Morgunblaðið - 28.08.1957, Síða 11

Morgunblaðið - 28.08.1957, Síða 11
Miðvikudagur 28. ágúst 1957 MORGIJNBLAÐIÐ 11 \ \ Guðmunður á Rafnkelsstöðum og Eggert Gíslason á Víði ræð^st við á bryggjunni, meðan skipverjar taka nótina í land. Síldarkóngurinn 1957 er ungur Sand- gerðingur, sem er meðal mestu sjósóknara flotans KVÖLDSETT var orðiS suður í Hafnarfirði á laugardagskvöld- ið er vélbáturinn Víðir II. úr Garði kom inn á höfnina þar af síldarvertíð nyrðra. Þar hafði Víðir orðið með hæstan hlut allra skipa í síldveiðiflotanum og því hinn réttkjörni „Síldarkóngur 1957“. Þegar þessi litli bátur, sem var með hringnót lagðist að bryggju, var svo lágsjávað, að þakbrúnin á stýrishúsi bátsins náði ekki upp á móts við bryggju gólfið. Það var gaman að koma af ver- tíðinni, enda voru skipsmenn glað legir, hver maður með um og yfir 46.000 kr. hlut. Roskinn mað ur sem stóð á bryggjunni sagði: Eg minnist þess tæplega að hafa séð bát fara á síldveiðar með annað eins mannval. — Já, það var sannlega fríð fylking sem fór norður, hélt þessi maður áfram, sem kominn var á bryggjuna til þess að fagna komumönnum eftir svo árangursríka 'útivist. Skipstjórinn Eggert Gíslason stóð í stýris- húsinu. Hann er nú, þótt ungur sé, meðal hinna allra mestu afla- manna í bátaflotanum, mjög geð þekkur maður. Hann var í blárri sjóarapeysu, með enska húfu á höfði. Brátt eftir að báturinn hafði verið bundinn við bryggj- una var lagt að honum vörubíl og gengu skipverjar nú að því af miklum móð að koma báðum hringnótunum á bílinn. Þeir voru handfljótir. Það var ekkert nýtt fyrir þeim að taka á nótinni. Skömmu síðar kom í VW-bílnum sínum sunnan úr Sandgerði Guðmundur útgerð armaður á Rafnkelsstöðum, eig- andi bátsins, og kominn til þess að fagna skipi sínu og skips- verjum. Eggert Gíslason skip- stjóri á Víði II. hefur nú verið með bátinn á fjórum síldarvertíð um nyrðra og hefur hann jafnan verið að bæta við sig, sagði Guð- mundur. Áður var hann á gamla Víði, en tók við þessum er smíðaður í Hafnarfirði. Faðir Eggerts, Gísli Eggertsson, var líka sjómaður, happasæll skip- stjóri. En fyrstu kynni Eggerts af síldinni urðu þó ekki í skip- rúmi hjá föður sínum, heldur á vélskipinu Edda frá Hafnarfirði, en á því skipi var Eggert sín fyrstu sumur á síldarvertíð. Á skipi hans var með honum nú roskinn maður, sem sagðist hafa „passað upp á hann“, sem ungling í fyrsta skipti í skipsrúmi. Þessi maður heitir Stefán Jóhanns- son, sem var II. vélstjóri á bátnum, og hefur verið sjó- maður frá unglingsárum. Eg spurði hann hvort Eggert væri fisknari en aðrir menn. Hann svaraði því til að Eggert væri frá bær sjósóknari, „sem sigldi sjálf- ur sinn sjó“, athugull, harðdug- legur og bráðfær ■ skipstjóri. — Fyrir okkur kom aldrei neitt ó- happ, tognaði ekki einu sinni á Nokkur orð til bæjarsimstjórans í þessu stutta samtali við Eggert skipstjóra á Víði II., þarna á bryggjunni, barst ýmislegt varðandi síldveiðarnar í tal, með al annars síldarleitarflugið. — Kvaðst hann vera þeirrar skoð- unar og það væru fleiri sama sinnis, að litla flugvélin væri hentugri, en það sem meira máli skipti væri að bækistöð síldar- leitarflugvélarinnar væri án efa betur í sveit sett á Egilsstöðum. Helzt ætti að vinda að því bráð- an bug að gera flugvöll færan á Raufarhöfn. Sjómönnum er mik- ið gagn af síldarleitarfluginu, en það er vissulega ekki sama hvar flugvélarnar eru staðsettar. Víðir II. er 56 tonna bátur. Sagði Eggert að hann hefði mest í hann Játið 751 mál. Þá var bát- urinn svo siginn að aðeins eitt fjögratommu borð var upp úr sjónum af lunningunni. Guðmundur á Rafnkelsstöðum sagði að hann myndi bráðlega senda bátinn á reknet hér á Faxa flóa, en smávegis þarf að lag- færa bátinn áður. Þá þarf ég að kaupa í hann nýja vél, en það kostar kringum 650.000 krónur, en fyrir gömlu vélina fæ ég um 170.000 krónur. — Já, það er dýrt að fást við útgerð í þessu landi, sagði Guðmundur. Geta má þess einnig, að Guð mundur Guðmundsson, skipstjóri á vélbátnum Mumma, sem er líka eign Guðmundar á Rafnkelsstöð- um, var með aflaverðmæti fyr ir að upphæð yfir 900.000 krón ur, en báturinn var með rúmlega 7300 mál og tunnur, þar af salt- síld í um 4000 tunnur. Á milli þessara tveggja Gerðabáta komu togarinn Jörundur og Helga frá Reykjavík. Guðmundur er, eins og Eggert, mjög dugandi sjómað- ur, svo tæplega verður þar gert upp á milli. — Guðmundur á Mumma er sonur Guðmundar á Rafnskelsstöðum. VEGNA ummæla Bjarna Forberg bæjarsímstjóra, í Velvakanda- dálkum Mbl. í dag, leyfi ég mér að biðja um nokkrar skýringar í því sambandi. Þar sem ég er þess fullviss, að ég tala fyrir hönd margra, þá trúi ég ekki öðru en bæjarsímstjórinn bregðist vel við. Bæjarsímstjórinn er spurður að því, hvaða rök liggi til þess, að fyrrverandi millisambands- notendur, sem nú hafa fengið sér-síma, eiga nú, skv. reikningi bæjarsímans að greiða kr. 400,00 í viðbót við stofngjald, sem þeir greiddu, þegar þeir fengu milli- sambandið. Ástæðurnar fyrir þessum viðbótarreikningi nú tel- ur bæjarsímstjórinn vera: 1. Millisambönd voru dýr í upp- setningu (ekki sízt, ef löng leið var frá millisambands- veitanda og til þiggjanda). 2. Allar viðgerðir hafa verið erfiðar og kostnaðarsamar. Aldrei fyrr hefi ég séð jafn auma röksemdafærslu fyrir nokkru máli. Bæjarsíminn í Reykjavík að koma með viðbót- arreikning til fyrrv. millisam- bandsnotenda vegna þess, að það var svo dýrt að setja upp milli- samband — og svo dýrt að gera við! Við fengum millisamband með því að greiða fullkomið stofn gjald, eins og það var á þeim tíma. Þess vegna er það bæði ólöglegt og ósiðlegt að koma nú með viðbótarreiknig, því að sér- hver millisambandsnotandi full- nægði þeim skilyrðum, sem þá var krafizt, til þess að verða símanotandi, en engum var til- kynnt, að nokkrar kvaðir kæmu á eftir, og þess vegna er þessi 400 króna viðbótarreikningur al- gjörlega ólöglegur og heimildar- laus. Þessi innheimtuaðferð bæj- arsímans er meir í ætt við stiga- mennsku en háttu siðaðra manna. Og þá er hér það atriði, sem mest er um vert: Hið eldra stofn- gjald, sem heimtað var, þegar millisambönd voru lögð, hefur flestum, ef ekki öllum, atvikum verið jafnvirði þeirra peninga, sem nú er krafizt fyrir stofn gjald, — þótt krónutalan hafi verið lægri. Svo mjög hefur gildi krónunnar rýrnað. — Getur bæj- arsímstjórinn borið á móti þessu? Hvers vegna eigum við, fyrrv. millisambandsnotendur að greiða hæst stofngjald allra símanot- enda, þar sem við greiðum það tvisvar að nokkru? Þá er hér annað atriði, sem vert er að hafa í huga: Milli- sambönd eru dýrari fyrir notend- ur þeirra en venjulegur sími (og samt eigum við að greiða stofngjald tvisvar að ar og kostnaðarsamar". Ég skil þetta svo, að hér sé átt við við- gerðir á millisamböndum. Þetta er þá nýr þáttur í innheimtuað- ferðum bæjarsímans, ef fara á að mismuna símanotendum — eftir því, hjá hverjum hafi þurft að gera mest við -— millisam- bandsnotendum eða öðrum. Að lokum langar mig til að spyrja bæjarsímstjórann: 1) Hvað eigið þér við með „erfiðar viðgerðir“? Svitnuðu starfsmenn bæjarsímans eða fengu þeir ekki full laun greidd fyrir vinnu sína? 2) Hvað eigið þér við með því að segja, að millisambönd hafi verið til leiðinda fyrir símann? Hafa starfsmenn bæjarsímans ekki getað skemmt sér eins og áður, — eða hvað hefur orðið þeim til leiðinda vegna millisam- bandanna? Ég hygg, að lesendur muni sjái, að það verður að teljast algjör- lega óréttmætt, að heimta inn áðurnefnt 400 króna viðbótar- gjald hjá fyrrv. millisambands- notendum. En ég efa ekki, að bæjarsíminn þurfi á þessum þús- undum að halda, en forráðamenn hans verða bara að finna aðrar og réttlátari tekjuöflunarleiðir. Reykjavík, 23. ágúst 1957. Gunnar Finnbogason, Stórholti 31. Hann siglir smn sjó, segja kunnugir. * nót þó oft væri mikið í henni. Eggert vildi sem minnst um sína sjómennsku tala, en sagði að vel hefði gengið enda væru skipsmenn hans allir með tölu duglegir sjómenn sem verið hefðu með sér í skiprúmi yfirleitt nokk- ur ár. Að vísu var ungur bróðir hans með honum nú í fyrsta skipti á síld. Skagfirðingar unnu Siglfirðinga SAUÐÁRKRÓKI, 26. ágúst. ■ gær fór fram knattspyrnukeppni á milli Skagfirðinga og Siglfirð- inga hér á Sauðárkróki. Keppt var í tveimur flokkum fyrsta flokki og þriðja flokki. Úrslit urðu þau að í fyrsta flokki unnu Skagfirðingar með 5 mörkum gegn 2 og í þriðja flokki unr.u Skagfirðingar einnig með tveim I mörkum gegn einu. — jón. Ársþing ísl. rafveilna 15. ÁRSÞING Sambands ís- lenzkra rafveitna var haldið að Eiðum dagana 17.—20. ágúst. Þingið sóttu 5 3 þátttakendur hvaðanæfa af landinu Áþinginu voru, svo sem venja er, fluttar skýrslur og álitsgerðir varðandi ýms málefni rafveit- anna. Meðal þeirra var um mæla- prófanir, reglugerðir, útvarps- truflanir, raffræðinám, raffanga- prófun, gjaldskrármál, samræm- ingu bókhalds, súgþurrkun og raffræðisýningu. Þá var skýrt frá starfi félaga, sem sainbandið er aðili að, svo sem Alþjóðaorkumálaráðstefn- unnar, Ljóstæknifélags íslands og kjarnfræðinefndar íslands. Erindi voru flutt um sæstrengi, um ný raflagnaefni og um álags- stýringu veitukerfa. Þá var samþykkt svohljóðandi ályktun varðandi framkvæmdir til rafvæðingar landsins: „1 þeim tilgangi að ná sem beztum árangri um rafvæðingu landsins, telur fundurinn þá skip- an raforkumála æskilega, að þeim aðilum, sem að þessum mál- um vilja starfa, verði leyfðar nokkru), | raforkuvirkjanir og starfræksla og er það af þessari ástæðu: öll|slíkra mannvirkja. Þannig verði símtöl (samtöl) eru á aukagjaldi, og var símtalið 30 aurar á 2. árs- fjórðungi 1957, en ársfjórðungs- leiga á millisambandi var á sama tíma kr. 200, en venjulegs síma kr. 300. Allir þeir, sem vilja, hljóta nú að skilja, að millisam- bönd eru dýrari fyrir notendur þeirra en sér-sími. Á þessu stigi málsins ætla ég að sleppa að ræða þá einvalds- úthlutun, sem verið hefur á sím- um undanfarin ár, en það segir sig sjálft, að menn kunnugir starfsmönnum bæjarsímans í Reykjavík hafa ekki þurft að notast við millisambönd, — og þess vegna þurfa þeir heldur ékki að tví-greiða stofngjaldið að nokkru. Það atriði í orðum bæjarsím- stjórans, að sums staðar hafi verið langt á milli veitanda og þiggjanda millisambands og því dýrari uppsetning, er ekki til annars en hlæja að — því að sama stofngjalds hefir verið kráf- izt fyrir þá, sem átt hafa heima í miðjum bæ og t.d. við Langholts veg. Hvers vegna á að reikna fyrrv. millisambandsnotendum þetta til gjalda nú, en ekki öðr- um. Vill bæjarsímstjórinn svara i því? „Einnig kvað bæjarsímstjóri 1 allar viðgerðir hafa verið erfið bæja- og sveitafélögum, svo og sérstökum orkufélögum, auk ríkisins, heimilt að sinna þess- um málefnum, og að ríkið jafn- framt örfi og styðji framtak nefndra aðila til þátttöku í raf- væðingu landsins. Þá hafi ríkið eftirlit með samræmingu virkj- ananna, á þann hátt, að þær geti fallið innan þess ramma sem hagkvæmt þykir með tilliti til heildarskipunar raforkumál- anna.“ Ennfremur voru gerðar sam- þykktir varðandi útvarpstruflan- ir og um samvinnu rafveitna í innheimtumálum. Þingfulltrúar fóru kynnisferðir til rafveitnanna á Seyðisfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Neskaup- stað og Fáskrúðsfirði. Sameigin- legur fundur með stjórnarmeð- limum þessara rafveitna, var haldinn á Reyðarfirði og voru þar rædd rafveitumál Aust- fjarða. Skoðuð var bygging Grímsár- virkjunar og lýstu verkfræðingar hennar mannvirkjunum. Þá var einnig farið að Lagarfossi og at- huguð virkjunaraðstaða þar. Núverandi stjórn sambandsins skipa þeir Steingrímur Jónsson, formaður, en meðstjórnendur Finnur Malmquist, Jakob Guð- johnsen, Júlíus Björnsson og Valgarð Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.