Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.04.1957, Blaðsíða 9
Miðvíkuclagur 17- aprfl 1957 MORCUNfíT 4ÐIÐ vandamal síns > , • v ■ ’ enn stendur og hefir á sínum tíma verið veglegt og vandað guðshús. Áður áttu Sauðárkróks búar kirkjusókn að Sjávarborg. Með hifmi nýju kirkju eru sam- einaðar Sjávarborgarsókn og Fagranesssókn en kirkjurnar þar lagðar niður. FÉLAGSSKAPUR DAFNAR Fljótt tekur alls konar félags- skapur að dafna. Árið 1886 er stofnaður sparisjóður, sem í dag er orðinn sterk stofnun. 1888 er stofnað leikfélag, sem mun vera elsta leikfélag landsins. Kaupfé- lag er stofnað 1889, kvenfélag 1896, stúka 1897. Landsímastöð er opnuð 1906, og sama árið tók sjúkrahús það, sem enn er rekið til starfa og árið 1907 er stofnað ungmennáfélag. Fyrsta bryggja, sem skip gátu legið við er byggð 1913. Hafnarlög fyrir staðinn eru samþykkt 1931 og núverandi höfn byggð á árunum 1937—’39. Kaupstaðarréttindi fær svo Sáuð- árkrókur árið 1947. Er því 10 ára nú sem kaupstaður og á því þar þriðja merkisafmælið á þessu ári. Elsta húsið, sem enn stendur á Sauðárkróki mun vera svo- nefnt Ellindarhús og var það byggt skömmu eftir 1872 af fyrsta kaupmanninum, sem hér Gislason, sem allir voru dugandi áhrifamenn í verzlunarstétt, en Valgarð og Popparnir báðir voru miklir forystumenn í félagsmál- um. ÝMSIR FORYSXUMENN Fyrsti skólastjóri hér er Lárus Tómasson, síðan Einar Stefáns- son og þá séra Árni Björnsson, síðar prófastur í Görðum. Var séra Árni mikill afskiptamaður um félagsmál og lengi oddviti. Jón Þ. Björnsson tekur svo bæði við skólastjóra- og oddvitastöð- unni af séra Árna. Skólastjóri er Jón frá 1908 til 1952, en að sveit- arstjórnarmálum vinnur hann frá 1913 til 1934. Fyrsti sýslumaður búsettur á staðnum er Jóhannes Ólafsson, sem hingað fluttist framan frá Gili 1890. Fyrsti héraðslæknir var Árni Jónsson, um 1880 er héðan fluttist að Glæsibæ. En fyrsti læknirinn, sem hér settist að var Guðmundur Magnússon síðar prófessor, hingað kominn 1892. Læknissetur er hér fyrir- skipað árið 1907. Fólk lifði hér aðallega á verzl- un, útgerð og síðar gripahaldi, sauðfé og kúm. Flestar verða kýr hér 1934 þá 130 talsins, en síðan hefir þeim farið fækkandi, en fé fjölgað. Þessi mynd er frá því um 1905. Sýnir hún markað á Sauðárkróki. Bændurnir verzla með kýr mg hesta og káupa timbur. Prúðbúið fólkið gengur um og sýnir sig og sér aðra. íbúar á Sauðárkróki eru skv. síðasta manntali 1074. Fólksfjölg- un hefír ekki verið mikil að und- anförnu, en fólkinu hefir ekki Flugvöllurinn á Sauðárkróki, mikil og góð samgöngubót. Brautin er með hinum lengstu hér á landi og þar geta millilandaflugvélar auðveldlega lent. settist að og sem áður er getið. Hér á Sauðárkróki hefir alltaf verið rekin nokkur útgerð, lengi framanaf á smábátum og um alda mót var malarkamburinn mor- andi af slíkum farkostum. FRAMSÝNIR OG DUGANDI MENN Sauðárkrókur átti á bernskuár- um sínum framsýna og dugandi menn. Hinir dönsku kaupmenn, sem hér settust að voru mennt- aðir athafnamenn. Stóðu þeir ásamt mörgum gegnum íslend- ingum í fylkingarbrjósti á sviði menningar og veraldlegra fram- fara. Þessir menn voru búnir listrænum hæfileikum og stað- urinn býr enn að kynnum þeirra af heimsmenningunni. Fyrstan þessara marpia má telja gamla Popp, eins og hann var oftast nefndur, Lúðvík Popp hét hann fullu nafni. Hann stóð m.a. fyrir kirkjubygging- unni, sem ber merki framsýni hans og listrænnar gáfu. Þá má nefna Stefán Jónsson faktor hjá Gránufélaginu, Valgarð Claessen, síðar Kristján Popp og Kristján Um fjölda búenda hér á hin- um ýmsu tímum segir Jón mér svo frá. Árið 1870 er hér enginn íbúi, 1880 eru 60 íbúar, 1890 192 íbúar, 1900 eru 487 íbúar og árið 1913 eru þeir orðnir 533 ,eða um það bil helmingur þess fjölda er nú byggir staðinn. RÆXX VIÐ BÆJARSXJÓRANN UM DÆGURMÁLIN Við Jón Þ. Björnsson slítum þessu spjalli, sem aðeins getur sýnt skyndimyndir í stuttri blaða grein. Ég kveð hann og þakka ánægjulega stund og held á fund BjÖrgvins Bjarnasonar bæjar- stjóra til þess að rabba við hann stutta stund um hag Sauðárkróks í dag og framtíðarvonir þess fólks sera hann byggir. Björgvin Bjarnason er enn maður ungur að árum, rúmlega fertugur. Hann hefir verið bæjar- stjóri á Sauðárkróki frá því bær- inn fékk kaupstaðarréttindi eða I sl. 10 ár. Hann er því manna kunnugastur högum og háttum staðarins eins og þeir gerast í dag. Þetta er höfnin á Sauðárkróki og mannvirkin er að henni liggja, tvö frystihus og tvær beina- mjölsverksmiðjur. Á þessum mannvirkjum byggja íbúarnir hvað mest framtið sína á sviði atvinnumálanna. Snáðinn t.v. er maður framtíð- arinnar á Sauðárkróki — hngsar þungt um fækkað á síðustu árum, heldur fjöldinn hajdist nokkuð eðlilega í horfinu. Fólkinu þykir vænt um staðinn. Það unir þar vel hag sínum og lífskjör almennings má yfirleitt telja góð. íbúabygging- ar hafa verið miklar á síðustu árum og enn eru mörg hús í smíðum. Árið 1952 var svo kom- ið að útrýmt hafði verið öllum heilsuspillandi íbúðum, þ. e. a. s. þeir sem í slíku húsnæði höfðu búið til þess tíma, áttu þess allir kost að fá betri vistarverur. AXVINNUMÁLIN EINI VANDINN Atvinnumál Sauðárkróksbúa eru þeirra höfuð vandamál. Kaupstaðarbúar eiga % í togar- anum Norðlendingi, ásamt Hús- víkingum og Ólafsfirðingum. Hef ir hann verið staðnum allmikil lyftistöng, því marga fiskfarma hefir hann flutt á land hér. Tvö frystihús eru hér á Sauðárkróki og tvær beinamjölsverkverk- smiðjur sem eru í eigu frysti- húsanna. Hraðfrystihús þessi eru í eigu tveggja félaga, Hraðfrysti- stöðvarinnar h.f. og Kaupfélags- ins. Er hið síðarnefnda rekið af félaginu Fiskiðjan h.f., sem er eign bæjarins og kaupfélagsins. Síðastliðið ár gekk starfræksla þessara fyrirtækja allvel og má þá telja að atvinnuástandið í kaupstaðnum hafi verið gott. En síðan í ágúst sl. hefir íshús Hrað- frystistöðvarinnar ekki verið starfrækt. Þetta er staðnum mjög bagalegt vegna þess að ekki er hægt að taka á móti heilum tog-} araförmum af fiski nema bæði frystihúsin séu í gangi. En eins og kunnugt er er illmögulegt að fá togarafyrirtæki til þess að láta skip sín landa aðeins hluta af farminum á hverjum stað. Um 20—30 trillubátar eru gerð- ir út frá Króknum og 2 dekkbát- ar. Veita þeir ekki mikla at- vinnu öðrum en þeim, sem með þá eru. HÖFNIN ÞARF ÚRBÓTA Höfnin hefir lengi verið vanda mál Sauðárkróksbúa. í fyrra- sumar var hún grafin upp og geta nú allir togarar lagst að hafnar- garðinum svo til hvenær sem er, ennfremur minni skip, svo sem fellin og minni fossarnir. Fram- undan er stórátak sem sé að koma höfninni í gott horf, svo að öll skip geti lagst þar við bryggju. Það er að sönnu mjög ekki verið starfrækt, en það er lífsskilyrði staðarins að öll at- vinnutæki hans séu rekin. Að öðru leyti vinna Sauðár- króksbúar aðallega að verzlun, og handverki alls könar. Tré- smíðaverkstæði eru þar góð og þess dæmi að þaðan séu seld t. d. húsgögn til Reykjavík- ur. Bíla- og vélaverkstæði eru stór. Kvikfjárrækt er mikil. Hér eiga menn um 2000 fjár. Hins vegar fer kúm fækkandi og eru þær nú ekki nema um 50 talsins. Á Sauðárkróki er bæði hita- veita og nægilegt rafmagn. Stað- urinn þyrfti að geta eflt ein- hvers konar iðnað, þannig að at- vinnuástandið gæti verið örugg- ara en það er nú. Gönguskarðs- árvirkjun var tekin í notkun 1950 og er rafmagn allt lagt í jörðu, en sjálf rafstöðin stendur inni í bænum. Er í þessu fólgið mikið öryggi, þegar veður eru ótrygg á vetrum. Sími liggur einnig all- ur í jörðu. Allstórt Mjólkurbú er á Sauð- árkróki og mjólkuriðnaður tals- verður. Munu menn þekkja Sauð i árkróksostana að góðu. Hér sést hin nýlega rafstöð. Hún stendur inni í sjálfum bænon og þarf því ekki að óttast bilanir á háspennuleiðslum. Kafmagn&- leiðslur eru allar lagðar í jörðu. óhagkvæmt að þurfa að skipa þaðan út og í land úr uppskipun- arbátum, en slíkt er nauðsynlegt þegar stærri skip eru þar til afgreiðslu. Um þessar mundir er verið að leysa úr vandamálum þess frysti hússins, sem að undanförnu hefir NÝTT SJÚKRAHÚS Hafin er smíði nýs sjúkráhúss, en eins og fyrr segir. í þessari grein var gamla sjúkrahúsið reist 1906. Er það því orðinn hinn argasti hjallur og vart vansa- Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.