Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.06.1957, Blaðsíða 19
Laugardagur 29. júnl 1957 Mnnr.TjNitT ánift 19 Hvernig fer landskeppnin við Dani? Við spáum Isiandi sigri með 2 stiga mun En ekkert má útaf bera VIÐ HÖLDUM nú áfram að spá um úrslit landskeppninnar við Dani. Við hurfum þar frá í blaðinu í gær, að á pappírnum hjá okkur höfðu Danir fengið 55 stig en Islendingar 51. Lítum nú á keppnigreinar síðari dagsins. hefur verið með í öllum lands- keppnum íslands í frjálsíþróttum. En við skulum ekki byggja spána á heppnL Réttara er að gera ráð fyrir tvöföldum dönskum sigri, og vona hið bezta. Danmörk 8, ísland 3. 200 M HLAUP Hilmar verður þar sem í 100 m hlaupinu að telja í sérflokki. Ras mussen hefur hlaupið á 22,8 en Jensen og Höskuldur hafa hvor- ugur hlaupið í ár. Höskuldur hafði góða „takta“ í þessu hlaupi í fyrra, og þó hann sé ef til vill ekki í eins góðri þjálfun nú, þá íleppir hann aldrei báðum Dön- unum. Spáin er því: ísland 7, Danmörk 4. 800 M HLAUP ' Eftir afrekum til þessa ættu hlaupararnir að skiptast. Svav- ar og Roholm í forystu en Þórir og Stockfelt á eftir. Við teljum Svavar sterkari Roholm, og minn umst þá fyrri keppna þeirra. En oss er nær að halda að Þórir blandi sér í stríð þeirra, en að berjast við Stockflet. Spáin er því tsland 7, Danmörk 4. 10 KM OG HINDRUNAHLAUP Svo koma tvær danskar grein- ar. Það er 10 km hlaupið og hindr unarhlaupið. Þar eigá Danir þá menn, sem íslendingar ekki fá að skilið eða sigrað. Það er því í báð um greinum Danmörk 8, ísland 3. Eða 16 stig gegn 6 Dönum í vil. 400 M GRINDAHLAUP Engum þarf að koma á óvart þó 400 m grindahlaup verði ein- hver sögulegasta grein lands- keppninnar. Víst er að baráttan verður hörð. Guðjón hefur náð beztum tíma, þó lítið skilji hann og Christensen. En Guðjón hefur ekki í ár fengið keppni og engin veit hvað Daníel gerir á úrslita- stund. Hann átti eitthvert óvænt- asta afrek landskeppninnar í fyrra. Við spáum ísland 7, Dan- mörk 4. 4x400 M HLAUP Ef spá okkar í 400 m (tvöf aldur sigur) og í 400 m. gr. (1. og 3. sæti) stenzt, þá ætti sigurinn í þessari grein að vera viss, því sömu menn keppa að mestu. ís- land því 5 stig, Danmörk 2. STANGARSTÖKK Valbjörn tryggir sigurinn, því 4,15—4,25 er ekki mikið fyrir hann, en það mun Larsen veitast erfitt nú, því hann er sagður hafa verið veikur í vor. 3. sætið tryggir Heiðar, þó einfættur sé í bili vegna meiðsla. Spáin er þvi ísland 7, Danmörk 4. ÞRÍSTÖKK Fyrirliði landsliðsins, Vilhj. Einarsson er þar í sérflokki, en hinum unga og óreynda Þórði Indriðasyni, sem er frá Skóga- strönd, verður sennilega ofraun að komast upp á milli Dananna. ísland því 6, Danmörk 5. SPJÓTKAST Það hefur verið dálítið götótt grein hjá okkur í sumar. Jóel hef ur verið dálítið óöruggur og sama er að segja um Gylfa. En báðir geta þeir náð góðum köst- um, því báðir og ekki sízt Jóel eru reyndir keppnismenn. Hann 2. deildai keppoin í Keilavik ÞRÍR leikir hafa farið fram í H. deild á hinum nýja glæsilega grasvelli í Ytri-Njarðvík. Sunnu daginn 23. júní fóru fram tveir leikir. Fyrst áttust við íþrótta- bandalag Keflavíkur og UMF Breiðablik í Kópavogi. Sigraði ÍBK með 8:0. Síðari leikurinn var milh Þróttar og íþróttabanda lags Suðurnesja. Sigraði Þróttur ineð 6:0. * ÍBK — BREIÐABLIK Leikurinn var mjög ójafn svo $em markatalan sýnir og hefði munurinn jafnvel getað verið enn meiri þar sem Keflvíkingar áttu mörg góð tækifæri sem mistók- ust. Bæði liðin virtust eiga erfitt með að fóta sig á grasinu og var íyrri hálfleikur því nokkuð þóf- •g tilviljanakenndur. í síðari hálfleik náðú Keflvíkingar hins vegar stuttu samspili og höfðu þá algjörlega yfirhöndina. Beztu menn ÍBK voru Sigurður Alberts *on, Páll Jónsson og Svavar Fær- ■et, auk hins gamalkunna knatt- ipyrnumanns Hafsteins Guð- mundssonar, sem stóð eins og klettur í vörninni. — Dómari var Magnús Pétursson. * ÞRÓTTUR — I.S. 6:0 Markatalan gefur ekki rétta hugmynd um gang leiksins, sem eins hefði átt að geta orðið 6:4 eða jafntefli ef Suðurnesjamenn hefðu notað sín tækifæri eins ▼el og Þróttur gerðL En þeir Suðurnesjamenn voru ekki á skotskónum þennan dag. Knött- urinn lenti í stöng, þverslá eða markmanni auk fjölda skota sem smugu hárfínt framhjá markinu. Leikur Í.S. einkenndist af iöngum spyrnum upp að marki Þróttar, en samleik á vallarmiðju vantaði. Þróttur átti skemmtileg upphiaup þar sem knötturinn gekk frá manni til manns unz hann hafn- aði í netinu hjá Suðurnesja- mönnum. Driffjöður og skipu- leggjari Þróttar var William Sheriffs, en auk hans sýndu vinstri innherji „Baddi“ og mark- maður góðan leik. Knattspyrnuiega séð var Þrótt- ur vel að sigrinum kominn. — Dómari var Sigurður Ólafsson. ★ I.S. — BREIÖABLIK Miðvikudaginn 25. kepptu f.S. og Breiðablik og lauk þeim leik með sigri f.S. 8:1. Suðurnesjaliðið var óþekkjan- legt frá leiknum gegn Þrótti enda var við mun veikara lið að etja. Liðið náði oft mjög skemmti legum samleik upp að marki en mörg ágæt tækifæri fóru for- görðum vegna ónákvæmni í spyrnum. Úrslitin hefðu eins get- að verið 12—15:1 ef öll tækifæri hefðu notazt. Skiptingar í fram- línunni hjá þeim Skúla, Herði og Gunnlaugi voru oft mjög skemmtilegar, enda settu þeir öll mörkin. Vilbergur, Ingi og Yngvi léku einnig vel. — Dómari var Bjarni Jensson. KÚLUVARP I kúluvarpinu er sagan önnur. Þar er það Thorsager sem er hinn óöruggi, en Skúli og Huseby eru æ ofan í æ með 15,50. Tvöfaldur sigur íslands skal því bókaður. ísland 8, Danmörk 3. Og þá er komið að hinni spenn andi samlagningu. Eftir fyrri dag inn stóð samkvæmt okkar spá: ísland 51 — Danmörk 55 Og síðari dagurinn reiknast vera: ísland 56 — Danmörk 50 Og úrslit landskeppninnar því 107 gegn 105 íslandi í vil. Ekki er nú mikið upp á að hlaupa og ekk ert má mistakast. Það er því kom ið á daginn, að þetta er ein tví- sýnasta og mest spennandi lands- keppni sem ísland hefur gengið til í frjálsum íþróttum. Hótíð UMFÍ ó Þiagvöliaoi f DAG hefst á Þingvöllum 10. landsmót Ungmennafélags fs- lands. Verður það fjölbreytt íþróttahátíð og margvísleg önnur hátíðahöld, en á móti þessu er minnst 50 ára afmælis UMFÍ. Fram fer íþróttakeppni í sundi (í Hveragerði), í frjálsíþróttum, í knattspyrnu og í handknattleik, og sýningar í fimleikum og þjóð- dönsum verða. f keppnisgreinun- um er keppt um bikara er það héraðssamband hlýtur er flest stig fær í viðkomandi grein. í frjálsíþróttum er keppt um bikar er Morgunblaðið hefur gefið, í sundi um bikar Kaupfél. Árnes- inga, í knattspyrnu um bikar er Tryggingamiðstöðin hefur gefið og í handknattleik kvenna um bikar er Tíminn hefur gefið. í blaðinu í gær var afmælis- grein um UMFÍ. Láðist þá að geta höfundar, en hann er Axel Jónsson, sundlaugarvörður, stjórn armaður í UMFÍ. Félagslíf Frí Sundfélagi Hafnarfjarðar Á kveðið er að fara í skemmti- ferð að Gullfossi og Geysi, sunnu- daginn 7. júlí. Þátttakendur skrái nöfn sín t. lista, sem liggur frammi í Sundhöll Hafnarfjarðar fyrir fimmtudaginn 4. júlí, n.k. ________________— Stjórnin. I.R. skíðadeild. Farið verður í skálann í dag kl. 2 e.h. frá Varðarhúinu. — Msetum 811. Skíðadeildd KR Nú skorum við á okkar ágæta hóp, að mæta vel, um þessa helgi. Aðeins vantar nokkur handtök til að fullgera herbergin í kjallar- amun. Með samstilltu átaki tekst okkur allt. Farið kl. 2 í dag og kl. 9,30 á sunnudag. Stjórnin. Reykjavíkurmót 4. fl. A laugardaginn 29. júní á Fram- vellinum. — Kl. 14 Víkingur—Val ur. Dómari: Sveinn Hálfdánar- son. — Kl. 15 KR—Þróttur. Dóm- ari Guðjón Einarsson. Mótanefndin, Reykjavíkurmót 2. fl. A laugardaginn 29. júní á Háskóla- vellinum. — Kl. 14 Þróttur—Val- ur. — Kl. 15 KR—Fram. Mótanefndin. Eins og skýrt var frá á dögunum, verður unglingadagur KSf 7. júll. Fara fram lcikir á öllHm knattspyrnuvöllum landsins og drengir í 3. og 4. aldursflokki fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku. Þá verða knattþrautir, keppni í þeim milli sveita um fagra bikara og loks kappleikur. — Þrautirnar sem í er keppt eru 6. Hér kynnum við eina þeirra. Það er hornspyrna með rist. Lyfta skal knettinum. Miðja hrings- ins á markteigslínu gegnt marksúlu fjær. Þrjár spyrnur með hver- um fæti; 5 stig fyrir að hitta hringinn. Aðrar þrautir eru: Höfuðspyrna, knattrekstur milli súlna og sending, knattrekstur eftir miðjuhring knattspyrnuvallar, knetti haldið á lofti og knattrekstur og skot á mark. Þær verða kynnt- ar síðar, en drengir! Æfið nú vel. Úrslit auglinga- leikjanua í 2. FL. A fór fram næstsíðasta leikumferðin í Reykjavíkurmót- inu, KR sigraði Val með 2:1, og Fram sigraði Víking með 3:0. — Staðan er nú: L U J T Mrk St. 3 3 0 3 2 0 KR ..... Fram ... Valur ... Víkingur Þróttur . 3 10 4 10 3 10 0 10:2 6 1 4:2 4 2 3:4 2 3 5:10 2 3 3:7 2 1 2. fl. B sigraði Fram KR með 2:1 og eru öll félögin 3 nú jöfn að stigum með 2 stig hvert, og verður að leika mótið upp að nýju. I 3. fl. A fór einn leikur fram, KR sigraði Val með 2:1, en leik Fram og Þróttar var frestað. — Staðan er nú: L U J T Mrk St. 'KR .......... 3 3 0 0 10:1 6 Þróttur .... 2 2 0 0 3:1 4 Víkingur .. 3 1 0 2 2:7 2 Fram ....... 2 0 1 1 1:4 1 Valur ...... 4 0 1 3 4:7 1 I 3 fl. B sigraði Frám KR með 1:0 og hefir Fram unnið mótið, þótt enn séu eftir 2 leikir. *í 4. fl. A gerðu KR og Valur jafntefli, 1:1, en Fram sigraði Þrótt með 8:0. Fram-liðið hefur þegar unnið mótið og unnið alla sína leiki með yfirburðum, e»i staðan er þannig: Fram ...... Víkingur .. Valur...... KR ........ Þróttur .... L U J T Mrk St. 4 4 0 0 21:1 8 3 2 0 1 13:6 4 3 1 1 1 6:3 3 3 0 1 2 2:9 1 3 0 0 3 0:23 0 Samkomur Bræðraborgarstígur * 34. Alm. samkoma í kvöld kl. 8,30. Arthur Gook David Prostor trú boðar talar. — Allir velkomnir. Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á átt- ræðisafmælinu. Guð blessi ykkur öll. Jóanna JónsdóUir, Hringbraut 64, Hafnarfirði. Mínar innilegustu þakkir vil ég færa öllum vinum og vandamönnum, sem á margvíslegan hátt glöddu mig og sýndu mér sóma á áttatíu ára afmælisdegi mínum 22. júní sl., með heimsóknum, gjöfum og skeytum. G.uð blessi ykkur öll. Gunnar Gunnarsson, Vegamótum, StokkseyrL Móðir min RÓSA KRISTJÁNSDÓTTIR Stórholti 20, andaðist að heimili sínu, fimmtudaginn 27. þ. m.. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. Konan mín og móðir okkar HELGA ÍVARSDÓTTIR, ívarsseli, lézt 19. júní. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Einar Sigurðsmn, og börn. Þökkum sýndan hlýhug við andlát og jarðarför SIGRÓBAR GUDNADÓTTUR, Skarðshlíð Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.