Morgunblaðið - 17.04.1957, Síða 24

Morgunblaðið - 17.04.1957, Síða 24
Veðrið V-stinningskaldi með hvbssum éljum eða skúrum. Ræða Bjarna Benediktss. Sjá hls. 13. 89. tbl. — Miðvikudagrur 17. apríl 1957 Ný revía „Gullðldin'' sýnd í Sjálfsfæðishúsinu 23. apríl Leikurinn gerssf fyrir síðusfu aldamóf og skömmu eftir þau næsfu JÆSTKOMANDI þriðjudag, sem er 23. apríl, hefst sýning nýrrar „revýu“ í Sjálfstæðishúsinu er nefndist „Gullöldin". Er efnið samfellt í tveim þáttum. Þeir Haraldur Á. Sigurðsson og Guð- mundur Sigurðsson hafa búið efnið til flutnings. Leikstjóri verður Rúrik Haraldsson. Sýningum á revýunni verður haldið áfram fram eftir vori. Sýningarnar hefjast kl. 8 síðdegis. w LEIKARAR Leikarar eru 12. Þeir eru: Har- aldur Á. Sigurðsson, Steinunn Bjarnadóttir, Karl Guðumndsson, sem einnig flytur forspjall, Sig- ríður Hannesdóttir, Guðbergur Guðjónsson, Hulda Emilsdóttir, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Guðmundur Hjálmarsson, Guðný Pétursdótt- ir, Hjálmar Gíslason og einnig verður slangur af hermönnum og íylgikvinnum, eins og Haraldur A.. Sigurðsson komst að orði, er hann skýrði Mbl. frá sýningum þessum. Dansa hefur æft og samið Guð- ný Pétursdóttir. Leiktjöld og bún inga hefur Lothar Grund séð um. EIN ÖLO Á MILLI Fyrri þáttur leiksins fer fram við einn af gömlu póstunum í Reykjavík, skömmu fyrir síðustu aldamót, en seinni þátturinn skömmu eftir árið 2000, í einum af viðhafnarmóttökusölum Ráð- húss Reykjavíkurborgar. Mun marga Reykvíkinga eflaust fýsa að sjá hvernig umhorfs verður í borginni um næstu aldamót, og fylgjast með þeirri framþróun, sem þá hefur orðið, fatatízku og fleiru. ÞRJÚ ÁR LffilN FRÁ FLUTNINGI BLÁU * STJÖRNUNNAR Þrjú ár eru nú liðin frá því að revían „Biáa stjarnan" var flutt í Sjálfstæðishúsinu. Naut hún feiknavinsælda. Ekki þarf að efa að „Gullöldin" sé bráð- snjöll, þar sem Haraldur Á. Sig- urðsson hefur búið efnið til flutn- ings og leikur sjálfur aðalhlut- verkið, Skraffinn Tobíasson, vatnsbera, í fyrrihluta leiksins en Spæmund Hólms, leynilög- reglufulltrúa, í síðari þættinum. Sjúklingar á Kleppi fá einka- leyfi fil framleiðslu kodda Dr. Helgi Tómasson segir stuttlega frá hinni nýju gerð kodda er hann á hugmyndina að. DOKTOR HELGI Tómasson yfir- læknir á Kleppi, hefur sótt um ein’- ’ yfi fyrir sjúklinga geð- ve' ælisins, á framleiðslu á nj ;erð kodda, sem hann hef- ur fundið upp. Að baki uppfinn- ingunni liggur mikið starf hans á liðnum 20 árum, er hann hefur rannsakað sérstaklega hvernig koddar skuli vera til þess að veita manninum, hvort heldur hann er sjúkur eða hraustur, sem fullkomn asta hvíld. fer nógu vel um þá. Þegar svo er, þá verður það höfuðið sem mest á reynir. Og hversu mikils virði er það ekki fyrir sjúka sem heilbrigða að þeir hljóti fullkomna hvíld meðan þeir sofa, í stað þess að vakna með nálsríg, sem leggur út í alla vöðva í háls og baki? Það var mjög fróðlegt að heyra dr. Helga Tómasson skýra það, hvernig þessi koddi varð til, og á hverju hin sérstaka gerð hans byggist. Bauð yfirlæknirinn blaða mönnum að leggjast upp í rúm og reyna þá sjálfir. Er ekki ofmælt að svo vel fór um þá, að þeir ætluðu ekki að hafa sig upp aftur! Helgi Tómasson yfirlæknir skýrði frá því að með einkaleyf- inu til framleiðslunnar hér fyrir menn um þetta mál. Hann kvað sjúklinga Kleppsspitalans, teldi hann að sköpuð væri vinna fyrir NAUÐSYN AÐ VEL FARl UM HÖFUÐ MANNSINS I gærmorgún ræddi dr. Helgi Tómasson nokkra stund við blaða- Ðr. Helgi gat þess við blaðamennina, að enn hefði koddum þessum ekki verið valið hentugt nafn, svo vera má að ekki sé fjarri lagi, að kalla þá Klepps-kodda. Hér heldur yfirlæknirinn á einni af fjórum stærðum Klepps-koddanna, en hinar stærðirnar liggja í rúminu. menn allt fram á þennan dag hafa verið að leita fyrir sér um sem fullkomnastan umbúnað í rúmum, með því að finna upp nýja gerð af dýnum, nýja rúmbotnagerð og jafnvel ný rúm. En menn hafa lítið reynt að finna hina réttu gerð kodda. Dr. Helgi kvaðst á ferðum sínum erlendis hafa heim- sótt mörg söfn einmitt í þeim eina tilgangi, að kynnu sér ýms- ar gerðir af koddum. Þar væri ekku um auðugan garð að gresja, þegar þess er gætt hve manninum er það mikil nauðsyn að vel fari um höfuð hans. Maðurinn getur lagzt til svefns nær þvi hvar sem er, ef aðeins fer vel um höfuð hans, sagði dr. Helgi. Þá er það staðreynd, að eftir því sem betur fer um mann í rúm- inu, því minna hreyfir hann sig í svefni. Það er talið að sof- andi maður breyti um svefnstell- ingar 24 sinnum á nóttu. Danskir læknar sem haft hafa þessa kodda til athugunar, og heil brigðir jafnt sem sjúkir hafa not- að, segja að þessi koddagerð valdi þvi að heilbrigðir menn snúi sér helmingi sjaldnar á nóttunni. — Dr. Helgi taldi þetta ofmælt. ÆTI.UÐU F.KKI A» HAFA SIG UPP AFTUR Eitt af því sem svo marga þjá- ir, eru svefntruflanir, sem rót sína eiga að rekja til þess að ekki Frjáls menning kýs Gunnar Gunnarsson heiðursforseta Tómas Guðmundsson verður formaður félagsins FYRRAKVÖLD var haldinn framhaldsstofnfundur félagsins „Frjáls menning“. Var Gunnar Gunnarsson rithöfundur kjör- inn heiðursforseti samtakanna og ltosin var 16 manna stjórn, sem aftur valdi úr sínum hópi í formannssætið Tómas Guðmundsson. i Félagið „Frjáls menning" er að því er segir í stefnuyfir- lýsingu stofnað til verndar og eflingar frjálsri hugsun og frjálsri menningarstarfsemi. Það er óháð öllum stjórnmála- flokkum, en skuldbindur með- limi sina til jákvæðrar bar- áttu gegn hvers konar ein- ræðishyggju, rikisofbeldi og skoðanakúgun. ★ I stjórn samtakanna voru þessi kjörin: Tómas Guðmunösson, Einar Magnússon, Þórir Kr. Þórð- arson, Þorsteinn M. Jónsson, Kristján Karlsson, Eiríkur Hreinn Finnbogason, Eyjólfur’K. Jónsson, Einar Pálsson, Svan- hildur Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Einarsson, Guðmundur Hagalín, Jón Þorleifsson, Lúðvik Gissurar- son, Steinn Steinarr, Jóhannes Nordal og Pétur Benediktsson. Á fundinum var rætt um fram- tíðarstarf félagsins og lög þess samþykkt. — Fundarstjóri var Þórir Kr. Þórðarson dósent. öryrkja, lundi. líkt og t.d. á Reykja- Á Kleppsspítalanum, sagði hann, væru sjúklingar, sem væru vinnufærir, en þeir gætu ekki horf ið frá spítalanum. Við framleiðsl- una væru nú 10 sjúklingar. Það eru framleiddar 4 stærðir af koddum. Nauðsynlegt er að fólk fái hinn rétta kodda. Þegar þeir hafa verið á boðstólum í verzlun Haraldar Árnasonar, hefur fólki verið á það bent að það geti kom- ið og skipt um hafi það ekki feng- ið hið rétta koddalag. En stað- reyndin er að eitt eða tvö dæmi eru um að skipt hafi verið um koddagerð, en ekkert dæmi um að koddunum hafi verið skilað aftur vegna þess að þeir hafi ekki líkað Munu nú vera hér í bænum um 1500 slíkir höfuðkoddar. Fyrstu koddarnir voru framleiddir 1954. ÚMISS KONAR EFNI í KODDUNUM Nú er aftur kominn skriður á framleiðslu koddanna. Dr. Helgi kvað verzlun Haraldar Árnasonar hafa veitt mikilvægan stuðning við efniskaup utanlands frá, því þaðan hefur verið mun ódýrara að kaupa hálfdún en lundadún hér. Er verð á koddunum nokkuð svip að því er gerist um hina gömlu koddagerð. — Dr. Helgi sagði að hann hefði notað í suma lopa, í aðra gerviefni og hefði það gefizt vel. Það er von mín sagði dr. Helgi Tómasson að okum, að sjóður sá, sem ágóðinn af þessari framleiðslu sjúklinganna rennur til geti er stundir líða fram orðið þeim að liði. Enn sem komið er hef ég ekki gert þau drög að skipulags- skrá hans að ég geti skýrt frá því í slíku bh.ðaviðtali. í, Dr. C. Matthew Granskou. Rektor Sf. Olaf College vœntanlegur hingað í dag \ St. Ölafskórinrt heldur hér hljómleika á laugardag og 2. páskadag DR. Clemens Matthew Granskou, rektor St. Olaf College i Banda- ríkjunum, er væntanlegur hingað til lands í dag með flugvét frá Loftleiðum. Hann mun vera viðstaddur þá þrjá hljómleika, sem hinn frægi St. Olafskór heldur hér í bæ n. k. laugardag og annan páskadag. IIEFIR ÁHUGA Á A» KYNNAST ÍSLANDI Dr. Granskou er vígður prest- ur lútersk-evangelisku kirkj- Erna Sigurleifs- dóttir heiðruð ÞÓRSHÖFN, 17. apríl: — Fær- eyska landsstjórnin hefir afhent Ernu Sigurleifsdóttur leikkonu 1000 færeyskar krónur. Er heið- ursgjöf þessi viðurkenning fyrir áhuga hennar og framlag til leiklistarinnar í Færeyjum. — Þetta er í fyrsta skipti, sem leikari er heiðraður þar á þennan hátt. Erna Sigur- leifsdóttir er nýfarin heim til íslands eftir að hafa sett Tópaz á svið í Þórshöfn. 1955 annaðist hún leikstjórn á Mýs og menn eftir Steinbeck og var það leikrit einnig sýnt í Þórs höfn. — Knud Vang. unnar, og hefur hann getið sér gott orð í Bandaríkjunum sem fræðimaður og guðfræðingur. Hann stundaði sjálfur nám við St. Olaf College í Northfield, Minnesota, en lauk síðan em» bættisprófi í guðfræði frá lútherskum háskóla í Minnesota. Þá fór hann til Kína og stundaði nám næstu tvö árin í Peking. Að því loknu gerðist hann trú- boði í Honan-héraði í Kína, en varð síðan skólastjóri við ame- rískan skóla þar. Hann hefur lengi haft áhuga á að koma til íslands og kynnast ættlandi margra nemenda sinna af íslenzk um ættum, sem stundað hafa nám við St. Olaf College. ÞRENNIR HLJÓMLEIKAR Fyrstu hljómleikar kórsins verða haldnir í Dómkirkjunni, laugardaginn 20. apríl kl. 4 e. h. Aðgöngumiðar að þessum hljóm- leikum verða seldir í Bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar. Annan páskadag heldur kórinn tvenna hljómleika í Þjóðleikhúsinu, kl. 1,30 og kl. 3,45. Aðgöngumiðar að þeim tónleikum verða seldir í miðasölu Þjóðleikhússins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.