Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 9
Föstudagur 24. maí 1957 MORGUNBI AÐIÐ 9 Salomon Heiðar -minning í DAG er til moldar borinn Sal- omon Heiðar, skrifstofustjóri, Hann var Borgfirðingur að ætt og uppruna, fæddur að Síðumúla á Hvítársíðu 18. ágúst 1889. Faðir hans var Runólfur, bóndi og organisti þar, Þórðarson frá Fiski læk, en móðir hans var Helga dóttir Salomons Sigurðssonar, hreppstjóra á Haukagili og Síðu- múla á Hvítársíðu. Báðar þess- ar ættir eru alkunnar og merkar. Salomon ólst upp með foreldrum sínum í Borgarfirði, en árið 1902 fluttist fjölskylda hans til Hafn- arfjarðar, en þar hafði bróðir Runólfs, Ágúst Flygenring, hinn mikli athafnamaður, rekstur sinn og gerðist Runólfur starfsmaður við hann. Heiðar fór nú í Flens- borgarskóla og útskrifaðist það- an. Sú menntun, sem hann þar fékk, var undirstaða hans en miklu bætti hann ofan á bæði á einn og annan veg, en sérstak- lega var honum létt um að læra tungumál og náði mikilli kunn- áttu á þeim sviðum, sem komu honum að góðu gagni í störfum hans síðar. Þegar Heiðar hafði lokið skólanámi og raunar sam- hliða því, gerðist hann starfs- maður við rekstur frænda síns og starfaði þar í 24 ár. Má geta þess, að í mörg horn var að líta við þann rekstur í þá daga, m.a. var Heiðar aðstoðarmaður Þórð- ar sonar Ágústs við fisksölustörf á Spáni og gegndi því starfi um árs skeið. Árið 1928 varð Heiðar Starfs- maður Veiðafæraverzlunar O. Ellingsen og kom þá að góðu haldi hið mikla og örugga þekk- ing, sem hann hafði aflað sér með störfum sínum við hina umfangs- miklu verzlun og útgerð Ágústs Flygenrings. Heiðar var líka með afbrigðum góður starfsmaður, vel verki farinn, samvizkusam- Ur og húsbóndahollur og mátti ekki í neinu vamm sinn vita. Salomon Heiðar var á margan hátt mikill hæfileikamaður og fjölhæfur. Þeir sem þekktu hann vel, geta um það borið, að hann var jafnvígur'á margt, ágætlega hagur, listaskrifari og söngmað- ur og tónlistarmaður af lífi og sál. Salomon Heiðar tók líka á margan hátt þátt í tónlistarlíf- inu, en það er vafalaust, að ef hann hefði verið uppi nú á tím um þeirra tækifæra, sem nú eru fyrir hendi í tónlistarefnum hér á landi, hafði hann komizt þar langt. Það hefði senni- lega verið næst skapi hans að helga sig tónlist að fullu og öllu. f ætt Heiðars var mikið um tón- listargáfur. Faðir hans var organisti og tók Heiðar við því starfi af honum við Garðakirkju. Heiðar var einn af stofnendum söngfélagsins Þrestir og lengi í stjórn þess. Hann var félagi í Karlakór Reykjavíkur, organisti við Fríkirkjuna í Hafnarfirði um skeið og ritstjóri tónlistartíma- ritsins „Heimis“ á fyrstu árum þess. Um tíma var Heiðar for- maður Sambands ísl. karlakóra og tók að öðru leyti mikinn þátt í félagsmálum söngmanna. Auk þess var hann svo organleikari Aðventistasafnaðarins frá 1934 til dauðadags. Salomon Heiðar fékkst nokkuð við sönglagasmíði. Hefur sumt af því verið flutt en miklu meira mun það þó vera, sem ekki hefur fyrir almennings- sjónir komið. Salomon Heiðar var mikill trú- maður og hugsaði mikið um and- leg efni. Gekk hann í trúfélag Aðventista og innti þar af hönd- nm mjög verðmætt starf eins og annars staðar þar sem krafta hans naut við. Salomon Heiðar var kvæntur ágætri konu, Jónu Sigurjónsdótt- ur, frá Stóru-Vatnsleysu. Þau giftust 18. maí 1929 og eignuðust tvö börn, Guðrúnu og Helga, sem bæði eru uppkomin í foreldrahús- nm. Áður en Heiðar kvæntist átti hann og son með Margrétu Stef- ánsdóttur, Hauk bankafulltrúa, sem einnig er ókvæntur hjá móð- ur sinni. öll eru börnin prydd góðum kostum föður síns. Salomon Heiðar var einn þeirra manna, sem gat sér góðan orðslL- en slikur orðstíi* deyr ekki. Hann var dyggur í verkum sínum með- al mannanna, en missti þó ekki sjónar af þeim gæðum, sem eru æðri en hin stundlegu. Hann lifði í trú, von og kærleika til þess sem er fagurt og þess vegna er bjart um hann, bæði lifs og lið- inn. — Kgr. ★ SALÓMON HEIÐAR tilheyrði söfnuði Aðventista í Reykjavík sl. tæp 25 ár ævi sinnar, en hann innritaðist í söfnuðinn 12. des- ember 1932. — Kunnugt var mér það, að boðskap þessa safnaðar hafði hann þekkt alllengi, áður en hann gekk honum algerlega á hönd. Honum var varið eins og hinum hyggna byggingarmanni, sem ekki hefst handa með bygg- ingu sína, fyrr en hann hefur reiknað út kostnaðinn og sér, að hann hefur bolmagn til að ljúka við bygginguna, og á ekki á hættu að þurfa að hætta við hálfnað verk. Þessum safnaðarbróður okkar og félaga var einmitt þannig var- ið á öllum sviðum. Ákvarðanir sínar byggði hann á öruggri sann færingu og vildi ekki leggja út í það, sem hann með sjálfum sér taldi illframkvæmanlegt. Hann var heill og óskiptur, og hvikaði aldrei frá því, sem hann taldi sjálfur rétt vera. Utanaðkomandi áhrif gátu ekki haggað honum. Velferð safnaðarins var honum hjartfólgið áhugamál, og af heil um hug lagði hann fram krafta sína til stuðnings hverju því máli innan safnaðarins, er til heilla mátti horfa. Átti hann ávalit sæti í stjórnum og nefndum félags- skapar síns. Engan mann var heldur betra að heimsækja ef maður þurfti á persónulegri hjálp að halda við eitthvert vandaverk. Hann leysti það bæði fljótt og vel af hendi og af velvilja ,og var mér, sem þess- ar línur rita, fullvel kunnugt um það, þar eð ég reyndi það oft sjálfur. Organleikur kirkju okkar og söngmál öll hvíldu á herðum hans alla tíð í þessi tæp 25 ár, og rækti hann þetta starf allt af sérstakri alúð, samvizkusemi og skyldu- rækni til hinztu stundar sem heilsa hans leyfði. Aldrei þurfti að óttast það, að Salómon Heiðar væri ekki á sínum stað, þegar til kirkju var gengið. Gáfur sínar sem söngstjóri, organleikari og tónskáld, helgaði hann söfnuðin- um, eftir að hann gekk honum á hönd. Velferð hinna ungu var honum mikið áhugamál. Hann átti því drjúgan þátt í því, að félagsskap- ur okkar réðist í það að stofna unglingaskólann að Vindheimum i Ölfusi — Hlíðardalsskóla, og lagði hann þar sinn hlut fram, ásamt mörgum öðrum, bæði í orði og verki. Söfnuður okkar missir einn af sínum ágætustu og traustustu liðsmönnum með þessum frá- fallna bróður okkar og félaga, og veður sú spurning ofarlega i huga okkar safnaðarsystkina hans, hvernig fylla megi hið stóra skarð, sem myndast við burtför hans. Blessuð veri minning hkis látna meðal okkar. Magnús Helgason ★ Það er mikill söknuður, er ég þarf í dag að kveðja Salómon Heiðar, eftir nær þrjátíu ára ánægjulegt samstarf. Heiðar var óvenjulega traustur og góður maður, mjög samvinnu- þýður, léttur í lund, þó alvöru- gefinn. Samvizkusemin óvenju mikil. Fyrir mína hönd og samstarfs- manna minna, votta ég fjölskyldu hins látna vinar samúð okkar. Othar Ellingsen. Menningarsjóður og Menntamálaráð: ÓráMegt ai leggja gjöld á kvikmyndasyningar hinar ódýru skemntanir almennings AMIÐVIKUDAG fór fram 1. umræða í Neðri deild um frumvarp ríkisstj órnarinnar til laga um Menningarsjóð og Menntamála- ráð. — Gylfi Þ. Gíslason fylgdi málinu úr hlaði og skýrði það með alllangri ræðu. Bjarni Benediktsson tók einnig til máls og spunn- ust nokkrar umræður bæði út af fjáröflunarleiðum fyrir Menn- ingarsjóð svo og hlutverk bókaútgáfu sjóðsins. Einnig var rætt um störf hinna stjórnskipuðu nefnda, sem málið höfðu haft til undirbúnings. Viðgerð á Hljóm- skálamim aðkall- andi LÚÐRASVEIT Reykjavíkur, sem hefur aðalbækistöð sína í Hljóm- skálanum, hefur skrifað bæjar- ráði bréf og gert nauðsynlega viðgerð á húsinu að umræðuefni. Lúðrasveitarmenn hafa sjálfir gert við nokkra glugga niðri, en uppi í æfingasalnum, má segja að húsið liggi undir skemdum. Eru gluggar þar orðnir svo o- þéttir að vatn streymir inn um þá og rennur niður veggi, ef rign ing er og hvassviðri. Ýmsar end- urbætur eru nauðsynlegar taldar til þess að þar geti áfram orðið æfingastaður Lúðrasveitarinnar, en Hljómskálinn var upphaflega byggður fyrir æfingar Lúðra- sveitarinnar. Bæjarráð visaði máli þessu til forstöðumanns áhaldahúss bæj- arins. Vöruftutningai Skeiðurórsund uustur ylir gengur vel KIRKJUBÆ JARKLAUSTRI, 18. maí: Undanfarnar vikur hafa staðið yfir hinir árlegu vöruflutn- ingar til öræfinga, austur yfir Skeiðarársand. Fyrst flutti Olíu- félagið 70—80 tonn af benzíni og olíu og nú er Kaupfélag Skaft- fellinga að ljúka flutningi á um 150 tonnum af ýmis konar varn- ingi. Er þar meðal annars mikið af byggingarefni, til viðhalds og endurbóta húsa í sveitinni. Enn- fremur er verið að hef ja byggingu á nýju íbúðarhúsi á Austurhæn- um Svínafelli. Flutningar þessir hafa gengið greiðlega enda hefur vegurinn verið góður og tíð hagstæð, frekar kalt í veðri og lítið um rigningar svo að árnar eru ekki farnar að vaxa ennþá. Þó hefur Skeiðará verið nokkuð varasöm yfirferðar og ekki hefur verið hægt að fara yfir hana á veginum á venjuleg- um stað. Áin hefur að nokkru breytt um farveg og fellur nú fram vestar á sandinum en verið hefur. Mun það stafa af því hve mikinn aur hún hefur borið undir sig í gamla farveginum. GBr. Bygging drúttarbruulur ú ruunhæft Ummæli Jónasar Á miðvikudag kom til umr. í Sam einuðu þingi þingsályktunartil- laga Björgvins Jónssonar um dráttarbraut á Seyðisfirði. Hall- dór ÁsgTÍmsson hafði framsögu í málinu og lagði fram breytingar- till. frá fjárveitinganefnd um að dráttarbrautin, sem áætlunin skyldi gerð um, ætti að vera fyrir 1000 smálesta skip í stað 2000, sem var í till. Björgvin Jónsson þakkaði nefndinni undirtektir og kvaðst eftir ástæðum fella sig við breyt- inguna. Jónas Rafnar kvaddi sér hljóðs og sagði að í greinargerðinni fyrir till. væri bent á það að nauð- synlegt væri að viðhald og ný- smíði skipa væri ekki einskorð- uð við Reykjavík. Hann taídi að allir gætu orðið sammála um það að bæta við einni dráttarbraut, sem gæti tekið upp togara, eink- um þar sem fram hefði komið að togarar hefðu oft orðið að bíða eftir fyrirgreiðslu hér í Reykja- vík og enda væri nauðsyn sam- keppni í þessu sem öðru. Kvaðst hann vilja vekja athygli á því að Akureyrarbær hefði nú ákveð- ið að stækka dráttarbraut sína, þannig að hún gæti tekið unp togara, ef nægilegt fjármagn fengist til þeirra framkvæmda. Þegar hefði verið aflað tilboða í verkið og þau væru nú í at- hugun hjá vitamálaskrifstofunni. Væri gert ráð fyrir því að kostn- aður við slíkt mannvirki mundi nema um 10—15 milljónum kr. Þar sem bæjarstjórn Akureyr- ar hefði í vetur tekið upp 500 þús. kr. framlag til byggingar dráttarbrautarinnar og á fjárlög- um yfirstandandi árs væri gert ráð fyrir 200 þús. kr. framlagi, mætti líta svo á að þessi fram- kvæmd væri ákveðin ef unnt reyndist að afla lánsfjár. Sam- kvæmt lögum um hafnargerðir og lendingarbætur myndi ríkis- Akureyri er verkefni Rafnar á þingi stjórnin greiða % hluta kostnað- ar, eftir því sem fé væri veitt til þess á fjárlögum og ríkis- stjórnin hefði heimild samkvæmt þeim lögum til þess að ábyrgjast lán fyrir hinum hlutanum eða %. Að lokum tók Jónas það fram að bygging togaradráttarbrautar á Akureyri væri í dag raunhæft verkefni. Hins vegar væri hér um svo fjárfreka framkvæmd að ræða að útilokað væri að komá henni áleiðis nema ríkisstjórn- in brygðist vel við um lán. — Kvaðst hann vonast til þess að ríkisstjórnin sýndi þessu vel- ferðarmáli útvegsins fullan skiln- ing og að hún legði sig fram um að útvega lán til þess að hefja mætti framkvæmdir hið bráð- asta. Bjarni Benediktsson kvað þetta frv. vera að nokkru ávöxt af verki nefndar, sem skipuð hefði verið af fyrrv. ríkisstjórn en G. Þ. G. hefði svo skipað nýja nefnd til meðferðar málsins. Þetta frv. væri í nánum tengsl- um við önnur lagafrv., sem enn væru til meðferðar í Efri deild. Sagði hann það ljóst að það væri orðið tímabært að endurskoða löggjöf um þessi efni. Þá gerði Bjarni nokkuð að umtalsefni störf nefndanna, sem fengið hefðu þetta mál til meðferðar, en greinargerð fyrir málunum skorti skilgreiningu á hvert starf hinar einstöku þeirra hefðu unnið og hvert væri framlag mennta- málaráðuneytisins til málsins. Þá spurði Bjarni hvort Menntamála- ráð hefði fengið þetta mál til meðferðar. Beindi hann þvi til nefndar þeirrar, sem fengi málið til meðferðar að athuga þetta nánar. Þá kvaðst Bjarni ekki vera sam mála menntamálaráðherra um þær fjáröflunarleiðir, sem ráð- gerðar væru í frv., sem sé að taka gjald af aðgöngumiðum í kvikmyndahúsum. Kvikmyndir væru, þótt misjafnar kynnu að vera bezta almenningsskemmtun. in, sem völ væri á hér á landi. Engum blandaðist hugur um að menn vildu heldur vita börn sín á kvikmyndasýningu heldur en á dansleikum eða drykkjustað. Kvað hann það misráðið að íþyngja þessum álmennings- skemmtunum með nýjum gjöld- um. Aðrir hefðu bent á að réítara væri að taka þetta af áfengis- gróðanum og myndi það heppi- legra. Þá taldi Bjarni að sumt af bók- menntum þeim sem Menningar- sjóður hefði látið frá sér fara væri næsta þunnt Þá gerði hann að umtalsefni menningarrit, sem fyrirhugað væri að gefa út á vegum sjóðsins. Kvaðst hann ótt- ast að það yrði bragðdauft þar sem gert væri ráð fyrir full- komnu hlutleysi þess. Að lokum sagðist Bjarni Benediktsson harma það hve frv. þetta væri seint fram komið og mæltist til að það yrði látið liggja til frekari athugunar fyrir þingmerm fram á haustþing, einkum þar sem hér væri ekki um mjög svo pólitískt deilumál að ræða. Gylfi Þ. Gíslason skýrði frá nefndaskipunum og störfum þeirra og sagði að tveir Mennta- málaráðsmenn hefðu átt sæti í undirbúningsnefnd málsins þeirri sem hann hann skipaði. Með til- liti til eðlis þessa máls kvað hann það ekki hafa þótt henta að afla tekna til sjóðsins af áfengisgróða, heldur fremur af kvikmynda- húsum. Slík fjáröflun tíðkaðist erlend- is til svipaðra mála. Þá var hann meðmæltur að gefið yrði út hlut- laust menningarrit. Bjarni Benediktsson benti á ný á að það væri mjög slæmt og illa til fallið að taka tekjur sjóðsins af kvikmyndahúsum. Benti hann á í því sambandi að þrátt fyrir allt væri drykkjuskapur hér á landi minni en víðast hvar er- lendis. Benti hann á, að samband kynni að vera milli þess að kvik- myndamiðar væru hlutfallslega mun ódýrari hér á landi en annars staðar. Er ástæða til þess að berjast á móti þessari þróun? Mólinu var visað til 2. umræðu og menntamálanefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.