Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 13
'V Fostudagur 24. maf 1957 MOKCTllKTir AfíJÐ VJ — Somtol við Hcmnes Pétnisson Framh. af bls. 6 Skáld hér fengu þá undarlegu flugu í kollinn fyrir nokkru að hefðbundin hrynjandi með stuðlasetningu vseri eitthvað verr-fallin til að túlka nú- tímann en sú frjálsa, og brátt varð frjálsa formið sjálfur nú- tímirrn að þeirra mati. Utanlands er nútíminn bæði túlkaður undir hefðbundinni og frjálsri hrynj- andi, en íslendingar hafa alltaf verið hræddir við að vera taldir é eftir tímanum nú síðan þeir losnuðu úr læðingi. Spurning margra skálda hér til sjálfra sín var þ.ví ekki, hvort formanna félli betur að eðlisgerð þeirra hvers og eins og yrði þeim þar aí leiSandi happadrýgra til list- aköpunar, heldur aðeins, hvort ekki lægi beint viS að nota frjálst form fyrst það væri nýrra af nálinni 1 útlandinu. Þótt hrynj- andi nýrrar tegundar komi upp á teninginn líður hefðbundin hrynj andi ekki undir lok, aftur á móti getur skáldskapur undir hefð- bundinní hrynjandi orðið að engu i rás tímans alveg eins og skáld- akapur með hvaða aðferð sem er. Hefðbundin hrynjandi er skipu- lag, hún er afsprengi djúpstæðrar tilhneigingar í manninum sjálf- um sem ekki verður brotin á bak aftur, en getur orðið mis- munandi ráðandi á ýmsum tim- um, ég á við þörf mannsins til að fella ruglingslegar tilfinning- ar og hugarleiftur í fastar skorð- ur, kerfisbinda sjálfan sig. Þessa verður ekki sízt vart á miklum breytingatímum. Baudelaire, sem er talinn frömuður alls þess sem mest ber á í nýrri ljóðagerð, kemst þannig að orði einhvers staðar: „Því fer svo víðs fjarri að bragreglur séu einhver píslar- tól, gjörræðisleg uppfynding. Þær eru reglur sem hin lífræna andlega starfsemi gerir kröfur til. Aldrei hafa þær staðið í vegi fyrir því að frumleikinn fengi að njóta sín, þvert á móti væri hið gagnstæða sönnu nær: að þær hafi alla tíð hjálpað frumleikan- um að ná þroska". — í mínum augum eru bragreglur aldrei fyr- ir skáldi, það sem raunverulega er fyrir skáldi sem reyniv að komast öðru vísi að orði en fyrir- rennararnir er málsbeiting þeirra, skynjanir þeirra, afstað- an til yrkisefnanna. Nýtt form losar aldrei nemn frá eldri skáld- ekap. Og það eru lítil tak- mörk fyrir því hvað hefðbundið form getur lagað sig að breyttum aðstæðum, tökum t. d. sonettuna. Hún er I fyllsta máta strangt form, en í aldaraðir, allt frá endurreisnartímanum til okkar daga, hafa skád notað hana til að túlka ný og ný viðhorf. Það er eins og gerólíkar sýnir og skynj- anir geti hreiðrað um sig í þess- um þrönga ramma. Sonetturnar til Orfeusar eru engu minni náma af skynjunum nútímamanns en The waste Land. Nei, það er ekkert sem bendir til þess að hefðbundið form sé verr fallið til notkunar nútímaskáldum en hið frjálsa, enda þótt það sé minna notað en oft áður. Það er óþarfi að fara langt út fyrir landsteinana til að koma auga é hæfni hefðbundin forms í nýrri ljóðagerð, tökum t. d. kvæði Steins: Ég geng í hring í kringum allt sem er. Þetta kvæði er undir hundrað prósent hefðbundnu formi, öfugur tvíliður alla leið til loka, auk stuðlasetningar og ríms, hvergi er vikið frá hinni óhagganlegu hrynjandi. Reyndar virðist Steinn hafa gripið til þess ráðs að rita kvæðið þannig að það villti um fyrir lesendum, fæli stuðlasetninguna, en ekki þarf annað en breyta uppsetn- ingu þess, hafa línurnar fimm i stað tíu, þ. e. a. s. hann slítur hverja línu í sundur í miðju, til þess að stuðlasetningin verði á sínum stað í hverri ljóðlínu. En þótt kvæðið sé eins hefðbund- !ð að formi upp á islenzka mát- ann og verða má, þá er það ekki hefðbundinn skáldskapur. Fagra veröld var ekki heldur hefðbund- inn skáldskapur þegar hún kom út þótt formið væri hefðbundið með eðlilegum þróunarmerkjum, og svo mætti lengi telja. — Ekk- ert bendir til þess að hefðbundið ljóðform liggi nú á banasæng- innL — / ★ / — En hvaða gildi álítur þú, að hin svokallaða formbylting hafi fyrir íslenzka ljóðagerð? Ég held að þessi formbylting sé mjög gagnleg, þótt ég verði að taka það fram að samkvæmt þeirri merkingu sem ég legg í orðið ljóðform hefur engin bylt- ing átt sér stað. Hefðbundnu ljóðformi hefur ekki verið bylt við, þar ríkja sömu lögmál og fyrr, það sem gerzt hefur er ein- ungis það að til viðbótar yrkja menn undir frjálsu formi í land- inu — sem ekki var áður. Frjálst og hefðbundið form eru ósættan- leg fyrirbæri sem aldrei geta nálgast hvort annað, menn geta valið á milli þeirra að vild sinni með hag tiltekins yrkisefnis í huga, en ekki er hægt að miðla málum milli þeirra eins og sumir virðast halda, og það með því einu að skakast í rími og tilbrigð- um af stuðlasetningu og slíta sundur hefðbimdnar ljóðlínur og raða þeim á nýjan leik upp á blað samkvæmt útliti frjálsra ljóða, deila niður orðunum með löngum millibilum, gröf sem prýðismað- ur eins og Þorgeir Sveinbjarnar- son hefur fallið í. Úr slíku verð- ur ekki ljóðform sem stendur mitt á milli hins hefðbundna og frjálsa, heldur týpógrafískt fyrir- brigði. En þetta er nú algeng sjón í ljóðabókum og sýnir bezt að frjálsa formið verður að losa sig undan því að vera tízkufyrirbæri ef það á ekki að koðna niður, menn halda að frjálst form sé útlit á pappír eingöngu. Form- byltingin — svo við notum orðið — hefur orðið á því sviði sem inn snýr að skáldinu, ég á við að það hefur orðið bylting í af- stöðu skálda til yrkisefnanna, þau koma að þeim úr annarri átt en áður tíðkaðist, ljóðið er fyrst og fremst orðin mynd, táknræn að meira eða minna leyti. En þetta er sjálfum ljóðformunum óviðkomandi og er eingöngu tengt starfsemi skáldsins áður en það leitar að heppilegustum orðum og hrynjandi þeirra. Þessi bylting hefur auðgað íslenzka ljóðagerð að mínum dómi. — / ★ / - Álítur þú, Hannes, að ungu ljóðskáldin séu köllun sinni trú? Það fer eftir því hvað við teljum köllu% ljóðskálds, um það geta verið skiptar skoðanir. Ein- hver gæti komið og sagt að skáld ætti að vera málpípa guðs á jörðinni, annar að það ætti að túlka hinar lausbeizluðu hvatir mannsins, enn annar að það ætti að yrkja öll sín kvæði í þágu fósturjarðarinnar, o. s. frv., o. s. frv. Eitthvað mætti þó telja sem öllum gæti komið saman um að skáldi beri að þjóna. Að mínum dómi á það t.d. að þjóna þeirri þörf sinni að segja það sem því finnst það þurfa að segja, í hversu grýttan jarðveg sem orð þess kunna að falla. Við þetta hafa ung skáld staðið. En um leið eiga skáld að reyna að yrkja ljóð sitt svo, að það sé gætt þeim eiginleikum að geta varð- veitzt sem listræn túlkun. Nú má vitaskuld endalaust deila um hvað sé listrænt svo ekki þýðir að fara of langt út í þá sálma, en svo djúpt má þó taka í árinni að vissir eiginleikar, svo sem til- gerð, gagnrýnislaus nýungagirni, látalæti, eru á öllum tímum fjand samlegir listrænni túlkun. Á þess um kvillum ber meðal okkar sem kallaðir erum ung skáld og þeir hafa ævinlega verið til. Eitt sjúkdómseinkennið er það að hver skáldakynslóð og þar með við líka, þykist ein halda á töfra- lyklinum að leyndardómi hins Ásgeir Guðbjartsson skipstjóri. Vegleg hótíðohöld í tilelni 50 óra oimælis Potfeksifarðarkiikiu Patreksfirði, 20. maí: SÍÐASTLIÐNA HELGI minntust Patreksfirðingar hálfrar aldar afmæli kirkju sinnar með hátíðahöldum, er hófust með sam- söng kirkjukórs Patreksfjarðar í kirkjunni undir stjórn Steingríms Sigfússonar orgelleikara. Hátíðaguðsþjónusta fór fram í kirkjunni á sunnudaginn og var biskupinn herra Ásmundur Guðmundsson viðstaddur og tók þátt í messugjörðinni. Fánar blöktu við hún hvarvetna í kaputúninu og veður var blítt og fagurt þennan dag. — Fimm prestar af Vestfjörðum voru viðstaddir guðsþjónustuna. Fyrir altari þjóuðu fyrir pré- dikun séra Kári Valsson, sóknar- Mb. GuðbjÖrg á ísafirði aflahœst línubáfa HLUTARHÆSTI línubáturinn á öllu landinu síðustu vetrar- vertíð mun hafa verið m.b. Guðbjörg á ísafirði. Hún hóf róðra 2. janúar s. 1. og hætti veiðum 18. maí. Aflaði hún 600 tonn af fiski, slægðum með haus í 100 róðrum. Hásetahlutur var rúmlega 30 þús. kr. Guðbjörg stundaði landróðra og var alla vertíðina gerð út frá ísafirði. — Skipstjóri á bátnum, sem er um 50 smá- lestir að stærð, er Ásgeir Guðbjartsson. KUNNUR AFLAMAÐUR Ásgeir Guðbjartsson er kunn- ur aflamaður. Hann er nú 28 ára gamall en hefur verið skipstjóri á ísafjarðarbátum síðan hann var 19 ára gamall og jafnan verið aflahæstur í sinni veiðistöð. Oft hefur hann jafnframt verið afla- hæstur á öllum Vestfjörðum. Einn af skipverjum á m.b. Guð- björgu, Sigurður Kristjánsson, sem var landformaður bátsins í vetur, leit við á Mbl. í gær. Sagði hann oft hafa verið langróið vestra á þessari síðustu vertíð. T. d. hefðu bátar frá Djúpi alloft orðið að sækja suður fyrir Látra- bjarg. Sex vélbátar voru gerðir út frá ísafiðri í vetur. M.b. Guðbjörg, ÍS 14 prestur að Hrafnseyri og séra Grímur Grímsson, sóknarprestur að Sauðlauksdal. Biskupinn flutti prédikun dagsins, en sóknarprest- urinn á Patreksfirði, séra Tómas Guðmundsson skýrði frá sögu kirkjunnar. Aðrir prestar sem viðstaddir voru athöfnina voru séra Jón Kr. Isfeld, á Bíldudal, og séra Magnús Þorsteinsson, fyrr- verandi sóknarprestur á Patreks- firði, sem sérstaklega var boðinn til hátíðahaldanna. Úr kór talaði formaður sóknar- nefndar, Árni Magnússon og þakkaði ýmsar gjafir sem kirkj- unni höfðu borizt í tilefni afmælis- ins. Gjafir þessar voru fjórar mósaikmyndir á prédikunarstól, eftir Guðmund Guðmundsson Reykjavík, gefnar af kvenfélag- inu Sif á Patreksfirði, sem einnig lét framkvæma ýtarlegar endur- bætur á girðingu um kirkjugarð- inn, Patreksfjarðarhreppur lét gera vandaða gangstétt frá götu að kirkjunni og tröppur framan við fordyr, Kirkjukórinn gaf stækkaðar myndir af prestum sem þjónað hafa við kirkjuna og haf» þær verið hengdar upp í kirkj- unni. Sóknarbarn sem ekki vildi láta nafns síns getið gaf kórstól með ísaumaðri setu og baki. Pétur Guðmundsson og kona hans Mag- dalena Kristjánsdóttir gáfu 5 þúa. kr. minningargjöf um fyrri kon« Péturs, Sigþrúði Guðmundsdóttur og dóttur þeirra Kristínu og fti systkynunum Andrési Karlssynl og Oddnýju Karlsdóttur, barst t þúsund króna minningargjöf um foreldra þeirra látna, Mikkalínu Guðbjartsdóttur og Karl Krist- jánsson. eina sanna skáldskapar, Þing þetta hið merkilega, töfralykill- inn, er ævinlega eitthvað sem ekkert kemur skáldskap við, en verður í augum þeirra sem á því halda að sjálfum skáldskapnum. Auðvelt er að grípa til nokk- urra nærtækra dæma. Það þótti einu sinni óbrigðult ráð til að gera kvæði ódauðlegt ef í því komu fyrir forskeytin fimbul-, regin- og megin- og önnur af svipuðu tæi; seinna þótti ekki aldeilis ónýtt að muna eftir eign- arföllunum, hafa þau helzt svo tugum skipti í hverri vísu; svo kom að því að viss yrkisefni voru skoðuð sem ódauðlegur skáldskapur, t.d. dansandi draug- ar og eitraðir drykkir, eða fyrir- bæri með nógu stóra tárakirtla, líka komu til sögu þvottakonur og hrum gamalmenni, ekki þurfti kvæði sem á þess háttar fólk minntist að hræðast tímans tönn að dómi þeirra sem ortu; nú, svo varð það brátt hverju kvæði trygging fyrir eilífum blóma ef hvergi fannst í því ljóðlína þar sem tvö orð hófust á sama staf, þ. e. með stuðlasetningu; síðan varð uppsetning kvæðis á blað- inu að hinum óbrotgjarna skáld- skap, og svo gat farið að litur letursins, væri hann einhvern veginn öðruvísi en svartur, forð- aði kvæði frá gleymsku um ei- lífð. Mætti telja svo enn um hríð. Skáld eru ekki vel á vegi stödd ef þau koma ekki auga á haldleysi svona „patenta", og að því leyti hafa ung skáld nú vaðið reyk að þau hafa um of sinnt formalistískum aukaatriðum. Að hinu leytinu hafa þau ekki verið ótrúrri köllun sinni en aðrar skáldakynslóðir í landinu að þau hafa reynt að sinna þeim straum- um í ljóðagerð sem mest ber á utanlands þó stundum hafi gleymzt í vígamóðnum að í hverju landi gilda sérstakar að- stæður ,hver tunga býr yfir sín- um eigin lögmálum, frjálst form gæti t. d. átt betur við ensku en íslenzku. Og er ég þá kominn aft- ur að því sem ég sagði áðan, að hefjast þurfa umræður um ljóð- formin og skáldskapin í heild þar sem allt lendir ekki út í rifrildi milli gamla og nýja tímans, en það verður sennilega aldrei, allar bókmenntalegar umræður á fs- landi eru mestmegnis persónulegt orðaskak, hálfpólitískt, í það minnsta allt sem kemur við líð- andi stundu. - / ★ / — Af hverjum gæti ungu skáld- in helzt lært, og að lokum: hef- urðu ekki trú á því að íslenzkir ljóðaunnendur sætti sig við „formbyltinguna“, — og hvernig á að koma til móts við þá án þess að nútímalýrikkin setji ofan við það. Fyrri spurningunni get ég ekki svarað. Sum skáld læra mest af bókum, önnur af lífinu sjálfu eða öðrum listgreinum en bók- menntum. Kvennafar segja sum- ir, að sé hollt fyrir skáld, aðrir að skírlífi sé nauðsynlegt. Vita- skuld er ekkert því til fyrir- stöðu að menn venjist „formbylt- ingunni". En þau ljóð sem nú eru ort koma aldrei til með að verða jafn vinsæl hjá þorra manna og ljóð skálda af næstu kynslóð á undan, því þau eru ekki eins tengd hugmyndaheimi almenn- ings í landinu. Ljóðagerðin er að fyllast af skammstöfunum, ef svo mætti segja, og þeir sem ekki eru handgengnir þessum skamm- stöfunum fá ekki notið ljóðanna. Allar sérgreinar eiga sitt eigið mál sem utanaðkomandi menn skilja ekki fyrst í stað, svo er um Eftir guðsþjóustuna bauð sék*- arnefndin sóknarbörnum og gest- um til veizlu í samkomuhúsiiHs Skjaldborg. Stjórnaði samkom- unni Trausti Árnason. Voru þar fram bornar góðar veitingar, sem kvenfélagið Sif stóð fyrir. Þar voru fluttar margar ræður. Kirkjukórinn söng nokkur lög. I lok hófsins flutti sóknarprestur- inn þakkarorð. Börnum í kauptún- inu var boðið til kaffidrykkju 1 lok samsætisins. Á undirbúningi hátíðahalda þessara hefur ríkt mikill áhugi þeirra aðila sem að honum hafa starfað sjómenn, lækna, bifvélavirkja, svo einhver dæmi séu nefnd. Eins er að verða um ljóð, þau koma ekki eins fjúgandi upp í fangið á lesendum og fyrr, skáld- in stikla á stóru í kvæðunum, ætlast til að lesendur kunni skil á þessu og hinu sem minnzt er á, því falla allar útlistanir nið- ur, gengið er beint til verks og hvert táknið og líkingin látin reka aðra og lesandanum síðan ætlað að þýða líkingamálið. Af þessum sökum er m.a. svo komið að upplestur nýrri ljóða fer fyrir ofan garð og neðan hjá flestum, þau þarf hver og einn að lesa heima hjá sér, það er beint til þess ætlazt að lesandinn lúti yfir bókina þar sem hún liggur á borð inu, eins og Gottfried Benn komst einhvern veginn að orði. — Skáld in eiga ekki að koma til móts við lesendur, því hvenig væri það hægt? Hvaða lesendur ætti að velja úr hópnum til að koma til móts við, engir tveir menn eru eins, skáldið getur ekki ort öðru vísi en þroski þess segir til mn á hverjum tíma, það verður að ráðast hversu margir geta tekið til sín orð þess. — M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.