Morgunblaðið - 16.04.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.04.1957, Blaðsíða 10
10 MORCVNBL4 mn Þriðjudagur 18. april 1957 Útg.: H.í. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Taka undir tortímingar- hótanir Sovétstjórnar- innar gagnvart íslandi YFIRGNÆFANDI meirihluta ís lenzku þjóðarinnar hefur farið á sömu lund og Norðmönn- um og Dönum við hótanir ein- ræðisstjórnarinnar í Moskvu um dauða og tortímingu yfir ísland og önnur Norðurlönd. Þjóðin hef- ur snúizt einhuga gegn þeim og orðið enn ákveðnari í þeim vilja sínum að leita sjálfstæði sínu og öryggi skjóls í samvinnu við vest- rænar lýðræðisþjóðir. íslendingar vita, að það er blekking sem kommúnistastjórnin í Moskvu heldur fram, að þeir og banda- menn þeirra í Atlantshafsbanda- laginu hyggist nota varnarstöðv- arnar hér til árása á Sovétríkin. Það er yfirvarp eitt hjá Sovét- stjórninni þegar hún réttlætir tortímingarhótanir sínar gagn- vart íslendingum með varnarvið- búnaðinum á íslandi. Sá viðbún- aður er eingöngu miðaður við að gera ofbeldisaðiljum það ljóst, að hinn friðelskandi heimur er við- búinn og árás á þjóðir hans þýðir ægilegan ósigur árásaraflanna. Það er vegna þessarar afstöðu og þekkingar þjóðarinnar á eðli landvarna hennar og vestrænna þjóða, sem hún mætir hótunum Sovétstjórnarinnar alráðin þess að hvika í engu frá stefnu sinni. Leiguþýin taka undir tortímingarsóninn En það eru þó til menn á Is- landi, sem taka undir með mál- gagni Rauða hersins og lýsa því hiklaust yfir að öryggisviðbúnað- ur íslendinga miði að árás á Sovétríkin. „Þjóðviljinr," kemst m. a. að orði á þessa leið um þetta atriði s.l. sunnudag: „Sjónarmið þau, sem koma fram í hinu rússneska blaði, eru gamalkunn sannindi, sem andstæðingar hersetu á íslandi hafa ævinlega brýnt fyrir þjóðinni.“ Kommúnistablaðið fer ekki i launkofa með afstöðu sína. Þetta er alveg satt, sem málgagn Rauða hersins segir, staðhæfir Þjóðviljinn. Varn- arviðbúnaður íslendinga er til þess ætlaður að unnt verði að gera héðan árásir á Sovét- ríkin. Forystugrein kommúnistablaðs ins lýkur svo með þessum orð- j um: „Það er ekki unnt að gera hvorttveggja í senn: vera aðili að árásarfyrirætlunum og hneykslast ef bent er á þau gam- alkunnu sanndindi að árás er jafnan svarað í sömu mynt.“ Landráð Hvað er landráð ef slíkur mál- flutningur er það ekki? Kommúnistablaðið á íslandi tekur hiklaust undir það, að ís- land hafi verið gert að árásar- stöð. Og hvað er þá eðlilegra, seg- ir það en að þjóðin verði að taka afleiðingunum af því? Ekkert er sjálfsagðara en að Rússar hóti íslendingum tortímingu, því að það eru „gamalkunn sannindi að árás er jafnan svarað í sömu mynt“, segir í sunnudagsforystu- grein „Þjóðviljans". Mennirnir í Kreml, sem láta „Rauðu stjörn- una“ hóta íslenzku þjóðinni dauða og eyðileggingu. eiga svo sem sæmilega trausta bandamenn á íslandi! Geta slíkir menn verið í ríkisstjórn? Það sætir vissulega engri furðu þótt sú spurning vakni meðal ís- lenzks almennings, hvort slíkir menn geti verið í ríkisstjórn, sem þannig mæla og þannig haga framkomu sinni. Um það þarf ekki að fara í neinar grafgötur, að mikill meirj- hluti íslendinga telur stjórnar- þátttöku kommúnista eftir þetta gersamlega fráleita og raunar óhugsanlega. Menn, sem hafa tek- ið undir tortímingarhótanir er- lendrar ofbeldis- og einræðis- stjórnar gagnvart íslenzku þjóð- inni geta ekki setið í ríkisstjórn á íslandi. Það er í senn stór- hættulegt fyrir hagsmuni þjóð- arinnar og svo vansæmandi fyrir hana að naumast verður með orðum lýst. Hvað halda Islendingar að sagt yrði nú um þann stjórnmálamann úr lýðræðisflokkunum í Noregi og Danmörk, sem hafa vildi minnstu samvinnu við kommún- ista. Sá maður hlyti ekki mikið fylgi hjá þessum lýðræðissinn- uðu, norrænu menningarþjóðum. Enginn mundi treysta honum, hann stæðr uppi gersamlega ein- angraður. En hér á íslandi sitja komm- únistar í ríkisstjórn í samvinnu við tvo lýðræðisflokka eins og ekkert hafi í skorizt. Tími til kominn að snúa við Sannleikurinn, sem þjóðin verður nú að horfast hiklaust í augu við, er sá, að stjórnarþátt- taka kommúnista eftir að þeir hafa tekið undir hótanir Sovét- stjórnarinnar um gereyðingu ís- lands og þjóðar þess væri regin- hneyksli, sem hefði í för með sér enn aukna niðurlægingu fyrir ís- lendinga. Það er því vissulega kominn tími til þess að snúa við j af þeirri óheillabraut, sem mörk- uð var þegar fimmta herdeildin var tekin upp af eyðimerkur- göngu sinni s.l. sumar. Mikill meirihluti þjóðarinn- ar krefst þess, að kommúnist- um verði við fyrsta tækifæri veitt lausn frá stjórnarþátt- töku. Þeir eru ekki umboðs- menn íslenzku þjóðarinnar í ríkisstjórn Iandsins heldur rússneska kommúnistaflokks- ins. Það hafa þeir greinilegast sýnt með því að taka undir hótanir Sovétstjórnarinnar um tortímingarárásir á íslenzkt land og fólk. UTAN UR HEIMI Frakkland: 1. Hæfilega stoppaðar axlir. 2. Mjóir jakkakragar. 3. Mittið skýrt afmarkað. Hnapp arnir eru tveir og stutt er í milli þeirra. Sá neðri er venjulega í mittishæð. Jakkinn i styttra lagi. Skálmarnar mjóar, 44 cm. að vídd, með eða án uppbrots. máli sínu með þessum eftirtekt- arverðu orðum: 4. 5. England: 1. Axlir óstoppaðar og eðlilegar, 2. Meðalbreiður kragi. 3. Aðeins mótar fyrir mittinn. 4. Jakkinn er ekki víður — og liggur þétt að lendunum. Beinn boðangur. Jakkinn er örlítið síðari en sá franski, en hins vegar styttri en sá þýzki. 5. Buxnaskálmar mjóar, 46 cm. og venjulega án uppbrots. Gildasti maSur í heimi þrílugur — og vegur rúm 500 kg sem myndirnar sýna. Læknar hafa í mörg ár reynt að ráða bót á sjúkdóminum, en allt án árang- urs. Nú eru þeir þó búnir að gefa honum örlitla von um að ef til vill verði hægt að hjálpa honum. Bob á erfitt með gang, enda þótt hann styðjist við hækj- ur og reyni að láta þær bera þungann. Fitan gerir honum erf- itt um hreyfingar — og það verð- ur að hjálpa honum til svo að segja alls nema að matast. Hann getur ekki hnýtt skóþveng sinn hvað þá heldur klætt sig. En Bob lítur vonglöðum augum mót framtíðinni. Hann hefur sætt sig við tilveruna, og innst inni brennur í brjósti hans von um bata. Það orkar víst ekki tvimælis, að Bob er sá í miðið. Hann styðst við hækju svo og við hinn þvengmjóa bróður sinn. Það væri ekki nema sanngjarnt, að Bob miðlaði bróðurnum einhverju af holdi sínu — þó ekki væri nema til þess að jafna hlutföllin í fjölskyldunni. Faðir þeirra er lengst til vinstri. Hann heitir Bob Hugh- es, sérstæður maður í Illinois í Bandaríkjunum. Bob er ekki ein ungis sérstæður vegna þess að hann hefur stærstu undirhöku í heimi, heldur og vegna þess, að hann er gildastur núlifandi manna — að öllum öðrum gild- vöxnum ólöstuðum. Enda þótt við viðurkennum að Böb eigi heims- met á þessu sviði, þá ábyrgjumst við ekki, að Rússar eigi ekki einn svolítið gildari í fórum sín- um. R öng kirtlastarfsemi hefur afskræmt Bob svo mjög V ” orið er nú farið að nálgast hjá okkur — og í mörg- um Evrópulöndum hefur það þegar gengið í garð. Farfuglarnir eru nú á leið til norðlægra slóða og Dioi; er þegar búinn að opin- bera vortízku sína. Og tízkufrömuðir þeir, sem láta sig meira skipta klæðnað karlmanna en kvenfólks eru þeg- ar byrjaðir að „syngja vorsöngv- ana“ — og karlmenn meginlands- ins farnir að klæðast vortízk- unni. E n það væri synd að segja, að öll fjölskylda Bobs sé með sama markinu brennd. Bróð ir hans er nefnilega eins þveng- mjór og nokkur getur verið. Bob þarf 15 sinnum meira efni í fatn- að en bróðirinn. Sá er líka að sama skapi hávaxinn og hann er grannur, en samt mun hann þó ekki jafnast á við Svarfdæling- inn okkar. Og, þegar öllu er á botninn hvolft, er ekki hægt að segja annað en synir Hughes- hjónanna í Illinois séu ólíkir með afbrigðum. Herratízkan er aðallega i hönd- um tízkufrömuða í Þýzkalandi, Frakklandi, Englandi og Ítalíu. Vortízkan í öllum þessum lönd- um er í ár mjög svipuð — og er grátt aðaltízkuliturinn, Dimm- blátt kemur þar næst, en í þriðja sæti svart og hvítofið klæði. Vestin eru nú aftur komin í tízku, en nú ekki samlit fötun- um. Jakkar eru einhnepptir — með þrem hnöppum. Hér sjáið þið myndir af vortízkuani í Frakklandi og Englandi — og meðfyigjandi skýringar. Vor-herratízkan Bob silur ojs sólar sig í einkastóln- uiu en bróðir hans færir hann í skóna. En hvað sem því líður, þá eru það engar ýkjur, að Bob vegur hvorki meira né minna en 520% kg. Hann er 6 fet á hæð — og um mittið er hann 131 þumlungur, enginn smásmíði sá — aðeins þrítugur að aldri. Ef til vill haldið þið, að Bob sé mikill matmaður og borði á við marga menn. Þetta er þó misskilningur, því að hann er hinn mésti hófsmaður í hví- vetna. Hann er hófsmaður í mat og drykk og heimakær mjög, því að sannleikurinn er sá, að Bob kemst ekkert. Hann situr löngum úti undir berum himni á búgarði föður síns í Illinois, í einkastól sínum, sem er fimm fet á breidd. Eina dægrastytting hans er bókalestur og viðræður við heimafólk og gesti. Hann er alltaf hýr í bragði, enda þótt forsjónin hafi lagt þennan bagga á herðar honum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.