Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. aprfl 1957 MORCVHBLAÐIÐ Samsöngur Karla- kórs Akureyrar AKUREYRI, 15. apríl. — Karla kór Akureyrar hélt fyrsta sam- söng ársins í Nýja Bíói, í fyrra. dag, undir stjóm Áskels Jónsson- ar. Við hljóðfærið var frú Þyri Eydal. Á söngskrá voru 13 lög eft ir innlenda og erlenda höfunda. Einsöngvarar með kórnum voru Jóhanna og Jósteinn Konráðs- synir og Tryggvi Georgsson. Áheyrendur troðfylltu húsið og tóku söngnum með miklum fögn- uði. Varð kórinn að syngja auka- lag og endurtaka mörg lög. Að loknum söngnum bárust blóm- vendir. — Job. Hœttulegt leynivopn KAIRO, 15. apríl. — Egypzk blöð hafa skýrt frá nýju leynivopni Israelsmanna. Það eru kvenna- hersveitir ísraels, sem nú reyna markvisst að vinna herlið S. Þ. á sitt band. Hefur egypzka stjórn- in afhent Burns hershöfðingja S. Þ. mótmæli vegna þess að her- menn úr gæzluliði S.Þ. iðki það að fara frá Gaza-svæðinu yfir landamærin til fsraels, til þess að njóta blíðu hjá hinum ísra- elsku valkyrjum. Þetta er hættulegt, segir Egyptastjórn, því að valkyrjurn- ar veiða hernaðarleyndarmál upp úr hermönnunum. Krefjast Eg- yptar að loku verði fyrir það skotið að hermenn S.Þ. geti far- ið í frítímum sínum yfir til Gyð- ingalands. — Reuter. Kólnor í veðri næstu dægur BLAÐIÐ sneri sér í gærkvöldi til Veðurstofunnar til þess að leita fregna um veðurútlit næstu daga. Taldi veðurfræðingur útlit íyrir SV- og V-átt næstu daga og kald- ara í veðri en verið hefur að undanförnu. Vonar að starf hans hafi aukið skilning vinaþjóða Carl Peterson yfirm. USIS hverfur af landi RÚM tvö ár undanfarið hefur mr. Carl Peterson veitt forstöðu USIS, upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna hér á landi. En hann er nú á förum af landinu, þar eð honum hefur verið feng- inn starfi annars staðar. Peterson, þessi hægláti og ætíð svo vin- samlegi maður, hefur eignazt fjölda vina, þennan stutta tíma, er hann hefur dvalizt hér, ekki sízt meðal blaðamannanna, sem oft hafa þurft til hans að leita um ýmiss konar upplýsingar. — Er það mál þeirra allra að hann hafi unnið starf sitt, það er að þeim hefur snúið, með alúð og prýði. lýsingar, sem skrifstofan veitir um Bandaríkin er ólituð af póh- tískum áróðri. Bækurnar í bóka- safninu eru þær almennu bækui, sem eru á markaðnum heima »g sama er að segja um fréttirnar og kvikmyndirnar. Það er ekki okkar hlutverk að reyna að hafa nein áhrif á aðrar þjóðir með lituðum áróðri, heldur aðeins að sýna staðreyndirnar, sýna þjóðlíf Bandaríkjanna eins og það er, jafnt hinar ljósu og dökku hliðar. Við erum lýðræðisþjóð og vilj- um ekki þröngva neinum skoðun um inn á aðrar frjálsar þjóðir. Carl Peterson Peterson mun fljúga utan í dag, en fréttamaður frá Mbl. hitti hann sem snöggvast að máli í gærdag. — Er ég kom til íslands fyrir hálfu þriðja ári, hafði ég frekar litla þekkingu á landinu. Ég hafði í nokkur ár starfað hjá upplýsingaþjónustunni í Vínar- borg, sem var þá hersetin borg. Ný bók fyrir bridgeiðkendur sem Zóphónías Pétursson tók saman. 1 DAG kemur í bókabúðir Bridge- bókin, en eins og náfnið bendir til er hér um að ræða bók fyrir bridge spilara, konur jafn sem karla, byrjendur sem kunnáttu- menn, sagði hinn kunni bridge- maSur Zóphónías Pétursson, sem tekið hefur bókina saman, er hann átti stutt samtal við tíðindamann Mbl. í gær um þessa bók. Zóphóní- as Pétursson hefur í áratugi ver- ið meðal fremstu bridgespilara hér í bænum og undanfarna vetur hef- ur hann annast bridgeþátt í út- vaipinu. Þessir þættir mínir í útvarpinu eru upphaf þess að ég réðist í að semja slíka bridgebólt, en hún er mjög alhliða, sagði Zóphóníasr og þó mér sé málið nátengt þá hef ég svona við kunningja mína, sem mikið spila bridge, talað um að þetta yrði nokkurs konar „alfræði bók bridgemanna". — Það er mik- ið verk að taka svona bók saman, eins og þeir hljóta að gera sér Ijóst sem þekkja til gangsins í bridge. Bókin er við það miðuð að hún geti eins hjálpað þeim sem er vanur bridgespilari og hinum sem ekki þekkir spilið en ákveður að hann skuli nú taka sig fram um að læra það. Bókinni er skipt í þrjá aðal- kafla: Sókn og vörn, heitir sá fyrsii, þá kemur Sagnavísi og að lokum Sag ikerfi. 1 fyrsta kaflanum er fullkom- lega lýst þessum megin þætti bridge-spilsins. í öðrum kaflan- Ný loftskeylastöð fyrir flugið verður reist skammt frá Gander Hún á að stórbæfa loffskeytasambandið við fiugvélar GÓÐUR árangur hefir nú náðst i máli, sem ICAO — Alþjóða- flugmálastofnun Sameinuðu þjóðanna — hefir borið mjög fyr- ir brjósti, en það er betra loftskeytasamband en verið hefir við flugvélar, sem fljúga á leiðum yfir Norður-Atlantshafið. Kanadastjórn hefir samþykkt, að láta byggja loftskeyta- stöð skammt frá Gander á Nýfundnalandi, sem ICAO taldi alveg nauðsynlega fyrir Norður-Atlantshafsflugið. Stöðin mun kosta um 650 þús. dollara. Auk þessa hefir Kanada- stjórn skuldbundið sig til að hafa nána samvinnu við þær þjóðir, er hafa flugvélar I förum yfir Atlantshafið. BETRA SAMBAND ICAO beindi þeirri áskorun til Kanadastjórnar fyrir nokkru, að hún hjálpaði til við að koma á öruggara og betra loftskeyta- sambandi á Norður-Atlantshafs- svæðinu og þá fyrst og fremst, að komið væri upp loftskeyta- stöðvum af nýrri gerð, en notuð hefir verið til þessa, svo ekki yrði í framtíðinni hætta á, að samband rofnaði allt í einu milli landstöðvar og fiugvélar, en það kemur því miður stundum fyrir eins og málum er háttað nú. FULLKOMIN STÖÐ Hin nýja loftskeytastöð verður því af allra nýjustu og fullkomn- ustu gerð. Hún mun senda á mjög hárri tíðni til þess að merkin frá stöðinni geti farið um svonefnt „ion“ loftlag, sem er um það bil 85 km. frá jörðinni. Með þessu móti á stöðin einnig að vera mjög langdræg. STÖÐIN ÞAGNAÐI ICAO hefir lagt mikla áherzlu á að gera þessar endurbætur sem allra fyrst einkum vegna þeirra ókosta, að hætta er á, að núver- andi stöðvar verði óvirkar, eða heyrist ekki, þegar mest á riður. Sérfræðingar ICAO skýra frá því, að helmingur allra flugvéla, sem flugu yfir Norður-Atlants- hafið í fyrrasumar hafi orðið fyr- ir þeim óþægindum, að stöðin, sem þær voru í sambandi við, þagnaði allt í einu. Auk' hættunnar, sem af þessu kynni að stafa, er það þreytandi fyrir starfsfólk flugþjónustunnar að verða stöðugt að vera á hættu- verði sökum þess að loftskeyta- sambandið rofnar við farþega- flugvél, sem svo skömmu síðar tilkynnir „allt í lagi“. Sóphónías Pétursson. um er meðal annar: Allt um for- handardobl, sektardobl og redobl. — Spurnarsagnir Culbertsons fuil komlega útskírðar. — Varnar- sagnir gegn hindrunaropnunum. — Óvenjulegar grandsagnir. — Beinar slemmusagnir. — Keðju- sagnir. — Herberts-reglan full- komlega útskírð. — Gamii og nýi „Blackwood“ o. fl. o. fl. I þriðja kaflanum „Sagnkerfi" eru útskírð fulkomlega tvö fræg- ustu sagnkerfi sem nú eru kunn í heiminum: Enska „Acol“-kerfið og Ameríska ,,Stayman“-kerfið, og auk þess er þar samanþjöppun úr ameríska „Goren“-kerfinu og franska „Canapé‘-kerfinu. Nokkrir vinir og velunnarar Zóphóníasar hafa stuðlað að því að hjálpa honum að koma bók þessari ó framfæri, og margir kunnir bridgemenn hafa hjálpað til að gera bókina sem bezta. Óhætt mun að treysta því að bók- in verður vel úr garði gerð, og tvímælalaust bezta og fullkomn- asta bridgebók, sem komið hefur út hér á landi. Bókin er 350 bls. Skellinöðru stolið mánudag SIÐASTLIÐINN 12, R-472. Þeir, sem gætu gefið upplýsingar í þessu sambandi eru beðnir um að hafa samband við rannsóknarlögregluna. Tegundin er NSU. Ég ímyndaði mér að ísland væri sakir hnattstöðu sinnar, kalt land og mér var sagt, að fólkið væri einnig fremur kalt og fráhrind- andi. En ég hef komizt að því að landið er hlýrra en mörg lönd er sunnar liggja og fólkið hefur þegar maður kynnist því, hlýtt hjartalag, þótt það beri það ekki utan á sér. ----o----- — Hvernig hefur yður líkað starfið á íslandi? — Verkefni okkar í upplýsinga þjónustunni er að reyna að auka vináttu og skilning milli þjóða okkar. Starfsskilyrði skrifstof- unnar bötnuðu verulega, þennan tíma, sem ég starfaði hér, er við fluttum í húsakynnin að Lauga- vegi 13. Upplýsingastarfið er fólgið m. a. í því, að við höfum opið all- stórt bókasafn, með helztu skáld- verkum, listabókum, vísindarit- um og svo bókum til kynningar á þjóðlífi í Bandaríkjunum ásamt tímaritum og blöðum. Þá erum við ætíð reiðubúnir að senda ís- lenzkum blöðum margháttaðar upplýsingar um bandarísk mál- efni. Næst er að telja kvikmynda safnið, en þaðan hafa ýmis fé- lagasamtök fengið lánaðar margs kyns fræðslumyndir. ----o----- Ég vil taka það fram, segir Peterson að öll fræðsla og upp- — Eruð þér ánægðir með starf- ið hér á landi? — Mér hefur líkað ágætlega dvöl mín hér á landi. Eg þykist finna að skilningur milli þjóða okkar hefur aukizt. Enginn efi er á því að þekking Bandaríkja- manna á íslenzkum málefnum hefur stórlega aukizt. Og ég held líka að skilningur íslend- inga á bandarískum högum hafi aukizt nokkuð. Eg þykist méga vona að sú þróun haldi áfram. T. d. ætti Fulbright-samningur- inn, sem nýlega var undirritaður að geta stuðlað að þvi. Ég held að skilningur íslend- inga fari vaxandi á því að ýms- ar hættur steðja að í þessum heimi og að frjálsar þjóðir þurfa að standa saman til að geta sigr- azt á þeim. Við í Bandaríkjunum skildum þetta ekki heldur fyrir nokrum árum, héldum að við gætum verið hlutlausir í heims- átökum, og kannske er það vegna hinnar gömlu hlutleysisstefnu okkar, sem tvær heimsstyrjaldir brutust út. Að lokum vildi ég svo biðja Mbl. að færa hinum mörgu kunn- ingjum hér á landi beztu kveðj- ur og þakklæti fyrir ánægjulega viðkynningu. Breiðtjald í Hafnar- fjarðarbíói HAFNARFIRÐI — Unnið hefir verið að þvi undanfarið að koma fyrir svokölluðu breiðtjaldi, CinemaScope, í Hafnarfjarðar- bíói og aðrar nauðsynlegar breyt ingar gerðar á vélum bíósins. Var í fyrsta skipti sýnt á tjald- inu sl. laugardag og þá myndin Sæfarinn, sem er Oscar verðlaunamynd og gerð er eftir Fleslir leiluðu uppl. um flugmál AKUREYRI, 15. apríl. — Æsku- lýðsheimili Templara gekkst fyr- ir starfsfræðsludegi í barnaskól- anum í gær kl. 2—4. Ólafur Gunn arsson sálfræðingur skipulagði störf dagsins með aðstoð stjórnar I hinni frægu sögu Jules Verne. Æskulýðsheimilisins. | Til þess að koma fyrir hinu stóra Veittar voru upplýsingar í 62 > sýningartjaldi þurfti að gera starfsgreinu er 42 menn gáfu. Alls komu 184 gestir. Flestir leit uðu upplýsir.ga í eftirtöldum greinum: Flugmál 60; læknis- fræði 35; símamál 30; háskóla- nám í heimspekideild 30; sjávar- útvegsmál 28; iðnskólanám og iðnnám 26; vélaverkfræði 25; loftskeytafræði 22; hagfræði og viðskiptafræði 21; byggingaverk fræði 20. í öðrum starfsgreinum var minna um fyrirspurnir. — — Job. að ýmsar breytingar, en það er mjög stórt. Einnig hefir verið sett upp nýtt glæsilegt tjald, sem dregið er fyrir breiðtjaldið fyrir og eftir sýningu. Eru allar þess- ar breytingar hinar ágætustu og setja fallegan svip á bíóið. Á annan í páskum verður byrj- að að sýna ítalska mynd í bíóimi og verður það jafnframt Norður- urlanda-frumsýning á henni. — Aðalhlutverkið er leikið af hinni frægu Ginu Lollobrigida. —G.E. Halldór Pétursson hefur nýlega teiknað nokkrar myndir af persón- skellinöðru stolið frá BarúnJZ UnUm ! hÍnUm SkemmtUe&a ffamanleik „Don Camillo og Peppone“, sem syndur er í Þjóðleikhúsinu í kvöld í 22. sinn. Meðal þeirra er þessi, sem hér birtist, og er hún af Róbert Arnfinnssyni og Val Gíslasyni í aðalhlutverkunum. Hlé verður á sýningum leikhússins hátíðardagana en á annan páskadag verður „Doktor Knock“ sýnd- ur í 5. sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.