Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 10
10 MORVVISBLAM** Fostudagur 24. maf 1957 Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavik Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Gjaldþrot efnohagsmálastelna vinstri stjórnarinnar VINSTRI stjórnin hefur aðeins setið rúmlega níu mánuði við völd í landinu. Hún lofaði þjóð- inni fyrst og fremst nýrri stefnu í efnahagsmálum hennar. Hún boðaþi ný úrræði og nýjar leiðir til lausnar þeim vanda, sem póli- tísk misbeiting kommúnista á verkalýðssamtökunum hafði fyrst og fremst leitt yfir þjóðina. Kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags skyldi stöðvað, vinnu- friður tryggður og dýrtíð og verð bólga kveðin niður í eitt skipti fyrir öll. Allt átti þetta að gerast með spánýjum úrræðum, sem ekki bitnuðu á almenningi. Wk Ljósið sem hvarf Margt fólk, sem kosið hafði vinstri flokkanna í trú á fyrir- heit þeirra og digurmæli stend- ur nú uppi vonsvikið. Það sér, að ekkert, bókstaflega ekkert, af hinum glæstu loforðum hefur verið efnt. Ljós hinnar nýju vinstri stefnu skein aðeins á meðan framkvæmd hennar hafði ekki verið reynd. Strax og til framkvæmdanna kom hvarf það í myrkur undirdjúpanna, slokkn aði í drasúg svika og yfirborðs- mennsku. í dag standa stjórnarflokkarn- ir á barmi gjaldþrota sinnar eigin stefnu í efnahagsmálun- um. Þeir verða að játa, að þeir hafa enga nýja stefnu markað aðra en þá, að leggja þyngri drápsklyfjar skatta og tolla á fólkið en nokkur önnur ríkis- stjórn heftur áður gert. Verðbólpan evkst------------ Verðbólgan heldur áfram að vaxa. Vísitalan hefur nú hækkað um fjögur stig. Af því leiðir verulega kauphækkun og síðan hækkun verðlagsins og versnandi afkomu framleiðslunnar. Kapp- hlaupið milli kaupgjalds og verð lags er í fullum gangi. Verkföll; og vinnudeilur hafa staðið yfir allt frá síðustu áramótum. Stjórnarflokkarnir reyna að kenna stjórnarandstöðunni þess- ar staðreyndir. Auðvitað er það tóm blekking. Hafa ekki þessir flokkar sjálfir lýst yfir því, að með samvinnu þeirra sé vinnu- friður tryggður, því auðvitað hafi Sj álfstæðisflokkurinn engin áhrif innan launþegasamtak- anna. Sannleikurinn er líka sá, að Sjálfstæðismenn hafa enga for- göngu haft um að spilla vinnu- friðnum. Það er ólánsstefna stjórnarinnar, sem knúð hefur einstök launþegasamtök út í bar- áttu fyrir hækkuðu kaupi. Grundvöllur krónunnar veiktist-------- Jafnhliða því, sem dýrtíðin hefur aukist hefur grundvöllur íslenzkrar krónu orðið ótraustari og veikari. Hinar gífurlegu nýju skattálögur ríkisstjórnarinnar á sL vetri jafngiltu í raun og veru stórkostlegri gengislækkun. Það er þess vegna eintóm hræsni og yfirdrepsskapur þegar stjórnar- flokkarnir fjölyrða um það, að þeir séu á móti gengislækkun. Þeir hafa nú þegar fram- kvæmt raunverulega gengis- breytingu. En þá brestur að- eins kjark til þess að viður- kenna það. Þeir reyna í lengstu lög að telja fólkinu trú «m að þeir séu að berjast gegn gengislækkun. Einn af þingmönnum stjórnar- liðsins hefur þó haft djörfung til þess að segja þjóðinni sann- leikann í þessum efnum. Áki Jak- obsson lýsti hiklaust þeirri skoðun sinni í umræðum á Al- þingi í byrjun þessarar viku, að vegna aðgerða Alþingis fyrir jól- in væri nú svo komið, að hver maður sæi að gengislækkun væri óhjákvæmileg á næstunni. Hið mikla skipbrot Efnahagsmálastefnu vinstri stjórnarinnar hefur þannig á rúmum 9 mánuðum beðið hrika- legt skipbrot. Álögur á almenn- ing hafa verið margfaldaðar, margvíslegar hömlur og höft sett á athafnalífið, sparifjármyndun í lánastofnunum stöðvuð, hús- næðisbætur nær stöðvaðar og grundvöllwr krónunnar gerður svo veikur, að ekkert er eftir nema að viðurkenna opinberlega að gengið hafi nú þegar verið stórfellt. Þannig er myndin af efna- hagsástandinu eftir 9 mánaða völd Hermanns Jónassonar og kommúnista. Það er dýrt fyrir íslcnzku þjóðina að hafa slíka stjórn. Það verður dýrara með hverjunr mánuði, sem hún situr. En reynslan er raun- hæfur skóli og til þess eru vít- in að varast þaai. Someining tveggja einka- sala TVEIR þingmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa lagt fram á Al- þingi tillögu til^ þingsályktunar um sameiningu Áfengisverzlunar ríkisins og Tóbakseinkasölu ríkis- ins. Benda þeir m.a. á það í grein- argerð tillögunnar, að árið 1950 hafi fjármálaráðherra flutt frum- varp um sameiningu þessara tveggja ríkiseinkasala. Þannig var afstaða Eysteins Jónssonar árið 1950. En frv. hans dagaði uppi og hefur ekki séð dagsins Ijós síðan fyrr en nú. Magnús Jónsson og Sigurður Bjarnason hafa nú hreyft þessari hugmynd að nýju. — Virðist nú vera tilvalið tæki- færi til þess að framkvæma raunverulegan spamað í rekstri þessara fyrirtækja og sameina þau undir eina stjórn, þar sem svo stendur á að for- stjórastaða Áfengisverzlunar- innar er laus. Reynir nú á sparnaráhuga fjármálaráðherra og ríkis- stjórnarinnar. — Sjálfstæðis- menn telja sameininguna sjálf sagða og eðlilega. UTAN UR HEIMI Adenauer les leynilögreglusogur og kvæði í fristundum E nda þótt stjórnmála- leiðtogar stórþjóðanna hafi í mörgu að snúast og glími við hin erfiðustu vandamál, gefa þeir sér flestir einhvern tíma til tóm- stundaiðju og til þess að njóta heimiiislífsins. Þetta kom t. d. berlega í ljós á dögunum, er Adenauer kanslari kom fram í sjónvarpsþætti á meginlandinu og svaraði þar nokkrum spurn- ingum um hagi sína. Og við skul- um athuga hvað Adenauer hefur að segja. Spyrjandi: Er það eitthvert sér stakt sönglag, sem þér vilduð segja að væri skemmtilegast — hr. kanslari? Adenauer: Það er eitt sönglag eftir Schubert, sem mér þykir sérstaklega fallegt. Þegar ég er úti í náttúrunni, laus við starfs- áhyggjur, og þá sérstaklega, þeg- ar mér gefst tækifæri til þess að virða fyrir mér fagurt landslag við sólarlag, kemur mér alltaf í hug „O wie schön ist Deine Welt“. Lagið og textinn eru bæði jafnfalleg. S: Hvaða tónskáldi geðjast yð- ur annars bezt að? A: Af sönglagahöfundum íinnst mér Schubert beztur, en af þeim, sem skrifað hafa fyrir einleiks- hljóðfæri er mér Haydn kær- astur. S: Eruð þér sérstaklega hrif- inn af einhverju skáldi, sígildu eða nútíma rithöfundi? A: Ég hef mikla ánægju af ljóðum yfirleitt, sérstaklega ljóða söfnum ýmissa þjóða. S: Gefið þér yður enn t.ima til þess að lesa ljóð? A: Já, stundum hef ég tíma aflögu. Ef þér skyggndust inn í svefnherbergið mitt munduð þér finna ljóðakver við rúmið mitt, en við hliðina á því lægi leyni- lögreglusaga. S: Svo þér lesið leynilögreglu- sögur? A: Jú, einmitt. Þær dreifa hug- anum og veita hvíld. Ég get hætt að lesa á hvaða síðu sem er — og næsta dag get ég líka byrjað á hvaða síðu sem vera skal. En leynilögreglusögurnar verða að vera góðar. S: Hvaða leynilögreglusögur teljið þér góðar? A: Þær brezku hafa alltaf ver- ið og eru enn beztar. Bandarísk- ar koma næst. S: Nú, þér segið það. Ég er hér ekki dómbær, því ég hef enga reynslu í þessum efnum. A: Þér skuluð reyna þetta. Þér munuð sjá, að með því fáið þér meira „út úr“ lífinu. S: En hvað segið þér um mál- aralistina, hr. kanslari? A: Gömlu myndirnar falla mér bezt, sérstaklega þær „prími- tívu“. Ég á allgott safn, sem ég skoða mér til mikillar ánægju hvenær sem tækifæri gefst. S: Og enn langar mig til þess að spyrja yður nokkurra spurn- inga. Hvaða sögulegar persónur hrífa yður mest? A: Leyfið mér að hugsa mig um andartak. Þetta er ekki auð- veld spurning. Ég er hrifinn af mörgum stjórnvitringum -— grískum og rómverskum — og einnig mjög hrifinn af Karli V. S: Karli V.? A: Já. Hann var stórbrotinn maður — og einnig mjög breysk- ur. Hann hafnaði allri við- höfn og umstangi. Það hlýtur að hafa verið áhrifamikill atburð- ur, þegar hann lagði niður öll völd og lét af embætti í Brussell. S: Þegar þér hafið aflögu tíma- korn — hvernig finnst yður því bezt varið? A: Ég nýt þess vel að fara í gönguför um Chancellery-listi- Þegar Adenauer kanslari á rólega kvöldstund á heimili sínu, situr hann gjarnan við segulbandstækið sitt og hlýðir á fagra hljómlist. garðinn, en þegar dimma tekur eða rignir, skoða ég myndasafn- ið mitt. Það er líka yfirleitt það fyrsta, sem ég geri á morgnana. Auk þess vil ég gjarna verja frí- stundunum til þess að hlýða á hljómlist. S: Sennilega hafið þér aldrei tíma til þess að sækja hljóm- leika? A: Ég á ágætt segulbandstæki — og mikið af hljóðrituðum hljómsveitarverkum og söng. Á kvöldin sit ég stundum við segul- bandstækið og hlusta á eitthvert þessara verka. Bloðamenn reyna Viscount- flugvélar Flngiélogs íslonds Komnir úr fimm daga ferð til útlanda ITILEFNI af kaupum á Viscount-flugvélunum bauð Flugfélag fslands tíu íslenzkum blaðamönnum í stutta ferð til megin- lands Evrópu og Englands. Farið var héðan sl. föstudag og gist í Kaupmannahöfn þá nótt, en á laugardag haldið til Ham- borgar og verið þar fram á mánu- dagsmorgun. Á mánudag var svo flogið með vél frá finnska flug- félaginu „Finnair" til London þar sem Flgfélag íslands heldur ekki uppi áætlunarferðum á þeirri leið. Dvalið var í London fram á þriðjudag og lagt af stað heim síðdegis. Þátttakendur í ferðinni voru: Margrét Indriðadóttir (Útvarp- ið), Auðunn Guðmundsson (Al- þbl.), Jónas Pálsson (Tíminn), Jón Bjarnason (Þjóðv.), Pétur Thomsen (Vísir), Þorbjörn Guð- mundsson (Mbl.), Jón Guðmunds son (Frjáls þjóð), Gísli J. Ást- þórsson (Vikan), Svavar Hjalte- sted (Fálkinn) og Agnar Boga- Rafmagnsskorlur yfirvofandi á Flafeyri FLATEYRI, 22. maí. — Hætt er við að rafmagn verði af skornum skammti hér í sumar. Orsakast það af því, að aðalvél rafveit- unnar hér er Blackeeton-vél, og er hún biluð, sem hún raunar hefur verið frá því hún var sett hér upp. Nú er bilunin þó svo al- varleg að ekki er unnt að gera við hana hér og ekki fást til henn ar þeir varahlutir hjá umboðinu í Reykjavík, sem þarf til að vél- in geti gengið. Má því búast við rafmagnsskorti hér sem fyrr seg- ir, því að vélar sem nú framleiða rafmagn fyrir þorpið eru gaml- ar og lítið á þær að byggja. — B. Sv. son (Mánudbl.). Fararstjóri var Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugfélagsins. Ferð þessi var hin ánægjuleg- asta. Voru menn sammála um, að hinar nýju Viscount-flugvélar Flugfélagsins væru sérstaklega þægilegur farkostur. Þýzkur námsstyrkur BORGARSTJÓRNIN í Kiel býð- ur íslenzkum stúdent styrk til náms við háskólann í Kiel næsta skólaár. Styrkurinn er 2500 DM miðað við 10 mánaða dvöl (1. okt. 1957 til 31. júlí 1958). Háskólinn í Kiel gefur styrkhafa upp venju- leg skólagjöld. Auk þess á styrk- hafi kost á vist í stúdentagarði fyrir 130 DM á mánuði (fæði, húsnæði). Styrkhafi skal vera kominn til Kiel 15. október, en kennslan hefst 1. nóvember. Um styrkinn geta sótt íslenzkir stúdentar, sem stundað hafa nám við háskóla ekki skemur en 2 kennslumisseri. Styrkhafi getur stundað nám í guðfræðideild, laga- og hagfræðideild, lækna- deild, heimspekideild (náttúru- vísindi og hugvísindi) og búvís- indadeild. Aðgangur að námi 1 sýklafræði, efnafræði og lyfsölu- fræði er takmarkaður. Umsækjendur verða að hafa næga kunnáttu í þýzku. Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla íslands í síðasta lagi 20. júní. FLATEYRI, 22. maí. — Trillu- bátar eru nú að byrja róðra hér og virðist aflaútlit vera allgott, Einn bátur sem á eru tveir menn reri í gær með handfæri og fékk þrjár lestir, sem er mjög góð- ur afli. Togararnir Gyllir og Guð- mundur Júní hafa aflað sæmi- lega upp á síðkastið. —B.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.