Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 17. apríl 1957 MORGUNBLAÐIÐ 15 til þess að béra undir okkur mál þessa efnis. ÁSTÆÐA LAGANNA 1951 Ég veit, að stjórnarliðar svara því svo:Áður fyrri var gengið fram hjá utanríkismálanefndinni í nokkrum tilfellum. Það er rétt. Meðal annarra neyddist ég til þess sem utanrík- isráðherra. En hvorttveggja kom til, að þau lagaákvæði voru óljós- ari heldur en þetta, auk þess sem ég taldi, að það væri ekki verj- andi, að bera mál, sem vörðuðu varnir fslands gegn hugsanlegri árás frá hinum alþjóðlega komm- únisma og handlangara hans, valdhöfunum í Rússlandi, að það væri ekki verjandi frá þjóðar- hagsmunum íslendinga að bera þau mál undir fulltrúa komm- únista hér. Það væri hið sama eins og að tala við rússnesku valdhafana sjálfa um hvað ætti að gera tií að verja ísland gegn ofbeldi þeirra. Ég var ekki einn um þessa skoðun, heldur voru þá allir lýðræðissinnar þeirrar skoðunar. Og ég veit, að allir lýðræðisflokkar á Norðurlöndum hafa verið sömu skoðunar. Ein- mitt þess vegna var löggjöfin frá 1951 sett, um þessa þriggja manna nefnd og fyrirmælið um, að undir þessa þrjá menn skyldu borin öll slík mál, hvort sem þau kæmu fyrir á þingtíma eða ekki. En nú er svo komið, að for- sætisráðherra íslands skýtur sér undan að lofa því að iáta stjórn- arandstöðuna, láta Sjálfstæðis- flokkinn, nær helming þjóðarinn- ar, fá að fylgjast með hvað ráðið verður af í slíkum stórmálum, vegna þess að hann þarf áður að fá samþykki erindrekanna frá Moskvu, kommúnistadeildarinn- ar, um það, hvort eigi að kveðja nær helming þjóðarinnar til ráðu neytis í slíku máli. tJRSHTAVALD KOMMÚNISTA Eg játa, að íslenzka ríkisstjórn- in, og einkanlega utanríkisráð- herrann, hafa varðandi sjálfan varnarsamninginn haldið betur á heldur en stundum var ástæða til að óttast. íslenzka þjóðin við- urkennir, að það var nauðsynlegt hennar vegna og heimsfriðarins' vegna, að fallið var frá endur- skoðun varnarsamningsins í haust. Hitt ber að harma, að saman við þá sjálfsögðu og eðli- legu ráðstöfun skyldi blandað svo óskyldu máli eins og lána- útvegunum, sem hlýtur að verða íslandi og íslendingum til óvirð- ingar hvar sem þær fregnir spyrjast. En enginn getur sagt, hvað of- an á verður í hugum eða álykt- unum núverandi valdhafa hverju sinni. Það er ekki aðeins, að sjálf- ur forsætisráðherrann sé skap- lyndi sínu samkvæmt og eðli hreinn ævintýramaður í þessum efnum, heldur á ríkissjórnin líf sitt undir ákvörðun íslenzku kommúnistadeildarinnar. Og hversu lengi helzt það, að sú deild verði svo hrædd, að hún þori ekki með neinu móti að leggja út í almennar kosningar og feli sig eins og refur í greni, haldi kyrru fyrir þar sem komið er, heldur en að leggja út undir bert loft, svo að kjósendur veiti þeim þá hirtingu, sem þeir vita, að þeir eiga von á? Við vitum aldrei, hvenær að kommúnistum verður svo kreppt að þeir setji stjórninni úrslita kosti í varn- armálunum og enginn veit þá hvaða ákvörðun núverandi vald- hafar í ríkisstjórn íslands taka. ENGINN VEIT HVAÐ OFAN Á VERÐUR Þeim mönnum, sem fyrir rúmu ári létu sér sæma að draga ör- yggi utanríkismála og sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar ofan í svað svörtustu og verstu pólitísku klækja, sem hér hafa þekkst, er ekki treystandi. Þvílík vinnu- brögð horfa ekki til heilla. íslendingar verða að taka sam- an höndum og tryggja, að aldrei framar verði utanríkismálin, varnir landsins, þátttaka okkar í þeim alþjóðasamtökum, sem heimsfriðurinn er undir kominn, gerð að auvirðilegri verzlun- arvoru. Við verðum að taka saman höndum um það, að tryggja að sjálfstæði og öryggi, varnir og frelsi þessarar þjóðar verði hvað sem öðrum deilum líður, hvað sem dægurbaráttunni líður, látin sitja öllu ofar. Að á þau verði litið einungis út frá hagsmunum þjóðarheildarinnar og hvað er nauðsyniegt fyrir heimsfriðinn hverju sinni. — Sauðárkrókur Aðalfundur Húsmæðra- félags Reykjavíkur Affa námskeið haidin í vefur á vegum féiagsins HÚSMÆÐRAFÉLAG REYKJAVÍKUR hélt aðalfund sinn 10. apríl sl. Átta námskeið hafa verið haldin í vetur á vegum félagsins, sjö saumanámskeið og eitt matreiðslunámskeið. Þá hafði félagið sýningarkennslu um jólaleytið og sóttu hana um 300 konur. Að meðaltali voru 130 flíkur saumaðar á hverju saumanámskeiði. Fjárhagur félagsins stendur með blóma þrátt fyrir mikinn kostn- að við námskeiðin. Hótel Villa Nova er upphaflega byggt sem sumarbústaður fyrir danskan kaupmann áriff 1903. Framh. af bls. 9 laust að hafa þar sjúklinga inn- an veggja. Um rekstur hins gamla sjúkrahúss var samstarf milli sýslu og bæjar. Samkvæmt gild- andi lögum um framlag til bygg- ingar nýrra sjúkrahúsa greiðir ríkið % hluta af byggingarkostn- aði sjúkrahúsa í sveitum, en að- eins % þegar um er að ræða sjúkrahús í bæjum. Sauðárkróks bær verður því að greiða mun hærri upphæð af sínum hluta í hið nýja sjúkrahúsi heldur en sýslufélagið. Er áætlað að þetta nemi um 1 millj. kr. og munar ekki stærra bæjarfélagi um minna en það. Þingmenn Skaga- fjarðar hafa á yfirstandandi Al- þingi borið fram frv. til breyt- inga á lögunum um framlag til nýrra sjúkrahúsa og felur breyt- ingin í sér að jafnt gangi í þessu efni yfir sveitafélög og kaup- staði með færri en 1500 íbúa. — Hið nýja sjúkra- hús er 7800 rúmmetrar að stærð með 25 sjúkrarúmum og rúmi fyrir 14 vistmenn á eiliheimili, sem jafnframt verður starfrækt í sjúkrahúsinu. Til voru nokkrir sjóðir er þessi bygging var haf- in og ennfremur mun Trygging- arstofnun ríkisins veita lán til byggingarinnar. STÓR SUNDLAUG í SMÍÐUM Stór og glæsileg sundlaugar- bygging er að rísa af grunni á Króknum. Er þegar búið að byggja vatnsþróna, en hún er öll ofanjarðar og verið er að ganga frá bráðabirgðaklefum í byggingunni og er áformað að laugin geti tekið til starfa í vor. Áður þurfti að senda öll börn af Króknum fram í Varmahlíð til sundnáms, aka þeim á milii kvölds og morgna, en þetta er 26 km. vegalengd. Hafði þetta að sjálfsögðu allmikinn kostnað í för með sér. Gott félagsheimili er á staðn- um og nýbyggður barna- Og gagn fræðaskóli, hin myndarlegasta bygging. Eitt af mest aðkallandi fram- kvæmdum bæjarins er viðgerð varnargarðs sem liggur með veg- inum fram með höfninni innan úr bænum og út að athafna- svæði hafnarinnar. Garður þessi er mjög orðinn skemmdur og rífur sjórinn stöðugt meira og meira úr veginum og í brimi er hann ófær. Lagfæring á þessu er óhjákvæmileg á næsta sumri, en áætlanir um verkið eru hjá hafnarmálaskrifstofunni. Til er á Sauðárkróki niður- suðuverksmiðja, sem er félags- eign bæjarins og Karls Friðriks- sonar frá Akureyri. Er hún starf- rækt öðru hverju einkum á vor- in þegar smásíld gengur í fjörð- inn og _eru þá soðnar niður sard- ínur. Áhugi er á því að auka starfsemi þessarar verksmiðju og þarf til þess fremur lítinn til- kóstnað. BYGGJA Á VINNSLU TOGARAFISKS Um framtíðaratvinnumál Sauð árkróks, segir Björgvin að menn byggi fyrst og fremst á vinnslu togarafisks. Atvinnumálin þurfa nauðsynlega umbóta við. Þó hefir ekki verið svo siæmt á- stand að menn hafi mikið þurft að leita atvinnu til fjarlægra staða. Takist að reka bæði frystihúsin af fullum krafti fullyrðir Björg- vin að atvinnuástandi staðarins sé borgið. Stór og góður flugvöllur er á Sauðárkróki og má segja að sam- göngukerfið á landi sé gott. Með bættri höfn og nokkrum úrbót- um í atvinnumálunum á Sauðár- krókur sýnilega bjarta framtíð fyrir sér. Þetta er höfuðmiðstöð og hjarta stórs og myndarlegs landbúnaðarhéraðs.. Það er því ekki ástæða til annars en bjart- sýni fyrir íbúa þessa snotra kaup- staðar við Gönguskarðsárós. — vig. STJÓRNIN Öll stjórn félagsins var endur- kosin, en hana skipa nú: Jónína Guðmundsdóttir, formaður, Inga Andreasen, varaformaður, Mar- grét Jónsdóttir, gj'aldkeri, Soffía Ólafsdóttir, ritari, Guðrún Ólafs- dóttir, Þórdís Andrésdóttir, Þór- anna Símonardóttir. Endurskoð- endur eru Evgló Gísladóttir og Jenny Sandholt. Á fundinum var gerð að heiðursfélaga frú Sesselja Þor- steinsdóttir, elzta konan í 'félag- inu. ÝMIS MÁL RÆDD Ýmis mál voru tekin til með- ferðar og urðu umræður ali Dedijer fær ferðaleyfi BELGRAD, 15. apríl. — Júgó- slavneska stjórnin hefur heim ilaff Vladimir Dedijer aff fara úr landi í fyrirlestrarferff til Svíþjóffar. Dedijer er ákveff inn stuffningsmaffur Milovan Djilas, sem nú situr í fangelsi fyrir aff krefjast afnáms ein- ræffis í Júgóslavíu. Sjálfur var Dedijer dæmdur fyrir tveim- ur árum í refsingu fyrir „fjandsamlegan áróffur“. — — Reuter. miklar. Mikiar umræður urðu um hækkanir á nauðsynjavörum, læknagæzlu Slysavarðstofunnar og skattamál hjóna. Voru tillög- ur gerðar og samþykktar um öll þessi mál. Fer hér á eftir tillaga er samþykkt var varðandi skatta mál hjóna: LÝSIR STUÐNINGI „Aðalfundur Húsmæðrafélags Reykjavíkur haldinn 10. apríl 1957 í Borgartúni 7, þakkar fram komið frumvarp á Alþingi er frú Ragnhildur Helgadóttir, Magnús Jónsson, Benedikt Gröndai, Jó- hann Hafstein og Pétur Péturs- son flytja um sérsköttun hjóna, og lýsir eindregnum stuðningi við frumvarpið". Ferðafélag Akureyrar leggur veg í Herðubreiðarlindir AKUREYRI, 12. apríl: — Ferðafélag Akureyrar hélt nýiega aflal- fund, en starfsemi þess hefur verið lítil síðustu tvö árin, eða síðan hinn ötuli ferðagarpur Þorsteinn Þorsteinsson féll fri. STJÓRNIN í stjórn voru kosnir: Kárl Sig- urjónsson, prentari, en hann er nú formaður félagsins, Tryggvi Þorsteinsson, Karl Magnússon, Jón Sigurgeirsson og Karl Hjaita son. VEGUR 1 HERÐUBREIÐALINDIR Samþykkt var á fundinum að ieggja fram fé til vegalagningar inn í Herðubreiðalindir þar sem fyrirhugað er að byggja sælu- hús. Fóru nokkrir félagar þá leið í sumar ásamt Karli Friðrikssyni yfirverkstjóra hjá vegagerð ríkis ins. Var vegarstæðið þá kannað og merkt. Hafin hefur verið vinna við veginn og væntir félagið þess, að honum verði lokið í sumar. NEFNDIR í ferðanefnd voru kosnir: Jón D. Ármannsson, Björg Ólafsdótt- ir, Björn Baidursson, Ólafur Jónsson og Bjöm Þórðarson. í ritnefnd voru kosnir, en félagið gefur út tímaritið „Ferðir": Björn Bessason, Björn Þórðarson og Þormóður Sveinsson. — JQB. ARI BOGASON pipulagningameistari ARI BOGASON, pípulagninga- meistari, lézt í Landspítalanum þann 10. janúar sl. Margt af því fegursta í bernsku minningum mínum er einmitt tengt honum. Hann bjó á heimili mínu, þegar ég var barn. Mörg af þeim sönglögum, sem mér eru hjartfólgnust, kynnti hann mér fyrstur manna með sinni hljóm- fögru og björtu tenórrödd. Og mikið þótti okkur systkinunum vænt um Ara fyrir sönginn. Enn hljómar rödd hans í huga mér frá bernskuár unum: Innsta þrá í óskahöllum, á svo margt i skauti sínu: Ég vildi geta vafið öllum vorylnum að hjarta þínu. Já, þau voru mörg sönglögin, bæði innlend og erlend, sem ég kynntist fyrst af söng Ara. Ég finn það betur og betur, hvað það var þýðingarmikið fyrir við- kvæma barnssálina, að kynnast snemma góðri hljómlist og um- gangast jákvæðar persónur, en það var Ari raunverulega. Mannkostir Ara voru miklir og hann mátti ekki vamm sitt vita í nokkrum hlut. Hann „hélt sínu striki“ í þeim kostum, þó illska heimsins léti hann ekki alltaf í friði. Ari var mikill alvörumaður og íhugaði lífið eins og heimspek- ingur og trúmaður í senn. En þrátt fyrir það var hann mjög spaugsamur og kímnigáfa hans var þroskameiri en almennt ger- ist. Ari var einnig bókvís og list- hneigður, en aðdáun hans á list- um var aldrei á kostnað líkam- legra starfa. Hann vissi það mörg um fremur, að andleg og líkam- leg störf þurfa að fylgjast að. Hönd og heili verða að vinna saman. Ari leysti sjálfur af hendi þýðingaramikil störf í iðngrein sinni, sem voru pípulagningar og átti marga góða vini meðal stétt- arbræðra sinna. En hver veit, hvað hver einstaklingur er í raun og veru? í mínum augum var Ari alla tíð gáfaður söngvari. Þó lærði hann aldrei að syngja. Ari Bogason var' fæddur að Uppsölum við Seyðisfjörð vestra, þann 27. júní 1901 og ólst þar upp fram yfir tvítugt. Ari var vel ættaður. Móðurætt hans var Skarðsætt, langamma hans var Ágústína Egilsdóttir skáldkona. Föðurætt Ara var Staðarfellsætt. Móðir Ara var Rósa Aradóttir frá Uppsölum, en faðir hans Bogi Benediktsson. Hann drukknaði árið 1907. Mikill söknuður ríkir á heimili Ara heitins hjá eftirlifandi konu hans, Rósu Sigurðardóttur og syni þeirra Sigurði Erni. En sorgin mun víkja fyrir fögr- um minningum um heilsteyptan persónleika og góðan dreng. E. K. F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.