Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 8
8 MORCTJNRT AÐIÐ Fostudagur 24. mnf t95*f íslandsmótið í knattspyrnu Hafnfirðingar komu á óvarf gegn Akurnesingum I GETGÁTUM um úrslit leiks- ins milli Hafnarf jarðar (ný- liðanna í fyrstu deild) og Akra ness (liðsins, sem af flestum er talið traustast og bezt ísl. liða) réði hjá fæstum mikil bjartsýni á að markatalan yrði jöfn. En hinir ungu og lítt reyndu Hafnfirðingar komu a óvart. 1:0 urðu úrslit leiksins og á síðustu mínútum hans áttu Hafnfirðingar tvö mjög góð markatækifæri, sem ekki heppnuðust, en þau sýna að með svolítilli heppni gátu þeir gengið með stig af hólmi við Akurnesinga, þó það hefði mátt telja heldur óréttlát úr- slit. © Þa8 er langt síðan Akranes- liðið hefur haft eins mikið að gera í vörn og nú. Það er langt síðan að eins stórir kaflar hafa sézt af leik þar sem völdum Guð- jóns og Sveins á vallarmiðju var ógnað. Það er langt siðan við höfum séð lið leika með eins árangursríkri varnaraðferð gegn sóknfráum Akurnesingum og hin- ir ungu Hafnfirðingar gerðu Úr- slit þessa leiks eru meira en hálf- ur sigur fyrir þá. © Og hverjar eru orsakir þess að nýtt lið kemur og stendur í okk- ar beztu mönnum? Það er ærið umhugsunarefni. En Hafnfirð- ingar hafa æft vel, betur en nokkrir aðrir, t. d. myndu fá lið fást á tvær æfingar milli leika er fram fara á föstudag og þriðju- dag. Það gerðu þeir að sögn. Albert Guðmundsson er þjálfari þeirra og skipuleggjari og þátt- ur hans í getu þeirra er senni- lega meiri en flesta grunar. Auga hans fyrir uppbyggingu og sam- leik er nákvæmt og athafnir hans allar smita út frá sér í liðinu, allir reyna sitt bezta og það dug- ar svona vel. Með meiri reynslu fæst áreiðanlega niiklu meira út úr leik Hafnfirðinga. Svo mörg eru efnin í þeirra hóp. Má þar fyrst telja að Albert undanskild- um, Einar Sigurðsson framvörð, óbilandi baráttumann, Kjartan Elíasson framvörð, laginn og drjúgan, Ragnar Jónsson, sem í fyrsta leik sínum í miðframvarð- arstöðu hélt Þórði niðri lengst af, framherjana Jón Pálmason, eldsnöggan og fljótan og útherj- ana Bergþór og Ásgeir. Af öllum má mikils meira vænta en nú sást. © Því er oss svo tíðrætt um Hafn- firðinga að þeir eru nýtt lið, sem kemur gersamlega á óvart. Það væri kannske eðlilegast að nýja liðið dytti niður úr deildinni aft- ur, en ekki er víst að svo verði um Hafnfirðinga. Og Albert hef- ur sýnt að með vinnu og því að hyggja upp samhug, sem honum er einkar vel lagið, má ná upp mörgum liðum á fslandi sem yrðu til að lyfta verulega merki knatt- spyrnunnar. Það skyldi enginn halda að efni í knattspyrnumenn séu aðeins í Hafnarfirði utan þeirra staða sem þegar eru með. Veður spillti leiknum á þriðju- daginn mjög. En Vilji beggja liða til að gera vel bætti þar úr skák. Og margt sást laglegt þrátt fyrir skilyrðin. Upphlaupin voru held- ur þyngri hjá Akurnesingum, en Hafnfirðingar voru fljótari á knöttinn, gáfu aldrei grið og upphlaup þeirra voru léttari, stundum betur dreifð yfir völl- inn, það var leikið í gegn af léttleika. © Heilc' r leiksins var all- góður. lv-_-atækifæri Akurnes- inga voru fleiri en Ríkharður og Þórður bróðir hans og fleiri voru ekki í essinu sínu, enda fengu þeir ekki ráðrúm til undirbún— ings og gátu ekki fundið leið til að brjóta á bak aftur varnarleik- aðferð Hafnfirðinga, sem var í því fólgin að tveir varnarleik- menn snéru sér að hverjum sókn- armanni. Pétur Georgsson lék nú í sinni stöðu í Akranesliðinu en Helgi var á kantinum. Það gaf betri raun en í fyrri leikum þar sem skipan var öfug. En ennþá nota Akurnesingar útherjana ekki nóg. Sóknarleikmennirnir 5 eru of innarlega, of „samankeyrðir". Bridge -/> -háth ur Úrslitin verða í kvöld LEIKURINN á þriðjudaginn var vægast sagt illa spilaður og oft hrein nóló. f fyrri hálfleik spil- uðu á borði 1. Árni og Vilhj. og Einar og Gunnar, en á hinu Þor- steinn og Sigurhj. og Hallur og St. Guðjónsen. Þennan hálfleik vann Árni með 30:27 stigum. í 47. spili sagði Árni 1 gr. á þessi spil eftir að félagi hans hafði opnað á 1 tígli og varð að spila það. Hann var einn niður þegar 10 slagir fengust á hinu borð- inu í spaðasamning. A G-9-7-5 y 10-9-2 ♦ Ekkert Jft Á-D-9-8-5-3 1 spaði er betri sögn, en kerfið er fast í mörgum. í 48. spili vann Sighj. 4 hj., sem töpuðust á hinu borðinu eft- ir gott útspil hjá Vilhj. í 49. spili fór Stefán G. í 3 gr., eftir að hafa opnað á einu gr. og Hallur svarað jákvætt. Stefán sagði 2 hj. og Hallur 3 gr. Hvaða spil hefðuð þið látið út? A K-8-6 V G-6 ♦ G-9-7-2 Jb 9-8-7 13. firmakeppni Golf- klúbbsins hefst á morgun AMORGUN hefst á vegum Golfklúbbs Reykjavíkur 13. firma- keppnin í golfi. 1 fyrra voru 162 firmu þátttakendur í keppn- inni og var í gær gert ráð fyrir að fjöldi þeirra yrði svipaður nú. — Firmakeppni átti upptök sín hjá Golfklúbbnum en hann gat ekki fengið einkarétt á slíkri keppni. Nú hyggst klúbburinn koma með nýjung, þ. e. að það firma er styður klúbbinn í 10 ár fær afhent sérstakt skrautritað skjal í þakkarskyni. ★ FYRIRKOMULAG t firmakeppni eru leiknar 18 holur. Keppnin er útsláttar- keppni og fækkar því ört þeim er uppi standa í keppninni. Alls munu um 70 til 80 kylfingar taka þátt í henni. Það er ósk Glof- klúbbsins að fulltrúar þátttöku- firma fylgist vel með svo og allur almenningur. Golfklúbbsfélagar voru um sl. áramót 250 talsins. Bættust 40 nýliðar við í fyrra og 10—15 eru þegar komnir í vor. Nýliðum eru kennd undirstöðuatriði og annast þá kennslu 4 af beztu kylfingum klúbbsins. Er fólki ráðlagt að leita þegar til þeirra er það hef- ur golfleik. Golfklúbburinn á að víkja af öskuhlíð sem kunnugt er. Mun þar rísa blómlegt íbúðahverfi. En Golfklúbburinn hefur fengið úthlutað landi í Grafarholtslandi. Er verið að mæia það út og eru Golfklúbbsmenn í sambandi við enska golfvallararkitekta sem munu teikna fullkominn golfvöll þar, annaðhvort eftir loftmynd- um sem þeim verða sendar eða þá að þeir koma hingað til lands. Þar verður fullkominn 18 holu völlur. Er landið mjög ákjósan- legt að dómi innlendra og er- lendra sérfræðinga á þessu sviði. Golfklúbburinn væntir góðs stuðnings opinberra aðilja við framkvæmdir. Klúbburinn á nokkurt fé í sjóði og ágóði firma- keppninnar rennur í þann sjóð. Sighj. lét hjarta gosa, borðið var með drottninguna eina og Þorst. lét kóng sem Stefán tók á ás eftir yfirvegun, fór inn á borð- ið og spilaði spaða og svínaði fyrir kóng, sem Sighj. fékk á og spilaði seinna hjartanu sínu. Þorst. fékk 5 slagi á hjarta, því hann var með hjarta K-10-9- 8-4-3. Gott útspil hjá Sighj. sem gaf 6 stig. í 50. spili náðu Árni og Vilhj. fórn á 6 sp. við_ 6 hj. og unnu 1 stig. Gott stig. í einu spilanna í þessum hálfleik fóru Sigurhj. og Þorst. í slemmu með 47 púnkta samtals og hvergi meir en 7 spil saman í lit og auðvitað marga niður. Einar spilaði á hinu borð- inu 3 gr. og var einn niður eftir óheppilega spilamennsku. f seinni hálfleik komu Lárus og Stefán S. inn fyrir Hall og Stefán G. en hjá Árna spiluðu Sighj. og Gunnar Pálsson, og Þorst. og Guðjón. Þennan hálfleik vann Einar með 32:23 stigum, er Árni nú með 23 stig í forskot þegar síðasta umferðin hefst í kvöld. í 63. spili vinnur Stefán 3 gr. en á hinu borðinu spilar Einar 1 tígul dobl. og vinnur slétt og fékk því báðar tölurnar, en í 71. og 74. spili eru Einar og Gunnar 500 og 800 niður á bútum þegar hinir eiga ekki game. Slæmt. f 76. spili fær Einar 6 stig, þeg- Frumvarpib um lax- og silungsveibi GreinargerB Jóns Pálmasonar JÓN PÁLMASON hefir lagt fram í Neðri deild svohljóðandi nefndarálit um frv. til laga um lax- og silungsveiði, en hann er í minnihluta landbúnaðarnefndar í málinu: „Það frumvarp, sem hér liggur fyrir, fjallar um eitt viðkvæm- asta og heitasta hagsmunalegt deilumál, sem til er í landi voru. Það er ævaforn eignarréttur bændanna í landinu yfir veiði- hlunnindum jarða sinna. í allri þeirri ásókn, sem yfir hefur gengið og nú er í hámarki til eyðingar á öllum eignarrétti ein- staklinga, þá er að vonum, að þessi réttur bændanna sé eigi undanskilinn. Með lögum um lax- og silungsveiði frá 1932 var svo freklega gengið á þennan rétt, að eigi hefur tekizt að fram- kvæma þau lög í sumum héruð- um vegna mótstöðu hlutaðeig- andi manna. Hefur sums staðar gengið á málaferlum og stórdeil- um út af þeim efnum. Það er því vissulega þörf að setja ný lög um þetta efni og vanda þar vel til. En þau þurfa að byggjast á ýtarlegri ákvæðum og meiri sanngirni en nú er til stefnt. Þetta frumvarp er samið af 5 manna milliþinganefnd, þar sem veiðiréttareigendur áttu engan fulltrúa. Það ber líka greinilega á sér þann svip, að annað hefur fyrir vakað en að tryggja rétt þeirra manna, sem þessar eignir eiga, enda engin dul á það dreg- in. í greinargerð veiðimálastjór- ans segir meðal annars: „Með aukinni borgarmenningu og styttum vinnut.íma hefur komið fram nýtt vandamál hér á landi á síðari árum, það, hversu þegn- arnir skuli verja tómstundum sínum á gagnlegan hátt. Hið op- inbera lætur þetta vandamál meira og meira til sín taka með síauknum fjárframlögum, t. d. til félagsheimila, íþróttastarfsemi og annarrar félagsstarfsemi og nám- skeiðahalds. Erlendis hefur að- staða til stangarveiði verið efld af opinberum aðilum í því skyni að leysa umrætt vandamál." Með þessum orðum er réttilega lýst hinum sanna tilgangi þess frum- varps, sem hér er um að ræða. Bændurnir, sem vinna lengst allra manna í landinu, þurfa ekki að leita sér að tómstunda- vinnu. Tómstundirnar eru fáar. Og okkar þjóðfélagi er svo kom- ið, að bezt gengur að sækja verka fólk til annarra landa handa landbúnaði og sjávarútvegi. — Hvað eiga svo bændurnir, sem hafa nóg annað að gera, að vera að fást við lax- og silungsveiði? Það stendur að vísu í 2. gr. frumvarpsins, „að landeiganda sé einum heimil veiði í vatni á landi sínu“, en því er við bætt, að „enda sé eigi öðruvísi mælt í lögum þessum". Það var líka óhætt að bæta þessu við, því að með þessu frumvarpi er þessi réttur svo mikið skertur, ef að lögum verður, að hann er lítils virði núlifandi mönnum. Að vísu er til þess ætlazt samkvæmt 108. gr., að eigendur fái bætur, ef rétturinn er tekinn allur með lögunum, en þó að tekið sé t. d. 10—99% af eignarréttinum, þá á engar bætur að greiða. Ef slík ar sveit Árna spilar á báðum borðum og er samtals 500 niður. í 78. spili nær Lárus ekki 87,5% slemmu sem tekin var hinum megin og vannst. í leiknum í kvöld verða þessir menn að sýna betri spilamennsku en verið hefur í þessari keppni, svo að þeir sem fylgjast með keppninni geti trúað því, að þetta sé blómi íslenzkra bridgespilara. Síðasta umferðin hefst kl. 8 í Skátaheimilinu ákvæði eru talin samrýmanleg okkar stjórnarskrá, þá eru eign- arréttarákvæði hennar orðin lít— ils virði. Það er látið i veðri vaka af öllum meðmælendum þessa máls, að tilgangurinn sé eingöngu sá að friða fiskistofhinn og tryggja verðmæti hlunnindanna í iram- tíðinni. Þetta lætur vel i eyrum og blekkir alla þá, sem litla eða enga þekkingu hafa á málinu, en er ekki nema að litlu leyti rétt. Fiskinn á samkvæmt frumvarp- inu að drepa eftir sem áður, en aðeins af öðrum mönnum, þ. a. þeim, sem stangarveiðarnar stunda. Þess má geta þvi til sönn unar, að frumvarpið gerir ráð fyrir að lengja veiðitímann fram á haustið, þegar veiðin er hættu- legust. Stangarveiði má stund* alla daga í 3—4 mánuði á ári, en net má ekki neins staðar leggja nema 3 nætur í viku á sama tíma. Stangarveiði má stunda í öllum árósum, en net má þar hvergi leggja, eins og rétt er. Þetta og fleira sýnir mis- muninn, og mun það verða nánar rakið síðar. Um meðferð málsins á Alþingi fram til þessa vil ég taka þetta fram: Frumvarpið var lagt frani í Efri deild 3. nóv. 1956 og var til athugunar í landbúnaðar- nefnd þeirrar deildar til loka þess þings. Aftur kom það fyrir sömu deild 14. des. s. 1. og hefur verið þar til meðferðar þar til eftir miðjan marzmánuð þessa árs. Um 40 breytingartillögur hefur Efri deild samþykkt við þetta frumvarp, og eru margar þeirra til nokkurra bóta. Þann 21. marzmánaðar kom þetta mál svo fyrir landbúnaðarnefnd Neðri deildar og hefur verið þar rætt á nokkrum fundum að við- stöddum veiðimálastjóra. Kon» brátt í ljós, að sumir nefndar- menn vildu samþykkja þetta frumvarp, athugunarlaust. Nokk- uð voru *þó einstök atriði rædd. Sannaðist við þær umræður, að meiri hluti nefndarinnar vildi eigi gera neinar breytingar, sem verulega skipta máli. Losin voru þá þau bréf og tillögur, sem bor- ízt hafa víðs vegar að. Eg get eigi fallizt á þau vinnu- brögð að hespa þetta flókna, vandasama og viðkvæma deilu- mál gegnum aðaldeild Alþingis næstum athugunarlaust. Frum- varpið er þannig samið, aS nauð- syn ber til að athuga það ýtar- lega og ræða 1 helztu veiðihér- uðum landsins. Það mundi þvf hafa gott af að bíða eitt ár. En þar sem ljóst er, að nú á að knýja það í gegn, þá hef ég gert tilraun til að leiðrétta nokkur atriði þessa frumvarps. Flyt eg því 22 breytingartillögur á sér- stöku þingskjali. Miða þær að þvl annars vegar að tryggja nokkru betur eignarrétt veiðieigendanna og hins vegar að því að auka frið- unina með samræmi milli netja- og stangarveiðiréttinda, auk þesg sem ég geri tilraun til að leið- rétta nokkrar villur og gera á- kvæði skýrari. Nokkrar tillögur tek eg upp, sem nýlega komu fram frá fulltrúum veiðifélaga Árnesinga og Borgfirðinga. En þó að ég hafi farið gegnum frum- varpið allnákvæmlega, dettur mér ekki í hug, að eigi sé þörf á enn nákvæmari athugun og breytingum. Svo viðkvæmt, flókið og vandasamt er þetta mál. Verði aðalatriðin í mínum breytingartillögum samþykkt, mundi ég þó fylgja málinu. Ann- ars ekki. A8 svo stöddu legg ég því eigi til að vísa þvi frá.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.