Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 14
u ÚORGUNBLAÐIÐ Fðstud&gur 24. maf 195? sem öll fjalskyldan hefir mœtur á Smásteik Saxbauti Gulrætur Rauðrófur Lifrarkæfa Grænar baunir SLATURFELAG SUÐURLANDS Lóðir og húseignir í hjarta bæjarins höfum við til sölu byggingarlóðir og húseignir á eignarlóðum, t.d. Þrjár lóðir við Laugaveginn. Eina lóð við Holtsgötu. Heila húseign við Miðstræti. Litla húseign við Hverfisgötu. Lóð við Hálogaland. Lóðir og lönd á Seltjarnarnesi í Kópavogi og Garðahreppi. Ennfremur íbúðir af öllum stærðum í smíðum og fullgerðar. Sa3a & Samníngar Laugaveg 29 — Sími 6916. Sveinspróf í rofvirkjun Sveinspróf í rafvirkjun í Reykjavík fara fram í júní- mánuði n.k. Umsóknum um próftöku, ásamt venjulegum gögnum og prófgjaldi kr. 600.00, skal skilað í skrifstofu Iðn- fræðsluráðs, Iðnskólanum við Skólavörðutorg, fyrir 1. júní 1957. Nánari upplýsingar veitir formaður prófnefndar, Ólaf- ur Jensen, sími 7559. Reykjavík, 22. maí 1957. Prófnefndin. Cuðlaug Ólafsdóttir Minningarorð Guðlaug Ólafsdóttir Blöndu- hlíð 27 hér í bæ, er nú burt köll- uð eftir nokkuð langan og stund- um erfiðan starfsdag. Eins og margir unglingar aldamótaár- anna, varð hún að mæta erfiðum kjörum og lífsbaráttu á barns- aldri. Hún var fædd 20. sept. 1890 í Hólmsbúð Innri-Akraneshreppi, dóttir Ólafs Ólafssonar og konu hans Sigríðar Sigurðardóttur, en föður sinn missti hún 7. apríl ár- ið 1907 í þeim mikla mannskaða, sem varð með þeim seglskútum er fórust við Mýraskerin í ofsa- veðri. Tvo bræður átti hún er báðir voru yngri, þá Ólaf og Sig- urbjörn, var það sameinuð fjöl- skylda til lífsbaráttu þess tíma, sem oft var hörð. Snemma vakn- aði áhugi hjá Guðlaugu á góðum bókum, og tileinkaði hún sér líka oft manndygðarhetjur, sögu og sagna, því sjálf vildi hún þroskast með skilningi á því hvað lífið er breytilegt og getur kennt hverjum einstakling til hjálpar í stöðu og starfi, með styrk frá Guði í sál. Árið 1912 giftist hún eftirlif- andi manni sínum Ingólfi Helga- syni frá Elínarhöfða í sömu sveit, en 1914 fluttust þau til Reykja- víkur, og 1916 misstu þau 2 börn sín samtímis úr barnaveiki. En síðan eignuðust þau mannvæn- leg börn og vel gefin: Ólöfu, Ólaf, Sigurð, Guðríði og Halldór, en 1923 misstu þau ungan son, sem hét Helgi Steingrímur. 1 febrúar 1919 fórust báðir bræður hennar, þeir Ólafur og Sigurbjörn með mótorbát í Miðnessjó og var það mikið áfall og tók hún sér það nærri. Árið 1929 dó svo móðir hennar sem alltaf var hjá þeim hjónum eftir að þau stofnuðu heimili. Þó að starf einnar hús- móður sé oft ekki hægt að meta til fulls, þá er það samt ein af máttarstoðum okkar þjóðfélags, sem allir virða og oft er dáðst að, þegar fyrir- vinnan er langdvölum á sjónum, því að ráðstafa þarf ýmsu sem að höndum ber við heimilishald og barnauppeldi með leiðbeiningu á betri máttarvöld í sál og sinni. Þegar litið er yfir ævileið Guð- laugar mætti segja líkt og skáld- ið: Henni mættu skin og skúr með skugga og sólarvegi, þó allt sé brot og eining úr þeim einum, sama degi, en sá sem þyngstar byrðar bar fær bætur engu minni, því Guð er allt og alls staðar í allri veröldinni. Eiginmaður, börn þeirra, tengda börn og barnabörn, sem og vinir þeirra kveðja nú Guðlaugu og minnast alls þess góða sem þau nutu af henni um leið og þau þakka fyrir liðnar stundir og senda beztu óskir til þeirrar ódauðlegu sálar á land lifenda, í Guðs friði. Kunningi. Mlimbig: ÁrniSvan- berg Jénsson Hann er dáinn, er fréttin, þá fyrst var ég hljóð mér fannst eins og slöknuðu bönd. Er tengdi svo manfögur minn- ingaglóð við morguns og æskunnar lönd. Frá bernskunnar leikum, á blóm- skrýddri grund með brosmildum ungmanna hóp. Hve framtíðarbrautin var fögur þá stund. sem frjálslyndur hugurinn skóp. En vordagar æskunnar vara svo skammt. Oft vallt reynist lukkunar hjól. Með sökknuði kveðjum við sól- skinið samt því svöl eru oft fullorðnum skjól. En nú er andi þinri frjáls, að fljúga í geim fagnandi um sólroðans lönd. Þar lýsa mun honum leiðina heim hin líknandi alföðurhönd. Nú breiðist vorið um beðinn hans þar bernskunnar heimkynnið lá þar smári og bláfjóla flétta hon- um krans og falla þeim daggir af brá. Sigurunn Konráðsdóttir Útför að Gröf í Skaffártungu KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 22. maí: 1 gær fór fram að Gröf í Skaftártung-u, útför Sigríðar Sig- urðardóttur húsfreyju að Hvammi. Sóknarpresturinn séra Valgeir Helgason jarðsöng. Sigríður í Hvammi var tæplega 63 ára er hún lézt 9. þ.m. í Lands spítalanum í Reykjavík. Hafði hún verið flutt suður flug- leiðis þann sama dag. Var hún gift Sigurði Gestssyni. Hafa þau búið í Hvammi undanfarna ára- tugi við myndarskap og rausn. Þau eignuðust 4 börn. Eitt þeirra er Bárður sem nú býr í Hvammi með föður sínum. Sigríður var mæt kona og vinsæl. Var mikið fjölmenni við útför hennar bæði úr Skaftártungu og víðar að. — Gbr. ogheiman•• Njótið leyfisins og fakið niðursuðuvörur með í ferðalagið Kindakjöt Kindakæfa * Kjötbúðingur Bæjarapylsur Kjötsoð Svið Allar venjulegar stœrðir Fást í öllum betri matar- og kjofverzlunum SLÁTURFÉLAG SUflURLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.