Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐÍÐ Miðvikudagur 17. april 1957 99 SUugga-Sveinn “ eliur í hrfástr- ugum ijelíum Æustur-Persíu ÞAÐ var í lok síðasta mán- aðar, sem ílokkur persneskra lögreglumanna kom að flaki úr tveimur jeppabílum í Tangeorkeh-eyðimörkinni í austurhluta Persíu, skammt frá landamærum Pakistan. — Þarna höfðu vopnaviðskipti orðið og var aðkoman Ijót. Jepparnir tveir voru allir sund- urskotnir, rúðurnar brotnar og skotgöt höfðu hleypt lofti úr hjólbörðunum. Skammt frá und- ir klettabungum fundust lík fjögurra manna, — tveggja persneskra manna og tveggja hvítra manna, sem reyndust vera bandarískir þegnar — Brewster Wilson 35 ára að aldri og Kevin Carroll 37 ára. En þeir voru báð- ir starfsmenn bandarísku efna- hagsaðstoðarinnar, sem sam- kvæmt 4 P.-áætluninni er að hefja viðreisn ýmissa héraða Persíu. ★ BÓFINN DADSHAH — Lögreglu mennirnir voru ekki í neinum vafa um, hver hér hefði verið að verki. Það var hinn illræmdi sextugi bófi og útlagi Dadshah, sem leikið hefur lausum hala í hrjóstrugu hálendi Austur- Persíu síðan 1947. Þegar fregnirnar af þessum at- burði bárust út, fékk umheimur- inn að vita, að í þessum skörð- óttu fjöllum var ástandið líkast því sem tíðkaðist á Sikiley á uppgangsárum Mafíunnar. Afbrotasaga Dadshahs hófst 1947. Fram að þeim tíma hafði hann verið sæmilega heiðvirður persneskur bóndi. En þá kom hann að konu sinni í faðmi annars manns. í bræði sinni drap hann þau, þusti þvínæst rakleitt heim að húsi friðilsins og sendi þrjá af fjölskyldu hans sömu leið. Eftir það lagðist hann á f jöll út, safnaði í kringum sig hóp! annarra álíka dánumanna. Þeir hafa síðan stundað rán og þrælasölu. Hafa þeir einkum rænt konum og selt þær sem ambáttir út í arabísk skip. Lögreglan hefur oftsinnis elt bófaflokkana, en tapað þeim inn í hálendið sem er mjög illt yfirferðar. SKOTFÆRI ÞRAUT. — Þegar lögreglumennirnir komu á stað- inn gátu þeir ætlað, hvað hafði gerzt þar. Hálfum mánuði áður hafði skollið í bardaga í fjalla- skarði einu milli bófaflokks Dadshahs og lögreglunnar, sluppu bófarnir eins og endranær. Nú komu ameríkumennirnir akandi á jeppabílunum tveimur og hugð ust athuga landshætti fyrir áætl- anir sínar. Mun bófaforinginn hafa ætlað að það væru lög- reglusveitir, því að farartækin voru hin sömu og lögreglan not- ar. Munu bófarnir hafa byrjað skothríð á jeppana úr fjarlægð, en ferðamennirnir voru einnig vopnaðir og snerust til varnar. En skotfæri þeirra þraut og stiga- mennirnir umkringdu þá og unnu vægðarlaust á þeim. En nú kom annað upp úr kafinu. í jcppanum hafði ver- ið fimmti farþeginn. Það var kona, hin 35 ára frú Anita Carroll, eiginkona annars hinna föllnu hvítu manna. En af henni sást hvorki tangur n tetur þarna á bardagastaðn- um. Atburðurinn þótti tíðindum sæta og þá einkum í Bandaríkj- vmum og Persíu. Var það for- dæmt ákaflega að slíkt skyldi látið viðgangast á miðri tuttug- ustu öld, að bófaflokkar gætu gengið um rænandi og myrðandi. Bandaríska stjórnin sendi Pers- um harðorða orðsendingu, þar •eoa hún kvaðst fylgja atburð- um þessum með áhyggjum. Og þótt almenningur í Teheran hefði skellt skollaeyrum við fyrri fregnum um rán í hinum fjar- Stjórnarskipfi urðu vegna árásar hans á friðsamt ferðafólk læga austurhluta landsins, var nú sem nokkuð annað gilti, þar sem útlendir gestir höfðu orðið fyrir árásinni. En Persar eru allra manna gestrisnastir og geta ekki þolað að eitt hár sé skert á höfði gistivina sinna. ★ HVÍT KONA — Fyrst var að huga að því, hvað hefði orðið um Anitu Carroll. Ýmsar sögu- sagnir komust á kreik um þetta. Furðumargir kváðust hafa séð hvíta konu ríðandi á úlfalda í hópi stigamanna sem fóru fram- hjá. Mönnum kom því fyrst í hug, hvort stigamennirnir hefðu rænt konunni og hefðu í hyggju að selja hana mansali. Voru boð send til herskipa á Persa- flóa að vera á verði meðfram ströndinni og aðgæta vel sigling- ar arabískra báta þar. Sjálfur yfirmaður ríkislögreglu Persíu, Ali Goltira hershöfðingi, Nýi persaieski forsætisráðherr- ann dr. Egbæl. kom á vettvang og með honum hópur lögreglumanna. Var þús- und manna lögreglulið skipulagt í skyndi út frá borginni Irans- hahr og víðtæk leit og eltinga- leikur hafinn. Flugvélar sveim- uðu yfir hálendinu. Vörpuðu þær niður flugmiðum, þar sem Dads- hah bófa var heitið griðum, ef hann aðeins skilaði konunni heilli á húfi. ★ BRAGÐ BÓFANS — Það var ekki nema eðlilegt, að vonir manna glæddust, þegar héraðs- stjóranum í Iranshahr barst bréf, sem sagt var að kæmi frá sjálf- um bófaforingjanum. í því full- vissaði Dadshah héraðsstjórann um, að konan væri á lífi og örugg. Hún væri í haldi en myndi skilað, ef lögregluleitinni væri hætt tafarlaust. Persar ráðguðust nú um, hvað gera skyldi. Líklega væri það ætlun bófanna að halda konunni sem gísl og því óvarlegt að kreppa mjög að þeim. En það kom í ljós að orð- sendingin var bragð eitt, því daginn eftir fannst lík Anitu, í gljúfri einu um þrjá km frá bardagastaðnum. Hún hafði að líkindum verið flutt þangað, en síðan skotin vegna þess að hún veitti mótspyrnu. Eftir þetta hélt eltingaleiknum áfram með enn meiri krafti en áður. Bófaflokkurinn hafði nú tvístrazt. Þeir flýðu um fjöllin fótgangandi og lögreglumenn eltu þá einnig fótgangandi, því að landið er mjög erfitt yfirferð- ar. Á nokkrum stöðum hafði komið til vopnaviðskipta og sex bófar voru fallnir síðast þegar til fréttist, þeirra á meðal mágur Dadshahs að nafni Ghaderdad, en álitið er, að hann hafi vegið konuna. Fyrir fáeinum dögum voru 15 manns úr bófaflokknum hand- teknir, karlar og konur, er þau leituðu til byggða handan landa- Bandariska fólkið sem stigamannahópurinn felldi, í miðjunni er Anita Carroll og hægra megin mað- ar hennar. Vinstra megin er Brewster Wilsen. mæranna í Pakistan. Foringi þessa hóps var bróðir Dadshahs. Hann mun hljóta dóm í Pakistan, verður líklega hengdur. Bófaflokkurinn virðist vera orðínn tvístraður og mun Dads- hah þykja kreppt að sér, því að nýlega fannst látin við slóð hans uppáhaldskona hans. Hafði hún verið vanfær, en bófinn stytt henni aldur, þar sem hún tafði flóttann. STJÓRNIN FELLUR — Vegna þessara atburða ákvað forsætis- ráðherra Persíu, Hussein Ala, að segja af sér. Mun þar hafa bland- azt saman að stjórn hans var gagnrýnd fyrir að hafa ekki fyrr látið til skarar skríða við slíka stigamenn og svo hitt, að hann vildi með þessu gefa persnesku þjóðinni til kynna, hve alvarlegt þetta mál væri. Allir yrðu í fram- tíðinni að leggjast á eitt með að vinna bug á stigamennskunni. Nú hefur ný stjóru verið mynduð í Persíu. Hinn fráfar- andi forsætisráðherra situr enn áhrifamikill í henni, en forsætisráðherra hefur verið skipaður dr. Manouchehr Egh- bal, vinsæll maður og vel lát- inn. Hann er læknir að mennt, hefur verið rektor Teheran- háskóla, sérlega vinsæll meðal stúdenta, og þar áður var hann héraðsstjóri í Azerbajsan, nyrsta héraði Persíu, er Rúss- ar ágirntust um tíma og tókst honum með atorku að draga verulega úr áhrifum Rússa í því héraði. Hann er talinn framkvæmdasamur og mun nú líta á það sem fremsta hlut- verk sitt, að uppræta stiga- mennsku í hálendi Persíu. Þ. Th. Magnús Níelsson — minníng í DAG verður gamall vinur minn til moldar borinn, Magnús Níels- son, sem lengi var kenndur við Svefneyjar. Magnús var fæddur 30. septem- her 1887 í Eyjahreppi í Snæfells- nessýslu og hefði því orðið sjöt- ugur í haust, ef honum hefði orðið lengra lífs auðið. Foreldrar hans voru þau Níels Ólafsson og Marsi- bil Katrín Sigurðardóttir, og dvaldist hann með þeim til 8 ára aldurs en fór þá til Magnúsar Jóhannssonar og konu hans í Svefn eyjum og taldi hann sig lengi síð- an heimilisfastan þar. slirifar úr daglega lifinu FAÐIR skrifar: Láta mun nærri að 7—10 þús. Reykjavíkurbörn sæki bíóin á hverjum sunnudegi, þegar hafð- ar eru tvær barnasýningar, eða að flest þeirra fari í bíó annan hvern sunnudag og sum oftar. Langur tími ÞAÐ sem mér finnst aðallega athugavert við þessar bíó- ferðir, er hversu langan tíma þær taka hverju sinni. Til þess að ná í miða mæta börnin % til 1 klst. áöur en sala þeirra byrjar kl. 1, en sýningar byrja kl. 3 og 5. Síð- an byrjar löng bið þar til sýning hefst, og sum bíða við bíóið allt til kl. 5, nema þau sem eiga heima í nágrenni bíóanna Auk óþæg- indanna, sem börnin hafa af þessu, veldur þetta oft vandræð- um á heimilunum, því að þau börn sem lengst þurfa að fara, gefa sér varla tíma til að matast á venjulegum matmálstíma, áður en lagt er í hina löngu bíóferð, sem oft tekur 4 og jafnvel allt að 6 klst. Til að stytta þessar löngu bíó- ferðir dettur mér í hug hvort ekki væri heppilegra fyrir alla aðila að sala aðgöngumiða, að hverri barnasýningu, hæfist ekki fyrr en Vz klst. fyrir sýningu. — Slíkt væri áreiðanlega tö mikils hagrseðis fyrir börnin, heimilin og bíóin sjálf, því með því að dreifa aðgöngumiðasölunni á lengri tíma bættu bíóin þjónustu sína við gestina. Vonandi byrjar eitthvert bíó- anna á þessari nýbreytni til reynslu, kannske hún gefist vel. Eða hvað finnst bíóeigendum? í Þjóðleikhúss- kjallaranurn Á FIMMTUDAGSKVÖLDIÐ var brá ég mér í Þjóðleikhúsið. Leiksýningin var óvenjustutt þetta kvöld, henni lauk kl. 10.45. Ég ákvað þess vegna að fá mér kvöldkaffi í hinum vistlega veit- ingastað í kjallara hússins. Ég vil strax taka það fram, að þennan dag hafði ég hringt á umræddan veitingastað og spurzt fyrir um, hvort opið væri um kvöldið. — Svarið var já, það væri opið til kl. 11,30, en hljómlist yrði þar ekki. Fámennt var í salnum, þegar inn var komið, en þó setið a.m.k. við þrjú borð. Ég pantaði kaffi hjá þjóninum. Hann hvarf til eldhúss, en kom að vörmu spori aftur með þá tilkynningu, að kaffi væri ekki hægt að fá. „Nú — hvers vegna?“ spurði ég. „Húsið er lokað“, sagði hann. Það fer hins vegar ekki milli mála, að veitingasalirnir voru opnir á þessari umræddu stundu, þar sem: 1. Upplýst hafði verið í símtali fyrr um daginn, að salirnir væru opnir til kl. 11.30. 2. Tekið var á móti yfirhöfnum í fatageymslu gegn gjaldi. 3. Þjónninn kom að borðinu og spurði, hvers ég óskaði. 4. Vínbarinn opinn og þar allir drykkir til reiðu með allt upp í 50—60% áfengisinnihaldi. Það spurðist ég fyrir um. Yfirleitt góð þjónnsta EG pantaði ekki vín hjá þjónin- um á borðið, en mér er næst að halda, að ekki hefði staðið á því, ef ég hefði farið fram á það, því um annað hefur ekki verið að ræða, þegar þjónninn spurði, hvað um væri beðið. Ég vildi því segja, að veitingastaður þessi, hafi boðið gesti sínum lélega þjónustu, svo ekki sé meira sagt. Mér hefur ætíð fallið vel við Þjóðleikhússkjallarann sem veit- ingastað af því að rekstur Þor- valdar Guðmundssonar veitinga- manns hefur að mínum dómi ver- ið til fyrirmyndar. En sé þessi ráðstöfun, sem að ofan greinir, undan hans rifjum runnin er mér illa brugðið. Mér er nær að halda, að hann hafi ekki verið viðstaddur, og þannig vilji hann ekki, að komið sé fram við við- skiptavini Leikhússkjallarans. — 1 Háskólastúdent. Ungur að árum fór hann að stunda sjó, og þá auðvitað fyrst á opnum bátum undan Jökli og víðar. Um tvítugsaldur fór hann í Flensborgarskóiann og lauk prófi 1912. Síðan hóf hann verzl- unarnám í Verzlunarskólanum og í Kaupmannahöfn, en þótt hann stundaði verzlunarstörf um skeið, líkaði honum ekki sá starfi, svo að hann sneri sér aftur að sjó- mennskunni og hélt hann því á- fram meðan heilsan leyfði. Magn- ús var sjómaður og fiskimaður með afbrigðum svo að um það mátti segja, að „betri þóttu hand- tök hans, heldur en nokkurs ann- ars manns“. En fyrir það, hvað hann lagði oft hart að sér sakir kapps og dugnaðar fékk hann liðagigt og ýmsa fylgikvilla. Hjartað bilaði og um skeið leit helzt út fyrir, að hann mundi ekki kemba hær- urnar. Magnús náði sér furðan- lega aftur en varð nú að gefa sjómennskuna upp á bátinn. Hins vegar vann hann ýmiss konar létt- ari störf, og það mun hafa verið árið 1937, að fundum okkar Magn- úsar bar fyrst saman. Magmús hafði mikinn áhuga á gróðri og skógrækt og varð það til þess að hann leitaði á minn fund. Vildi þá svo vel til, að hann gat bráð- lega fengið ýmis störf við istt hæfi, og upi frá því snerust öll störf hans um gróðursetningu og hirðingu trjáplantna. Natni hans og trúmennska f hirðingu plantna var mikil. Magnús Níelsson var á ýmsan hátt sérkennilegur maður. Hann var tryggðatröll og vinur vina sinna. Hann var góðum gáfum gæddur, fróðleiksfús og ágætur spilamaður. Magnús var hár mað- ur og þrekinn, sterklegur og bar sig vel, fremur stórskorinn, en ekki ófríður. Magnús Níelsson kvæntist aldrei, og er á leið ævina varð hann ein- stæðingur, eins og gengur um slíka menn. En um mörg ár vann hann í trjáræktarstöð Hermanns Jónassonar ráðh. og fluttist hann í hús hans og frú Vigdísar. Þar átti hann góða ævi, og f veikind- um hin síðustu tvö ár naut hann góðrar aðhlynningar þeirra hjóna, Magnús andaðist úr hjartabil- un hinn 10. þessa mánaðar. Hákon Bjarnason,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.