Morgunblaðið - 17.04.1957, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.04.1957, Qupperneq 20
20 MORGUNBT/AÐ1Ð Miðvikudagur 17. april 1957 SA i i ustan Edens eftir John Steinbeck I I 16 i D- -□ as-dalnum, ekki fátækari en margar aðrar og ekki ríkari en. margar aðrar. Þetta var hraust og heilhuga fjölskylda, enda þótt sumir meðlimir hennar væru íhaldssamir og aðrir róttækari, sumir draumamenn og aðrir raun sæir. Og Samúel var hæstánægður með ávöxt lendna sinna. 6. KAFLI. 1. Eftir að Adam var farinn í her inn og Cyrus hafði flutzt til Was- hington, bjó Charles aleinn á jörð xnni. Hann talaði drýgindalega um að fá sér konu, en hann fór ekki að eins og flestir aðrir menn, með því að kynnast ungum stúlkum, bjóða þeim á dansleiki, sannreyna dygðir þeirra og eiginleika, til Þýðing: Sverrir HaralHsson □-----------------□ þess að ná svo að lokum öruggri hjúskaparhöfn. Sannleikurinn var nefnilega sá, að hann þjáðist af óstjórnlegri hræðslu við konur og eins og flestir óframfærnir og kjarklitlir karlmenn, fullnægði hann sínum eðlilegu þörfum hjá nafnlausum vændiskonum. Feim- inn maður finnur til mikils örygg is hjá skækjunni. Þegar hún hefur fengið borgun — og það fyrir- fram — er hún orðin að verzl- unarvöru og hinn óframfærni maður getur gamnað sér við hana, farið að eigin vild og jafn- vel gefið dýrseðli sínu lausan tauminn. Þar að auki er engin hætta á því, að hann fái neitun, en hræðslan við það nægir til að skjóta mörgum huglitlum manni skelk í bringu. Fyrirkomulagið var einfalt og með hæfilegri leynd. Eigandi veit ingahússins hafði þrjú gestaher- bergi, uppi á loftinu og þau leigði hann svo stúlkum, fjórtán daga í einu, en aldrei degi lengur. Að hálfum mánuði liðnum flutti svo nýr hópur stúlkna í herbergin. Veitingamaðurinn, hr. Hallam, átti enga hlutdeild í þessari til- högun. Hann gat næstum með sanni sagt, að sér væri alls ókunn ugt um, hvað þarna færi fram. Hann tók aðeins fimm sinnum hærri leigu fyrir þessi þrjú her- bergi, en öll önnur. Sá maður, sem réði stúlkurnar, flutti þær á milli staða, græddi á þeim, refs- aði þeim og rændi, var hr. Ed- wards frá Boston. Stúlkurnar hans voru sendar í smáhópum til sveitaþorpanna og þær dvöldu aldrei lengur en tvær vikur í einu á sama staðnum. Þetta var alveg sérlega hagsýnt fyrirkomulag. Stúlkurnar dvöldu aldrei svo lengi á einum stað, að þær vektu hneykslanir meðal borg aranna eða athygli yfirvaldanna. Þær héldu að mestu leyti kyrru fyrir á herbergjunum og létu aldrei sjá sig á almannafæri. Að viðlagðri líkamsrefsingu var þeim stranglega bannað að drekka sig fullar, valda háreysti eða verða ástfangnar í einhverjum karl- manni. Þeim var færður allur mat ur upp í herbergin og viðskipta- vinirnir voru vandlega athugaðir. Enginn drukkinn maður fékk að heimsækja þær. Tvisvar á ári fengu stúlkurnar mánaðarleyfi og máttu þá alveg fara sínu fram, eftirlitslaust. En ef einhver þeirra óhlýðnaðist fyrirmælunum, meðan hún var að störfum, þá framkvæmdi hr. Edwards refsiað- gerðirnar með eigin hendi, af- klæddi hina seku, keflaði hana og lét svo vandarhöggin dynja á nöktum líkamanum, unz fórnar- dýrið var nær dauða en iífi. Kæmi það fyrir að sama stúlkan endur- tæki brot sitt, var hún hneppt í fangelsi, ákærð fyrir flakk og op- inberan saurlifnað. Þessi hálfsmánaðarlegu vista- skipti höfðu einnig annan kost. Margar stúlkurnar voru veikar óg voru venjulega farnar leiðar sinnar, þegar smitunin kom í ljós hjá viðskiptavinunum. Þá gátu þeir ekki látið reiði sína bitna á neinum, því að hr. Hallam var al- gerlega ókunnur þessum málum og hr. Edwards kom aldrei sjálf- ur opinberlega fram £ starfi sínu. Stúlkurnar voru yfirleitt allar mjög keimiíkar, stórar, holdugar, latar og heimskar. Maður tók naumast eftir því, að skipti hefðu farið fram. Charles Trask var vanur því að skrepþa a. m. k. hálfsmánaðarlega til veitingahússins, laumast upp á loftið, ljúka erindum sínum þar í mesta flýti og bregða sér svo nið ur í veitingastofuna, til þess að fá sér eitt glas eða tvö af viskí, áður en hann héldi heim aftur. hvern ömurlegan hrörnunarsvip aldrei verið neitt sérlega bjart eða þriflegt, en nú, þegar Charles bjó einn í því, fékk það á sig ein- hvern ömurlegan hrörunarsvip. Ljósu, hekluðu gluggatjöldin urðu öskugrá og enda þótt gólfin væru sópuð, urðu þau rök og ötuð óhreinindum. í eldhúsinu var allt makað í floti og viðarsóti — vegg ir, loft og gluggar. Báðar konur Cyrus Trask höfðu haldið húsinu nokkurn veginn hreinu með sífelldum þvottum og tveimur allsherar hreingern- ingum á hveru ári. Charles lét hins vegar nægja að sópa, svona öðru hverju. Hann hætti alveg að nota rekkjuvoðir í rúmið, en svaf bara á ullarbrekáni. Til hvers var það líka, að halda húsinu hreinu, þegar enginn kom þangað hvort sem var? Það var aðeins þegar hann hugðist heimsækja veitinga húsið, að hann þvoði sér og fór í hreinar flíkur. Vegna einhvers eirðarleysis, sem þjáði Charles, reis hann jafn- an úr rekkju strax í dögun og hann vann og stritaði hvíldarlaust myrkranna á milli, sökum þess að hann var einmana. Þegar hann kom svo heim frá vinnu sinni, hámaði hann sig eitthvert hrat, sem hendi var næst og flýtti sér í rúmið, stirður og örþreyttur. Hörundsdökkt andlit hans varð fjörvana og sviplaust, eins og andlit þess manns sem er lengst- um einn. Hann saknaði bróður síns meira en föður og móður. Tíminn fyrir burtför Adams birt- ist nú honum sem hamingjutími, enda þótt svo hefði raunverulega ekki verið og hann átti þá ósk heitasta, að þessar liðnu stundir mættu renna upp að nýju. Á þessum árum var Charles aldrei veikur, nema hvað á hann sóttu þrálátar meltingartruflanir, eins og flesta þá karlmenn, sem búa sjálfir til mat sinn og borða einir. Við þessum magakvilla tók hann inn mjög sterkt hægðalyf, svokallaðan: „Föður Georges Lífselixir“. Þegar nokkuð var liðið á þriðja einveruár hans, varð hann fyrir slysi. Hann var að rífa upp steina íbúð! Vil kaupa 3—4 herbergja íbúð, fullgerða eða tilbúna undir tréverk og málningu. Útborgun um 150 þúsund og afgangurinn á 5—10 árum. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 25. apríl merkt: „íbúð —5454“. 5— --- MARKÚS Eftir Ed Dodd 1) — minn. Aumingja hundurinn 2) — Þú ert særður. Komdu til mín vinurinn. 3) — Mikið ertu fallegur. Og ég heyri af ýlfrinu í þér, að þú ert særður og einmana. Eg skal vera vinur þinn. sem hann flutti svo á sleða að steingarði, er hann var að hlaða. Það var sérstaklega einn hnull- ungur, sem erfitt var að fást við. Charles reyndi að stjaka honum upp úr holunni með löngum járn- karli, en steinninn rambaði til og valt niður aftur, hvað eftir ann- að. Þegar svo hafði gengið um hríð, missti Charles skyndilega alla stjórn á skapi sínu. Gamla stirðnaða glottið birtist á andliti hans og hann réðist að steininum í orðvana æði, eins og hann væri lifandi maður, en ekki dauður hlutur. Hann rak járnkarlinn djúpt inn undir hann og neytti allrar ox'ku. En snögglega skrapp járnkarlinn til og efri endi hans slóst með heljarafli í ennið á Char les. Nokkra stund lá hann þarna £ roti, en svo brölti hann á fætur og staulaðist hálfblindaður heim- leiðis. Hann hafði fengið langan skurð á ennið, allt frá hái'srót- um og niður á milli augnanna. 1 tvær vikur gekk hann með reifað höfuðið og undir umbúðunum hljóp fgerð f sárið, en það gerði hann ekkert áhyggjufullan, þvi að £ þá daga var gröftur talinn góðs viti — öruggt merki þess, að sárið hefðist vel við og væri tekið að gróa. Þegar skurðurinn var loks gró- inn, lét hann eftir sig langt og bogið ör, sem var ólíkt flestum öðrum örum, ekki Ijósara en hör- undið í kring, heldur dökkbrúnt. Kannske hefur eitthvað af ryðinu á járnkarlinum komizt inn undir skinnfð og komið út sem einhvers konar hörundsflúrun (tattoo). — Sárið hafði aldrei skapraunað Charles neitt, en örið átti hann verra með að þola. Það var líkast þvi sem hann hefði verið brenni- merktur á ennið og hann skoðaði það oft i litla speglinum við ofn- inn. Hann greiddi hárið niður á ennið, til að hylja það sem bezt. Hann skammaðist sin fyrir örið, hataði það. Hann ókyrrðist þegar einhver horfði á það og varð ofsa reiður, þegar einhver spurði um orsök þess. 1 bréfi til bróður sins vék hann nokkrum orðum að því og þeirri skapraun er það olli hon- um: SHUtvarpiö Miðvikudagur 17. apríl: Fastir liðir eins og' venjulega. 12,5—SOttttO 12,50—14,00 Við vinnuna. Tónleik ar af plötum. 18,00 Ingibjörg Þor bergs leikur á grammófón fyi'ir unga hlustendur. 18,30 Bridgeþátt ur (Eiríkur Baldvinsson). 18,45 Óperulög (plötur). 20,30 Daglegt mál (Arnór Sigurjónsson rit- stjóri). 20,35 Erindi: Carlo Gol- doni, frægasti leikritahöfundur ítala, eftir Eggert Stefánsson söngvara (Andrés Björnsson flyt- ur). 21,00 „Brúðkaupsveizlan“. —• Sveinn Ásgeirsson hagfræðingur sér um þáttinn og lýsir verðlaun- unum. 22,10 Passíusálmur (49). 22.25 Upplestur: Helgi Kristins- son les frumort kvæði. 22,30 Tón- leikar (plötur). 23,10 Dagskrár- lok. — Fimmludagur 18. aprfl: (Skírdagur). Fastir liðir eins og venjulega. 9,30 Fréttir og morguntónleikar. 11,00 Messa í Hallgrímskirkju (Prestur: Séra Jakob Jónsson. Organleikari: Páll Halldórsson). 12,50 „Á frívaktinni“ (Guðrún Erlendsdóttir). 15,00 Miðdegistón- leikar (plötur). 18,30 Tónleikar (plötur). 20,15 Einsöngur og upplestur: Nanna Egilsdóttir syng ur lagaflokkinn „Frauenliebe und Leben“ eftir Schumann; Fritz Weisshappel leikur undir á pía- nó. Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona les ljóðin eftir Chamisso í þýðingu Matthíasar Jochums- sonar. 20,55 Erindi: Konsóþjóð- flokkurinn (Bjarni Eyjólfsson ritstjóri). 21,20 Um kaþólskan tíðasöng; erindi og tónlist (Har- aldur Hannesson hagfræðingur og dr. Victor Urbancic). — 22,20 Sinfónískir tónleikar (plötur). — 23.25 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.