Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 17. april 1957 Málleysingjaskólinn í Kaupmannahöfn 150 ára FYRR á öldum stóðu þeir sem hvorki höfðu heyrn né mál, utan við allt mannfélag og það var al- menn tru, að þeir væru haldnir illum öndum. Við vitum nú að mikið er hægt að gera þeim til hjálpar og að þrátt fyrir það fara flestir þeirra mikils á mis við í lífinu. Það má því geta því nærri, að ill hefir ævi þeirra verið þeg- ar því var alment trúað að illur andi hefði tekið sér bólfestu í þeim og væri valdur að þeim mis- mun sem var á þeim og öðru fólki. Menn skildu lengi vel ekki, að málleysið var bein afleiðing af heyrnarleysinu. Þótt menn kunni að hafa skilið að börn læra það mál sem við þau er talað, opn- uðust augu manna furðuseint fyrir nauðsyn þess að börnin heyrðu það mál sem fyrir þeim er haft, til þess að þau lærðu að tala það og skilja. Þrátt fyrir hina háu menningu Forn-Grikkja hefir ekkert komið í ljós sem bendi til þess að þeir hafi skilið orsakir málleysisins, enda mat menning þeirra hreysti og heilbrigði umfram flesta hluti. Hjá Rómverjum hinum fornu hafði faðirinn óskorað vald yfir börnum sínum og voru heyrnar- lausu börnin gjarna borin út. Þótt kristnin breiðist út líða enn lang- ir tímar þangað til mannúð hennar nær til þessara einstak- linga og er líklegt að túlkun Agustinusar kirkjuföður á Róm- arbréfinu hafi ráðið þar miklu um. En hann túlkaði X kap. V.17 þess þannig að menn öðluðust trúna aðeins með því að hlusta á hið heilagasta orð og þeir sem gætu það ekki gætu enga trú öðlazt og þess vegna mátti ekki skíra heyrnar og málleysingja tái kristinnar trúar. Þetta breytt- ist þó þegar tímar liðu og glætu frá mannúð kristninnar fór að verða vart í hinum þögla heinii heyrnar og málleysingjanna, daufrar í fyrstu en bjartari eftir því, sem tímar liðu. Ýmsar heimildir eru til um að heyrnar- og málleysingjar hafi athvarf í klaustrunum og hafi starfað þar sem garðyrkjumenn og verið vikapiltar. Smátt og smátt fara augu manna að opnast fyrir því að þeir séu skynigæddar verur og til eru frásagnir, sem greina frá að einstaka tilraunir hafi verið gerðar til að mennta þá. Frá 16 öld eru til áreiðanleg- ar heimildir fyrir því að spánskur munkur Pedro de Ponee að nafni, kenndi tveimur heyrnar- og mál- lausum aðalsmannsbörnum með ágætum árangri að tala og um svipað leyti ritaði hollenzkur læknir dr. Amman mjög merka bók (Surdusloquens) um kennslu heyrnar- og málleysingja. En þó þess finnist einstök dæmi, að heyrnar- og mállausum einstaklingum hafi verið gaumur gefinn á 16. öld, var það ekki fyrr en 1760, þegar franski ábót- inn cfe l’Epée stofnaði fyrsta skól- ann í París fyrir þá, að augu þjóðanna fóru að opnast fyrir lífi og kjörum þessara olnboga- barna og þær fóru að renna grun í að þjóðfélagið hefði skyldum að gegna við þau. De l’Epée var auðugur maður og hann varði öllum tekjum af eignum sínum, 12.000 lírum á ári, í þarfir skóla síns. Hann starfaði sjálfur við hann af áhuga og eldmóði, skapaði sérstaka kennsluaðferð, kenndi hana öðr- um kennurum og þegar hann lézt, árið 1789, arfleiddi hann skólann að öllum eignum sín- um. De l’Epée vann einstakt og óeigingjarnt brautryðjandastarf á sviði heyrnar- og málleysingja- kennslunnar, og það vakti mikla athygli og hafði mikil áhrif i flestum siðmenntuðum löndum þeirra tíma. Seint á 18. öldinni fara að rísa upp fleiri skólar fyrir heyrnar- og málleysingja. — 'Skólinn í Leipzig og stofnandi hans, Samu- el Heinise, notaði kennsluaðferð sem var ólík kennsluaðferð de I’Epée og þeir voru jafnan á öndverðum meiði í þessum mál- um, þótt báðir helguðu þeim alla krafta sína. í Danmörku hreyfði W. H. F. Abrahamsson árið 1772 fyrst op- inberlega þessum málum og árið 1799 stofnaði danska stjórnin fyrsta heyrnar- og málleysingja skólann þar í landi. í flestum löndum voru það einstaklingar, sem stofnuðu þessa skóla, og rík- in tóku síðan við þeim, en í Dan- mörku var það ríkisstjórnin sem hafði forgöngu um það mál. En grundvöllinn að uppfræðslu heyrnar- og málleysingja í Dan- mörku lagði dr. med. Peter Akte Castberg prófessor (1779—1823). Ahugi hans beindist í fyrstu að tilraunum til að lækna heyrnar- leysi. í þýzkum læknaritum þess tíma var ritað um svokallaðar kvikasilfurslækningar og taldar bæta mjög eða lækna heyrnar- leysi. Prófessor Castberg beitti sér í fyrstu fyrir að þær væru reyndar í Danmörku, en árang- urinn var þar eins og annars staðar, aðeins þjáningar fyrir þá sem þær voru reyndar á. Þegar próf. Castberg varð ljóst að lækningatilraunirnar báru engan árangur, ferðaðist hann til Frakklands og dvaldist þar í tvö ár við skóla de I’Epée til að læra kennsluaðferð hans. Strax þegar Samkvæmt venju verðlaunar Boostrup skólastj. hvert barn með tíeyringi þegar það sýnir honwm nýja tönn. hann kom aftur til Danmerkur stofnaði hann einkaskóla fyrir heyrnar- og málleysingja, en ári síðar, 17. apríl 1807, var mál- leysingjaskólinn í Kaupmanna- höfn, Dovstumme-Institut, stofn- aður og varð próf. Castberg fyrsti skólastjóri hans. Skólastjórn hans var mjög í anda de I’Epée og kennsluaðferð- ir hans notaðar. Skólaskylda fyr- ir heyrnar- og mállaus börn var lögleidd í Danmörku 1817 og urðu Danir til þess fyrstir allra þjóða. Árið 1839 fluttist skólinn í ný húsakynni á Kastels-vegi á Austurbrú og þar er hann til húsa enn í dag. Staðurinn sem honum var valinn er nú langt inni í Kaupmannahafnarborg. En þótt borgin hafi nú umkringt hann fyrir löngu, ríkir sífellt innan girðingar hinna fögru skóla garða friður og ró, sem stór- borgarysinn nær ekki að raska. Innan veggja gömlu húsanna á Kastelsveginum hafa nú í meira en heila öld verið unnin árang- ursrík störf í þágu þeirra, sem sárt þurftu á hjálp að halda til að geta notið sín í lífinu. „Til að lífsfræ þeirra næði að spíra og vaxa“, eins og fyrsti skóla- stjóri skólans komst að orði. Nú í dag skipta þeir þúsundum, sem þarna hafa hlotið hjálp og menntun, þrátt fyrir það, sem þeim var ábótavant frá náttúr- unnar hendi eða veikindi höfðu svift þá og frá þessu menntasetri heyrnar- og málleysingja í Dan- mörku barst einnig fyrsta hjálp- in til þeirra á íslandi, sem undir sömu sök voru seldir. Eftir sex ár verða hundrað ár liðin frá því að fyrsti íslendingurinn fékk styrk til að fara til Danmerkur til að læra heyrnar- og málleys- ingjakennslu. Það virðist sem tilviljun ráði þar allmiklu að fyrsti íslendingurinn, sr. Páll Pálsson, gefur sig að þessum mál- um. Þegar hann var í skóla 1852, veiktist hann og lá í Laugarnesi og var mállaus. Hvað að honum hefur gengið er ekki kunnugt, en heyrnarleysi hefir ekki vald- ið málleysi hans. Veturinn 1853 siglir hann til Kaupmannahafn- ar til lækninga og fær bót á meini sínu. Það er augljóst að hann hefur ekki getað gleymt því hvernig það var að vera mál- laus, enda segir hann svo sjálfur, Árið 1863, þegar hann fær veit- ingu fyrir Mosfelli í Mosfells- sveit, afsalar hann sér brauðinu, fær styrk til að læra heyrnar- og málleysingjakennslu og siglir til náms við „Det Kgl. Dovstumme Institut“ 1 Kaupmannahöfn. Sr. Páll kenndi síðan heyrnar- og málleysingjum upp frá því til dauðadags 1890, eða í 23 ár. Eftir hans dag var skólinn fluttur að Stóra-Hrauni í Árnessýslu og síð- ar til Rvíkur. En allir sem veitt hafa málleysingjaskóla á Islandi forstöðu, hafa að miklu eða öllu leyti fengið menntun sína til þess starfs í gamla skólanum á Kastel- veginum. Það yrði of langt mál að geta þeirra allra, sem veitt hafa skól- anum að Kastelveginum forstöðu, enda var lengi framan af haldið áfram á þeirri braut, sem próf. Castberg markaði Og fáar eða engar tilraunir gerðar til að end- urbæta aðferðir hans. En skömmu fyrir 1850 á skóla- stjóratíð sr. Mallings Hansen, fór málleysingjakennara að greina allmjög á um kennsluaðferðir. Annars vegar voru þeir sem vildu nota eingöngu ritað mál, fingramól og táknmál og hins vegar þeir, sem töldu talmálið æskilegra. Deilan um þessar tvær kennsluaðferðir varð til þess að farið var að skipta heyrn- ar- og málleysingjum í Dan- mörku í tvo flokka. Annars veg- ar voru þeir heyrnarleysingjar, sem höfðu svo miklar heyrnar- leifar að þeir höfðu lært eitthvað í málinu á eðlilegan hátt og þeir, sem misst höfðu heyrnina svo seint að þeir gátu haldið talmál- A-flokkur Útdregið 15. apríl 1957. 75 þús. kr. 140307 40 þús. kr. 139240 15 þús. kr. 84604 10 þús. kr. 5418 43351 56616 5 þús. kr. 517 4990 10735 31841 119341 2 þús. kr. 6680 7617 17197 17584 17924 18106 35200 63253 64964 65868 67227 97451 119975 139900 147258 1 þús. kr. 2895 4755 9040 9323 14105 16742 23066 25645 inu, fengju þeir sérstaklega þjálf- un og hins vegar þeir, sem höfðu svo litlar heyrnarleyfar að þeir lærðu ekkert mál fyrir heyrn- ina. Árið 1850 stofnaði kennari frá skólanum á Kastelveginum einka skóla í Kaupmannahöfn þar sem hvorki var notað fingra eða tákn- mál, en það varð aftur fyrsti vísir að skólanum sem stofnaður var í Nyborg 1891 fyrir heyrnardaufa og þá sem misst höfðu heyrnina en þurftu þjálfun til að halda talmálinu. Tíu árum áður en það gerðist höfðu skoðanir þeirra, sem töldu að kenna ætti heyrnar- og málleysingjum talmál, borið hærra hlut og árið 1881 var ann- ar heyrnar- og málleysingjaskóli stofnaður í Frederecia. Fyrsti skólastjóri hans var dr. phil. Ge- org Forshanner. Hann var mikill brautryðjandi á sviði heyrnar- og málleysingjakennslunnar. Hann helgaði sig starfi sínu af lífi og sál, var þekktur hljóðfræðingur (tonetiker) og fann upp sérstakt kerfi, hið svokallaða „Mund- hoandsystem" fyrir heyrnar- og málleysingjakennara og var það kerfi svo tekið upp við aðra heyrn ar- og málleysingjaskóla í Dan- mörku. Tæpa þrjá síðustu áratugina hefir sr. Ove Baastrup veitt skól- anum á Kastelsveginum forstöðu og í tæpa hálfa öld, næstum einn þriðja þess tíma, sem heyrnar- og málleysingjakennsla hefir ver- ið stunduð í Danmörku, hefir hann helgað heyrnar- og málleys- ingjunum krafta sína. Fyrst var hann prestur heyrnar- og mál- leysingjasafnaðarins í Kaup- mannahöfn í sextán ár, en skóla- stjóri síðan. Starf hans í þágu skólans og í þágu allra þeirra mála í Danmörku, sem snerta fræðslu og uppeldi heyrnar- og málleysingja, er heilladrýgra og margþættara en svo að hægt sé að gefa af því nokkra fullnaðar- lýsingu í stuttri blaðagrein. A þeim árum, sem hann hefir veitt skólanum forstöðu hefir hann 39823 44573 44899 56603 72165 75354 82745 89508 95663 103396 113181 130800 133342 137996 142115 145806 149236 500 kr. 1091 1521 2235 2538 4299 8836 10482 10571 13383 14673 14721 17444 18918 19893 28875 28919 30232 30878 30911 31487 33497 34477 35262 36681 38058 39179 39578 39213 40541 40728 42678 44782 45648 45898 48260 48409 48942 51128 51516 51697 53156 53547 55140 56980 57198 57489 58963 59350 59785 60447 61367 61818 63650 63979 64614 69448 70333 71716 71890 75241 76464 80989 80629 83463 85578 85696 85989 88345 88406 90174 90861 92726 96047 96814 97626 100351 101502 101563 101835 102083 102257 105313 105471 108934 gengið á undan I að afla skólan- um þess sem vísindin hafa leitt í ljós að nemendum hans mætti að gagni koma. Störf og aðferðir þessa 150 ára gamla skóla bera ekki vitni um aldur hans, en sýna aftur á móti glögglega að undanfarna ára- tugi hefir víðsýnn og hugmynda- ríkur gáfumaður helgað honum krafta sína, haft forgöngu um velferðarmál hans og barizt fyrir þeim af festu og skörungsskap. Skólinn hefur verið stækaður og endurbættur. 1927 var hann gerð- ur að forskóla, með smábarna- kennslu (Barnehave), en börnin svo send til skólans í Fredrecia. Þessu var svo breytt aftur 1950 og nú sækja öll heyrnar- og mál- laus börn fyrir austan Stóra- Belti skólann á Kastelsveginum og ljúka þar námi. 1953 voru byggð skammt frá honum tvö hús, annað heimvistarhús og hitt skóli fyrir heyrnar- og mállaus smábörn og 1955 voru keypt tvö hús, sem notuð eru fyrir heima- vist fyrir nemendur frá honum. Húsaskipan gamla skólans hefir verið breytt og nú er þar lítil heimavist fyrir yngri börnin, 22 kennslustofur, sjúkradeild, tann- lækningastofa, leiðbeiningamið- stöð fyrir foreldra og aðstandend- ur barnanna og sálfræðileg rann- sóknarstofa, sem sr. Dohn sálfr. veitir forstöðu og loks fulkom- in heyrnarrannsóknarstofa, sem sérfræðingur, Lorenz-Nielsen magister, veitir forstöðu. Nem- endur eru nú 135 í skólanum, 35 kennarar en alls vinna þar 65 manns. Frá þessari virðulegu 150 ára gömlu stofnun höfum við íslend- ingar hlotið mikið gott og ekkert nema gott. En því er ekki alltaf hampað hæst, sem bezt er gert og fáir hér á landi munu vita að í bráðum heila öld hefir heyrnar- og málleysingjum hér á landi borizt frá henni, beint eða ó- beint, sú hjálp, sem þeim var nauðsynleg. Eg veit ég mæli fyrir munn þeirra allra þegar eg árna henni állra heilla og blessunar. 109376 111504 112047 112552 116787 117538 117368 117098 118567 120220 120395 121418 121850 122515 122958 124898 125688 126098 126428 127351 128507 128552 130411 131348 131694 132024 133537 135365 135636 136042 136991 137611 137987 138414 139079 139814 140211 140296 141900 142217 142219 145635 146546 147372 147469 147512 (Birt án ábyrgðar). D.D.T. dreift yfir Buenos Aires BUENOS AIRES, 15. apríl — Sorphreinsunarmenn í Búenos Aires, höfuðborg Argentínu hafa gert verkfall. Skapar þetta verk. fall mikla sjúkdómahættu, því að rotnandi matarleifar eru út um alla borgina. Borgarstjórnin hefur því tekið það ráð, að láta flugvélar fljúga yfir borgina og dreifa DDT yfir hana. Með því er ætlunin að sigr- ast á flugunum, sem eru hættu- legasti smitberinn. — Reuter. Happdrættislón ríkissjóðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.