Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 17
Míðvikudagur 17- apríl 1957 MORCVNBLAfílP 17 byrjuðu á fiskimiðunum hér, hver áhrif það hefur á fiskigengd og fiskstöðu í Djúpinu, að ekki færri en 5 til 7 rækjubátar skarka hér daglega á miðunum með botnvörpum sínum. Á þessu takmarkaða svæði má telja víst að veiðar með botn- vörpu valdi tiltölulega meiri usla en á sér stað af völdum tog- aranna utan friðunarlínunnar, enda þótt botnvörpur rækjubát- anna séu miklu minrii. Tveir skipstjórar, Sæmundur Ólafsson, Bíldudal, og Árni Magn ússon, Isafirði, sem báðir stunda sennilega rækjuveiðar, hafa skrifað greinar til varnar rækju- veiðum. Pá hefur og erindreki Fiskifé- lags íslands, Kristján frá Garð- Stöðum, sent frá sér lokasvar sitt til undirritaðs, sem nýlega birtist í Tímanum. Ég held að greinum þessum og því sem um er deilt sé að nokkru leyti svarað með því sem hér að framan hefur verið sagt. Tei ég þó rétt að taka frekar til athugunar sumt af því, sem þar segir. í grein Sæmundar skipstjóra, sem telja má að sé af hógværð skrifuð, gætir sýnilega mikils ó- kunnugleika um margt hér við ísafjarðardjúp er skiptir máli, þegar rætt er um þessi efni. Sæ- mundur beinir til mín nokkrum spurningum, sem hann svo sjálf- ur svarar og dregur af þeim hin- ar og aðrar ályktanir, sem ekki geta staðizt. Er svo að sjá, sem skipstjórinn haldi. að ísafjarðardjúp sé það snautt orðið af fiski, að skað- laust ipegi teljast þó smábátaút- vegur leggist þar niður með öllu, en Djúpið verði eftirlátið til rækjuveiða og „dragnótaveiða", sem hann harmar mjög að hafi verið bannaðar með lögum innan friðunarlínunnar. Um dragnótabannið farast hon- um orð þannig í grein sinni, sem birt er í jólablaði Víkings. „Dragnótabannið hefut- ekki einasta orðið okkur til tjóns held- ur einnig til minnkunar“. Sama sinnis geri ég ráð fvrir að Sæmundur sé gagnvart banni rækjuveiða á fiskimiðum. Ég hefði nú viljað láta ógert að rifja upp gamlar deilur um veið- ar meó dragnót eins og þær voru reknar liér á árunum áður en þær voru bannaðar. Ég efast ekki um að ofvöxt þann, sem hljóp í þessa atvinnu- grein má fyrst og fremst rekja til álits Árna Friðrikssonar fiski- fræðings um gildi og kostt þess- arar veiðiaðferðar, sem í litlu eða engu er frábrugðin veiðiaðferð við rækjuveiðar eins og þær nú eru hér reknar, enda veiðarfæri af sömu gerð nema hvað möskva- stærð snertir. Skipstjóri þessi man eins og ég og fleiri allan þann mótþróa hjá ejómönnum, sem skapaðist tii- tölulega fljótt eftir að veiðar með dragnót hófust, hvarvetna á land- inu. Reglugerðir um bann við drag- nótaveiði hrúguðust upp á þess- um tímum og voru staðfestar. Víst voru Vestfirðingar engir eftirbátar í þessum efnum. Getur hver sem vill gengið úr skugga um að satt er, með því að fletta UPP í Stjórnartíðindum frá þess- um timum. Svt^ skall á dragnótabannið þrátt fyrir allan þann hagr.að, sem af veiðum með dragnót leiadi, hagnað, sem álítast verð- ur þó, að ekki hafi vegið á móti þeim spellvirkjum, sem af veið- um þessum leiddi, og leitt hefði ef lengur hefðu viðgengizt. Ég efast ekki um að eitthvað svipuð verður saga rækjuveið- anna hér við land, þótt til þessa tíma hafi verið skotið skolleyrun- um við umkvörtunum okkar ís- firðinga, Árni Friðriksson fiskifræðingur segir um dragnótina í grein, sem birtist í .7. tölublaði Ægis XXVIl'I árgangi: „Það er staðreynd að dragnótin getur ekki á nokkurn hátt eyði- lagt botninn. Ungviði nytjafisk- anna getur hún ekki gert neitt tjón, nema ef vera skyldi skar- kola í uppvexti". í alla staði var eðlilegt að sjó- menn legðu talsvert upp úr þessu áliti fiskifræðingsins. Ári seinna segir Sveinbjörn Egilsson, þáverandi ritstjóri Ægis, í grein í sama blaði: „Undirrituðum hefur ávallt verið meinilla við dragnót á grunnmiðum og aldrei dottið í hug að rengja frásagnir reyndra, eftirtektarsamra formanna um hve mjög hún getur spillt veiði og jafnvel veiðarfærum fiskimanna, þegar hún er dregin dag eftir dag á þeirra slóðurn". Hér er vissulega um deildar meiningar tveggja mætra manna að ræða. Hvernig stendur svo á því að ekki virðist hafa verið tekið til greina álit vísindamannsins Árna Friðrikssonar þegar veiðar með dragnót voru bannaðar? Liggur ekki beinast við að álykta að einmitt reynslan af véiðum með dragnót hafi verið aðalorsökin til dragnótabannsins? Ég og margir fleiri halda það og skulu ekki fleiri orsakir til þessa banns frekar ræddar hér. Að þessi hámenntaði fiskifræð- ingur sé enn á sömu skoðun og áður í þessum efnum þykir mér næsta ótrúlegt. Öll vísindi byggjast á reynslu, sem jafnt vísindamennirnir sern aðrir verða að beygja sig fyrir. Spurningum Sæmundar skip- stjóri finnst mér rétt að svara, þar eð ég tel þeim stefnt til mín. Það yrði of langt mál að telja hér upp öll þau fiskihlaup, sem um langt árabil hafa átt sér stað hér inn eftir ísafjarðardjúpi, tíð- ast allá leið inn í Lóndjúp. Væri þó innar handar, jafnvel að dag- setja fiskigöngur í Djúpíð langt aftur í tímann með hliðsjón af dagbókum mínum, en það verður ekki gert að þessu sinni. Hitt vildi ég segja skipstjóran- um að enn hefur þorskurinn ekki yfirgefið Djúpið okkar, nema á þeim stöðum, sem rækjubátarnir hafa tíðast stundað veiðar sínar, en þau svæði hef ég áður til- greint í greinum mínum. Að veiðistöðvar hér við Djúp hafi lagzt niður vegna aflaleysis hér er algjör misskilningur hjá Sæmundi skipstjóra og öðrum, sem telja vilja ókunnugum trú um það. Til þess liggja allt aðrar or- sakir, sem ég áður hef bent á. Á árunum 1930 til 1944 voru skrásettir í Ögurhreppi að jafnaði 5 til 7 trillubátar er flestir stund- uðu veiðar frá Ögurvík og ögur- nesi og sóttu þá afla sinn á heima. miðin. Það er svæðið frá Álfta- fjarðarmiðum og inn" í Lónsdjúp, sem er fyrir innan Ögurhólma. Árið 1953 munu 70 trillubátár hafa gengið til fiskjar hér við ísa- fjarðardjup. Árið 1945 lagðist Ögurvík og Ögurnes niður sem veiðistöð. Það ár og næstu árin þar á eftir var ágætisafli í Djúpinu, stund- um alla leið inn fyrir svokölluð Brotsker, sem liggja út og vestur af Melgraseyraroddum. Sumir þeirra sjómanna sem flutzt höfðu frá Ögurvík og Ögurnesi til ísafjarðar, sóttu á þessum árum oft mikinn afla um langan veg á sío gömlu heima- mið, ásamt fleiri bátum úr ytri veiðistöðvunum við Djúpið. Fjölda mörgum árum áður en Ögurnes lagðist niður sem veiði- stöð, höfðu veiðistöðvar utanvert við Djúpið lagzt niður og má þar til nefna: Hafnir, Seljadal, Kálfa- dal, Arnardal og veiðistöðvar á ytri hluta Snæfjallastrandar. Olli hér engu um aflaleysi í Djúpinu. Á árunum 1945 og síðar dund- uðu rækjuveiðimenn við að upp- ræta hvers konar sjávarlíf á inn- fjörðum Djúpsins, þar til raikj- una þai þraut, en þá var snúið að fiskimiðunum, sem enn gefa nokkurn afla. Ég hef nú hér að framan frætt þennan heiðursskipstjóra, Sæ- mund Ólafsson, um allt sem hann spyr um í grein sinni og nokkuð fleira, en áður en ég skilst við hann vil ég benda honum á, aðj það er að gera allt of mikið úr áhrifum skrifa minna um veiðar með dragnót, að halda að þau hafi ráðið úrslitum varðandi drag nótabannið, eins og hann lætur í veðri vaka í grein sinni. Um grein Árna skipstjóra Magnússonar og lokasvar erind- rekans Kristjáns Jónssonar til mín get ég verið stuttorður. — Báðir þessir menn hafa persónu- legra hagsmuna að gæta hvað rækjuveiðarnar snertir, og gæta þess miður en skyldi að fara I með satt mál í skrifum sínum, en viðhafa skrök og vísvitandi blekk ingar á pörtum. Það sem þeir segja stangast svo greinilega á, að allir sjá að meir en lítið er oogið við þessi skrif þeirra. Árni segir t.d. að bátarnir veiði ekki „fyrir utan Ögurhólma nema einn og hálfan mánuð, febrúar og marz. Erindrekinn upp lýsir hins vegar í lokasvari sínu að fiskibátarnir hefðu verið á sömu slóðum og „dragnótabát- arnir“ voru í haust og lýsir með þessu Árna, sem ósannindamann. Sem erindreki Fiskifélags ís- lands lætur hann svo ráða i það í skýrslu sinni um aflabrögð í janúarmánuði sí. í Vestfirðinga- fjórðungi, sem birt er í febrúar- blaði Ægis þ. á., að fiskibátarnir hefðu verið að veiðum, að mér skilst samtímis rækjuveiðabátun- um á svæðinu alla leið inn undir Æðey. Sannleikurinn er sá að aðeins einn bátur af öllum flotanum, sem sóttu afla sinn i Djúpið í haust og vetur eftir áramótln, náði í eitt skipti með línu sína inn undir Æðey, en þar var eng- an afla að fá, enda ekki farið þangað aftur. Árni skipstjóri leyf- ir sér að halda fram, „að það sé viðburður ef fiskiseiði komi í rækjunet". Allir sem til þekkja vita að þetta eru helber ósann- indi. Þessi sami skipstjóri er í grein sinni að „vísa til föðurliús- anna“ einhverjum ummælum (ég veit ekki hverjum) um laxveiðar í ám og vötnum í sambandi við rækjuveiðarnar. Ég hef aldrei minnzt á lax í greinum mínum um rækjuveiðar. En úr því að Árni minnist á laxinn má benda á að ekki muni ólíklegt, að spillt geti fyrir laxveiðinni í ám hér við Djúpið, þar sem botnvarpa hans eða annarra rækjuveiði- manna hefur verið dregin skammt undan árósunum á þeim tíma sem laxinn er að ganga í árnar, eins og gert hefur verið hér við Djúp. Kristján neitar því ekki að Hestfjörður muni hafa verið ein bezta uppeldisstöð ungfisks hér við Djúpið, en bendir nú á í loka- svari sínu til mín, að „við brott- flutning fólks og niðurlagningu bátamiðaf?) t.d. i Sléttuhreppi og einnig í Aðalvík, megi ætla að skiiyrði sköpuðust fyrir slikar uppeldisstöðvar víða. Enda hefur Hestfjörður verið talin góð upp- eidisstöð þorskseiða, en þangað kemur nú engin fleyta lengur“. En mér verður á að spyrja: Hvað verður langt þangað til að rækjubátarnir leita á nefndar stöðvar? Trúlega verður það þegar búið er að upræta rækjuna hér í Djúpinu, verði engar skorð- ur settar við rækjuveiðunum. Það tekur því varla að minn- ast á lundann, sem þeim Krist- jáni og Árna verður tíðrætt um i greinum sínum, að mér skilst vegna hlunninda þeirra sem „bændur í Vigur“ eiga að hafa aí lundaveiðum. Ég óttast ekkert um afdrif þessa fugls, sem veldur reyndar árlega talsverðu.n spjöll- um á mínu litla landi, Vigur, eins og eyjan ber með sér. Móðir nátt- úra sér fyrir þessum fugli sem öðrum, hvað sem öllum rækju- veiðum líður hér í Djúpinu. Ef þeir félagar vilja kynnast betur þessum „prófasti“, lundanum, og skaðsemi seiðaáts hans vil ég benda þeim á ágæta grexa vís- indamannsins Árna Friðriksson- ar, sem birt er í 7. tbl. Ægis árið 1931. Hef svo hvorki tíma né vilja til að eltast meira við firrur þær sem blaðagreinar þessara skoð- anabræðra, að mestu leyti sam- anstanda af, og sízt bæta fyrir málstað þeirra. Sjómenn hér við Djúp og reyndar fleiri (aðrir en rækju- veiðimenn) telja engum vafa undirorpið að trillubátaútgerð mur.di eiga sér góða framtíð 'nér ef sömu lög giltu hér sem annars staðar á landinu hvað friðun snertir. Hitt má svo nokkurn veginn telja víst, að verði hér á fiski- miðunum engar skorður settar við rækjuveiðunum þarf ekki að hugsa lengur til fiskveiða un meginhluta Isafjarðardjúps. Vigur, í apríl 1957. I Bjarni Sigurðssotv Þessi fallega mynd er úr Lappakvikmynd Per Hösts. Von á sfórfráðSegri Lappa-kvikmynd í haust lega væri á íslenzku ferðasaga eftir Exling, en ísland var fyrsti áfangastaður hans í þeirri ferð. Héðan hélt hann til Kanada og ferðaðist bæði um Norður- og Suð ur-Ameríku allt til Galapagos. Guðrún Brunborg sýnir nýja Per Höst-mynó GUÐRÚN BRUNBORG leit inn í ritstjórnarskrifstofu blaðsins í gær, en hún er hér á snöggri ferð og að sjálfsögðu í sambandi við hið mikla og óeigingjarna menn- ingarstarf, sem hún helgar krafta sína og öllum er kunnugt. Per Höst tók myndina sjálfur ásamt aðstoðarmönnum sínum, en einn þeirra er E rling Brunborg, sonur Guðrúnar, sem þykir snjall kvikmyndatökumaður. Þá gat Guðrún þess að væntan- Vanti ijðiir prentun, /xi miinið LETUR VÍÐIMEL 63 — SIMI 1825 Guðrún sagði að dvöl sín hér yrði skömm að þessu sinni, en í haust kæmi hún væntanlega með nýja kvikmynd eftir Per Höst. Fjallar hún um lifnaðarhætti Lappa og nefnist „Same Jakki“ (Ár Lappans). Myndin var frum- sýnd í Osló 21. marz sl. og hefir aðsókn að henni verið gífurleg. Á fruh.sýningunni komu fram nokkr ir Lappar og jafnvel lifandi hreinn með sleða í drætti. HRINOUNUM FRÁ Xiqutftv*1 L/ (7 HAFNARSTR.il #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.