur fram, en er tveir stjórnmálaflokkar.-er vilja kenría sig við lýðræði, leiddu kommúnista til æðstu metorða í landinu og fengu þeim í hendur þýðingarmiklar trún- aðarstöður. Það atferli verður aldrei nógsamlega fordæmt. Allt frá því er kommúnistar ár- ið 1938 lögðu niður gamla komm- únistaflokkinn vegna fyrirsjáan- legs fylgishruns og stofnuðu Sameiningarflokk alþýðu, Sósíal- istaflokkinn, hefur þeim tekizt með stöðugum blekkingaráróðri og með því að sveipa sig hverj- um blekkingarhjúpnum á fætur öðrum, að slá svo ryki í augu landsmanna, að áhrif kommún- ista eru meiri hér en á flestum öðrum Vesturlöndum. Þetta er staðreynd, sem við verðum að horfast í augu við. Aföll kommúnista Að vísu hafa nú á rúmu ári skeð þeir atburðir, er hafa opn- að augu margra manna en þó ekki nógu margra. Viðbrögð og framkoma íslenzkra kommúnista á þessu tímabili sanna betur en nokkuð annað, hvert er hið sanna eðli þeirra og hverjir eru hinir raunverulegu húsbændur þeirra. Er Krúschev afhjúpaði Stalin á sínum tíma, voru til heil bindí af kvæðum, ræðum og ritgerðum, er íslenzkir kommúnistafor- sprakkar höfðu gert Stalin til dýrðar. öll þessi verk urðu nú í einu vetfangi marklaust dýrð- arhjal er þjóna nú þeim eina til- gangi að vera óbrotgjarn minn- isvarði um úndirlægjuhátt og manndýrkun nokkurra íslenzkra manna. Mesta áfall íslenzkra kommún- ista og raunar kommúnista um alla Vestur-Evrópu var' árásin á Ungverjaland og það grimmdar- og morðæði er einkenndi fram- komu Rússa þar. Þrátt fyrir málamyndayfirlýsingar meðan á þessum atburðum stóð, hafa kommúnistar hvað eftir annað lýst yfir hreinni samstöðu með Rússum í því máli. Það þjóðar- morð, er þá var framið, er að þeirra dómi aðeins nauðsynlegur þáttur í framvindu kömmúnism- ans. „FASISTISK ÚPPREISN í ÚNGVERJALANDI“ Þess má geta að í bréfi því, er Bulganin sendi Gerhardsen forsætisráðherra Norðmanna og Jjóðviljinn bh'ti á dögunum, telur standa á verði gegn kommún- ismanum eftir þá atburði, er gerzt hafa síðustu daga þegar einvaldar Rússlands hafa sent ýmsum smáþjóðum Evrópu, þ. á. m. íslendingum, ógnanir og hót- anir. Það er athyglisvert að hót- anir Rússa beinast aðallega að smáþjóðunum, sem gera má ráð fyrir, að séu veikasti hlekkur- inn í varnarsamtökum Vestur- landa og helzt væru líklegar vegna smæðar sinnar að láta skelfast af ógnunum Rússa. Efni þes’sara hótana kemur íslendingum í rauninni ekkert á óvart, því að íslenzkir komm- únistar hafa flutt okkur það fyrir löngu. Einar Olgeirsson birti t.d. í Þjóðviljanum 12. janúar síðast- liðinn grein er hann nefnir: „ísland á að beita sér fyrir því að Atlantshafsbandalagið sé formlega leyst upp“. — í greininni reynir hann síðan að rökstyðja þessa skoðun „sína“ og notar þar að sjálfsögðu sínar alkunnu upphrópanir um ame- rískt auðvald, auðmannastéttir, olíuauðvald, fjandskap við al- þýðulýðveldin o.s.frv. Slíkar skoðanir hafa öðru hverju síðustu ár birzt í Þjóð- viljanum og má auðveldlega sjá i undan hvaða rótum þær eru runnar og hvaða hagsmunum þeim er ætlað að þjóna, því að Bulganin birtir þær nú opin- berlega í hótunum sínum. K JARNORKU SPRENG JUR TIL ÁHERZLU HÓTUNUNUM Ef til vill er það heldur engin tilviljun, að meðan þessar smá- þjóðir í Vestur-Evrópu hafa ver ið að kynna sér efni hótananna, hafa drunur af kjarnorku- sprengjum, sem sprengdar hafa verið í Ráðstjórnarríkjunum, borizt yfir hinn frjálsa heim og líklegast eiga þær að vera mönn um til aðstoðar við að skýra hót anirnar. í orfðsendingu Ráðstjórnar- herranna segir m.a. að eina ráð ið til að tryggja öryggi íslands sé að senda hinn bandaríska her heim og landið gerist hlutlaust. Þessi orð stinga töluvert í stúf við fyrri gerðir þessara sömu herra. Þegar ungverska þjóðin sl. haust krafðist þess að rúss- neskir hermenn færu brott af ungverskri grund og vildi ger- ast hlutlaus, þá flæddu rúss neskir hermenn með öllum sín um vopnum yfir Ungverjaland og leituðust við að myrða þjóð- mál sagt, en þó kemur fram í forystugrein blaðsins í dag undr un yfir því að hótanir Rússa um að tortíma íslenzku þjóðinni^ skuli vekja svo mikla athygli hér á landi og verður ekki annað ráðið af grein þessari, en að þeirn Þjóðviljamönnum finnist þessar hótanir sjálfsagðar. Um afstöðu hinna stjórnar- flokkanna er ekki hægt að segja mikið að svo stöddu, ekki sízt þar eð málgögn þeirra hafa ver- ið furðuhljóð um þetta mál. Þess má hins vegar geta til gam ans að aðalfyrirsögn og aðal- grein Alþýðublaðsins í dag er frásögn af dansleik, er Alþýðu- flokksfélag Reykjavíkur hélt á föstudagskvöldið, en frásögn af hótununum að austan sést hvergi á útsíðum blaðsins og er það í fullu samræmi við aðgerð- ir og málefnaafstöðu þess flokks hingað til. í grein Einars Olgeirssonar, er ég gat um áðan, segir hann m. a.: „Vér íslendingar eigum ekki að skoða oss sem peð í tafli .heimsstjórnmálanna, þótt við séum smáir. Við eigum að þora að koma sjálfstætt fram. Sér- staða vor og söguleg erfð skylda oss beinlínis til þess“. AFSTAÐA ÍSLENZKRA STJÓRNARVALDA Nú reynir á hvort ísienzk stjórnarvöld þora að koma sjálf- stætt fram, er erlent herveldi hótar okkur tortímingu, ef við förum ekki eftir því, er það býð ur. Því aðeins komum við íslend ingar sjálfstætt fram í þessu máli, að við látum ekki ógnanir Rússa hrekja okkur af réttri leið. Sú krafa Rússa, að íslend- ingar leysi þau bönd, er þeir hafa tengzt hinum frjálsu þjóð- um og varpi sér þannig út í hringiðu öryggisleysis og ring- ulreiðar er fráleit, og það jafn- vel þótt okkur sé ógnað með tortímingu ef við verðum ekki við þessum kröfum. Eina svar- ið sem sæmir okkur, er að við tökum enn ríkari þátt í varnar- samtökum Vesturveldanna, en látum ekki ógnanir skelfa okk- ur frá því. Því miður virðist það ætla að Birgir Gunnarsson. verða uppi á teningnum enn einu sinni að kommúnistar bregðist hinum íslenzka mál- stað. Orðatiltækið „að koma sjálf- stætt fram“ hefur nefnilega tölu vert sérstæða merkingu meðal kommúnista, merkingu sem við öll þekkjum ,en ég mun ekki frekar gera að umtalsefni hér. ÆSKAN í FARARBRODDI í uphafi máls míns gat ég þess, að eitt mesta vandamál, er við ættum við að stríða, væru áhrif kommúnista. Þetta vandamál hefur aldrei verið eins tímabært og nú og aldrei meiri ástæða til að taka það föstum tökum en nú, því að áhrif kommúnista í íslenzku þjóðlífi hafa sjaldan verið meii'i en í dag. Stjórnmála barátta næstu ára hlýtur bvi að beinast fyrst og fremst gegn þessu þjóðarmeini. íslenzk æska verður að standa þar í fararbroddi. Þeir æsku- menn og konur, er unna sjálf- stæði landsins og kjósa frelsið framar öllu öðru verða að sam- einast í þessari baráttu. Minnug þeirra orða þjóðskáldsins Davíðs Stefánssonar, er hann mælir í ný- útkominni ljóðabók sinni, að „Lítil reyndust guma geð, er gerðust erlend konungspeð“, megum við ekki láta ógnanir einræðisafla né blekkingar- moldviðri kommúnista hindra okkur í hinni nýju þjóðfrelsis baráttu sem hlýtur að vera bar áttan gegn kommúnismanum. Á þann hátt tryggjum við bezt öryggi og frelsi landsins um komandi tíma. STAKSTEINMS Hvað er rangt? Alþýðublaðið kemst í forystu- grein sinni s.l. föstudag svo aá orði: „Morgunblaðið ræðir í for- ystugrein sinni um „verðhækk- unaröldu ríkisstjórnarinnar“. Þar kennir annaðhvort mikillar fá- fræði eða óvenjulegrar ósvífni. Virðist ærnum vafa bundið að nokkurt orð i greinarkorninu fái staðizt“. í þeirri grein Morgunblaðsins, sem Alþýðublaðið deilir hér svo harðlega á, voru raktar nokkrar staðreyndir, og verður því að spyrja, í hverju var þar rangt með farið? B RE F: Bulganin, að hinni miklu stríðs- |ina aS miklum hluta. Hlutleysis yfirlýsingar urðu sízt til að bjarga henni frá tortímingu. Nei, hér er um að ræða gvo miklar blekkingartilraunir, að venjulegum mönnum ofbýður. En hvernig munu nú forystu- menn stjórnmálaflokkanna snú- ast við þessum málum? Um kommúnista þarf ekki að fjölyrða, þeir hafa lítið um þetta hættu, er fyrir dyrum var í nóv- ember sl., hafi verið bægt frá m. a. „með því að hin fastistiska uppreisn í Ungverjalandi var bæld niður,“ eins og Bulganin komst að orði. Þetta álit Bulganins á uppreisn ungverskrar alþýðu í nóvember- mánuði sl. virðist vera alveg samhljóða áliti íslenzkra komm- únista, eins og Þjóðviljinn hefur túlkað það síðustu mánuði. Þessir tveir atburðir ásamt ýmsum ummælum kommúnista fyrr og síðar hafa sannað það ótvírætt, að hinn eini og sanni tilgangur kommúnista er að koll- varpa hér ríkjandi þjóðskipulagi og koma á einræðisskipulagi að rússneskri fyrirmynd. Það er því útilokað, að komm- únistar sitji í ríkisstjórn til að vernda og efla okkar þjóðskipu- lag. ÞaS er eitthvað annað, sem býr hér undir. I því sambandi er vert að minnast þess, sem enskur rithöfundur sagði eitt sinn „að fjendur lýðræðis lag- færa ekki þá meinbugi, sem á því eru, slíkt gera ekki aðrir en lýðræðissinnar.“ HRÆÐA A SMAÞJÓÐIR Það er því skylda sérhvers frelsisunnandi manns að standa vel á verði gegn kommúnisman- um, enda benda hinar tíðu stefnu breytingar og ofaníát þeirra síð- an þeir stigu í valdastól, til hinn- w sömu niðurstöðu. Það er ekki sízt nauðsynlegt að Þökk fyrir listkynningu Herra ritstjóri! OKKAR kæra höfuðborg er, mið- að við aðra bæi álfunnar, sem gegna því hlutverki að vera menn ingarmiðstöðvar landanna, ákafl. snauð að listaverkum. Hér er enn fátt um listrænar bygging- ar, sem víðast annars staðar hafa mjög mótað smekk fólks og af- stöðu þess til æðri hugverka. Hér eru því nær engin listaverk á opinberum svæðum og listasöfn eru enn aðeins í fæðingunni. Er gengið er um borgina frá austri til vesturs má víða koma auga á snotrar og haglega gerðar gluggasýningar, sem eru til mikillar prýði, en aðallega er það þó nýlenduvörur, bifreiða- hlutir og ýmiss konar klæðnaður, sem sýnt er. — Og hér sýna bókaverzlanir oft nýstárlegar „servíettur" og skrautleg mynda- blöð. En það er alveg undan- tekning ef fyrir augu ber eitt- hvað er gleður sálina eða snertir hug þeirra er hafa hann bund- inn við annan tilgang lífsins en baráttuna fyrir daglegu brauði. Listkynning Morgunblaðsins er Bandaríski dægurlagasöngvarinn Frank Sinatra, sem einnig liefur góða leikarahæfileika hefur nýlega verið fyrir rétti í Bandaríkj- unum og er hann viðriðinn hneyksli, sem er i því fólgið, að hann fékk ljósmyndara til að ryðjast inn í svefnherbergi Marilyn Monroe til að taka mynd af henni í rúminu ásamt hugsanlegum nætur- gesti. Átti síðan að birta myndina í hneykslisblaði. En enginn næturgestur var hjá Marilyn og i staðinn birtast nú myndir af Frank í hneykslisblöðunum. því af þeirri ástæðu skemmtileg og holl nýbreytni, og vissulega eitt af því, sem setur svip bæinn og minnir okkur á það að við erum stödd í höfuðborg fólks, sem telur sig í hópi menning- arþjóða. Auðséð er líka að bæj- arbúar, og þó einkum unga fólk ið kann að meta þessa viðleitni til að auka fjölbreytnina í bæj arlífinu. Stendur það tíðum stórum hópum beggja megin Aðalstrætis til þess að leyfa lista verkunum að orka á sig og njóta þeirra, líkt og það væri statt listsýningasölum. Einkum njóta mörg verkin sín afar vel ef horft er á þau yfir götuna, og sum þeirra fá aðeins notið sín til fulls þannig. Sá, sem þetta ritar hefir aldrei látið dag líða svo að kveldi að hann hafi ekki gengið eða ekið að minnsta kosti einu sinni þarna framhjá til þess að drekka í sig listaverkin, ef svo mætti komast að orði, ög ævinlega haft af því svalandi gleði. Sýning Ásmund- ar, sem nú stendur yfir er stór- viðburður og væri talinn það hvar í heiminum, sem væri. Yonandi verða fleiri stórfyrir- tæki til þess að lífga upp sín bæjarhverfi með einum eða öðr- um hætti. Ég vil að lokum þakka aðstand endum Morgunblaðsins fyrir sýn ingarnar, sem sannarlega hafa sett nýjan svip á bæinn okkar. G. Þ. Fyrsta kauphækkun í síðustu viku játaði forstjóri S.Í.S., að fyrirtæki hans hefði fyrir áramótin veitt starfsfólki sínu almenna kauphækkun. Er ó- mótmælt, að hún hafi verið 8% og m. a. s. greidd frá áramótum 1955—1956. Þessi kauphækkun hlýtur að vekja því meiri athygli sem sjálf- ur fjármálaráðherrann, Eysteinn Jónsson, er varaformaður S.Í.S. og með mestu, ef ekki mesti ráðamaður í þeim hóp. Önnur kauphækkun Um miðjan desember var blaðamönnum veitt veruleg kauphækkun h. u. b. 10%. Að vísu var af vissra hálfu lögð á það megináherzla, að sú kaup- hækkun væri ekki nefnd réttu nafni, en auðvitað var hún ekk- ert annað en grunnkaupshækk- un. Eins átti að reyna að láta hana fara leynt, en sú ráðagerð fór út um þúfur þegar af því, að blaðamenn höfðu tilkynnt verkfall og varð ekki hjá þvi komizt, að skýra frá, livernig því var afstýrt. Þriðia kauDhækkun Með jólagjöfinni var „sjó- mönnum" síðan ákveðin 15— 18% kauphækkun frá áramótum. Þessar upplýsingar fengust þó alls ekki, þegar sjálft jólagjafar- frv. var til meðferðar á Alþingi, heldur glopraðist það upp úr Lúðvík Jósefssyni við umræður á Alþingi um allt annað mál 2—3 mánuðum síðar. Þjóðviljinn hefur ítrekað frá- sögnina, nú síðast á fimmtudag- inn í grein, sem byrjar: „Til þess að halda fiskiskipa- flotanum úti á yfirstandandi ver- tíð hefur orðið að ráða á hana yfir 1000 færeyska sjómenn ----“ og heldur áfram „Þessar kjarabætur fiskimanna jafngiltu 15—18% kauphækkun og fengust án nokkurra fórna“. Fiórða kauuhækkun Næst komu verkföllin á Akra- nesi og í Grindarík, sem báðum lauk með kauphækkun. Fimmta kaunhækkun Þá varð flugmannaverkfall og beitti ríkisstjórnin sér fyrir, a« það var leyst með stórkostlegum fríðindum þessum háiaunamönu- um til handa. Siötta kauDhækkun Farmannaverkfall stóð í nær 4 vikur og lyktaði með ailt að 8% kauphækkun, sem ríkisstjórn in og forráðamenn S.Í.S. höfðu forystu um. Siö aurar á miólkurlítra Um svipað leyti var niður- greiðsla á mjólk aukin úr ríkis- sjóði sem nemur 7 aurum á hvern mjólkurlítra. Að nokkru til að greiða okurgróða Hamrafellsins, að nokkru til verðjöfnunar eftir héruðum. Frá þessari hækkun hefur ríkisstjórnin ekki skýrt I enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.