Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 11
Fostuðagur 24. maí 1957 VOnCVNBtAÐIÐ II 44 þús. úfvarpshlusfendur 62 þúsund tækí - úfvarpað 10 klst. á dag f NÝRRI skýrslu Vilhjálms Þ. Gíslasonar útvarpsstjóra um starfsemi Ríkisútvarpsins á sl. ári, er margvíslegur fróðleikur um útvarpið og rekstur þess og dagskrá. Það sem ég vil leggja áherzlu á úr þessu yfirliti, sagði útvarps- stjóri, er : Tala skráðra útvarpsnot- enda hefur enn aukizt mikið á árinu, upp undir 4000. Meira fé hefur nú verið varið til dagskrárinnar, en nokkru sinni, meira en 1 milljón krón um hærri upphæð en afnota- gjöldum nemur. Daglegur útvarpstími lengri en áður, nær 10 klst. og nýir og fjöM#:eyttir dag- skrárliðir hafa verið teknir upp. Útvarpið leggur nú reglu- lega tilskilið fé í sjóði sína til eflingar framkvæmdum sín um og dagskrá og hefur góð- an tekjuafgang til öryggis í rekstri sínum, en ýmsar kröf ur á hendur því fara sivax- andi. ætlaður til byggingarfram- kvæmda, en leyfi til nýbygging- ar hefur enn ekki fengizt. AFMÆLISSJOÐUR Þá hefur útvarpið lagt í af- mælissjóð sinn 1 milljón kr. Úr honum hefur nú í fyrsta sinn verið veitt fé, Þórarni Jónssyni tónskáldi og Agnari Þórðarsyni rithöf. til þess að semja sérstök verk fyrir útvarpið og ennfremur til þess að ílytja í útvarpið óprentuð verk Pálma Hannes- sonar rektors, auk þess sem boö- áð er erlendum gestum. Með stofnun þessa afmælissjóðs var stigið merkilegt spor í samskipt- er um útvarpsins og rithöfunda og fræðimanna og lagður grundvöll- ur að starfsemi, sem ætti að geta orðið til ánægju og nytsemdar. Auk afmælissjóðsins hefur út- varpið lagt fram um 232 þús. kr. í Rithöfundasjóð Ríkisútvarpsins og hafa tvö íslenzk skáld fengið fé úr honum til utanfarar, þeir Snorri Hjartarson og Guðmund- ur Frímann, og munu síðar flytja nýtt efni í útvarpið. Útvarpið flytur mjög mikið af efni frá íslenzkum höfundum, skáldum tónlistarmönnum og fræðimönnum og mun hafa greitt til þeirra á sl. ári fram undir 450 þúsund kr. fyrir höf- undarétt, auk þess sem þeim var Jgreitt fyrir flutning, er þeir komu sjálfir fram í útvarpið. ÚTVAPSNOTENDUM FJÖLGAR UM NÆR 4000 Tala útvarpsnotenda jókst á árinu enn um nær fjögur þús- und (3849) og mun ísland nú vera eitt af þeim löndum, þar sem útvarpsnot eru mest. Flest- ir útvarpsnotendur eru í Reykja vík, um 21 þúsund, en í kaup- stöðum alls 31,530, og í kaup- túnum og sveitum 12,914. Útvarpið hefur haft talsverð viðskipti við erlendar útvarps stöðvar. Það hefur fréttaritara á nokkrum stöðum erlendis og á 66 stöðum hér innanlands. MARGVÍSLEGT EFNI í dagskrám útvarpsins hefur verið fjölbreytni og margvíslegt efni, bæði létt og fræðilegt. Vilhjálmur Þ. Gíslason stjóra um erindi og samtalsþætti hefur verið mest talað um ýmis- leg atvinnu- og efnahagsmál, 127 sinnum, og svo um bókmenntir og tungu 117 sinum, þar af 59 sinn- um um ýmsar bókmenntir, aðal- lega íslenzkar, og 58 sinnum um íslenzka tungu. Um listir voru 54 erindi og um íþróttir 56. Um náttúrufræði 48 erindi, um önnur lönd og þjóðir 53, um ýmis þjóð- leg fræði 48, um skák og bridge 46, um félagsmál 45, um sögu 30, um lögfræði og hæstaréttarmál 21 o.sv.frv.. Eru þá ótaldir ýmsir þættir, sem mikið er hlustað á, Samkvæmt skýrslu útvarps- 1 Um helgina og Brúðkaupsferðin. 2500 FLYTJENDUR Á árinu 1956 voru einstakir flytjendur í útvarp 886, þar af 658 karlar og 228 konur, auk þess söngvarar og hljóðfæraleik- arar í kórum og hljómsveitum, alls um 2500 manns. Að tímalengd voru erindi mest af töluðu orði (rúml. 15 þús. mín- útur) og þá upplestrar (nær 14 þús. mín.)), en upplestrar voru samt flestir að tölu til, í 959 skipti, en erindin voru 841. Sam- töl voru 114 sinunm, messur 77, barnatímar 49. Um daginn og veginn 45 sinnum, búnaðarþætt- ir 41 og 11 garðyrkjuþættir og svo síðast en ekki sízt þættirnir „Um helgina“ og „Brúðkaups- ferðin“. Þá eru útvarpssögurnar og leikritin. Framhaldssögur voru alls 20 að meðtöldum fornsögu- lestri og framh.sögum fyrir börn. Leikrit voru flutt 80 eða 95 að meðtöldum leikþáttum í barna- tímum. FIMM SINNUM Hlauf verðlaun fyrir FRETTIR Á DAG Eitt umfangsmesta efni útvarps ins eru fréttirnar. Þeim er út- varpað 5 sinum á dag, auk veður- fregna, þingfrétta og morsefrétta r til íslenzkra skipa. Fréttaaukar iUBIðilll^llBljlIU voru 164 og heyrðust í þenn 140 raddir, 110 íslendingar og 30 út lendingar. Herjað verður með btásýrugasi IbnskólabyggLngunní gegn möl L Mölflugur í flókaemangrun miðstöðvarkerfisins I IÐNSKÓLANUM hefur skapazt stórkostlegt vandamál. Eru þar þvílík feikn af mölflugu, að við borð liggur að hún hafi lagt undir sig þetta mikla skólahús. Er þessi skaðræðisfluga komin í flókaeinangrun í miðstöðvarkerfi hússins svo ekki verður nú lengur við neitt ráðið. Er ákveðið, að loka því í svo sem 10 daga meðan herjað verður með blásýrugasi um allt húsið. ÍFJÖLBREYTT DAGSKRA Tónlist í útvarpinu var nokkru minni en talað orð. Einsöngur var í 85 skipti, eða 97, að barna- tímum meðtöldum. Ýmsir hljóm- sveitarleikir og blönduð lög í 121 skipti, samsöngur 37 sinnum, kór- söngur 39 sinnum, einleikur 56 sinnum, samleikur 36 sinnum. Auk Sinfóníuhljómsveitar ís- lands og útvarpshljómsveitar- innar léku 15 danshljómsveitir og 5 lúðrasveitir. Erindi útvarpsins og frásagnir eru mest um bókmenntir og' tungu og um ýmis atvinnumál og um sögu, og náttúrufræði og trúmál. DAGSKRÁ FYRIR RÚMAR 9 MILLJÓN KRÓNUR. GÓÐUR HAGUR Undirbúningur, flutningur og útvarp þessarar dagskrár kost- aði um 9,1 milljón kr. Það er rúm lega milljón kr. meira en nemur öllum afnotagjöldum hlustenda. Hefur aldrei fyrr verið lagt svo mikið fé í dagskrá útvarpsins, enda hefur hún aldrei fyrr verið svo löng eða fjölþætt. Hagur útvarpsins er ágætur. Eigur þess eru taldar um 20 mill- jón kr. Þar af eru eigur Fram- kvæmdasjóðs rúmar 6 milljón kr. og er hann fyrst og fremst HINN 14. apríl, eða pálmasunnu- dag, hafði Ljósmæðrafél. Reykja- víkur merkjasölu.Yar heitið verð launum því barni, er seldi mest. Verðlaunin hlaut Arnþrúður Kristjánsdóttir, Hátröð 8 í Kópa- vogi. Sýnir myndin er Guðrún Halldórsdóttir ljósmóðir afhend- ir henni verðlaunin, sem er stórt páskaegg. Þá reyndist Guðbjörn Sævar, Rauðarárstig 40, sem er tólf ára, félaginu hinn styrkasti starfs- maður. Vann hann frá kl. 9 að morgni til kvölds við afhendingu merkja í Austurbæjarskólanum, en frá þeim skóla seldist mest. Fátækrafulltrúar bæjarins hafa haft herbergi á efstu hæð húss- ins, þar sem geymd hafa verið húsgögn fyrir fólk, sem leitað hefir til bæjarins vegna húsnæð- isvandræða. í þessum herbergj- um varð mölflugunnar fyrst vart og þótt sprautað væri þar öðru hverju með DDT, nægði það ekki til þess að drepa skaða- kvikindi þessi. Nú er svo komið, að mölurinn hefur lagt undir sig mikinn hluta þessa mikla skólahúss. í kjallara hússins hefur mölflugan kom- izt inn í stokka þá sem miðstöðv- arlagnir liggja í, en miðstöðvar- rörin eru einangruð með flóka. Má segja að allt flóka-einangr- unarkerfið á hitalögn skólans liggi undir skemmdum af völd- um mölsins, auk þess sem ýmiss konar húsbúnaði þar er hætta búin. Skólastjóri Iðnskólans, Þór Sandholt, sagði Mbl. í gær — en mál þetta kom fyrir fund bæj- arráðs er haldinn var á þriðju- daginn — að ákveðið væri að borg arlæknir og rannsóknarstofa Há- skólans skipulegðu herför gegn mölnum. Ekki er víst, að leita þurfi aðstoðar sérfræðinga er- lendis, þó slíkt hafi komið til mála. Hægt er að hleypa blá- sýrugasi um alla stokka mið- stöðvarkerfisins, og að sjálfsögðu um allt húsið, þegar búið er að gera það loftþétt. — En það er auðvitað mikið verk, sem kosta mun of fjár. Kvaðst skóla- stjórinn vonast til þess, að hægt yrði að flytja alla þá starfsemi, sem í Iðnskólahúsinu er, á burt fyrir 10. júlí n. k., en gera má ráð fyrir að þessar hernaðarað- gerðir gegn mölnum taki allt að því 10 daga. Þegar húsið verð- ur aftur tekið í notkun, munu ekki verða flutt þangað nein húsgögn til geymslu, til þess að sama sagan endurtaki sig ekki. Bærinn kaupir kvikmynd Á FUNDI bæjarráðs fyrir helg- ina var samþykkt að heimila borgarstjóra að kaupa eitt ein- tak af kvikmynd sem Osvaldur Knudsen hefur gert og kallar „Reykjavík 1955“. Er hér um mynd nokkra að ræða, sem að- allega er ætlað að vera heim- ildarmynd frá Reykjavík á því herrans ári 1955. Kaupverð mynd arinnar er 20 þús. kr. STAKSTEINAR ,,Áður en mjög langt um líður“. Utanríkisráðherrann er ný- lega kominn heim úr mikilli ut- anför. í Bonn flutti hann stór- merka ræðu, sem lesin var hér í útvarpinu af segulbandi. Ekk- ert stjórnarblaðanna hefur minnzt á þessa “ ræðu, en jafn- skjótt og ráðherrann kom heim sendi Þjóðviljinn, hinn 17. maí, honum þessa áminningu: „Því er ekki að leyna að öll- um þorra stuðningsmanna núver- andi ríkisstjórnar hafa orðið það vonbrigði, hve mjög núverandi utanríkisráðherra hefur reynt að þræða málflutning íhaldsins í umræðum um alþjóðamál og það svo að hann virðist stundum með öllu gleyma að hann situr ekki í ríkisstjórn með íhalds- mönnum heldur í stjórn, sem setti í stjórnarsamning sinn m. a. ákvæði um framkvæmd tillög- unnar frá 28. marz 1956, um brottflutning bandarísks hers af íslandi. Hlýtur það að teljast ráðlegt að flokkur hans reyni að gera ráðherranum skiljanlegt, áður en mjög langt um líður, að vinsældir hans meðal Morgun- blaðsmanna eru í öfugu hlutfali við vinsældir hans meðal fylgj- enda núverandi ríkisstjórnar, ef mætti verða til þess að hann átt- aði sig á því, að honum var ætlað að vera utanríkisráðherra í vinstri stjórn, en ekki hjú Bjarna Benediktssonar“. Velborguð beyging. Ekki er mönnum þó grunlaust um, að lítil alvara fylgi þess- um köpuryrðum, heldur séu þau ætluð sem huggun fyrir algera uppgjöf í kröfunni um brottrekst ur hersins. Þjóðviljinn segir t. d. hinn 22. maí fagnandi: „Hinni nýju ríkisstjórn hefur tekizt að afla erlendra lána sem hvergi voru fáanleg í stjórnartíð Ólafs Thors. Henni hefur m. a. tekizt að afla 118 miilj. kr. láns- fjár til hinnar nýju Sogsvirkj- unar“. Þegar haft er í huga, að sjálf- ur hafði Þjóðviljinn talið þessa lánveitingu vera ótvírætt endur- gjald fyrir áframhaldandi her- setu og enn ískyggilegri en nýja hernámssamnmga, sýna ummæl- in hversu mjög þeir félagar hafa nú orðið að beygja sig ofan í duftið i þessu máli, þó að þeir sannarlega fái þá beygingu vel borgaða. Er f jjársjjóður undir Tower? London 22. maí. HÓPUR fornleifafræðinga hef ur fengið leyfi ríkisstjórnar- innar til að leita að fjársjóði sem talinn er vera falinn und ir London Tower. í gær hófst gröf turinn. Hér er um að ræða fjársjóð, sem álitið er, að Sir John Barkstead hafi grafið undir turninum, en hann var setuliðsstjóri Cromwells þar. Sagt er, að Barkstead hafi þvingað ríka aðalsmenn til að greiða sér stórar fjárfúlgur þegar þeir sátu í fangelsi. með an púritanar voru við yöld í Englandi fyrir 300 árum. — Þegar Cromwell og veldi hans féll, var Barkstead líflátinn, en hann lét aldrei uppi hvar fjársjóður hans væri falinn. Á þeim tíma var talið, að hann næmi um 40.000 pundum, en hann hefur sjöfalt meira verð mæti nu, ef hann finnst. ,,Stöðug seta“ hersins- Bragi Sigurjónsson ljóstraði því svo upp á Alþýðuflokksfundi á dögunum, hverjar fyrirætlanir stjórnarliða eru nú. Alþýðublað- ið segir um það hinn 16. maí: „Þá vék Bragi að herdvölinni og þeim ástæðum, er til þess lægju, að þar hefði ríkisstjórn- in ekki framfylgt yfirlýstri stefnu. Hann kvaðst ekki hafa orðið þess var, að almenningur sakfelldi hana fyrir slíkt, eins og heimsmálin hefðu staðið í haust og stæðu enn. Hitt væri jafnóbreytt, að almenningur vildi að langsamlegum meiri- hluta her úr landi strax og frið- vænt yrði í heiminum, en sjálf- ur kvaðst hann ekki leyna þeirri skoðun, að sér þættr. ýmsir ó- fýsilegir agnúar á þeirri stefnu, að láta herinn vera ýmist að koma eða fara eftir veðrum heimsmálanna. Verður erlendur her okkur ekki enn hættulegri bólguhnút- ur í efnahagslífinu með slíkuni liætti og sem þjóðernislegt og þjóðfélagslegt vandamál heldur en stöðugri seta í smáum stil, og strangt afmörkuð? spurði ræðu- maður“. Hér er sem sagt stungið upp á varaniegri „hersetu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.