Morgunblaðið - 17.04.1957, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.04.1957, Qupperneq 13
MiðvikudagUr 17. april 1957 MORGVISBLAÐIÐ 13 Ræða Bjarna Benediktssonar um öryggi ísfands og hótanir Rússa:. Allir leggi sitl f ra m til að koma í veg fyrir, að nokkur þori að gera árás Ályktunin frá 28. marz ástœða brigzlyrða í HINUM almenna fundi, sem Heimdallur gekkst fyrir í Sjálfstæðishúsinu hinn 14. apríl hélt Bjarni Benedikts- son þessa ræðu um öryggi íslands og hótanir Bússa: Mörg okkar munu minnast þess, a8 þegar dróg að síðari heimsstyrjöldinni 1939, eftir að Hitler hafði rofið samningana, sem gerðir voru í Múnehen haust ið 1938 og lagt undir sig það, sem eftir var af Tékkóslóvakíu, fyrri hluta árs 1939, þá sendi Roosevelt forseti Bandaríkjanna honum orð sendingu, 15 .apríl 1939, þar sem Roosevelt bar fram þá tillögu, að sérstakar ráðstafanir væru gerð- ar til öryggis ýmsum ríkjum í Evrópu gegn ólögmætri árás. Hitler svaraði þessari tillögu Bandaríkjaforsetans um aðgerðir gegn árás með því að spyrja: „Hvaða ríki er það, sem óttast, að Þýzkaland ráðist á það?“ Það fór svo, að ekkert ríki í Evrópu þorði að segja til um, að það óttaðist árás frá Hitler eða því Þýzkalandi, sem hann réði yfir. Þvert á móti, þá lýstu sum þeirra því yfir, að þeim væri það fjarri skapi, að slík árás mundi koma til greina, HEIMSSTYRJÖLD, SEM HÆGT VAR AÐ KOMAST HJÁ Nokkrum mánuðum síðar hóf Hitler árásarstyrjöld sína og réðist að tilefnislausu einmitt á þau ríki, hvert á fætur öðru, sem hann nokkrum mánuðum áður hafði heint hinni sakleysislegu spurningu til: — „Ert það þú, ert það þú eða ert það þú, sem óttast að ég ráðist á þig með herskara mína?“ Þessi þögn, þetta, að þora ekki að segja hug sinn árásaraðilan- um, þeim, sem allir vissu að hafði árásir í huga og var búinn að sýna méð áthöfnum sínum, að hann var að búa sig undir áfram- haldandi árásir, þetta athafna- leysi, og jánkun við hótunum árásarmannsins átti ekki sizt sinn þátt í því að hleypa af stað styrj- öldinni, sem hófst haustið 1939. Vt-I TIL VARNADAR Tæpum áratug síðar, eða á ár- inu 1948, varð Tékkóslóvakía að nýju fyrir frelsissviftingu að því sinni ekki af hálfu Þjóðverja, heldur Rússa. En nú kom í ljós, að menn höfðu lært nokkuð af reynslunni. Nú sást, að ríkin og þjóðirnar vildu ekki láta ráðast á sig ,eina eftir aðra, án þess að hafast nokkuð að, heldur tóku þessi væntanlegu fórnarlömb höndum saman og mynduðu bandalag sér til varnar, Atlants- hafsbandalagið. Sáttmáli þess var undirritaður 4. apríl 1949, og ég hygg, að það sé sannmæli sem Truman, Bandaríkjaforseti, sagði við undirskrift þess samn- ings, að ef slíkt bandalag hefði verið til 1914 og 1939, þá hefði hvorug heimsstyrjöldin, hvorki styrjöldin 1914 né styrjöldin 1939 brotist út. Vegna þess að þá hefði hinn frjálsi heimur verið búinn svo sterkum vörnum, að enginn árásaraðili hefði vogað til atlögu við hann. Það er þetta, sem við verðum að átta okkur á, að varnarbanda- lag er tiltölulega lítils virði og nær ekki nema í mesta lagi hálf- um tilgangi, þó að það verði til þess að firra aðila sína ósigri í styrjöld. Aðaltilgangurinn og það, sem mestu máli skiptir er, að slík bandalög verði til þess að koma í veg fyrir styrjaldir. OGNIR NYRRAR HEIMSSTYRJALDAR Öll getum við gert okkur í hug- arlund og þó ekki svo sem vert væri, hversu heimurinn mundi nú vera miklu betur á veg kom- inn, ef styrjaldirnar 1914 og 1939 hefðu aldrei brotist út. En þó get- urh við sagt og sagt með sanni, að heimurinn og þjóðirnar lifðu þær hörmungar af. Nú er þvert á móti þannig ástatt, að færustu, hæfustu og kunnugustu menn telja, að mjög hæpið sé, að þjóð- irnar eða núverandi menning muni þola nýja heimsstyrjöld. Þess vegna er það enn mikils- verðara nú en nokkru sinni fyrr, að komið verði í veg fyrir heims- styrjöld, að varnir hins frjálsa heims verði svo öruggar, að eng- inn árásaraðili ætli sér þá dul að hefja atlögu gegn honum. Þessi hugsun hefir oft verið sett fram, og var af hinum hæf- ustu mönnum nú fyrir fáum dög- um orðið enn á ný í Hvítri bók, sem brezka varnarmálaráðuneyt- ið, undir forystu Sandy’s, tengda sonar Churchills, gaf út. Þar standa þessar setningar, sem segja má, að sé aðalkjarninn £ hernaðar- og varnarviðbún- aði hinna frjálsu þjóða nú á dög- um. í Hvítu bókinni segir: „Eins og nú stendur eru eng- in ráð til að tryggja næga vernd fyrir (Bretland) gegn árás með kjarnorkuvopnum. — — — — Það, sem mestu máli skiptir í öll- um hernaðaráætlunum, verður að vera að hindra ófrið frem- ur en að búa sig undir hann. — — — — Eina tryggingin, sem til er, — — — er mátturinn til að hóta endurgjaldi með kjarn orkuvopnum. Hinn frjálsi heimur er nú um vernd sína einkum háð- ur kjarnorkumöguleikum Banda- ríkjanna". ALLIR LEGGI SITT FRAM Þetta segir orðrétt í Hvítu bókinni brezku. Þetta eru um- mæli fremstu forystumanna í hernaðarmálum í því ríki, sem fram yfir heimsstyrjöldina 1939 —1945 var skoðað og talið öflug- asta veldi heimsins, þegar allt var skoðað ofan í kjölinn. Nú segja fulltrúar þessa ríkis óhikað, að hinn frjálsi heirnur sé um vernd sína einkum háður kjarnorkumöguleikum Banda- ríkjanna. Ef Bretland, hið forna heimsveldi og fremsti talsmaður lýðræðisþjóðanna, lætur uppi þessa skoðun og ætlar að byggja varnir fyrir tilveru sinni á þess- ari skoðun, þá er það sízt okkur lslendingum til blygðunar, sem veikastir erum af öllum veikum, að játa það, að við erum í þeim hópi, ekki síður en hið áður vold- uga Bretland, sem á frelsi og framtíð sína undir varnarmætti hinna öflugu Bandaríkja. En ísland á ekki aðeins sinn hlut undir vernd Bandaríkjanna, held ur verður það einnig, ef það vill lífi og frelsi halda, að leggja sitt fram ásamt hinum voldugu og stóru, til þess að halda heims- friðnum við. UMMÆLI FORSETA ISLANDS Það eru ekki aðeins við Sjálf- stæðismenn, sem þessari skoðun höldum fram, heldur verður að segja, eins og satt er, að í ræðu þeirri, sem utanríkisráðherrann, Bjarni Benediktsson. Guðmundur f. Guðmundsson, flutti 4. apríl sl., þá fylgdi hann þessari skoðun. Og forseti íslands lét ekki alls fyrir löngu svipað uppi í viðtali við dönsk blöð, sem hann átti á viðdvöl sinni í Kaup- mannahöfn á leiðinni suður til Ítalíu. Samkvæmt því, sem eftir honum er haft, sagði forsetinn þar: „Eins og veröldin er í dag get- ur enginn einangrað sig, og ekki heldur ísland. Það er misskilning ur, ef menn halda, að fslendingar hafa yfirvegað að ganga úr NATO. Við liggjum miðja vegu í Miðjarðarhafi lýðræðisins, í miðju Atlantshafi, á leiðinní milli tveggja heimsálfa, sem þurfa að vinna saman að málstað lýðræðisins. Þess vegna getum við fslendingar ekki staðið fyrir utan“. SVAR UTANRÍKISRÁBHERRA Þetta voru ummæli forseta ís- lands fyrir fáum dögum suður í Kaupmannahöfn, og efast ég ekki um, að meginhluti Íslend- inga taki undir þessi ummæli. Forsetinn vísaði ennfremur til utanríkisráðherrans, sem þarna var einnig staddur, og svaraði utanríkisráðherrann svo, þegar- hann var spurður: „Var um það rætt, að ísland segði sig úr NATO?“ „Nei“, svaraði utanríkisráð- herrann, „rætt var um endur- skoðun á varnarsamningnum við Bandaríkin. En heimsástandið, eins og það hefur lýst sér í þróun síðustu tíma, gerði að engu óskirn ar um slíka endurskoðun. Varnar samningurinn gildir áfram eins og áður“. Þetta er sá boðskapur, sem ut- anríkisráðherrann flutti suður í Kaupmannahöfn. STJÓRNARFLOKKUR KREFST ÚRSAGNAR ÚR NATO Við hann er að vísu það að athuga, að einn stjórnarflokkur- inn, flokkurinn, sem stjórnin á ekki sízt líf sitt undir, Kommún- istaflokkurinn — Alþýðubanda- lagið, eða hvaða dulargerfi hann nú hefir varpað á sig, hefir lýst yfir því, að hann stefni að því og telji sjálfsagt, að við göngum úr NATO, Atlantshafsbandalag- inu. Og það voru einmitt við- brögð þess flokks við atburðun- um í Ungverjalandi, að við ætt- um að ganga úr Atlantshafs- bandalaginu. Þess vegna er það ekki alveg nákvæmt, þegar sagt er, að ekki hafi verið talað um það, að íslendingar gengju úr Atlantshafsbandalaginu, þegar einn af þeim flokkum, sem styður hinn ágæta utanríkisráðherra, hefir einmitt gert kröfu um svo yrði gert. En auk þess ber að hafa í huga varðandi ummæli bæði herra forsetans og utanrík- isráðherra, að auðvitað er það ekki eitt nóg að vera í bandalagi, í Atlantshafsbandalaginu, ef menn vilja ekkert leggja af mörk um til þess að vinna það verk, sem nú er mikilvægast af öllum, það er að koma í veg fyrir styrj- öld. HINDRUN ÁRÁSAR Það er að vísu satt, að þegar við gerðumst aðili að Atlantshafs bandalaginu 1949, þá höfðum við þann fyrirvara á, að við vildum ekki hafa erlendar herstöðvar hér á friðartímum, heldur ætluð- um við okkur einungis að veita erlendum aðilum svipaða aðstöðu hér, ef til ófriðar kæmi, eins og gert var í síðustu styrjöld. En síðan eru viðhorfin gersamlega breytt. Nú er það komið í ljós, eins og í orðum „Hvítu bókarinn- ar“ brezku bezt lýsir sér, að styrjöld hlýtur að hafa í för með sér slíka gereyðileggingu, að það er tiltölulega lítils virði að vera að tala um, hvað eigi að gera, eftir að styrjöldin hefir brotizt út. Alla áherzlu verður að leggja á og það, sem á allt annað hlýtur að skyggja, er að leggja sitt fram til þess, meðan hið geigvænlega ástand ríkir, sem nú er fyrir höndum, að koma í veg fyrir að nokkur þori að leggja til nýrrar árásar. FYRIRVARALAUS ÓFRIÐUR Það er ekki einungis, að styrj- öldin sjálf sé orðin miklu hættu- legri og með hörmulegri afleið- ingum en nokkru sinni áður, heldur er nú, gagnstætt þvi sem áður var, nærri undirbúnings- laust hægt að hefja styrjöld. En þegar við vorum að semja um inn göngu í Atlantshafsbandalagið 1949, var því haldið fram og með rökum, að hægt væri að sjá með nokkurra vikna fyrirvara, hvort styrjöld væri í aðsigi eða ekki. Herflutningar og hin og þessi atvik til undirbúnings gæfu til kynna, að verið væri að efna til styrjaldar. Þetta var alveg rétt. Bæði 1914 og 1939 mátti næstu vikurnar á undan sjá, að þá var verið að efna til styrjaldar. Það gat fram hjá engum farið. En nú er orðin á þessu breyting. Eftir að hin nýju ógurlegu vopn komu til sögunnar, flugvélarnar, sem hægt er að senda frá flugvöllum innan úr miðjum löndum, eld- flaugar, sem hægt er að skjóta frá eldflaugastæðum, sem eru fyr ir hendi þegar í dag, þá er hægt að hefja styrjöld svo að segja gjörsamlega fyrirvaralaust. Þess vegna er sá fyrirvari, sem um var talað 1949 og við þá i góðri trú gerðum ráð fyrir, nú gjörsamlega úr sögunni. BREYTT VIÐHORF Hitt er allt annað mál, að við vonum öll, að sá tími komi, að ekki sé lengur slíkur voði fyrir dyrum, eins og auðsjáanlega er nú og verið hefir síðustu árin. Við vonum, að óveðursskýjunum létti af himni alþjóðastjórn- mála. En fram að þessu er því miður síður en svo, að létt hafi til, þó að vök hafi myndast, þá hefir það verið fyrirboði þess, að syrt hefir skjótlega að ennþá svartara en áður. Þess vegna tjáir ekki í þessum efnum að vitna til og halda sér að gömlum yfirlýs- ingum, sem vissulega voru gefnar Frh. á bls. 14. STAKSTEIIV/VR Vextirnir og kommarnir Þegar löggjöfin um hió' al- menna veölánakerfi var sett fyrir frumkvæði Sjálfstæðismanna ætluðu þingmenn kommúnista að ærast yfir því, hvað vextir væm háir af lánum þess. Fluttu þeir tillögur um að stórlækka vextina. Nú hefur bráðabirgðalagaráð- herra kommúnista flutt nýtt frv. um húsnæðismál. Leggur hann þá ekki til að vextir lækki af íbúðalánum? Það hlýtur hann að gera eftir öll gífuryrði kommún- ista um hina háu vexti, sem lög- fcstir hafa verið með íbúðalána- löggjöf Sjálfstæðismanna. Nei, ó-nei, bráðabirgðalagaráð- herrann leggur ekki til að vextir af íbúðalánum lækki. f hans eig- in frv. er þvert á móti lagt til að þeir verði nákvæmlega þeir sömu og þeir voru áður!! Þannig halda kommaskinnin áfram að éta ofan í sig fyrri stór- yrði. Hver tekur mark á slíkum körlum? Enginn, ekki einn eia- asti maður. Ferðir hermanna til Reykjavíkur Blað kommúnista kvartar nú mjög undan að „ferðum her- manna í bæinn hafi fjölgað und- anfarið". Kennir blaðið utanríki*. ráðherra um þetta. é En almenningur veit, að konim- únistaráðherrarnir bera ekki síS- ur ábyrgð á þessu. Það er á þeirra ábyrgð, sem varnarliðið er nú i landinu. Þess vegna þýðir ekkert fyrir „Þjóðviljann" að ver* að skamma utanríkisráð- herra fyrir það, að varnarliðs- mönnum bregði fyrir á götum Reykjavíkur. Sjálfur formaður „Alþýðubandalagsins", annar ráð herra kommúnista, lýsti því yfir á Alþingi í vetur, að nú væri ekki hentugur tími til þess að framkvæma hina dæmalausu samþykkt frá 28. marz árið 1956. Sannleikurinn er auðvitað sá, að þótt kommúnistar hafi með góðri samvizku svikið hvert lof- orð sitt á fætur öðru, þá setur þó öðru hverju að þeim nokkurn ó- hug vegna þess að þeir eru nú orðnir samábyrgir hinum stjórn- arflokkunum um áframhaldandi dvöl varnarliðsins í landinu. — Þess vegna láta þeir „Þjóðvilj- ann' skamma Guðmund I. öðru hverju fyrir hitt og þetta í sam- bandi við varnarliðið. En það vekur aðeins meiri athygli á þeirra eigin svikum og aumingja- skap. „Raunhæft mat“ Alþýðuflokksins Alþýðublaðið lýkur forystu- grein sinni í gær með þessum orffum: „íslendingar munu byggja af- stöðu sína til varnarmála fyrst og fremst á raunhæfu mati á heims- málunum hverju sinni-----“ Þetta er vel mælt og réttilcga. íslendingar vilja þetta. En byggðu Hræðslubandalags- menn afstöðu sína til varnarmála „fyrst og fremst á ranuhæfu mati á heimsmálunum“ vorið 1956 þegar þeir samþykktu tillöguna frægu með kommúnistum hinn 28. marz? Hvað sagði álitsgerð ráðs Atlantshafsbandalagsins um það? Var hún ekki gefin út áður en atburðirnir í Ungverjalandi og við Súez gerðust?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.