Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. maí 1957 MGRCVWBLAÐIÐ 3 Fyrrverandi ríkisstjórn lagði grundvöll að stórátaki í íbúðabyggingum Aiiknar ólögor og skylduspnrnaður einu nýmæli frumvurps um húsnæðismúlustofnun IGÆR urðu miklar umræður um frv. ríkisstjórnarinnar um húsnæðismálastofnun o. fl., en það var til 3. umræðu í Neðri deild. Hafði þó Bjarni Benediktsson farið fram á það, er málið var tekið á dagskrá, að því yrði frestað þar til lögskilinn tími væri liðinn frá 1. umræðu, en afbrigði þurfti til þess að málið fengist tekið fyrir. Eigi að síður var málið tekið fyrir og neitaði forseti, Einar Olgeirsson, að verða við ósk Bjarna Benedikts- sonar. Voru afbrigðin veitt gegn atkvæðum Sjálfstæðismanna, að viðhöfðu nafnakalli. Ólafur Jóhannesson hafði fram sögu í málinu. Hældi hann frum- varpinu mjög og kvað hér um stórt og myndarlegt átak að ræða. Sagði hann að stofnun hins almenna veðlánakerfis í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar hefði verið myndarlegt átak, en ekki reynzt nóg. Hér væri því stórra átaka þörf og með þessu frv. væri gert ráð fyrir miklu stórkostlegri fjáröflun en verið hefði áður. Taldi hann hér á ferðinni hið merkasta mál og kvað sér sérstaka ánægju að mæla með frv. því með því væri stigið stærra skref en nokkru sinni fyrr. Að lokinni framsöguræðu Ólafs Jóhannessonar var fundi frestað til kl. 5 síðd., en nefnd- arálit minnihluta heilbrigðis- og félagsmálanefndar var ekki enn fram komið og kom ekki fyrr en talsvert var liðið á fram- haldsfundinn. ÓFÆRT AÐ HÚSNÆÐISMÁLA- STJÓRN HLUTIST TIL UM FJÁRMÁL BÆJA Ragnhildur Helgadóttir hafði framsögu fyrir minnihluta heil- brigðis- og félagsmálanefndar. Rakti hún í upphafi langrar og mjög ýtarlegrar ræðu einstök atriði hins nýja frumvarps og gagnrýndi þau lið fyrir lið. Benti hún m. a. á að það væri alls ófært að fela stofnun eins og húsnæðismálastofnuninni heimild til að undirbúa byggingu íbúðar- húsahverfa í kaupstöðum og ganga þannig á rétt bæjarstjórna og hafa beina íhlutun um fjár- mál bæjanna, án þess að vera á nokkurn hátt starfandi á vegum þeirra. Einnig ræddi hún um stærð íbúða og benti á að núver- andi stjórn legði mest upp úr byggingu smárra íbúða. Litlar íbúðir hefðu oft og einatt óheppi- leg áhrif á uppeldi barna og unglinga. Þeim væru ekki sköp uð skilyrði til þess að stunda skyldustörf eða tómstundaiðju á heimilum sínum og leiddust þá frekar til þess að eyða tómstund- um fjarri heimilunum og þá oft á miður heppilegum stöðum. Þá ræddi Ragnhildur nokkuð um skyldusparnaðinn og kvaðst telja sjálfsagt að örva ungling- Dráttarbraut á Ákureyri: Skoruð d ríkisstjórninn uð uilu lúnsfjúr Þingsályktunartillaga Jónasar Rafnar LÖGÐ HEFIR verið fram á Al- þingi tillaga til þingsályktunar um öflun lánsfjár til dráttarbraut ar á Akureyi, sem Jónas Rafnar flytur og hljóðar hún svo: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að útvega og ábyrgjast fyrir Akureyrar- kaupstað allt að 10 milljón króna lán til byggingar drátt- arbrautar fyrir togara á Akur- eyri. GREINARGERÐ Það hefur alllengi vérið í at- hugun hjá hafnarnefnd og bæj- arstjórn Akureyrar að stækka svo dráttarbraut bæjarins, að hún gæti tekið upp skip allt að stærð nýsköpunartogara. Tilboða hefur verið aflað í brautina og þau verið í athugun hjá vitamálaskrif stofunni. Er búizt við, að dráttar- brautin kosti fullgerð 10—15 milljónir króna. Bæjarstjórn Akureyrar hefur á fjárhagsáætlun sinni fyrir þetta ár ætlað til byggingar dráttar- brautarinnar kr. 500.000.00, og á fjárlögum var í vetur tekið upp kr. 200.000.00 ríkissjóðsframlag til brautarinnar. Er því fullvíst, að í þessar framkvæmdir verði ráðizt, 'ef fjármagn fæst. Með tillögu þessari er farið fram á, að ríkisstjórnin leitist við að útvega Akureyrarkaupstað allt að 10 milljón króna lán til þess að koma upp dráttarbraut- inni. Samkvæmt lögunum um hafnargerðir og lendingarbætur frá 1946 hefur ríkisstjórnin heim- Jónas Rafnar. ild til þess að ábyrgjast lán til greiðslu á % hlutum kostnaðar við dráttarbrautir, og þarf því sérstaka heimild Alþingis fyrir ríkisábyrgð á láni vegna kostnað- ar, sem umfram ei. Er þvi ósk- að eftir ríkisábyrgð fyrir aliri lánsupphæðinni. Um það geta ekki verið skiptar skoðanir, að þörí sé fyrir tvær drátt.arbrautir hér á landi, sem geti annazt viðgerðir á togurun- um og smíði stærri fiskiskipa. Með íyrirhugaðri aukningu tog- araflotans verður þörfin enn meiri. Á Akureyri eru góð skil- yrði fyrir slíkt fyrirtæki, þar sem í bænum er fjölmenn iðnað- armannastétt og verkstæði búin góðum vélakosti. Mál þetta mun flutningsmaður skýra nánar í framsögu fyrir til- iögunni. ana til sparnaðar, en kvaðst hafa vantrú á að skylda menn til að spara og þá einkum þegar um takmarkaðan hóp manna væri að ræða. Einnig benti hún á að ekki nema örfáir hinna launahæstu mundu fá notið þeirra fríinda, sem frumvarpið gerði ráð fyrir til handa þeim sem gert væri að skyldu að spara. Hins vegar legði minnihlutinn til að sparn- aðurinn væri frjáls en fríðindin fyrir hann yrðu allmikið' aukin. Þá las Ragnhildur nefndarálit minnihlutans, sem hljóðar svo: NEFNDARÁLIT MINNIHLUTANS „Heilbr. og félagsmálanefnd Neðri deildar athugaði frv. á nokkrum fundum ásamt heilbr.- og félagsmálanefnd Efri deildar, þegar málið lá fyrir þeirri deild. Dregið var úr nokkrum stærstu göllunum á orðalagi frv. í Efri deild. Langmestur hluti frv. er efn- islega samhljóða 1. nr. 55/1955, um húsnæðismálastjórn, veðlán til íbúðabygginga og útrýmingu heilsuspillandi íbúða. Með tilliti til þess og að sú löggjöf var á sínum tíma mjög vel undirbúin, leggjum við til, að frv. verði breytt í það horf, að það verði ekki frv. til sjálfstæðra laga, heldur frv. til breytinga á hinum eldri lögum. Minnihluti nefndarinnar er mótfallinn ýmsum ákvæðum þessa frv., sem fela í sér breyt- ingar á 1. nr. 55/1955. Hins vegar fylgir minnihlutinn efnislega nokkrum breytingum, svo sem um skipun húsnæðismálastjórnar og heimild fyrir veðdeild Lands- banka íslands til útgáfu banka- vaxtabréfa. Minnihlutinn legg- ur ekki á móti því, að nánari ákvæði um umbætur í tækni- málum o. þ. h. séu tekin upp í lögin, og ber fram nýjar tillögur um þau efni. MIKILVÆGT AÐ EFLA VARASJÓÐINN Minnihluti nefndarinnar tel- ur ástæðulaust að breyta nafni á varasjóði hins almenna veðlána- kerfis og kalla hann nú bygg- ingarsjóð ríkisins. Hitt er mikil- vægt að efla varasjóðinn. Það mun alltaf hafa verið gert ráð fyrir, að lán ríkisins til lána- deildar smáíbúða og A-flokka bréf ríkisins, sem keypt voru fyrir tekjuafgang ríkisins 1955, gengju til varasjóðs hins almenna veðlánakerfis, og er rétt að ganga formlega frá því sem löggjöf. Þá mælir minnihlutinn ekki gegn því, að % af væntanlegum stór- eignaskatti og 1% álag á tekju- og eignarskatt og stríðsgróða- skatt og aðflutningsgj öld renni til íbúðalána, svo sem ráð er fyrir gert í frv. Við teljum hins vegar ákvæð- ir, um skyldusparnað ekki ör- ugga tryggingu fyrir útvegun lánsfjár, svo að nokkru nemi, til íbúðabygginga og að mun heppilegra á allan hátt væri að Örva meir til frjálsrar sparifjár- myndunar. Þess vegna teljum við sjálfsagt að koma á fót frjáls- um samningsbundnum sparnaði til íbúðabygginga, eins og ráðgert var í lögunum nr. 55/1955. Þess vegna leggur minnihlutinn til, að sett verði á stofn undir yfir- stjórn húsnæðismálastjórnar og veðdeildar Landsbanka íslands sérstakt form spariinnlána 1 bönkum og sparisjóðum í þessu skyni. Er lagt til, að vextir af þessum innlánum verði hærri en almennir sparisjóðsvextir og það fé, sem sparað er á þennan hátt, verði undanþegið tekjuskatti og útsvari. Þá er og lagt til. að eig- Ragnhildur Helgadóttir endur þessara innlána fái for- gangsrétt að íbúðalánum hins al- menna veðlánakerfis, er séu 25% hærri en venjulegt lánshámark er. Með þessu móti ætti að geta fengizt mikið fjármagn til íbúða- lána með frjálsri sparifjármynd- BREYTINGAR VH) ELDRI LÖGIN Síðan rakti Ragnhildur hinar einstöku breytingatillögur, en þær eru fram settar sem breyt- ing við hin eldri lög um hús- næðismálastjórn, en ekki sem breyting við hið nýja frumvarp. Síðan fórust Ragnhildi Helga- dóttur orð á þessa leið: „Nú hefur hæstvirt núverandi ríkisstjórn setið að völdum í um það bil tíu mánuði og loksins liggur fyrir húsnæðismálafrum- varp, sem lengi hefur verið beð- ið eftir. Fyrir seinustu alþ.kosn- ingar áfelltust núverandi stj,- flokkar Sjálfstæðismenn í óðru orðinu fyrir að bera ábyrgð á fjárfestingu ,sem var taumlaus að þeirra dómi um leið og þeir í hinu orðinu lágu Sjálfstæðis flokknum á hálsi fyrir, að láns fé væri ekki nægilegt til íbúða- bygginga, að ekki væri byggt nóg. Að húsnæðismálin væru í algerum voða og á því þyrftu um bótaflokkarnir eða eftir atvikum Alþýðubandalagið að ráða bót eftir kosningar. HIN VARANLEGU ÚRRÆÐI Það er ekki hægt um það að deila, að eina varanlega úrræðið í húsnæðismálum, er það að byggja nægilega mikið af nýju húsnæði, til að mæta fólksfjölg- uninniog endurnýja úr sér geng- ið og heilsuspillandi húsnæði. Við þetta miðuðust ráðstafanir, sem Sjálfstæðismenn stóðu að, þegar vinna við eigin íbúðir var gerð skattfrjáls, lögin um lána- deild smáíbúða voru sett 1954 og lögin um húsnæðismálastjórn og almennt veðlánakerfi til íbúða- bygginga voru sett 1955. Þar eð það tók ekki til starfa fyrr en í nóvember 1955 var engan veginn komin full festa á starf- semi veðlánakerfisins fyrir ári síðan þegar víða gat að líta þá staðhæfingu hv. núv. stjórnar- sinna, að með lögunum um alm. veðlánakerfi hefði landsfólkið verið blekkt. Samningar um fjár- öflun til íbúðabygginga voru gerðir til tveggja ára og áætlað lánsfé var 200 millj. króna og hlaut frekari fjáröflun að vera verkefni hvaða ríkisstj. sem með völd myndi fara. Það er hins vegar hin mesta blekking að halda því fram, eins og þráfald- lega bæði í ræðu og riti fjöl- margra fylgismanna hæstv. ríkis- stjórnar, að áætlun þessi hafi hvergi nærri staðizt, heldur fóru lánveitingarnar til íbúðabygginga langt fram úr áætlun, og námu um það bil 230 millj. króna. Hins vegar varð ekki fyrir séð. hver fjöldi fólks kæmi til með að sækja um þessi lán og íljótlega kom í Ijós, að ekki yrði unnt að fullnægja eftirspurninni, nema séð yrði fyrir auknu lánsfé 1 þessu skyni. öruggasta leiðin var, að sú stjórnarstefna hefði ríkt í landinu sem haldið hefði við bjartsýni fólksins og örvað það til frjálsrar sparifjármyndunar. En síðari hluta ársins 1956 var efnahagsástandið allt í mikilli ó- vissu og óðfluga dró úr sparifjár- aukningunni og hefur við svo búið staðið til skamms tíma. BRÁÐABIRGÐALÖG OG EINSTRENGISLEG LÖG UM AFNOT ÍBÚÐARHÚSNÆÐIS Eitt þeirra stefnumála, sem hæst var haft um, er hæstv. núv. stjórn kom til valda, var varan- leg lausn húsnæðismálanna. Enda gengu hin fyrstu brb.lög hennar í þá átt að dómi hv. félags málaráðherra“. Ræddi Ragnhildur síðan hina kindugu framkomu í sambandi við setningu bráðabirgðalaganna og hin einstrengingslegu lög um afnot íbúðarhúsnæðis, sem marg- ir fylgjendur stjórnarinnar munu ekki hafa samþykkt af meira en svo fúsum vilja. Síðan sagði Ragnhildur: ,Svo líður og bíður mikið vatn rennur til sjávar í heilan vetur og ekki sáust hin nýju úrræði fyrr en loks er lagt fram frv. sem er að mestu leyti önnur útgáfa hinna eldri laga um sama efni nr. 55/1955, nokkuð aukin þó. Sú orðmarga aukning er þó að mestu fólgin í upptalningu ýmissa at- riða, framkvæmdaratriða sem er alls ónauðsynlegt að hafa í lög- unum en í mörgum tilfellum meinlaust þó. Margt það, sem hv. fél.m.ráðhr. kallar nýmæli í lög- unum, eru ný nöfn á gömlum hlutum. Húsnæðismálastjóra á nú að heita húsnæðismálastofn- un, hið almenna veðlánakerfi á að heita byggingarsjóður rikis- ins svo að dæmi séu nefnd“. HVORT SEM ÞEIR HEITA FRIÐRIK MIKLI EÐA HANNIBAL Þá kvað Ragnhildur Helgadótt- ir ráðherrann hafa glaðst mjög yfir því að engin rödd hefði komið fram gegn skyldusparnað- inum hvorki í blöðum né annars staðar. Las hún síðan grein í Mbl. eftir ungan mann, þar sem hann rökstyður galla þá, sem á skyldusparnaði eru. Ragnhildur Helgadóttir lauk máli sínu með þessum orðum: „Hæstv. ráðherra heldur því fram. að skyldusparnaður sé unga fólkinu til góðs og virðist starfa eftir kenningu Friðriks mikla, sem sagði: Ég stjórna fólkinu, eins og því er fyrir beztu hvort sem því líkar betur eða verr. Sannleikurinn er nú hins vegar sá nú sem fyrr að unga fólkið trúir sjálfu sér betur fyrir því að ákveða hvað því er fyrir beztu heldur en stjórnarherrunum, hvort sem þeir heita Friðrik mikli eða Hannibal Valdimars- son“. AUKNAR ÁLÖGUR OG SK YLDU SPARNAÐUR Jóhann Hafstein tók næstur tfl máls og flutti ýtarlega ræðu um málið. Benti hann á að í raun og veru væri ekki um önnur raunhæf nýmæli að ræða í frv. en auknar álögur og skyldu- sparnað. Benti hann á að það væri aðeins lítill hluti þeirra, sem gert væri að skyldu að spara, sem ætti þess nokkurn kost að njóta þeirra forréttinda um lán- veitingu, sem frumv. gerði ráð fyrir. Fordæmdi hann þá blekk- ingu, sem fram kemur í þess- um nýju ákvæðum um skyldu- sparnað. Megnið af öðru því er í þessu nýja frumvarpi stæði væri breytt orðalag á eldri lög- um og í flestum tilfellum til hins verra. Hitt væri athyglisvert að það sem félagsmálaráðherra hefði mest fordæmt í umræðum um lögin um húsnæðismálastjórn 1954 ásamt fleiri stuðningsmöim- Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.