Morgunblaðið - 03.05.1957, Síða 10

Morgunblaðið - 03.05.1957, Síða 10
10 MORGVNBLAfíin Fðstudagur 3. maf 1957 tJtg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Kommúnistar stóðu einnngroðir UTAN UR HEIMI Dirfskufull leyniför inn í Kína AFLEIÐINGARNAR af frekju og yfirgangi kommúnista í 1. maí nefndinni varð sú, að verkalýðs- samtökin í Reykjavík voru klof- in um hátíðahöld dagsins. Komm únistar stóðu uppi einangraðir Hinn lýðræðissinnaði hluti verká* lýðs höfuðborgarinnar neitaði að taka þátt í hátíðahöldunum og gaf út sérstakt útvafp . Á bak við þetta ávarp lýðræð- issinna stóðu verkalýðs- og laun- þegasamtök með milli 12—13 þús. félaga. Um 5 þúsund manns stóðu hins vegar að þeim félagasamtök- um, sem kommúnistar höfðu að baki sér og 1. maí ávarpi sínu. Báru svip klofnings og uppsíiafar Um heildarmynd þeirra há- tíðarhalda, sem kommúnistar beitíni sér fyrir, má segja það, að hún hafi borið svip klofn- ings og uppgjafar. Aðeins fán- ar þriggja verkalýðsfélaga sá- ust í kröfugöngu kommúnista, og hún var örfámenn. Sam- koman, sem þeir héldu á Lækj artorgi var einnig stórum fá- mennari en undanfarin ár. Hinn lýðræðissinnaði hluti verkalýðsins sat heima, til þess að mótmæla gerræði kommúnista. Vitanlega hefðu allir sannir verkalýðssinnar óskað þess að launþegasamtök höfuðborgarinn ar gætu staðið sameinuð um há- tíðarhöldin 1. maí. En ofbeldi og frekja kommúnista var slík við undirbúning hátíðarhaldanna að lýðræðissinnar gátu ekki beygt sig fyrir henni. i>eir vildu tví- mælalaust láta samstöðu íslenzks verkalýðs með vestrænum lýð- ræðisþjóðum koma fram í ávarpi sínu. En því snerust kommúnistar harðlega gegn. Hins vegar kröfð- ust þeir þess, að upp í ávarpið yrði tekin krafa um framkvæmd ályktunarinnar frá 28. marz 1956 um brottför varnarliðsins. Þessar kröfur settu kommún- istar fram, þrátt fyrir það, að þeir hafa sjálfir tekið þátt í því að semja um áframhaldandi dvöl varnarliðsins um óákveðinn tíma og þegið hvert dollaralánið á fæt ur öðru frá Ameríku sem endur- gjald fyrir svik ríkisstjórnarinn- ar í varnarmálum! Biöðruselurinn í útvarpinu Undanfarin ár hefur það tíðk- azt og þótt sjálfsagt, að verkalýðs samtökin hefðu kvölddagskrá í útvarpinu hinn 1. maí. Yfirleitt hefur sú dagskrá farið vel fram. Að þessu sinni ílutti Hannibal Valdemarsson félagsmálaráð- herra þar ræðu fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar. Var hún með end- emum ósmekkleg og óviðeigandi. Notaði Hannib. tækifærið til þess að ráðast með svívnðingum og aðdróttunum á pólitíska andstæð inga sína, sem auðvitað höfðu ekkert tækifæri til þess að svara honum á þessum vettvangi. En jafnframt grobbaði hann svo ákaflega af sínum persónu- legu afrekum að hlustendum of- bauð. Sem dæmi um hið einstæða sjálfshól hans má nefna það, að hann þakkaði sér og núverandi ríkisstjórn að myndarleg fiskiðju- ver væru nú í byggingu í all- mörgum kaupstöðum landsins. Sannleikurinn er auðvitað sá, að framkvæmdir við 511 þessi mannvirki voru hafn:i áður en núverandi ríkisstjórn kom til valda. Blöðruselurinn í sæti núverandi félagsmála- ráðherra átti ekki hinn minnsta þátt í því að hafin var bygging þessara nauðsynlegu framleiðslutækja. Skrumið um kaupmátt launanna Þá staðhæfði blöðruselurinn að kaupmáttur launa mætti nú heita hinn sami og þegar núverandi rík isstjórn tók við völdum. Þessu ætlast vinstri stjórnar- herrarnir til að alm. í land inu trúi! En hvað segja sjálfar staðreyndirnar? Hefur ekki sjálf ríkisstjórnin lýst því yfir og haft það eftir hagfræðingum sínum, innlendum og erlendum, að hundruð milljóna króna „milli- færslu“ yrði að framkvæma frá neytendum í landinu til fram- leiðslunnar? Og hefur ekki vinstri stjórn in sjálf lögfest tillögur um 300 millj. króna nýja skatta og tolla á almenning? Þessir skatt ar þýða um 8 þúsund króna gjaldabyrði á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu. Svo kemur, blöðruselurinn, sem er félagsmálaráðherra, og forseti Alþýðusambands fslands, og heldur því blákalt fram, á hátíðisdegi verkaiýðsins, að kaup máttur launanna hafi ekki rýrn- að síðan núverandi ríkisstjórn tók við völdum. Hvílík óskammfeilni, og hvílík eindæma fyrirlitning á heil- brigðri dómgreind fólksins. Sjálfsánæwia o« or0rt vinstri stjórnarinnar Því miður er það staðreynd að kaupmáttur launa íslenzks verka fólks fer um þessar mundir dag- minnkandi. Þess vegna hafa um eða yfir 20 verkalýðsfélög sagt upp samningum við atvinnurek- endur það sem af er þessu ári. Og sjálfir hæla vinstri stjórnar herr- arnir sér af því, að veruleg kaup- hækkun hafi orðið t.d. hjá sjó- mönnum og farmönnum, að ó- gleymdu starfsfólki S.f.S. Kapp- hlaupið milli kaupgjalds og verð- lags er þess vegna því miður í fullum gangi, þrátt fyrir skrum blöðruselsins í útvarpinu. En vinstri stjórnin verður ekki trufluð í sjálfsánægju sinni og gorti. Hún segist hafa tryggt „vinnufrið" í landinu. En í hverju birtist þessi vinnufriður? Birtist hann í verkföllunum á undan- förnum mánuðum, eða í uppsögn um fjölda verkalýðsfélaga um þessar mundir? Nei, vinstri stjórnin hefur ekki tryggt vinnufriff fremur en atvinnuöryggi og áfram- haldandi uppbygging í land- inu. Höft, bönn og kyrrstaða er afleiðing stefnu hennar, á- samt versnandi afkomu al- mennings, hvað sem blöðru- selurinn í útvarpinu segir. I fyrri viku skýrði bandarískur flugmaður blaða- mönnum í Tokyo frá allsérstæðu ævintýri, sem hann ásamt öðrum bandarískum flugmanni hafði lent í ekki alls fyrir löngu. Flugu þessir tveir flugmenn flugvél 350 mílur inn í Kína, lentu þar, og fluttu til baka piltung einn, son kínversks kaupsýslumanns, sem orðið hafði að flýja land sitt, er kommúnistar brutust þar til valda, en hafði ekki fengið að taka ungan son sinn með sér. Hafði Kínverjinn gert margar til- rarmir til þess að bjarga syni sínum úr höndum kommúnista — og heppnaðist það loksins með aðstoð flugmannanna tveggja að undangengnum miklum undir- búningi. S agan hljómar sem ævintýri, og menn eiga bágt með að trúa, að slíkt sem þetta geti átt sér stað nú á tímum, þegar herveldin nota alla tækni nútim- ans til þess að vaka yfir landa- mærum sínum. En samt sem áður er þetta satt — og hér fer á eftir sagan, eins og annar flugmaður- inn sagði hana. Hann heitir Henry Bush, 42 ára, starfandi flugmaður hjá flugfélagi í Vene- zuela, „Linea Aearopostal Vene- zolana“. Bush hefur 19 ára reynslu að baki sem flugmaður og er fullhugi hinn mesti. Um þessar mundir er hann í sjö mán- aða fríi, og hefur dvalizt um skeið í Austurlöndum. Ekki vildi Bush skýra frá nafni félaga síns, sem fór með honum þessa hættuför. Hins vegar sagði hann, að maður sá væri starfandi flug- maður hjá flugfélagi einu í Suð- austur-Asíu, kvæntur kínverskri konu og óttast, að hefndum yrði komið fram á ættingjum hennar í Kína, ef nafn hans vitnast. B ush hitti f iugmann þeníian fyrst í Pnom Penh í Cambodiu í fylgd með kínversk- um ferðaskrifstofustarfsmanni. Spurði Kínverjinn Bush hvort hann vildi af „miskunnsemi" taka sér á hendur ferð til meg- inlands Kína. Bush tók þessu fálega, en sagðist mimdu hugsa málið. Kínverjinn vildi ekki gefa honum neinar frekari upplýsing- ar, en sagði, að kínversk kona í Hongkong mundi veita hon- um þær. Hélt Bush þá til Hongkong og skömmu eftir komuna þangað varð Kínverjinn enn á vegi hans. Strax á eftir var hringt til hótels- ins, sem Bush bjó í. Var það kven maðurinn, er Kínverjinn hafði talað um, sem hringdi og bauð Bush út til kvöldverðar á þekkt- um veitingastað. Þessi kínverska kona reyndist vera ung og mjög fögur og sagði hún Bush ástæð- urnar, sem lágu að baki öllu þessu. B ush sagðist mundu hafa hlegið og skemmt sér vel yfir þessari sögu, ef einhver ann- ar en kínverska stúlkan hefði sagt hana. Hún virtist svo hrein- skilin og innileg, að ekki var ann- að hægt en að trúa henni, sagði hann. Sagði hún, að fyrir sex árum hefði auðugur kínverskur kaup- sýslumaður orðið að flýja heima- landið undan ofsóknum komm- únista. Nokkrum andartökum fyrir brottförina var ungur son- ur hans numinn á brott af þjóni kaupsýslumannsins. Þjónn þessi reyndist vera útsendari kommún- ista — og lét hann flytja dreng- inn langt inn í land, og var hann þar hafður I stofufangelsi. Und- anfarin ár hefur faðirinn greitt miklar féfúlgur í lausnargjald fyrir son sinn — og þegar hér var komið var upphæðin orðin nægilega há til þess að gæzlu- menn drengsins vildu láta hann af hendi . IC ínverska stúlkan lagði lauslega ferðaáætlun fyrir Bush og lofaði honum að koma til hans daginn eftir nákvæmum uppdrætti af héraðinu svo og farmiðum með ferjunni til port- úgölsku nýlendunnar Macao, en þar sagði hún að flugvél biði hans. Þetta stóð allt heima, og daginn eftir hélt Bush ásamt ó- nafngreinda flugmanninum, kín- versku stúlkunni og tveim kunn- ingjum hennar áleiðis til Macao. Þangað komu þau kl. 3 aðfara- nótt 5. apríl sl. Á móti þeim tók kínverskur ökumaður. Ók hann þeim út í óbyggðir, og að tveim stundum liðnum komu þau á þann stað, sem flugvélin var geymd á. Var hún af gerðinni PBY og gat bæði lent á sjó og landi. Þar var og kínverskur vél- virki, sem tók fagnandi á móti ferðalöngunum. E ftir að snætt hafði verið í skyndi stigu bandarísku flugmennirnir tveir um borð í flugvélina, ræstu hreyflana og reyndu farkostinn. Allt virtist vera í hinu bezta lagi — og 15 mínútum síðar hófu þeir sig til flugs. Fyrir stafni var land hinna kínversku kommúnista, víðáttu- mikið og hrikalegt. Bush og fé- lagi hans voru að leggja upp i hættuför, ólöglega för, 350 mílur inn í ókunnugt land. Þeir vissu, að þeir yrðu dauðans matur, ef eitthvað bæri út af og kín- verskir kommúnistar hefðu hend ur í hári þeirra. F erðin sóttist seint. Alla leiðina flugu þeir í 500 til 1000 feta hæð og þræddu dali og gljúfur til þess að vekja sem minnsta athygli. Á þann hátt gáfu þeir heldur ekki færi á flug- vélinni sem hentugu skotmarki. Eftir fjögurra stunda flug komu þeir í dalverpið, sem var ákvörð- unarstaðurinn. Landabréf þeirra var nákvæmt, þeir urðu að treysta á undirbúning kínverska kaupsýslumannsins. Það var ekki um annað að ræða en að lenda án alls hiks. Ef eitthvað hefði kom- izt upp og kínverskir hermenn biðu þeirra þarna niðri? Nei, það var tilgangslaust að hika. 1 dalverpinu, skammt frá þorpi einu, var ein malar- flugbraut, sem auðsjáanlega hafði ekki verið haldið vel við. Hún var gljúp og ekki sem bezt fallin til lendingar. En allt gekk þó vel — og Bush stöðvaði flug- vélina á brautarendanum. Ekki höfðu þeir setið lengur í flug- vélinni en tvær mínútur, er þeir sáu vörubifreið koma akandi í áttina til þeirra. Bifreiðin rann upp að flugvélinni, en auk öku- mannsins var í bifreiðinni piltur, á að gizka 12—13 ára. Allt hafði staðizt áætlun. Pilturinn klifraði upp í flugvélina og innan stund- ar var hún á lofti að nýju. Ferðin til baka gekk slysa- laust og lent var í Macao eftir um það bil fjórar stundir. öll ferðin hafði því tekið rúmar átta stundir. E kki vildi Bush láta uppi nafn dalverpisins, því að hann kvað það varhugavert: Kommúnistastjórnin gæti hafið ofsóknir gegn íbúum dalsins. Saga Bush var fyrst birt í blöð- um í Macao, Hongkong og Tokyo. Fólk var ákaflega vantrúað á sanngildi hennar — og strax kom upp kvittur þess efnis, að Bush hefði búið þessa skemmtilegu sögu til. Hér væri aðeins um upp- spuna að ræða, því að lítt hugs- anlegt væri, að hægt væri að fljúga langt inn í Kína án þess að vekja athygli. á kom fram á sjónar- sviðið í Tokyo Bandaríkjamaður einn, Tom Moor að nafni. Er hann vel þekktur í Austurlöndum, því að hann var á sínum tíma aðal- skipuleggjandi Marshall-áætlun- arinnar í Kína. Nú er hann for ■ stjóri einnar þekktustu ferða- skrifstofu Austurlanda. Sagði Moor í viðtali við frétta- menn, að saga Bush væri í einu og öllu sannleikanum samkvæm. Kvað hann ónafngreinda aðstoð- arílugmanninn vera einn af nán- usrU vinum sínum, hann hefði sjálfur séð bæði ferðaáætlunina og flugvélina, sem farið var á, löngu áður en Bush kom til skjalanna. Sagðist hann og þekkja kínverska kaupsýslu- manninn vel, en eins og gæfi að skilja væri miður heppilegt að láta uppi nöfn þessara manna vegna ættingja, sem enn dveld- ust í Kína.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.