Morgunblaðið - 19.09.1957, Page 9
Fimmtudagur 19. sept. 1957
MOKCinSBl ÁÐIÐ
mest á enskum nítjándu aldar
höfundum, en allt var það úrval
fábreytilegt. Hið sama var uppi
á teningnum í frönsku og þýzku
deildinni. Mig langaði að líta í
vestræn blöð, og var okkur sagt,
að þau fengjust í stórum blað-
söluturni í miðbænum. Á diskn-
um lágu eingöngu frammi rúss-
nesk blöð, en í sýningarglugga
voru nokkur kommúnistablöð frá
Vesturlöndum. Ég ætlaði að
kaupa þau frekar en engin, en
ekkert þeirra var þá til sölu.
Mig langaði til þess að fá blað,
sem til sýnis var, en ekki fékkst
það heldur. Við hristum höfuð-
ið yfir þessu mótlæti, en Rússi
einn, sem stóð hjá okkur, sagði,
að þau fengjust aldrei. Hann
hefði oft beðið um þau, en það
kæmi fyrir ekki. „Af hverju eru
þá þessi blöð í glugganum?'*
spurðum við. „Til skrauts" svar-
aði hann og fór. Ég komst að því
síðar, að þetta ófrelsi svíður Rúss
um einna mest. „Moskva er borg,
sem bændur byggja", er haft eft-
ir Rússa einum.
I samanburði við vestrænar
borgir er Moskva beinlínis ljót
og veldur því hinn hroðalegi
byggingastíll. Það kom fyrir ekki,
þótt húsin, sem stóðu við helztu
umferðagötur, eins og t.d. Len-
ingradstræti og Gorkygötu o. fl.,
væru nýmáluð, og flikkað hefði
verið upp á framhlið húsanna.
Um nætur voru margar stærstu
byggingamar lýstar upp, og þá
ekki sízt hinar ægilegustu.
Það er mikið til í því, sem
sagt hefur verið, að bæði mór-
allinn og arkitektórinn í Moskvu
sé „mid-Victorian“.
Ekki þótti mér mikill heims-
borgarbragur að þeim upplýsing-
um eins túlksins, að 52 kvik-
myndahús væru í bænum (eitt
á rúmt hundrað þúsund íbúa),
34 leikhús og 55 „starfandi“
kirkjur. Ég fór einn sunnudags-
morgun í höfuðkirkju Moskvu-
borgar, og var þar mikið fjöl-
menni við messu. Margar kirkj-
ur er verið að gera við, en aðr-
ar eru í hörmulegri niðurníðslu.
Eina kirkju sáum við, sem hafði
verið gerð að skrifstofubyggingu
en ekkert hirt um viðhaldið, svo
að stórgrýti var allt í' kringum
hana, sem hrunið hafði úr turn-
um. Tvær snotrar kapellur höfðu
verið gerðar að íbúðarhúsum, en
fólkið skemmt þær með útbygg-
ingum.
Myndatökubann eða „friður
og vinátta"?
Eitt sinn sem oftar fórum við
inn í port, sem afgirt var með
hárri og nýrri girðingu, en á bak
við þær var ýmsu skýlt. 1 þet+a
skipti var það kirkja, sem smám
saman var að grotna niður. Ekki
var kirkjan notuð til neins, en
úr skrúðhúsinu hafði verið gert
almenningssalerni, sem nú var að
vísu niðurlagt. Við vildum gjarn-
an taka mynd af þessu dæmi um
virðingu yfirvaldanna fyrir
gömlum menningarverðmætum,
en það ætlaði ekki að ganga
greitt. Ekki vorum við fyrr farn-
ir að setja okkur í stellingar en
fólk fór að kalla til okkar úr
ýmsum áttum. Ekki skildum við
neitt en gengum til eins hópsíns.
Þar lét fólkið okkur skilja, að
við ættum ekki að taka mynd af
kirkjunni, heldur af sjálfu því.
Eg var reiðubúinn til þess en
vildi fá það til að stilla sér upp
milli mín og kirkjunnar. Ekki
fékkst það til þess, en að lokum
gat eg tekið mynd af pilti ein-
um í nokkurri fjarlægð frá skrúð
húsinu. Kunningi minn vildi ná
mynd af kirkjunni allri og gekk
nokkuð í burtu. Enn fór fólk að
kalla og benda. Skyndilega komu
tveir vopnaðir lögreglumenn
skokkandi, og hafði auðsjáanlega
verið hringt til þeirra vegna okk-
ar, því að þeir gengu rakleiðis
að okkur. Við létum sem við
tækjum ekki eftir þeim, en ann-
ar stimdi upp „halló“. Var fljót-
séð, að þeir kærðu sig ekki um
frekari myndatökur, en mundu
þó eftir fyrirskipuninni um að
vera vingjarnlegir við festival- J
fólk, svo að þeir snigluðust þegj-.
andi í kringum okkur. Við geng-
tnn áleiðis út úr portinu, og i
kom ég þá auga á minnsta
mannabústað, sem ég hef séð.
Var það hreysi á stærð við flyfe-
il, hróflað upp úr kassafjölum.
Hefði okkur ekki til hugar kom-
ið, að hér væri mannabyggð,
hefðu ekki sjónvarpsgrindur stað
ið upp úr þakinu. Ekkert kot er
svo aumt í Moskvu, að þar sé
ekki sjónvarp. Ég nam staðar og
fór að handfjatla myndavélina,
en út úr húsinu tíndist heil fjöl-
skylda. Lögreglumennirnir voru
fljótir að troðast fram fyrir mig,
og brast mig þá kjarkur til að
biðja þá um að færa sig, því að
mér var kunnugt um hinar
ströngu takmarkanir á notkun
ljósmyndavéla, sem enn gilda í
Sovétrikjunum. Meðan á festi-
valinu stóð, átti öllum að vera
frjálst að taka myndir, en samt
gekk lögreglunni illa að venjast
þessu frelsi, því að dæmi eru til
þess, að menn voru handteknir
eftir myndatöku, en sleppt eftir
að filmurnar höfðu verið gerðar
upptækar. Það var ekki eingöngu
á þessu sviði, sem Moskvubúar
áttu að njóta örlítils meira frels-
is í fjórtán daga. Frjáls samtöl
við útlendinga, þar sem bætt var
úr fréttafátækt þeirra, gamlar
kenningar dregnar í efa o. s. frv.
eiga áreiðanlega eftir að hafa
geysimikla þýðingu innan Sovét-
ríkjanna.
ÞÉBINGAR
ÞERINGAR eru gamlar í íslenzku
máli. Konungar voru ávarpaðir
á þennan hátt. Síðan náði það
til æ fleiri, líkt og ávarpið frú
og herra. Vér, sem nú erum mið-
aldra eða eldri, lærðum að þéra
prestinn, sýslumanninn og ókunn
ugt fólk. í bernsku minni var
auk þess til eins konar þérun,
sem nú mun að mestu horfin. Það
var orðið „maðurinn“. Sagt var:
„Hvað heitir maðurinn?" „Hvað-
an kemur maðurinn?" „Hvert er
maðurinn að fara?“ Mér virtist
það aðeins tekið sér í munn, þeg-
ar vafi gat leikið á því, hvort
þéra skyldi eða þúa. Einhvern
veginn fannst mér, að aðeins
fullorðið fólk gæti haft pennan
hátt á.
Allar nágrannaþjóðir vorar
þéra á einn eða annan hátt. Norð-
urlandamenn, Þjóðverjar og
Frakkar þéra sem vér, nota for-
nafnið í fleirtölu, en egilsaxnesku
þjóðirnar ávarpa ókunna með
ættarnafni, en nákomna með for-
nafni.
Hér á landi hafa verið uppi
nokkrar raddir með og móti þér-
ingum. Ég fullyrði þó, að megin
Frú Halldóra Einarsdóttir
Minningai'orð
ÞEGAR sterkir stofnar falla þá
verður oftast brestur nokkur, en
gömul kona sem er tvö og hálft
ár yfir níræðisladur, og hefur
unnið landinu vel og dyggilega j
allt frá barnsaldri, á hvíldina I
skilið. Umrót tveggja aldarhelm- |
inga hafa legið þungt á herðum:
hennar, en hún kvartaði ekki.
Erilsamur búskapur á harðbala-
jörð í aldarþriðjung, uppeldi
barna og flutningar gera kröfur
til skapfestu og mannkosta.
Frú Halldóra Einarsdóttir átti
þessa eiginleika í ríkum mæli,
það var hennar styrkur í lífinu.
Þess vegna gat hún skilið við það
róleg. Ráðgert hvað eina um við-
skilnaðinn, og mælti huggunar-
orð til ættingja og vina.
Þá er aðeins eitt systkini henn-
ar á lífi Guðríður Einarsdóttir
hóÖldruð. Hún sem bjó áður að
Yztagili í Langadal en dvelst nú
hjá dóttur sinni Margréti Gunn-
arsdóttur, Laugavegi 55, Rvík.
Frú Halldóru kynntist ég eftir
að hún kom til Reykjavíkur. Hin
mikilhæfa kona minnti mig ávallt
á kvenskörunga sögualdarinnar.
Framkoma hennar, málfar, gjörvi
leiki og skáldskapur. Allt var
heilsteypt og stórbrotið, arfur
frá þekktum bændaættum nyrðra.
Faðir hennar Einar Andrésson
frá Bólu í Skagafirði og móðirin
Margét Gísladóttir frá Hrauni í
Austurdal, bjuggu nokkur
ár á Illugastöðum í Fljótum.
Síðar á Minna-Holti. Einar var
skáld og snillingur til allra verka
en Margrét frábær atorkukona.
Ekki veitti af, því hart var þá í
ári. Halldóra eldri systir lét ekki
sinn hlut eftir liggja. Sextán ára
fór hún á skíðum yfir Siglufjarð-
arskarð og sótti kornskeppu, bar
hana á bakinu heim.
Halldóra giftist, ung að aldri
Jóni Jónssyni, miklum hæfileika-
og námsmanni einmitt á þeim
árum sem fólk fluttist unnvörp
um til Ameríku.
Þá þurfti mikinn kjark og trú
á landið til að stofna bú. Hafís,
fjárfellir og önnur óáran herjaði
sveitir.
Lengst af bjuggu þau hjónin
Halldóra og Jón að Kirkjubæ í
Húnaþingi, eða yfir 30 ár. Þau
eignuðust fjórar dætur sem allar
hafa erft marga góða kosti for-
eldranna. Gunnfríður myndhöggv
ari, Jónína gift fyrrverandi
bónda Eggert Sölvasyni, Þóra
gift Jóhanni Guðmundssyni kaup
sýslumanni og Einara gift Hirti
Kristmundssyni skólastjóra.
Halldóra og Jón brugðu búi
1928 og fluttust þá til Siglufjarð-
ar, bjuggu síðan hjá dóttur sinni
Þóru og manni hennar Jóhanni
Guðmundssyni. Jón dó 1935 og
var jarðsettur á Siglufirði. Síðan
fluttist frú Halldóra til Seyðis-
fjarðar með tengdasyni sínum og
dóttur, þar dvaldist fjölskyldan
um fimm ára skeið en fór síðan
til Reykjavíkur.
Þau 29 ár, sem frú Halldóra
dvaldist á heimili þeirra hjóna
sat hún lengst af við handavinnu.
Tók á móti venzlafólki sínu og
vinum. Bar þá oft margt á góma.
Forn fræðimennska, skáldskapur
og minningar frá æskustöðvum.
Það var ósk gömlu konunnar
að hún yrði jarðsett við hlið
manns síns. Þangað voru jarð-
neskar leifar hennar fluttar nú
er fyrsti snjórinn féll á Siglu-
fjarðarskarði í heiðu og björtu
veðri.
Þannig hafði líf hennar verið
erilsamt, heiðríkt og tært. Þannig
mun hún lifa í minningu ætt-
ingjanna og vinanna sem kvöddu
hana, áður en hún lagði af stað
í ferðina löngu.
Guðmundur Einarsson
frá Miðdal.
Skritstofustarf
Stúlka óskast til skrifstofustarfa, verzlunarskóla-
próf æskilegt. Umsóknir sendist í pósthólf 529
fyrir 22. þ.m.
þorri fulltíða manna sé hlvnntur
þéringum og séu þær tungutam-
ar. Sú fullyrðing styðst við orða- 1
skipti mín við fjölda foreldra
þeirra unglinga, sem gengið hafa
í skóla hjá mér. Helztu mótbárur
gegn þéringum hafa verið þess-
ar: Þéringar væru tilgerðarlegar,
og það væri ósamræmi í þvi, að
hafa fornafnið í fleirtölu, en hlið-
stæð orð önnur í eintölu. Síðari
mótbáran hefur við rök að styðj-
ast, en sú fyrri ekki, aðeins hátt
vísi samkvæmt gamalli venju.
Þéringar gjöra mun á því, hvort
kunningsskapur er náinn eða
ekki. Þúun fylgir og nokkur
skylda. Þeir, sem þúast, nefnast
líka þúbræður. Þéringar setja
fáguð blæbrigði á samræður.
Ef mönnum á að verða þéringar
formið tungutamt, þurfa þeir að
læra það. Heimili og skóli eru
þeir aðilar, sem þetta ættu að
kenna. Foreldrar núlifandi skóla-
æsku er þess umkomnir og reiðu-
búnir.
Kynslóðir þær, sem nú vaxa
úr grasi á íslandi, kunna þó ekki
að þéra svo skammlaust sé. Búð-
ar- og skrifstofufólk, um tvítugt
eða yngra, þúar bráðókunnuga
viðskiptavini, þótt eldri starfs-
félagar þéri, eða þúa í öðru orð-
inu en þéra í hinu. íslenzk kona,
búsett erlendis, kom hér í orlof.
Hún ferðaðist á vegum Flugfél-
ags íslands. Hún rómaði alla fyrir
greiðslu félagsins og háttvísi
áhafnar vélarinnar. Eitt hnaut
hún þó um, er í land kom. Ungur
piltur var fenginn henni til fyrir-
greiðslu í Reykjavík. Honum fór-
ust svo orð við konuna: „Þú getur
tekið hann, ef þú vilt“. Starfs-
menn Ríkisútvarpsins þúa iðu-
lega þá, sem þeir eiga orðaskipti
við í áheyrn hlustenda. Þegar
prófessor Magnús Jónsson var for
maður útvarpsráðs, átti starfs-
maður útvarpsins samtal við próf
fessorinn í útvarpssal. Honum fór
ust orð svo: „Hvað getur þú
Magnús sagt hlustendum um vetr
ardagsskrána?" Nýlega átti út-
varpsmaður samtal við kvenlög-
regluþjón í Reykjavík. Það hófst
þannig: „Hvað getur þú Erla(?)
sagt hlustendum frá starfi
þínu?“ Sama er uppi á teningnum
hjá blaðamönnum. Þeir þúa oft,
birti þeir samtöl í blöðum sín-
um, jafnvel þótt hvergi sjáist,
hver blaðamaðurinn er. Þorri
kennara í framhaldsskólum þúar
nemendur, þó ekki allir. Leiður
tvískinnungur ríkir hér, sumir
þúa aðrir þéra.
Nýr rektor er kominn að
Menntaskólanum í Reykjavík. Ég
tel víst, að hann haldi sínum fyrri
hætti, þéri nemendur. Hann ætti
nú að koma þeirri reglu á, að allir
kennarar Menntaskólans þéruðu
nemendur í kennslustundum. Það
skapaði fordæmi öðrum skólum.
Ríkisútvarp, blöð og skólar geta
hér spyrnt við fæti og kennt ungu
kynslóðinni þetta hefðbundna
kurteisisform samræðunnar.
Jón Á. Gissurarson.
PíanókennsBa — Dansmúsik
Byrja kennslu hinn 20. septeinber.
Uppl. í síma 34696.
Baldlur Kristfánsson
Heiðargenði 45.
DODGE 1953
til sölu — lítið keyrður og í góðu ásigkomulagi.
Þeir, sem vildu sinna þessu, leggi nöfn sín á afgr.
MBl., fyrir föstudagskvöld merkt:
„Staðgreiðsla —6636“.
Duglegan ug reglusamann mann
vantar oss til verkfærageymslu
o. fl.
P. Stefánsson hf.
Aluminium
Aluminium í sléttum plötum er nú fyrirliggjandi
í eftirtöldum þykktum:
0.6 — 0.8 — 1 — 1.50 og 2 mm.
Plötustærð 1x2 metrar.
SINDRI HF.
Sími: 1-94-22.
Galvaniseraður
3 og 4 mm nýkomin.
SINDRI HF
Sími: 1-94-22.