Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 16
16 MORCVISBL 4 ÐIÐ Miðvikudagur 17. aprfl 1957 Fiskirannsóknir við ísafjarðardjúp árið 1908 Rœkjuveiöar og fleira Eftir Bjarna Sigur&sson, Vigur SUMARIÐ 1908 vann dr. Bjarni Sæmundsson að fiskirannsóknum hér við ísafjarðardjúp á eftir- töldum fjörðum: Hestfirði, Skötu firði, Mjóafirði, Reykjarfirði og ísafirði og nokkrum öðrum stöð- um hér í Djúpinu. Skýrslur um þessar rannsóknir er að finna í tímaritinu Andvara og eru þær mjög fróðlegar til yfirlestrar. I sambandi við þau blaðaskrif, sem undanfarið hafa birzt, um dragnótaveiðar og rækjuveiðar hér við Djúp, þykir mé; rétt að ■benda forsvarsmönnum rækju- veiðanna á að kynnast þessum skýrslum fiskifræðingsins, sem ótvirætt benda til þess að rækju- veiðar og veiðar með dragnót valdi stórkostlegu tjóni á öllu uppvaxandi fiskungviði. Til þessara rannsókna leigði Bjarni einn áf stærri nótabátun- um, sem þá var til hér við Djúp, mb. Harald, eign Einars Þor- steinssonar, bónda á Eyri í Skötu- iirði, er fylgdi bátnum sem for- maður og til liðs, enda „einn hinn ötulasti formaður og aflamaður við Djúpið“ (eins og Bjarni orð- ar það) og manna kunnugastur hér á fjörðunum. Tiltölulega fáir hér munu eiga eða hafa við hendina timaritið Andvara. Því tel ég rétt að taka hér orðrétt upp í þessa grein mína nokkur ummæli Bjarna Sæm. í skýrslum þessum. Allar undirstrikanir (leturbr.) gerðar af mér. HVAÐA VEIÐARFÆRI NOTUÐ VIÐ RANNSÓKNIRNAR? Um það segir fiskifræðingur- inn: „Veiðarfærin sem ég brúkaði voru: 1. Lítil, þéttriðin botnvarpa (h)eravarpa) til þess að draga á eftir vélbát, lengdin á botnteini 24 fet möskvavídd *A ,og % þuml., hlerarnir 11x25 cm. 2. Varpa með smekk, s. n. ála- varpa, til þess að draga að landi, með handafli 25 faðma löng, möskvavídd 0,9—1,1 cm. Dráttar. strengir 55 faðmar. 3. Varpa til þess að veiða fisk- seiði upp um sjó og við yfirborð s.n. síldavarpa, dregin á eftir vél bát 15—25 mínútur í einu og haldið sundur með hlerum líkt og botnvörpu; vídd og hæð á opinu 1 m., lengdin 4 m., búin til úr gisnum dúk (strannio)“. Þá nefnir Bjarni hvers konar „háfa“ og „botnsköfu", sem not- aðar eru til að veiða smádýr i?ið yfirborð og ýmiss konar botndýr, svo sem skeldýr, krossfiska o. s. frv. Um veiðihæfni þessara veiðar- færa segir Bjarni: „Af þessum veiðarfærum reyndist álavarpan, sílavarpan og botnskafan veiðnastar, sérstak-1 lega veiddi álavarpan oft vel, I einkum þorska- og ufsaseiffi á 1. og 2. ári, oft svo þúsundum skifti, og einnig líka töluvert af sand- kola, skarkola og öðrum fiski er hefst við á grunni (10 föðmum) eins og sagt verður betur síðar“. Dr. Bjarni Sæmundsson kom jafnan hér við í Vigur er hann átti hér ferð um Djúpið. Sumarið 1908 brá hann ekki út af þeirri venju sinni. Gafst mér þá kostur á að sjá þessi veiðarfæri hans og kynnast þessum merka manni þá og síðar. Komu þessi veiðarfæri fiski- fræðingsins mér fyrir sjónir, sem hreinustu barnaleikföng, saman- borið við dragnóta- og rækju- veiðavörpur, þær sem nú eru notaðar, svo miklu smærri, virka- minni og frábrugðnari að gerð voru þau. Má þar t. d. benda á stærffarmismun hleranna, sem nú eiga trúlegast mestan þáttinn í að gera hvers konar fiskungviði ó- líft í því umhverfi er skapast við yfirferð rækjuvörpunnar eftir mararbotni, sérstaklega á leir- botni, er gruggast upp allt að yfirborði, jafnvel á miklu dýpi. Þrátt fyrir smæð veiðarfæra Bjarna Sæmundssonar reyndust þau þó skæð fiskungviðinu hér í fjörðunum við Djúp umgetið, sumar, sbr. það sem áður er sagt. Bæta má þó við, að á einum fjarðanna veiddust í tveimur dráttum (hölum) ekki færri cn 4045 þorskaseiði, 3—13 sm löng, auk 48 ýmissa annarra fiskteg- unda sbr. skýrslu Bjarna um fiski rannsóknir greint ár. Er hér um rannsóknir að ræða, sem áttu vissulega fullan rétt á sér. FIRÐIRNIR ERU GRIÐA- STAÐIR FISKUNGVIÐISINS Um firðina hér við Djúpið seg- ir dr. Bjarni: „í fæstum þessara fjarða eru nokkrar þær veiðar stundaðar er hafi nokkur hættuleg áhrif á þessi seiði. Firðirnir eru því griffastaðir, þar sem seiðin vaxa upp í friði fyrir eftirsókn mann- anna og má það heita hepni, þar sem botnvörpuveiðarnar er stund aðar eru á gotstöðunum úti fyrir meiga yfirleitt teljast hættuleg- ar fyrir aila þá ungfiska, er lifa við botninn“. Af framangreindum ummælum dr. Bjarna Sæmundssonar má hik laust draga þær ályktanir, að veiðar með dragnót og rækju- vörpum þeim sem nú eru not- aðar, svo miklu stærri, sem þær eru en veiðarfæri þau er notuð voru við fiskirannsóknirnar hér 1988, muni valda mörgum sinn- um meiri tortímingu á öllum ungfiski. í þessum efnum er lika sjón sögu ríkari. Eins og ég áður hef bent á í greinum mínum verður ekki séð annað en að allt sjávarlíf sé til þurrðar gengið á innfjörðum ísa- fjarðardjúps að vestanverðu, þar sem dragnóta- og rækjuveiða- menn hafa árum saman skarkað með botnvörpum sínum. Hver öriög bíða svo fiskimiðanna hér við Djúpið er þegar farið að koma í ljós eftir fá ár, frá því rækjuveiðar hófust á þeim slóð- um. REYNSLA NORÐMANNA Hve lengi rækjuveiðimenn kunni að þurfa að bíða eftir að rækjan komi aftur á innfirði Djúpsins, þar sem veiðin hefur ler.gst verið stunduð með góðum árangri, skal ósagt látið. Hætt er við að það geti dregizt alllengi, eftir reynslu Norðmanna að dæma í þessum efnum, þeirrar þjóðar, sem rækjuveiðimenn vitna oftast til þegar minnzt er á rækjuveiðar. Eg skal játa að mér er ekki allskostar kunnugt um þær óskapa tekjur, sem Norðmenn eiga að hafa af rækjuveiðum að sögn rækjuveiðaranna. í grein, sem birtist í 3. tölublaði „Ægis“, 30. árg., segir að Norðmenn hafi aflað árið 1936, 1845 smáíestir af rækjum að verðmæti 1236 þús. kr. Fíkist ég satt að segja ekki yfir þessum uppgripum(l) þegar í hlut á jafnmikil fiskveiðaþjóð og Norðmenn eru. í sama riti er birt smágrein ár- ið 1938 er hefur að fyrirsögn: „Rækjuveiðar og reynsla Norð- manna“. Grein þessi byijar þlinnig: „I sumar og haust hefur veiðzt minna af rækjum en tvö undan- farin ár. f fyrrahaust veiddist reyndar lítið á ísafirði og þar í grend eða á þeim slóðum, þar sem veiðin var stunduð áður að nokkru ráði“. Það er full ástæða til að nalda að kunnugur maður hér við Djúp hafi skrifað þessa grein og mætti geta sér til að greinarhöfundur inn væri einmitt erindreki Fiski- félags íslands, Kristján frá Garð- stöðum, er jafnan gefur árlega blaðinu skýrslu um aflabrögð í Vestfirðingafjórðungi. Vart mundi samt erindrekinn nú gera sér far um að fræða mig né aðra um rækjuveiðar í „sama dúr“ og þarna er gert af vissum ástæðum, að ég tel. í greininni er upplýst að árið 1923 hafi fyrst verið byrjað að veiða rækjur á Sunnmæri með rækjutrolli og eru tilgremdir þéssir firðir í Noregi: Vannylos- íjörður, Dalsfjörður og Östra, sem víðáttumikil og fengsæl rækjumið. Segir svo orðrétt í grein þess- ari: „Norðmenn hafa um alllangt skeið veitt rækju með rækju- trolli og er athyglisvert að gefa reynslu þeirra gaum. Dalsfjörður er minnstur af þessum svæðum, en veiði var þar mjög mikil í byrjun. Var algengt að fá 30—50 kg. í hali. Þegar veið in hafði verið stunduð þar í hálft annað ár var svo komið, að rækjan var alveg uppurin. Síðan 1924 hefur þetta mið alveg verið friðað. Sumarið 1928 reyndi að vísu einn bátur þar, en varð ekki var. 1 ágúst í sumar var svo aftur gerð tilraun með rækju- veiðar í Dalsfirði og_varð árang- urinn sá að aðeins 10 rækjur fengust á þriggja stunda lagtíma. Östrasvæðið hefur ekki verið friðað eins lengi og Dalsfjörður, en þar fengust í sufflar 2 kg. af rækjum á sama lagtíma og áður er getið. Vannylosfjörður er langstærst- ur af þessum veiðisvæðum, en þar fengust þó aðeins 10 kg. af rækju á þriggja sunda lagtíma. Þessi reynsla hefur ýtt undir þá skoðun meðal fiskimanna í Noregi að þrátt fyrir margra ára friðun fjölgi rækjunni ekki á þeim slóðum, þar sem gengið hef- ur verið mjög nærri stofninum. Þeir telja einnig víst, að spærling urinn hafi mjög neikvæð áhrif fyrir viðgang rækjunnar, því að hann hámi í sig rækjuungviðið. Það sem hér hefur verið sagt um reynslu Norðmanna á rækju- veiðum er tekið eftir grein, er birtist í Norges Handels og Sjö- fartstidende 2. sept. síðastl.". Höfundar greinar þessarar end- ar svo greinina með þessum orð- um: „Reynsla Norðmanna ætti að verða íslendingum nokkur þendf ing um að ganga ekki of nærri rækjustofninum, þótt slíkt gæti gefið stundarhag. Hér við land gerir sperlingurinn engan usla í rækjunum, því að hér heldur hann sig aðallega í heita sjónum út í djúpinu". Já, það er annað hljóð í strokkn um hjá Norðmönnum en íslend- ingum hvað rækjuveiðarnar snertir. Hér á landi er keppzt við að tortíma öllu sjávarlííi sums stað- ar þar sem beztu uppeldisstöðvar ungfisks eru taldar vera, svo sem á innf jörðum ísaf jarðar- djúps. Þegar það er búið er svo ráðizt á beztu fiskimiðin hér inn- an Djúps, trúlegast til þess að þorskurinn komi þangað ekki meir til þess að „háma“ i sig rækjuna þar eins og spærlingur- inn gerði í fjörðunum við Noreg, áður en rækjuveiðar hófust þar, Nú er þorskurinn trúlega horfinn þaðan, hafi hann annars verið þar. Fyrir hartnær 20 árum síðan, eða fyrr, hefur forráðamönnum sjávarútvegsmála hér á landi mátt vera kunnugt um reynslu Norðmanna af rækjuveiðúm. — Ekki hefur þeim dottið í hug að hagnýta sér hana á réttan hátt að því er séð verður. Ég efast ekki um að Norðmenn )iafi Iært mikið af reynslunni, sem jafnan er ólygnust í þessúm efnum sem öðrum. Þegar útvíkkun landhelginnar átti sér stað fyrir fáum árum síð- an og bannaðar vOru með lögum árið 1952 veiðar með dragnct og botnvörpu innan friðunarlínunn- ar, var það óheillaspor stigið að veita undanþágu frá banni þessu, og leifa rækjuveiðar á Arnar- firði og ísafjarðardjúpi með „venjulegri Kampalampavörpu", Öllum sjómönnum og fleirum hér við Djúp er kunnugt um að rækjuveiðarnar hér eru sturidað- ar með botnvörpu. Úm þessa vörpu segir Simon Ólsen (sá er fyrstur byrjaði rækjuveiðar hér við land) í Tímanum 22. febrúar 1956: „Varpa rækjubátanna er að öllu leyti eins og vörpur togar- anna nema hvað þær eru eðli- lega margfalt minni“. I sömu grein upplýsir Símon að rækjuvörpunni hafi verið breytt frá fyrstu gerð og náð með því ágætum árangri. Öllum, að minnsta kosti eldri sjómönnum hér við Djúpið, er kunnugt um að Símon segir hér rétt og satt frá. Það er vitanlegt að botnvarpa sú sem nú er notuð við rækju- veiðarnar hér er næsta ólík hinni upphaflegu rækjunót. Hlerar hafa verið stækkaðir og varpan öll gerð virkameiri en áð- ur var. Að sama skapi veldur hún skiljanlega meiri usla þar sem hún fer yfir á mararbotni en hin upphaflega Kampalampa- varpa, sem þó olli miklu tjóni öllu fiskungviði. Að gefnu tilefni hefur sýslu- maðurinn í ísafjarðarsýslu, að því er ég bezt veit, fyrir löngu síðan beiðzt skilgreiningar á því hver munur væri á gerð „venju- legrar Kampalampvörpu" og gerð botnvörpu þeirrar sem notuð er nú hér við rækjuveiðar. Þessari beiðni sýslumanns var stefnt til sjávarútvegsmálaráðu- neytisins, sem enn hafa ekki feng- izt svör frá, þó ótrúlegt þyki. ÁGANGUR TOGARANNA A VESTFJARÐAMIÐUM Það er ekki að ástæðulausu að Vestfirðingar hafa kvartað yfir ágangi togaranna á miðunum hér út af Vestfjörðum er óx mjög eftir að friðunarlínan var ákveð- in með reglugerð og lögum. Allir sjómenn eru sammála um að mergð útlendra og innlendra togara hér úti fyrir Vestfjöíðun- um hindri fiskigengd upp á grunn miðin og í firðina. Hitt vita allir hér, að þó kemur það oft fyrir, stundum ár eftir ár, að fiskigengd á sér stað inn eftir ísfjarðar- djúpi. Nú síðast á liðnu ári og það í stærri stíl en venjulega. Á aðalástæðurnar til þessa hefur verið bent og skal ekki fvekar gert hér. Það má segja að „vitt sé til veggja“ á því fiskisæla svæði hér út undan Vestfjörðunum, fyrir togarana að dreifa þar úr sér við veiðarnar, oft með góðum ár- angri. Þó fer oft svo að þorskur- inn flýr undan hinum stórvirku veiðarfærum, boínvörpunni, enda umsetinn og eltur af mergð veiðiskipa. Sjómönnum hér við Djúp er ljóst orðið, síðan rækjuveiðar — Cleðilega páska — FLORA 25 ára 16. þ. m.voru liðin 25 árfrá stofnun Flóru. í tilefni afmælisins bjóðum vér yður sérstaka Dáska blómvendi, í dag og á laugardaginn. FLÓRA 25 ára iéiáí&Li■Ámí/ Sérstök símaþjónusta — Símar 2039 — 5639 — Heimsending.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.