Morgunblaðið - 29.06.1957, Qupperneq 17
Laugardagur 29. jún[ 1957
MORcrnv niAÐiÐ
17
Iðgjaldafekjur Samvinnu
trygginga yfir 43 millj. kr.
Samvinnutryggingar munu á
þessu ári endurgreiða hinum
tryggðu 2.675.000 krónur, sem er
tekjuafgangur ársins 1956. Að
því er Jón Ólafsson, forstjóri
félagsins, skýrði aðalfundi þess
frá í Bifröst í gær, var tíunda
starfsár félagsins í fyrra hið
langstærsta og námu iðgjalda-
tekjur yfir 43 milljónum króna,
sem er 37,2% aukning frá árinu
1955.
Að þessu sinni mun ekki verða
unnt að endurgreiða neitt fyrir
bifreiðatryggingar, þar sem tap
varð á rekstri þeirra, þrátt fyrir
iðgjaldahækkun á árinu.
í skýrslu sinni til aðalfundar-
lns benti Jón Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri, á mikla hækkun
tjónagreiðslna, sem orðið hafði
hjá Samvinnutryggingum. Námu
tjón nú á árinu 33,6 milljónum
króna, sem er 18 milljónum
hærra en næsta ár á undan. Var
aukning tjóna tiltölulega mest í
brunadeild, en mikil í öllum
deildum, ekki sízt bifreiðadeild.
Benti Jón á, að þessi mikla hækk-
un gæfi tilefni til stóraukinnar
varúðar til að forðast slys og
eldsvoða.
Samvinnutryggingar hafa nú
brunatryggingar á skyldutryggð-
um fasteignum í 85 hreppum á
landinu. Virðist félaginu sem
tryggingaupphæð eigna sé yfir-
leitt of lág miðað við verðgildi
peninga og reynist ófullnægjandi
ef á reynir.
Fundarstjóri á aðalfundi Sam-
vinnutrygginga var f*órarinn
Eldjárn frá Tjörn, en fundarrit-
arar þeir Steinþór Guðmundsson,
Reykjavík og Óskar Jónsson frá
Vík. í framkvæmdastjórn félags-
ins eru auk Jóns Ólafssonar þeir
Jón Rafn Guðmundsson og Björn
V ilmundarson.
Skýrslu stjórnarinnar flutti
Erlendur Einarsson, formaður
hennar, en auk hans eiga sæti í
stjórn trygginganna Jakob Frí-
mannsson, ísleifur Högnason,
Karvel Ögmundsson og Kjaírtan
Ólafsson.
AÐALFUNDUR ANDVÖKU
Aðalfundur líftryggingafélags-
ins Andvöku var einnig haldinn
í Bifröst í gær. Framkvæmda-
stjóri þess félags er einnig Jón
Ólafsson og stjórn hin sama og
hjá Samvinnutryggingum.
Gefin voru út 592 líftrygginga-
skírteini á árinu að upphæð 13
milljónir króna. Eru þá í gildi
hjá félaginu 8227 líftrygginga-
skírteini og tryggingastofninn
85,5 milljónir króna.
Rekstrarafkoma félagsins varð
mjög góð.
Verðlaun fyrir
prófrifgerðir
SVO sem venja hefur verið und-
anfarin ár, að hafa verðlaun verið
veitt úr verðlaunasjóði Hailgríms
Jónssonar fyrrum skólastjóra fyr
ir beztu prófritgerðir við barna-
próf.
Þessi börn hlutu verðlaun: Atli
Magnússon, Melaskóla, Gunnar
Kvaran, Miðbæjarskóla, Kristín
Gísladóttir, Langholtsskóla.
Aukaferð
Aukaferð verður fa'-in frá Reykjavík til Kauþnranna-
hafnar og Stafangurs iniðvikudaginn 3. júlí.
kkukkan 20.
Væntanlegir farþegar gjöri svo vel að hafa samband
við skrifstofu Loftleiða hið allra fyrsta.
Loftleiðir
Orðsending til skóla-
harna í Reykjavík
Börn úr barnaskólum Reykjavíkur eru góðfúslega
beðin að koma á eftirgreinda staði, klukkan 2,30, í dag,
laugardaginn 29. júní, til þess að fagna sænsku konungs-
hjónunum.
Börn úr Miðbæjarskóla — á leiksvæSi skólans
— - Austurbæjarskóla — á leiksvæði skólans
— - Laugarnesskóla — við gömlu Mjólkurstöðina
— - Melaskóla — í Hljómskálagarði við Sóleyjargötu
— - Langholtsskóla — við Grænuborg
— - Eskihlíðarskóla — á leiksvæði skólans
— - Háagerðisskóla — á leiksvæði Austurbæjarskóla
Æskilegt er, að börnin beri íslenzka fána, ef til eru.
Kennarar skólanna eru vinsamlegast beðnir að koma á
þessa sömu staði á áður nefndum tíma.
F. h. undirbúningsnefndar
Fræðslustjórinn í Keykjavík.
Veiðibann
Að gefnu tilefni, er öll veiði í Úlfljótsvatni fyrir
löndum Efri-Brúar, Syðri-Brúar og Úlfljótsvatns
stranglega bönnuð, nema með sérstöku leyfL
Steingrímur Jónsson,
rafmagnsstjórL
Guðmundur Guðmundsson Snæbjörn Ottesen
Efri-Brú Syðri-Brú
Björgvin Magnússon
Skátaskólinn, ÚlfljótsvatnL
Sá áran«ur sem bér sækist eftir. verðu^
að veruleika ef bér notið Rinso — raun-
verulegt sáouduft. Rinso kostar vður
ekki aðeins minna en önnur bvottaefm
og er drýgra, heldui er bað óskaðlest
bvotti og höndum. Hin bvkka Rinso froðe
veitir vður undursamlegan árangur ov
verir allt nudd barflaust sem skemmir
aðeins bvott vðar.
Óskaðlegt þvotti og höndum
Hann gleymdi að fá sér
PÓLAR-RAFGEYMI
áður en hann fór í stimarleyfið.
Atvinnurekendur
Athygli yðar skal vakin á, að samkvæmt lögum um vinnu-
miðlun, nr. 52, 9. apríl 1956, skulu:
„Allir þeir, sem hafa með höndum fastan atvinnurekstur
með aðkeyptu vinnuafli verkamanna í kaupstöðum og kaup-
túnum með 300 íbúa eða fleiri, skulu eigi sjaldnar en mán-
aðarlega senda þeim, er vinnumiðlun annast á staðnum, afrit
af kaupgj aldsskrám sínum, enda séu þær þannig úr garði
gerðar, að auðvelt sé að sjá af þeim, hve mikil upphæð hefur
verið greidd í vinnulaun hverjum einstökum manni á þeim
tíma, er skráin nær yfir“.
Brot gegn ákvæðum þessum varða.sektum allt að 10.000.00
krónum.
Samkvæmt þessu ber atvinnurekendum í Reykjavík að
senda Ráðningarstofu Reykjavíkurbæjar, Hafnarstræti 20,
afrit af kaupgjaldsskrám sínum fyrir næstliðinn eða liðna
mánuði. Sent verður eftir kaupgjaldsskrám yðar, ef þess
er óskað.
Ráðningarstofa Reykjavíkurbæjar.