Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 2
s MORGVNBLAÐIÐ Fostudagur 24. maí 1957 Bílarnir eftir árekslurinn. (Ljósna.: Mbl.) Ók inn a aðalbrauf og stórskemmdi lífinn bíl MJÖG HARÐUR bílaárekstur varð í gær á Hringbrautinni. Roskinn maður kom akandi á gljá fægðum Volkswagen, R-7629 eftir Hringbrautinni, en er hann kom á gatnamót Njarðargötu og Hringbrautar kom leigubíllinn R-7501 eftir Njarðargötunni á fleygiferð og ók viðstöðulítið inn á Hringbrautina, sem er aðal- braut. Varð þarna mjög harður árekstur. Leigubíllinn velti litla bílnum á hliðina, um leið og hann lagði inn vinstri hliðina, einkum hurðina við stýri bílsins. — Leigubílstjórinn var fljótur að hlaupa út úr bíl sínum mann- inum á VW-bílnum til hjálpar, en hann hafði sloppið ómeiddur. Litli bíllinn hafði snúizt við, við áreksturinn. Þeir sem fyrstir komu að réttu litla bílinn strax við. Meðan á þessu gekk, hafði leigubíllinn sem bílstjórinn stökk út úr í skyndi þegar eftir árekst- urinn, runnið af stað afturábak og lent út í skurð við Njarðar- götuna. Hann hafði ekki orðið íyr ir neinum teljandi skemmdum. Það mim kosta stórfé að gera VW-bílinn jafngóðan. Rannsóknarlögreglan hefur Brezkur íslands- vinur fimmtugur HINN KUNNI brezki fræðimað- lir og íslandsvinur Gwyn Jones, prófessor í Wales, er fimmtugur í dag. Prófessorinn hefur kom- ið oft hingað og flutt hér fyrir- lestra við Háskóla íslands og í félagi enskumælandi manna Anglia. Prófessorinn hefur þýtt allmargar íslendingasögur á ensku og er auk þess kunnur rit- höfundur í heimalandi sínu. Hingað kom prófessor Gwyn Jones fyrst árið 1948 á vegum félagsins Anglia, en síðan hefur hann komið hingað fimm eða sex sinnum og hefur hann eignazt hér fjölda vina og kunningja, enda er prófessor Gwyn Jones skemmtilegur og fróður maður. Er ekki að efa að vinir hans hér munu minnast hans á þessum merkisdegi. beðið Mbl. að lýsa eftir sjónar- vottum að árekstri þessum en hann varð um nónbil í gær. Canberra-flugvél í Keflavík Reynir að selja heimsmet ★ snemma í gærmorgun Bilaði yiir Alaska oq snéri fil Fairbanks kom við á Keflavíkurflugvelli ensk flugvéi af gerðinni Can- berra. Flugvélin hafði eins stutta viðkomu og mögulegt var, enda var ætlunin að setja nýtt met í flugi kringum hnött inn. Til Keflavíkur var flug- vélin fimm mínútum á eftir á- ætiun. ic Canberra-flugvél þessari stjórnaði flugstjóri að nafni Hopkinson. Frá Lundúnum lagði hann af stað kl. 7,10 og áætlaði að vera kominn til Keflavíkur eftir 2 klst og 15 mínútur, en varð 5 mínútum lengur og ienti kl. 9,30. •k Á Keflavíkurflugvelli tók flugvélin benzín og var reynt að flýta sem mest fyrir af- greiðslunni. Flugvélin kom ekki heim að flugafgreiðsi- unni, heldur beið úti á flug- Canberra-flugvélin fer á loft. Hún er búin varabenzingeymum á vængbroddum til að auka flugþolið. braut. Ekki höfðu flugmenn- irnir sem voru þrir að tölu heldur fyrir því að matast. Áhorfendapallar byggðir Skeiðvellinum á Brautin mjog breikkuð UNNIÐ er nú að því af kappi miklu að stækka og endurbæta gagngert Skeiðvöllinn við Elliðaár. Eru það félagar úr hesta- mannafélaginu Fák sem þetta starf vinna og er það allt sjálfboða- liðavinna. Verða reistir þarna áhorfendapallar fyrir á annað þús- und manns og völlurinn sjálfur breikkaður mjög mikið. Brýna nauðsyn ber til þess að gera þessar framkvæmdir inn á Skeiðvelli sökum þess að óhag- stætt var fyrir áhorfendur að fylgjast meðkappreiðunum.Stóðu Hundur bjargar lambi frá drukknun ÞAÐ bar til fyrir viku, að hund- & ur bjargaði lambi frá drukknun. Er slíkur atburður mjög fágætur en sýnir hve mikið vit hundar hafa. Atvik voru þau að tveir fjárbændur, bóndinn í Nesi, Að- alsteinn Þorgeirsson og Sigurður Hallbjörnsson voru að flytja fé út í Þerney. Fluttu þeir það á vélbát og var með í förinni íslenzkur fjárhundur Sigurðar. Er alllangt var komið frá landi féll eitt lambið útbyrðis. Urðu mennirnir ekki við það varir fyrr en þeir sáu að skyndilega steypti hundurinn sér í sjóinn. Synti hann til lambsins og svamlaði í kring um það í sífellu og flæmdi það þannig í áttina til bátsins. Var síðan lambinu bjargað um borð og hundinum emnig. Þykir þetta verk hundsins bera vott um mikla og einstaka skynsemi hans vegna þess að hann átti frum- kvæðið um að bjarga lambinu, stökk ótilkvaddur í sjóinn, en ella þykir einsýnt að lambið hefði drukknað. Heimsókn- um lokió KAUPMANNAHÖFN, 23. maí. — Hinni opinberu heimsókn Júlíönu Hollandsdrottningar og Bern- hards prins í Svíþjóð lauk í dag. Þá lauk einnig í dag hinni opin- beru heimsókn Elísabetar Eng- landsdrottningar og Filipps prins í Danmörku. — Þau fara samt ekki heim fyrr en á laugardag næstkomandi. Þangað til verða þau gestir dönsku konungshjón- anna. — NTB. ,Allra veðra von‘ Smásögur eftir Jóhannes Helga þeir við girðinguna en engir á- horfendapallar hafa til þessa ver- ið á vellinum. Verða þeir nú reist ir úr timbri og þannig að áhorf- endur eiga að geta fylgzt með öll- um sprettinurn frá þeim. LOKIÐ UM HVÍTASUNNU í ráði er að þessum fram- kvæmdum verði lokið um hvíta- sunnu, en þá fara fram veðreiðar á vellinum að venju. Þá er verið að byggja nýjan dómaraturn á vellinum. Við þessar góðu fram- kvæmdir batnar mjög aðstaða þeirra, sem á kappreiðar horfa hér í bænum og sjálfur völlurinn til veðreiðanna. Eftir 26 minútna dvöl á vell- inum iagði hún aftur af staS og stefndi nú þveit yfir Græn- landsjökul til Fairbanks í Alaska. Þangað ætlaði hún að fljúga í 3000 feta hæð og áætl- aði flugtímann 6 klst. og 23 mínútur. Á Seinni fréttir í gærkvöldl hermdu að Canberra-flugvélin hefði orðið einni mínútu 4 eftir áætlun til Fairbanks. Á- ætlað var að koma þangað kL 16,18, en varð kl. 16,19. Flug- vélin dvaldist aðeins i hálfa klst. í Fairbanks og hélt síð- an tafarlaust áleiðis til Tokíó. En er hún hafði flogið í um 20 mínútur varð smá- vegis vélarbilun hjá henni, svo að Hopkinson flugstjórl taldi rétt að snúa aftur til Fairbanks og lenti þar kL 18,30. Var þegar hafizt handa um að gera við biiunina, en hætt er við, að vegna hennar, verði örðugt að hnekkja gamls metinu. FLATEYRI, 22. mai. — Undan- farið hefur verið hér norð-aust- anátt og kuldi. Hefur gróðri lít. ið farið fram og erfiðleikar hafa verið hjá bætidum sökum kulda nú um sauðburðinn. Menn eru nú óðum að byggja að nýju garða sína og önnur mannvirki sem skemmdust í stór flóðinu hér í janúar sl. — B.S. í DAG kemur út hjá Setbergi fyrsta bók eftir ungan höfund, Jóhannes Helga, er nefnist „Allra veðra von“. Eru þetta smásögur sex að tölu. Nefnast þær: Stormur, Blóð í morgunsárinu, Róa sjómenn, Nikolja, Svarti sauðurinn og Hlið himinsins. Einnig skrifar höf- undur formála að bókinni. Jón Engilberts listmálari hefir myndskreytt sögurnar, en bókin er tileinkuð minningu Helgu Vigfúsdóttur og Jóhannesar Jóns sonar, trésmiðs. FÆREYINCAR SENDA LAND- HELGISNEFND TIL BRETLANDS Þórshöfn, Færeyjum. Á ÐUR en Lögþing Færeyinga lauk störfum í vor, samþykkti það 11 að láta kjósa nefnd til að takast á hendur samningaumleitanir við brezk stjórnarvöld, í þeim tilgangi að fá breytt gildandi ákvæð- um um landhelgi við Færeyjar, eftir að Englendingar hafa raun- verulega viðurkennt 4ra mílna landhelgina, sem íslendingar settu. Var landsstjórninni ætlað að velja nefndarmenn, sem eiga að vera þrír fulltrúar úr félagssamtökum atvinnuveganna og einn úr lands- stjórninni. FJÖGURRA MANNA NEFND Landsstjórnin hefur nú valið í nefndina, og eru nefndarmenn fjórir. Fulltrúi Lögþingsins verður Jóhann Djurhuus, skrifstofu- stjóri þingsins. Nefndin mun fara frá Tórs- havn seinna í þessum mánuði, setur hún sig í samband við ut- anríkisráðuneytið í Kaupmanna- höfn, til þess að hafa samréð við það um væntanlegan samning við hlutaðeigandi brezk stjórnarvöld. AKRANESI, 23. maí: — Mokafli var hjá netjabátunum hér í dag. 10 bátar fengu alls um 1000 tunnur síldar. Aflahæstir voru Höfrungur með 200 tunnur, Ver, Fylkir og Sveinn Guðmundsson, hver með 150 tunnur og Svanur með 115 tunnur. Fjórir snéru aftur vegna stormsins en lögðu þar sem þeir voru staddir er Jyngdi, en fengu litla síld. Sjö til átta trillubátar réru héðan í gær. Tveir voru með hand færi, Sigursæll, sem fékk tvær lestir og Happsæll, er fékk eina lest. Hinir fóru með línu og fiskuðu 6—800 kg. — Oddur. GJÖGRI, Ströndum, 23. maí. —- Lítil grásleppuveiði hefur verið á Gjögri í vor. Eru sjómenn vel búnir að fiska fyrir útgerðar- kostnaði. Rauðmagaveiði er vel í meðallagi. Það gleður sjómena mikið hér í hrepp, að þeir eru imdanfarna daga að fá greidda uppbót á grásleppuhrogn frá Kaupfélagi Strandamanna frá ár- unum 1955 og 1956, er það 1.70 á hvem lítra. Geta má þes» að kaupfélagið greiðir 2 kr. á hvern lítra við móttöku. Rauðmagi hefur mikið lækkað í verði hjá SÍS á síðastliðnu ári. — Regína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.