Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 18
18 MORGUyBLAÐlÐ Miðvikudagur 17. apríl 1957 Trilla til sölu Ný uppgerður 5 tonna trillubátur til sölu, með 15 ba vél. —- Nokkuð af veiðarfærum (ýsulóð, sérstaklega) fylgir. — Mjög hagstætt verð. Uppl. gefa: Halldór Ibsen, Keflavík, sími 160 og Kristján Ibsen, Súgandafirði. TIL LEIGU Ný 3ja herbergja, sólrík íbúð með tveimur svölum, í miðbænum. — Sér hitaveita, góð geymsla og þvottahús. Leigist til eins eða tveggja ára. Tilboð er greini mánaðarleigu og fyriframgreiðslu, sendist Morgunbl. merkt: „5451”. Sérsundtímar kvenna eru í Sundhöllinni á mánudögum og miðvikudögum kl. 9 síðd. Konur, notið þetta einstæða tækifæri og lærið og æfið sund. — Ókeypis kennsla. Sundfélag kvenna. Skrifstofustúlka Oskum að ráða stúlku, vana enskum bréfaskriftum. Hraðritunarkunnátta æskileg. HARPA HF. Byggingafélag Verkamanna Til sölu tvær 3ja herbergja íbúðir í öðrum bygg- ingarflokki. Umsóknir, er tilgreini félagsnúmer, sendist skrif- stofunni, Stórholti 16, fyrir 26. þ. m. Stjórnin. Skrifstofu- og afgreiðslustörf Ákveðið hefur verið að ráða starfsfólk frá 1. maí nk. svo sem hér greinir: 1. Mann til afgreiðslustarfa. Gagnfræðamenntun áskilin svo og kunnátta í ensku og einu Norðurlandamálanna. 2. Vélritunarstúlku. 3. Pilt eða stúlku til bókfærslustarfa. Skriflegar umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, skulu sendar félaginu fyrir 20. þ. m. FLUGFÉLAG ÍSLANDS HF. fyrir bifhjól PÓLAR HF. Ungverskir rithöfundar í útlegð stofna til samtaka Halda áfram útgáfu tímaritsins Irodalmi Ujsag UNGVERSKIR útlaga-rithöfundar hafa ákveðið að stofna sitt eigið rithöfundafélag. En eins og kunnugt er hefur stjórn kvisl- ingsins Kadars leikið ungverska rithöfunda sérstaklega grátt, því að í hópi þeirra, hinum svonefnda Petöfi-klúbb þróaðist sú frjálsa hugsun sem kveikti uppreisnarbálið gegn kommúnismanum. RITHÖFUNDAFELAG BANNAfi HEIMA Skömmu eftir að fregnir bár- ust frá Ungverjalandi um það, að Kadar-stjórnin hefði bannað frekari starfsemi ung- verska rithöfundafélagsins, kom fjöldi ungverskra rithöfunda, sem flúið höfðu land, saman á TIL LEIGU húsnæði í Laugarneshverfi, hentuga fyrir smáverzlun, rakarastofu, blómabúð, — brauðasölu eða þ.h. Tilboð merkt: „Verzlunarhúsnæði — 5446“, sendist Mbl. • Úrvals konfekf til páskanna, í heildsölu. — Pöntunum veitt móttaka í síma 82896 kl. 9—12 og 1— 3 eftir hádegi. BÍLSKÚR óskast ti! leigu, um mánaSar tíma. — Upplýsingar í síma 80377 frá kl. 12—1 í dag og á morgun. BARNAVAGN Bornakerra Barna rúm Barnagrind Til sölu., Lindarhvammi 11, Kópavogi. Nýir sterkir SVEFNSOFAR Kr. 1950,00 Kr. 2400,00 Grettisg. 69, kl. 2—9. Ibúð til leigu íbúð í nýju húsi í Klepps- holti, 130 ferm., 5herb. og eldhús, með sér hitun og inn gangi, verður til leigu 1. júní n.k. Fyrirframgreiðsla eða lán nauðsynlegt. Tilboð merkt: „Ibúð — 5455“, send ist Mbl., fyrir 20. þ.m. Jörðin Heylækur í Fljótshlið er til sölu og laus til ábúðar á næstu fardögum. Ibúðar- hús jarðarinnar er úr timbri, en útihús fyrir 18 kýr og 200 f jár, eru úr stein steypu, rýbyggð. Upplýsing ar hjá ábúanda jarðarinnar, Sæmundi Úlfarssyni, Hey- læk og Sigurði Úlfarssyni, Teigagerði 16, Reykjavík. Símar 3711 og 82647. fund í Lundúnum. Þar var og hinn heimsfrægi rithöfundur Arthur Koestler, sem er af ung- verskum ættum. BÚA FLESTIR í ÚTLEGÐ Á Dundinum var félagsstofn un ákveðin, en svo margir ung verskir rithöfundar hafa orð- ið að flýja land, að flestir hin- ir beztu rithöfundar þjóðar- innar búa nú í útlegð. Það verður verkefni félagsins, að aðstoða ungverska rithöfunda eftir beztu getu, veita þeim styrk til ritstarfa og gefa út bækur þeirra, skáldsögur og ljóð. En flóttamennirnir eiga við mikla örðugleika að stríða, vegna þess að þeir skrifa á tungumáli, sem fáir í Vestur- Evrópu skilja. TÍMARIT GEFIÐ ÚT Það var og samþykkt að gefa út í Vestur Evrópu hálfsmánað- hafa náið samband við al- rit. Nefnist það Irodalmi Ujsag, en svo hét tímarit það, sem Pet- öfi-klúbburinn fór að gefa út sl. sumar í Ungverjalandi og hlaut þá fádæma vinsældir meðal þjóð arinnar. Að sjálfsögðu hefur út- koma tímaritsins nú verið bönn- uð í Ungverjalandi og líta ung- versku rithöfundarnir svo á, að núverandi útgáfa sé beint fram- hald af hinu fyrra tímariti. FRJALS MENNING Það var ákveðið á stofn. fundi hins ungverska rithöf- undafélags í Lundúnum, að hafa náið samstarf með al- þjóðasamband „Frjálslrar meimingar“, sem ungverskir rithöfundar telja að hafi unn- ið flóttamönnum mikið gagn. En eins og kunnugt er, var fé. lag Frjállsrar menningar ný- lega stofnað hér á landi. Stjórn félags ungverskra út. laga-rithöfunda skipa sjö menn. Formaður er Paul Ignotus, einn kunnasti rithöfundur Ungverja, sem flýði Ungverjaland í árslok 1956. Aðrir stjórnarmeðlimir eru einnig kunnir rithöfundar þar í landi, þeir Palocsy Horvath, George Faludy, Bela Horvath, Laszlo Szabo, Zoltan Szabo og Imre Kovaes. Ásgeir Hulldór Þorkeisson Fæddur 14. september 1937. Dáinn 6. apríl 1957. Kveðja. Horfinn af sjónar sviði. Sofðu Ijúfi í friðí. Ljósið Guðs mun lýsa leið til friðar dísa. Það er sárt að sakna, með sorg í hjarta að vakna og horfa inn í húmið og hugsa um auða rúmið. Þótt vart það sé að viia, að verði nokkuð betra, að velkjast lífs á láði, en lúra að Drottins ráði. Þín litla lífsins bára lægðist nítján ára, en minning þina mæta má geyma ljúfa og sæta. Við munuai brosið blíða og bernsku þína fríða. Þú ást og unað veittir, í öllu vel þú breyttír. Með yl og ást í hjarta þú eignast Ijósið bjarta. Vertu í kærleik kvaddur hjá Kristi núna staddur. Þ. E. Frá vöggu til grafar er viðsjál þyrnibraut, en vegurinn þó bjartur í Drottins náðar skaut. En dagur þinn var stuttur og dapur, Ásgeir minn. Nú Drottinn hefur opnað þér náðar faðminn sinn. Þín lund var svo heiðrík og laus við heimsins prjál. Sem rósfingraður geisli, því göfug var þín sál. Allir, sem þekktu þig, unnu þinni dáð. Því allt var líf þitt mótað af kær. leik, trú og náð. Þinn andi var vökull á allt, sem göfugt var. Enda lista-hneigð þín fagurt vitni bar. Þitt bros verður minning, er svalar sorgum i, og sendir hlýja geisla f gegnum harma ský. Og mamma og pabbi þau minnast bæði þín, á meðan blessuð sólin á lága kumblið skín. Það hefir svo verið og verða mua svo enn, að venjulega deyja fyrst okkar beztu menn. Afi. BOSTON, 15. aprf! — Anthony Eden var skorinn upp við gallsteinum á laug. ardaginn á sjúkrahúsi i Boston. Tilkynning hef. nr vcrið gefin út um a* hann sé að ná sér eftir uppskurð- inn, og líði honum bærilega. —Reuter. Old English—Dri—Brite Fljólandi bón gerir tvöfalt gagn — sparar erfiði, en eyk- ur ánægju. — DRi-Brite er aðeins borið á og hreinsar fyrst óhreinindin — síðan fagur-gljáir það. — Kaupið því Dri-Brite- bón berið það aðeins á gólfin og allt kemur af sjálfu sér. Fæst í öllum verzlunum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.