Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 12
12 MORGUlSBLATtia MiðvikudagUr 17. apríl 1957 imiritaMfr Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Amj Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritsíjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 1.50 eintakið. 4 Nauðung í stuð frelsis A VALDATÍMA fyrrver- andi ríkisstjórnar hafið tekizt að ná þolanlegu jafnvægi í þjóðar- búinu. Verðlag haggaðist lítið og almenningur sýndi traust sitt á fjárhagskerfinu með vaxandi sparnaði. Verkfallið mikla 1955 kom jafnvæginu að vísu úr skorð- um, en þó hélzt áfram bjartsýni og athafnaþrá. Sparifjársöfnunin varð um skeið fyrir hnekki en komst þó skjótlega í samt lag aftur, svo að hún hefur aldrei verið meiri en fyrrihluta árs 1956. Á þessu varð snögg breyting við tilkomu núverandi ríkis- stjórnar. Þá hvarf sparifjársöfn- un og innistæður í bönkum og sparisjóðum rýrnuðu í stað þess að vaxa áður. Þess vegna varð bönkum og sparisjóðum ómögu- legt að halda áfram lánveiting- um til ýmissa þarfra fram- kvæmda, svo sem húsbygginga. Svartsýni og athafnaleysi gerði skjótlega vart við sig eftir að vinstri stjórnin tók við. Ríkisstjórnin fullyrðir raunar að hún hafi gert ýmsar ráðstaf- anir til að auka trú manna á gildi peninga og þar með örva sparn- aðarviðleitnina. Því miður £á þær fullyrðingar ekki staðizt. — Þær eru þvert á móti svo ber- sýnilega rangar, að sífelld endur- tekning þeirra þvert ofan í allar staðreyndir eykur aðeins vantrú almennings á núverandi stjórn- arháttum. Tilgangslaust er að reyna að telja mönnum trú um að verðlag hafi stöðvazt, þegar hver einasti maður finnur af sínum daglegu útgjöldum að þau vaxa sí og æ vegna hækkandi vöruverðs. — Re/nt er að halda verðlagsvísi- tölunni niðri til þess þannig að skapa rangan mælikvarða um raunverulegt verðlag. Þetta hef- ur þó ekki tekizt betur en svo að í síðasta mánuði hækkaði verð- lagsvísitalan um 2 stig. Allir yita, að sú hækkun gefur engan veg- inn rétta mynd af ástandinu, eins og það er nú. Ekki hefur heldur tekizt að halda kauphækkunum í skefjum. Frá áramótum hefur hvert verk- fallið rekið annað og þau öll endað með kauphækkunum. Sex meiri háttar kauphækkanir hafa orðið á siðustu mánuðum. Hækk- unin til starfsmanna SÍS, hæktc- unin til blaðamanna, 15—18% hækkun til sjómanna, hækkun tM fiskimanna á Akranesi og í Grindavík, mjög aukin fríðindi til flugmanna, allt að 8% hækk- un til farmanna. Ofan á þetta bætist rösklega 7 aura viðbótar- greiðsla úr ríkissjóði i hvern mjólkurlítra. Að svo vöxnu máii í kaupgjalds* og verðlagsmálum landsins er fjarstæða að tekizt hafi að koma festingu eða' stöðvun á, því mið- ur. Þetta segir einnig til. sín á þann veg að enn hefur almenn- ingur ekki fengizt með frjálsu móti til að leggja fé sitt fyrir í bönkum og sparisjóðum á ný. — Þess vegna er nú gripið til þess ráðs að reyna að bæta úr fjár- skortinum með skyldusparnaði. Um þær tillögur sagði Gunnar Thoroddsen í ágætri ræðu á Al- þingi sl. föstudag: „Aðalnýmæli þessa frv. er Margir telja að almennur skyldu- sparnaður gæti verið til mikiis gagns fyrir allt okkar fjárhags- líf. í þessu frv. er farin sú leið að leggja skyldusparnað aðeins á nokkra árganga landsfólksins, þ. e. a. s. að skylda fólk á aldrinum 16—25 ára til þess að leggja til hliðar 6% af launum sínum. Hugmyndin um skyldusparnað í heild er mjög athyglisverð. — Hins vegar þarf þetta mál, sér- stakiega eins og það er sett fram í frv., nánari athugunarvið.Marg ar spurningar rísa: Er t.d. rétt- mætt að láta ákvæðið alls ekki ná upp fyrir 25 ára aldur, til dæmis til ógiftra manna, eldri en 25 ára? Undanþáguheimildir eru marg- ar. M.a. er svo ákveðið að menn sem stunda nám skuli undan- þegnir. Stundum getur þetta komið nokkuð einkennilega út. Unglingur hefur t.d. lokið skyldu námi. Hann á vel stæða foreidra og leggur í langt framhaldsnám, menntaskóla, háskóla o. s. frv. Hann er undanþeginn skyidu- sparnaði. Annar unglingur þarf að hjálpa fátækum foreldrum sínum til þess að f jölskyldan kom ist af, og getur ekki, þótt hann langi til, stundað nám. Hann verður að greiða þessi 6%. Ennfremur má nefna það, að unglingur, sem orðinn er 16 ára, hefur ekki efni á því að stunda framhaldsnám, en vill vinna fyr- ir sér í 2—3 ár til þess að safna námsfé og leggja síðan út á náms- brautina að nýjú, sem er töluvert algengt. Af þessum manni verða tekin 6%. Síðan er hin almenna undanþáguheimild. í 11. gr. er heimild fyrir sveitastjórnir tii að veita undanþágu frá sparnaðar- skyldu, þeim sem verða fyrir veikindum, slysum eða eiga af öðrum ástæðum erfitt með fram- færslu. Það er náttúrlega erfitt að sjá það fyrir, hversu íslenzkur æsku- lýður muni taka þessum lagaboð- um. Ef svo færi, að margir yrðu þeir, sem óskuðu undanþágu, þá ætla ég, að orðið gæti þröngt fyr-1 ir dyrum hjá ýmsum bæjastjórn- um og sveitastjórnum, og erfitt að skera úr hverju einstöku til- felli“ Tillöguna um skyldusparnað er sjálfsagt að athuga af gaumgæfni og velvild. En það sýnir fslend- ingum annarlegan hugsunarhátt, þegar Þjóðviljinn segir í gær: „Æskan sjálf fagnar einnig og ekki síður því trausti á skilningi hennar og manndómi, sem ráð- stafanir vinstri stjórnarinnar bera vott um-----“ Á þessa leið er ef til vill hægt að tala í „alþýðulýðveldunum" austan járntjalds. Þar eru fagn- aðarhátíðir haldnar þegar aukn- ar álögur eru lagðar á almenn- ing. Með frjálsum mönnum getur enginn fagnað yfir því, að ráðin séu tekin af honum sjálfum og hann neyddur til að gera það, sem hann vildi ekki gera af eigin hvötum. Á fslandi má hver spara eins og hann vill. Hann þarf ekki leyfi stjórnarvaldanna til þess. — Vissulega er það ekki fagnaðar- efni ef menn neyðast nú til að lögskylda almenning til að gera það, sem hann áður gerði af fús- um vilja: Að leggja fé til hliðar, skyldusparnaður. Skyldusparnað i svo að áframhaldandi uppbygg- Ur hefur oft verið á döfinni og | ing þjóðfélagsins geti átt sér mjög skiptar skoðanir um hann. stað. — hrörlega hafnarborgírr v/ð Akabaflóa, sem Israelsmenn tengja mestar vonir við ]\ ýju nafni hefur skotið upp í heimsfréttunum, Þaff er „Eiath“, hafnarborg ísarelsmanna viff Akabaflóa. f fréttasendingum útvarps- stöffva um allan heim og í fréttadálkum dagblaffanna beinist æ meiri athygli aff þessari borg, sem ísraelsmenn byggja nú hvað mest á. E lath er fyrir botni hins nafntogaða Akaba-flóa. — ísraelsmenn ráða þar yfir lítilli landspildu, syðsta hluta ísraels- ríkis. ísraelska strandlengjan við Akaba-flóa er ekki löng. Að vestan eru egypzku landamærin — og sandhólar Sinai-skagans bera við vesturhimininn. — Að austan liggur Jórdanía. Frá Elath sér vel yfir til Akaba, sem er jórdönsk hafnarborg við þennan samnefnda flóa, skammt undan Elath. Lengra' út með flóanum, yfir í Saudi-Arabíu, sjást lítil Arabaþorp á víð og dreif í fjalls- hlíðunum. E lath er þarna á milli tveggja elda, eins og sjá má — á milli fjandmanna ísraels, sem haldið hafa siglingaleiðinni inn flóann, til borgarinnar, lokaðri fyrir ísraelsmönnum allt frá því að þeir endurreistu ríki sitt. Borgin var að vísu utan vopna- hléslínunnar, þegar vopnahié var samið milli Araba og Gyðinga ár- ið 1948. En herskáar sveitir tóku sér stöðu að baki víglínunni — og síðar, er endanleg landamæri voru mörkuð, tókst þessum sveit- um að tengja Israel við Akaba- flóa. I tíð Salomons konungs var Elath mikilvæg hafnarborg. Þaðan sigldu skip hlaðin dýrmæt- um málmum til Austurlanda, en komu aftur með dýrgripi frá fjarlægum löndum austursins. I dag er Elath jafnmikil væg, jafnvel enn mikilvægari en á tímum Salomons konungs, enda þótt enginn Súez-skurður væri þá til. Akaba-flóinn er djúpur og fær stærstu skipum. Israelsmenn hafa löngum haft það í hyggju, að gera Elath að | umskipunarh. fyrir olíu. Stærstu olíuflutningaskip, sem ekki geta siglt um Súez-skurðinn á leið til Evrópu með olíu frá Austurlönd- um, geta landað olíu sinni í Elath. Þá er ætlun ísraelsmanna að dæla henni eftir leiðslum yfir til Haifa við Miðjarðarhaf og ferma stórskipin olíunni þar. Á þann hátt gæti Elath orðið mikilvæg — ekki einungis ísrael, heldur allri Evrópu. I dag er Elath hrörleg borg, ef borg skyldi kalla. Xbúarn ir hafa undanfarin ár mestmegnis lagt stund á námugröft og granít- nám. Höfnin hefur verið ónotuð, Arabar hafa lokað hafnarmynn. inu, Akaba-flóanum. Það er því ekki að ástæðulausu að ísraelsmenn hafa lagt mikla áherzlu á það, að Akaba-flóinn yrði þeim opinn til siglinga — Súez-skurðurinn hefur einnig verið þeim lokaður — og þeir hafa alla tíð átt erfitt með að- drætti frá austrinu. E r þeir fluttu ber sinn úr Egyptalandi eftir átökin í vet- ur settu þeir þau skilyrði, að ísraelskum skipum yrði tryggðar frjálsar siglingar um Akaba-flóa svo og Súez-skurðinn. Þegar hafa nokkur skip siglt inn Akaba-fló- ann — til Elath — og losað þar farm sinn. Meðal þessara skipa hefur verið olíuskip — og hefur olíunni verið dælt norður til Haifa. „Þetta er vísirinn", sögðu fsraelsmenn. „Við verðum að leggja stærri leiðslur til þess að anna flutningum". austurströnd Sinai- skagans hafa hermenn Samein- uðu þjóðanna tekið sér stöðu og tryggt, að Egyptar hindri ekki ferðir ísraelskra skipa um flóann. Hingað til hafa Arabar austan megin Akaba-flóa látið siglingar þessar óáreittar — og ísraels- bundu miklar vonir við, að svo myndi verða áfram. Nú hafa Arabíumenn rofið. þögnina. Þeir hafa lýst það áform sitt að skjóta niður hvert það skip, sem siglir inn flóann á leið til Elath. Ef þeir láta verða af hótun sinni, er draumur ísra- elsmanna um Elath að engu orð- inn. Þá verður hún hin sama hrörlega borg og áður og erfiðl. ísraelsmanna um aðdrætti að austan samir og fyrr. Enn hafa þeir ekki freistað þess að sigla skipum sínum um Súez-skurðinn, en vafalaust má telja að skurð- urinn verði þeim lokaður jafnt og Akaba-flóinn. Forseti íslands á Ítalíu Erlend blöff segja, aff forseti tslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson og frú, hafi komiff meff járnbraut arlest til Róm á miffvikud. var.‘ Á italíu muni þau m.a. gista Genua, Napoli og Florens. Hinn 16. þ.m. verða þau gestir Giov- anni Gronchi forseta í veiziu i Quirinal-höllinni. ' Israelsmenn binda veik- ar vonir við það, að Alþjóðadóm- stóllinn taki málið til meðferðar og úrskurði bæði Akaba-flóa og Súez-skurð alþjóðlegar siglinga- leiðir og frjálsar öllum skipum. Ef þeir tímar renna upp, að ísra- elsmenn fá að sigla óáreittir um Akaba-flóann, mun lífæð ísraels- ríkis liggja um Elath. Þá mun þessi gamla, hrörlega hafnarborg breyta um svip og verða miðstöð verzlunar í landinu. Lýst eftir sjónar- votti við Vetrar- garðinn RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur fengið til meðferðar mál manns nokkurs, sem sakaður er um að hafa valdið nokkrum skemmdum á bíl með því að ganga upp á vélarhúsi hans. Það var hinn 5. þ. m. á dansleik í Vetrargarðinum, að maður þessi var látinn út vegna ölvunar. Var hann leiddur út fyrir grindverkið, sem er umhverfis skemmtigarð- inn. Maðurinn vildi fá skýringu á því hvers vegna hann hefði ver- ið látinn út fyrir. Klifraði hann yfir girðinguna og er þá komið að því atriði málsins, sem um er deilt. Dyravörðurinn, sem lét mann- inn út, sagðist hafa séð er hann kom yfir girðinguna og þá hafa heyrt kallað upp utan af göt- unni, Nj arðargötunni, að maður- inn hefði gengið upp á vélarhús bíls, sem undir girðingunni stóð. Maðurinn hefur aftur á móti harð lega neitað því, að hann hafi far- ið þar yfir girðinguna, sem bill- inn stóð, heldur á öðrum stað. Nú vill rannsóknarlögreglan biðja manninn, sem úti á götunni stóð og kallaði yfir girðinguna að gefa sig fram hið fyrsta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.