Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 1
20 siður 44. árgangur 115. tbl. — Föstudagur 24. maí 1957 Prentsmiðja Morgunblaðsins Dr. Gunnlautgur enn utun þingsulunna ENGIN fullnægjandi skýring fékkst í gær á hinu dular- fulla hvarfi dr. Gunnlaugs Þórðarsonar af Alþingi. For- seti Sameinaðs Alþingis lét ekkert í sér heyra um málið, og hafði hann þó lofað að kanna það í því skyni að upplýsa málið ef unnt væri. Alþýðublaðið gefur raunar til kynna, að skrifstofustjóri Alþingis hafi ráðið þingsetu Braga og brotthvarfi doktorsins. Skrifstofustjórinn er ágætur maður, en fram að þessu hefir honum ekki verið falið einræðis- vald um kjör þingmanna. Fyllri skýringar á þessu dular- fulia fyrirbrigði er því þörf. Sérstaka athygli hefir vakið, að síðan þessu máli var hreyft hefir dr. Gunnlaugur mjög sézt á vakki í nánd þinghússins og í anddyri þess. Eru getur að því leiddar að hann gangi nú undir próf hjá flokks- mönnum sínum í því að rétta upp hendina, þegar honum er sagt. Hussein viil Sýr- Olíklegt, að radíkalir myndi stjórn með Réttarsambandinu Berlingur: Eriksen myndar stjórn að lokum Einkaskeyti til Mbl. frá Páli Jónssyni. KAUPMANNAHÖFN, 23. maí. — Menn ganga í efa um, að unnt verði að mynda nýja ríkisstjórn í Danmörku með aðild jafnaðarmanna, radíkala og réttarsambandsmanna. — Ástæðan er sú, að hugmyndin um slíka stjórnarmyndun á ekki upp á pallborðið hjá ýmsum forystumönnum Réttar- sambandsins og í þingflokki þess sýnist sitt hverjum um slíka stjórnarmyndun. Minni hlutinn, með formann flokks- ins, Starcke, í broddi fylkingar, hefir lagzt gegn aðild Réttar- sambandsins að slíkri stjórn. EÐLILEGUR DAUÐI Þá ber þess og að gaeta, að Dalgaard formælandi radíkala, sagði fyrir kosningarnar, inu. Blaðið er enn þeirrar skoð- unar, að stjórnarkreppunni í Dan mörku ljúki með því, að Eriksen myndi stjórn. En ekki ræðir blað Erik Eriksen ið um það, hevrnig stjórn undir forsæti hans yrði skipuð. að Radikali flokkurinn vildi landsher I burtu Segist ekki óttast skyndi- >* árás frá Israel Beirut, 23. maí. JÓRDANÍUSTJÓRN hefur farið þess á leit við stjórn Sýrlands, að hún kalli heim hersveitir sinar, sem bækistöðvar hafa í Jórdaníu. — Sýrlenzku hersveitirnar voru sendar til Jórdaníu, þegar Súez- styrjöldin skall á og áttu þær að taka þátt í vörn landsins, ef meS þyrfti. Sýrlenzku *hersveitirnar hafa bækistöðvar í norðurhluta Jórdaníu. Stjórnarkreppan í Finnlandit Reynl að mynda sljórn á breiðum grundvelli. Skeyti til Mbl. frá NTB. TTELSINGFORS, 23. maí. — Kekkonen Finnlandsforseti átti i dag viðræður við leiðtoga stjórnarflokkanna um myndun nýrrur ríkisstjórnar í Finnlandi. Ekkert hefur verið látið uppi um árangur viðræðnanna. ENGINN ÓTTI Fréttamenn í Amman segja, að jórdanska stjórnin hafi tilkynnt Sýrlandsstjórn, að ekki sé lengur ástæða til þess að hafa sýrlenzku hersveitirnar í Jórdaníu. For- sendur þess séu fallnar úr gildi. Þá hefur Jórdaníustjórn tii- kynnt Sýrlendingum, að hún ótt- ist ekki lengur skyndiárás frá ísrael. EINLÆG VINÁTTA Ekki hafa borizt neinar fregnir um það, að Hussein konungur hafi farið þess á leit við Saud kon ung í Saudi-Arabíu, að hann kalli heim hersveitir sínar í Jórdaníu. Komu þær þangað um líkt leyti og sýrlensku hersveitirnar og i svipuðum tilgangi, en eins og kunnugt er, ríkir einlæg vinátta milli þeirra kónganna og er víst, að Hussein þyki styrkur í her- sveitum Sauds í Jórdaníu. Þess er og skemmzt að minnast, að Saud skipaði hersveitum sinum að styðja Hussein, ef til átaka kæmi í Jórandíu. — Aftur á móti er fátt um fína drætti í sambúð Husseins og Sýrlendinga. — Sýr- lenzka stjórnin var síður en svo hliðholl Hussein, þegar stefna hans átti erfiðast uppdráttar og enginn gat séð fyrir um, hvernig henni mundi reiða af. Bendir margt til þess, að Sýrlandsstjórn hafi þá verið ósárt um fall Huss- eins. ÁGREININGUR Sýrlandsstjórn heldur því fram, að her hennar sé kominn til Jór- daníu vegna fyrirskipunar yfir- hershöfðingja hins sameiginlega Arabahers, en eins og kunrougt er, voru herir Egyptalands, Sýr- lands og Jórdaníu settir með sér- stökum sáttmála í fyrrahaust, undir sameiginlega yfirstjórn. — Yfirhershöfðinginn er Egypti og segja Sýrlendingar, að ekki sé hægt að kalla hersveitir þeirra heim, nema hann gefi út fyr- irskipanir þess efnis. — Jórdan- iumenn halda því hins vegar fram, að sáttmálinn sé ekki geng inn í gildi ennþá, þar eð hann hafi ekki verið staðfestur af þing um viðkomandi landa. Mendes-France segir af sér PARÍS, 23. maí. — Mendes- France sagði í dag af sér for- mennsku í Radíkalaflokknum, eftir að hann hafði beðið ósigur á fundi þingflokksins. — Lagði hann til, að tveimur þingmönn- um radíkala, sem atkvæði greiddu með stjórn Mollets, yrði vikið úr flokknum. Tillaga hans var felld og sagði hann þá af sér. — Reuter. ÞÓRSHÖFN, Færeýjum. — Yfir- læknirinn við sjúkrahús Klakks- víkur, dr. med. Knud Seedorff, hefur farið fram á það við sjúkra hússstjórnina að mega segja stöðu sinni lausri hinn ágúst n.k. Stjórnin hefur ekki enn tekið aðstöðu til uppsagnarinnar, en hefur þó þegar tryggt sér nægi- lega reyndan lækni til að taka við af dr. Seedorff, með því að fyrrverandi yfirlæknir við sjúkrahúsið í Brönderslev í Danmörku, Thorvald Petersen, hefur tjúð samþykki sitt til að beldur deyja eðlilegum dauða en eiga samstarf við Réttar- sambandið, eins og hann komst að orði. — Berlingur skrifar í dag: Radíkal- ir slá meira af stefnu sinni en hægt er ajð krefjast, ef þeir ganga í ríkisstjórn með Réttarsamband- Ræddu afvopnunar- málin WASHINGTON, 23. maí. — Eis- enhower Bandaríkjaforseti ræddi í dag afvopnunarmálin við varn- armálanefnd ríkisins, sem hefur yfirumsjón með öryggismálum Bandaríkjanna. Harold ’Stassen var viðstaddur á fundinum, en hann er fulltrúi Bandaríkjanna í afvopnunarnefndinni, sem und- anfarið hefur setið á rökstóium í Lundúnum. — Varnarmála- nefnd ríkisins á að gera tillögur um öryggismál til forsetans, sem hefur úrslitavald í öllum mikil- vægum málum, er snerta öryggi Bandaríkjanna. Stassen neitaði að skýra frétta- mönnum frá niðurstöðum fund- arins, sagði, að öll mál, sem varnarmálanefndin fjallaði um, væru leynileg. — Fréttamenn segja, að Radford, herráðsfor- ingi, hafi einnig setið fundinn. Hann hefur lýst því yfir, að ekki sé hægt að treysta Rússum til að fylgja ákvæðum afvopnunarsátt- mála. gegna varalæknisstörfum við sjúkrahúsið í Klakksvík, þegar dr. Seedorff hættir störfum. Héraðslæknirinn í Klakksvík, E. L. I. Lund, hefur aftur á móti þegar verið skipaður amtslæknir í Tönder í Danmörku. Hann er ennþá í Klakksvík, en mun taka við þessu nýja embætti sínu 1. júlí í sumar. Báðir þessir læknar tóku við af Halvorsen, hinum fræga lækni Klakksvíkinga, sem nú stundar læknisstörf í Kaupmannahöfn. Er f jórða lýð- veldið 1 hættu? PARÍS, 23. maí. — Útlit er fyrir, að stjórnarkreppan í Frakklandi verði langæ. Coty Frakklandsforseti hefir í tvo sólarhringa reynt að finna forsætisráðherraefni, en án árangurs. Hann hefir átt marga fundi með stjórnmála- leiðtogum Frakka. — Frétta- menn segja, að það sé álit sumra stjórnmálamanna í París, að fjórða lýðveldið franska hangi nú á bláþræði og ekki sé gott á þessu stigi málsins að segja um, hver ör- lög þess verði. Rene Pleven er sá stjórnmála- maður, sem þykir einna líkleg- astur til að geta myndað nýtt ráðuneyti. Hann hefir áður verið forsætisráðherra, en einnig hefir hann gegnt embættum fjármála- og landvarnaráðherra. Aðrir stjórnmálamenn hafa verið nefnd ir í þessu sambandi, svo sem Mitterand dómsmálaráðherra í stjórn Mollets og Billieres, menntamálaráðherra SAMKOMULAG LUNDÚNUM, 23. maí. — Josef Strauss, varnarmálaráðherra V- Þýzkalands, hefur undanfarið átt viðræður í Lundúnum við Duncan Sandys, varnarmálaráð- herra Breta. — Viðræðum þeirra lauk í lcvöld með fullu samkomu- lagi. Ekki er vitað í hverju það er fólgið, en aðalumræðuefnið var fækkun Breta í herliði sínu á meginlandinu. — Reuter. Talsmaður Jafnaðarmanna- flokksins sagði í dag, að flokk- urinn vildi taka þátt í umræð- um um myndun nýi-rar stjórnar. Þá sagði b nn einnig, að það væri skoðun igflokks jafnaðar- manna, eðlilegt væri, að manni úx um flokki væri fal- ið að reyi stjórnarmyndun. — Sameiningsrflokkurinn lýsti því yfir, að auðsynlegt væd, að mynduð j oi stjórn á breiðum grundvelli Sænski þjóðflokkur- inn gaf í dag út yfirlýsingu þess efnis, að nauðsyn bæri til, að ný stjórn yrði mynduð hið fyrsta og yrði hún að njóta stuðnings sem flestra flokka, svo að unnt yrði að stemma stigu við efnahags- örðugleika ríkisins. — Þá hefur Finnski þjóðflokkurinn einnig tekið undir þá kröfu, að mynduð verði stjórn á breiðum grund- velli. Adenauer ræðir við Eisenhower BONN, 23. maí: — Adenauer forsætisráðherra V-Þýzka- lands fór í dag til Bandaríkj- anna, þar sem hann hyggst ræða við Eisenhower Banda- ríkjaforseta og Dulles, utan- ríkisráðherra, um alþjóðamál. — Hann fer á sunnudag til Gettysburg, þar sem hann ræð ir við Eisenhower í einrúmi. Á mánudag og þriðjudag verð ur viðræðunum svo haldið á- fram í Hvíta húsinu. Adenauer vill fá nákvæm- ar skýringar á afvopnunartil- lögum Bandaríkjamanna. — Fréttamenn benda á, að hann styðji tillögu Eisenhowers um eftirlit úr lofti, en sé andvígur því, að sameining Þýzkalands verði tekin út úr heildaráætl- unum um afvopnun. — Reuter. Báðir læknarnir ■ Klakks vík vilja yfirgefa bæinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.