Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.05.1957, Blaðsíða 20
 115. tbl. — Föstudagur 24. maí 1957 Vormót 5.U.S. á Akranesi annað kvold SAMBAND ungra Sjálfstæðismanna gengst fyrir vormóti á Akra- nesi annað kvöld. Fer það fram að Hótel Akranesi og hefst kl. 8,30 e. h. Sambandið hefur áður gengizt fyrir mótum sem þessu og hafa þau öll verið fjöisótt og tekizt vel. FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Efnisskrá vormótsins á Akra- hesi annað kvöld verður mjög fjölbreytt. Það hefst með því, að Jón Ben. Ásmundsson form. F.U.S. Þórs á Akranesi, setur það. Stuttar ræður flytja Gunnar G. Schram lögfræðingur og Pét- ur Ottesen alþm. Þá mun Kristinn Hallsson synga með undirleik Fritz Weiss- happel. Þá flytur Brynjólfur Jó- hannesson leikari skemmtiþátt og loks verður dansað. Tveir bslstjórar tepptir á Skeiðarársandi Kirkjubæjarklaustri, 23. maí. UNDANFARNA tvo sólarhringa hefur verið hér látlaus rigning og samtals hefur úrkoma numið 80 mm á Kirkjubæjarklaustri og enn meiru á Fagurhólsmýri í nótt sem leið. Þessu úrfelli hefur fylgt mikill vöxtur í öllum ám og eru þær nú með mesta móti og enn vaxandi. í gær fóru tvær bifreiðir frá mundur Gunnarsson og Þorsteinn Kaupfélagi Skaftfellinga í Vík austur yfir Skeiðarársand. Ferð- in gekk vel austur og vegna úr- komunnar hröðuðu bílstjórarnir för sinni og ætluðu að komast vestur yfir sandinn í gærkvöldi. Gekk þeim vel yfir Skeiðará. Var hún þó í örúm vexti. Ennfremur komust þeir með herkjum yfir Gígjukvísl, sem er allmikið vatns fall vestarlega á sandinum og oft með miklum sandbleytum. En þegar þeir komu að Súlu var hún orðin með öllu ófær og urðu bíl- stjórarnir að láta fyrir berast í bifreiðunum í nótt, og eru þeir innikróaðir milli stórvatnanna á Skeiðarársandi. Þeir höfðu tal- símaáhald meðferðis og gátu tengt það við símalínuna og lát- ið vita af sér í morgun. Ekki hafa þeir útvarp í bifreiðunum. Þar sem búast má við, að tals- verður tími líði þangað til svo minnkar í vötnunum að þau verði akfær, hefur verið rætt við Björn Pálsson um að sækja bíl- stjórana strax og flugveðurgefur. Segja bílstjórarnir að góður flug- völlur sé á sandöldunni austan við ána. Bílstjórar þessir eru Krist- Guðlaugsson, báðir búsettir í Vík í Mýrdal. Þegar samband var haft við þá seinnihlutann í dag, létu þeir vel af líðan sihni. Að vísu voru þeir lítt búnir að nesti, en munu þó ekki líða neinn skort. —G.Br. . ' - * 4 — « Kraninn nieð sleggjuna rekur niður staurana við stokkinn í Miklu- brautinni. — (Ljósm.: Mbl.) Skipf um jarðveg undir Mikiu- braufinni vegna galnagerðar GATNAGERÐARDEILD Reykja- víkurbæjar er nú að láta fram- kvæma stórkostlega gatnagerð á Miklubrautinni og er þar beitt hinum stórvirkustu tækj- um til þess að flýta verkinu, en það er að gera nýjan jarðveg undir þessari fjölförnu götu, sem liggur yfir gamlar mómýrar, og gerði það að verkum að útilokað var að vegurinn gæti þar orðið til nokkurrar frambúðar. Það sem gert verður á Miklu- brautinni milli Gunnarsbrautar og Stakkahlíðar, en sá kafli er Listkynning Morgunblaðsins Þessi mynd er af einu málverka Kristjáns Davíðssonar, listmál- ara, sem sýnir verk sín þessa viku á vegum listkynningar Morgunblaðsins. um 1 km á lengd, er að skipt verður um jarðveg. Mómýrinni undir götunni verð- ur ekið burt. Stórvirkar vélskófl- ur grafa djúpt niður í jarðveginn og 15 tonna flutningavagnar flytja móinn út á Klambratún, en þar er lítil ýta, sem jafnar ruðn- ingnum jafnóðum. Síðan verður komið með möl og sand og annað heppilegt efni til undirstöðu götunnar. — Er þetta mikið verk og það sem grafa þarf upp og síðan flytja að aftur, skiftir þUsundum tenings- metra. Áður en hægt verður að ganga að þessu með oddi og egg verður að ganga tryggil. frá steinsteypt- um stokk, sem liggur í miðri göt- unni, en í hinum liggja háspennu- strengir frá Rafmagnsveitunni. í gær var verið að skorða stokk- inn því ekki má hann raskast neitt þótt unnið verið með stór- virkum vinnuvélum við hann. — Reknir voru niður á rúmlega metersdýpt sverir staurar, gaml- ir rafmagnsstaurar, fast upp við stokkinn beggja vegna. — Var notuð við þetta rúmlega 1300 kg. þung „sleggja", sem var við krana einn mikinn. — Var sleggjan látin falla úr nokkurri Lcndsliðið 2:0 1 GÆRKVÖLDI fór fram leik- ur landsliðsins og liðs er í- þróttafréttamenn blaðanna völdu. Landsliðið sigraði með 2:0. Það gefur þó vart rétta hugmynd um gang leiksins, því „pressuliðið“ átti ágæta leikkafla og góð tækifæri. Mesta athygli vakti leikur öftustu varnar „pressuliðsins“ þeirra Ragnars Jónssonar mið framvarðar, bakvarðanna Magnúsar Snæbjörnssonar og Kristins Gunnlaugssonar og Einars Sigurðssonar fram- varðar. hæð ofan á staurana, sem ekki þurftu nema fáein högg til þess að ná dýptinni 150 sm. í Lönguhlíðinni sunnan verðri verður einnig skipt um jarðveg undir götunni og miðar því verki allvel áfram. Á öðrum helmingi götunnar er „búið að skipta um“á alllöngum kafla. Þrjú móf ungra Sjálf- ifæðismanna í Eyjaf. um næstu heigi FÉLÖG ungra SjálfstæðiS- manna í Eyjafjarðarsýslu og Ólafsfirði, halda þrjár kvöld- samkomur nú um helgina. 1 Ólafsfirði verður samkoma í kvöld, 24. maí og stend- ur F.U.S. Garðar fyrir henni. Á Dalvík verður svo samkoma annað kvöld og í Sól- garði sunniudaginn 26. maí og sér félag ungra Sjálfstæðis- manna í Eyjafjarðarsýslu um þær samkomur. Öll hefjast mót þessi kl. 8,30 síðd. Sama dagskrá verður á öll- um þessum mótum. Magnús Jónsson, alþm., mrun flytja ræðu, en auk þess er söngur og aðrir skemmtiþættir, sem þeir annast listamennirnir Sigurð- ur Ólafsson, Skúíi Halldórs- son og Baldur Hólmgeirsson. Fundur í laganefnd Norðnrlandaráðsins BJARNI Benediktsson flýgur í dag utan á fund í laganefnd Norðurlandaráðsins. Mun hann koma heim aftur næstkomandi sunnudag. -------------------- ( Forsalan genur vel FORSALA aðgöngumiða að Iþróttarevíunni á sunnudaginn gekk mjög að óskum í gær og tryggði þá margt manna sér miða svo sem vænta mátti. Forsalan heldur áfram í dag við Útvegs* bankann og hefst kl. 5 síðd. Stjórn VR heimilað að boða verkfall 3: júní nkj* SSóð á samningsviðurkenningu SSS IGÆRDAG sendi Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Mbl. tréOmr- tilkynningu þess efnis, að félagsstjórninni hefði verið heii«tU«fl að boða til vinnustöðvunar 3. júní n. k., hafi ekki tekizt sanvatÍMfl- ar við vinnuveitendur fyrir þann tíma. Var þessi samþykkt gwfl á fundi trúnaðarmannaráðs félagsins síðastl. þriðjudag. — Siflfll segir á þessa leið í fréttatilkynningunni: Verzlunarmannafélag Reykja- víkur vill gera eftirfarandi grein fyrir þessari ákvörðun. Ástæðan fyrir því, að VR býr sig undir svo róttækar ráðstaf- anir er sú, að vinnuveitendur hafa neitað að ræða samninga við félagið. Jafngildir það neitun á samningsrétti félagsins og mun hliðstæð dæmi aðeins að finna frá árdögum verkalýðshreyfing- arinnar á íslandi. Verzlunarmenn búa við ein lökustu kjör, sem þekkjast á ís- landi í dag. Nægir í því sam- bandi að benda á, að byrjunar- laun afgreiðslumanna í verzlun eru kr. 8.08 í grunnlaun á klst., en grunnlaun Dagsbrúnarverka- manna eru lægst kr. 10,17 pr. klst. Grunnlaun afgreiðslu- stúlkna kr. 5,25 pr. klst., en stúlkur í Verkakvennafélaginu Framsókn hafa lægst kr. 7.83 í grunnlaun pr. klst. Þetta eru ó- mótmælanlegar staðreyndir. Þegar svo verzlunarmenn fara fram á bætt kjör vilja vinnuveit- endur ekki við þá ræða heldur neita þeir samningsrétti VR, sem þó er tryggður með vinnulög- gjöfinni. Verzlunarmenn í Reykjavík eru ákveðnir að standa fast á rétti sínum og fylgja sanngjörn- um kröfum um kjarabætur til sigurs. ® ® ® RÉTT eftir að framangr«fc«fl fréttatilkynning barst Mbl, sawflj VR út viðbótar-fréttatilkynnlm^ þar sem segir að málið hafl aS tekið þá stefnu að allt virSÍSB benda til að vinnuveitendtafl hyggist nú ganga til samningfl* viðræðna við VR. ® ® ® Mbl. hefur sannfrétt aS flft aðili, sem stóð á móti VÍSHfl- kenningu samningsréttar VH hafi verið Samband íslenzkpt samvinnufélaga. Er ánatgtfl; legt að það skuli nú hafa sig um hönd. Brauðið ekki frá Rúgbrauðsgerðinni STJÓRN RúgbrauðsgerðarinnflK h.f. hefir beðið Mbl. að geta að brauð það, sem mynd birtifl af hér í blaðinu fyrir nokkrum dögum, þar sem hetta af gos- drykkjaflösku sat föst inni í miðju brauði, hafi ekki verið bakað í brauðgerðarhúsi Rúg- brauðsgerðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.