Morgunblaðið - 17.10.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.10.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 17. okt. 195 MORCUNBT4Ð1Ð 3 Óheilindi og glundroði í röðum vinstri flokkanna í Reykjavík Bréf Albýðuflokksins, Jbor sem samvinnu um sameiginlegan vinstri lista er hafnað ALÞÝÐUFLOKKURINN í Reykjavík hefur fyrir skömmu sent út dreifibréf til meðlima sinna. Er þar skýrt frá því, sem áður hefur verið hirt frétt um hér í blaðinu, að Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hafði lagt til að mynduð yrðu samtök allra vinstri flokkanna um sameig- inlegt framboð í bæjarstjórn- arkosningunum í vetur. Hafi þessu tilboði verið hafnað af hálfu Alþýðuflokksmanna. Einn hinna mörgu fyrrver- andi Alþýðuflokksmanna sem barst bréf þetta í hendur hef- ur sent Morgunblaðinu það. Telur blaðið rétt að almenn- ingi gefist kostur á að sjá það. Af því má m. a. marka nokk- uð um heilindin, sem ríkja í sambúð vinstri flokkanna, enda þótt þeir hangi saman í ríkisstjórn, úrræðalausir og vanmegnugir þess að leysa nokkurt vandamál þjóðarinn- ar. Bréf Alþýðuflokksins fer hér á eftir: Reykjavík, og væri aeskilegt, að viðræður gætu hafist sem fyrst. Virðingarfyllst, f. h. Samvinnunefndar. Hannes Pálsson (sign). Til formanns fulltrúaráðs Alþýðuflokksins, Reykjavík. Samskonar bréf mun Fram- sóknarflokkurinn hafa skrifað Sósíalistaflokknum og Þjóðvarn- arflokknum, sem munu hafa tek- ið málaleituninni vel. Bréf þetta var lagt fram á fundi í fulltrúa- ráði Alþýðuflokksins í Reykja- vík þann 21. júní 1957 og var þá stjórn fulltrúaráðsins falið að at- huga málið og leggja tillögu sína um afgreiðslu þess fyrir næsta fulltrúaráðsfund. Stjórn fulltrúaráðsins var sam- mála um að leggja til að mála- leitun þessari væri hafnað, en áð- ur en fulltrúaráðsfundur var kall aður saman að nýju var haldinn fundur í miðstjórn flokksins, þar sem meðal annars var rætt um bæjarstjórnarkosningarnar al- mennt og hugsanlegt samstarf við aðra flokka og var þar samþykkt að fulltrúaráðin skyldu hafa úr- slitaákvörðunarrétt um það, hvernig framkoma flokksins í bæjarstjórnarkosningunum skuli hagað á hverjum stað. Þann 10. júlí var svo haldinn fundur í full- trúaráðinu og þá var eftirfarandi samþykkt gerð einróma: „Fulltrúaráð Alþýðuflokksins í Reykjavík telur engin rök vera fyrir hendi til samvinnu við aðra flokka við bæjarstjórnarkosning- ar þær er fram eiga að fara í janúarmánuði 1958. Fulltrúaráðið sér ekki nein rök, sem liggja að því að Alþýðuflokkurinn í Reykjavík taki upp samstarf í þeim kosningum við Framsóknar flokkinn, Sósíalistaflokkinn og Þjóðvarnarflokkinn og vill sér staklega benda á að þessir flokk ar hafa nú síðastliðin þrjú ár gert með sér samtök um að eyða áhrif um Alþýðuflokksins, sem mest í bæjarmálum Reykjavíkur. Með tilvísun til þessa ákveður Fulltrúaráðið að hafna málaleit- un Framsóknarflokksins í bréfi dags. 3. nóv. 1956 og mun ekki taka upp viðræður við hann eða aðra flokka um samstarf við bæj - arstjórnarkosningarnar 1958“. Svo sem samþykktin ber með sér er nú fullráðið að Alþýðu- flokkurinn ber einn fram lista og verður ekki í samstarfi við aðra flokka. Það er engum vafa undirorpið að þessi kosningabarátta verður mjög hörð, því að búast má við því að auk andstöðu íhaldsins munu flokkarnir þrír, sem haft hafa samstarf gegn Alþýðuflokkn um í bæjarstjórninni, Sósíalista- flokkurinn, Framsóknarflokkur- inn og Þjóðvarnarflokkurinn leggja allt kapp á að gera Al- þýðuflokkinn sem minnstan. Fyr- ir Alþýðuflokkinn er það hins- vegar höfuðnauðsyn að fá 3 menn kjörna til þess að tryggja sér áhrif í bæjarráði og öðrum starfsnefndum bæjarstjórnarinn- ar. Við viljum því hvetja allt flokksfólk og FUJ meðlimi til þess að leggja nú fram krafta sína í þeirri baráttu, sem fram- undan er, baráttu sem skiptir flokk okkar mjög miklu máli um alla framtíð. Við viljum sérstak- lega mælast til þess að flokksfólk komi á skrifstofu flokksins í Al- þýðuhúsinu til þess að gefa upp- lýsingar, sem að gagni koma í kosningabaráttunni, einkum upp- lýsingar um fylgismenn. Flokkur okkar er nú samtaka og einhuga og því allir mögu- leikar fyrir hendi til þess að skipa honum til árangursríkari átaka en áður. Með flokkskveðjum. F. h. Fulltrúaráðs Alþýðu- flokksins. Áki Jakobsson. F. h. Alþýðuflokksfél. Reykj avíkur. Eggert G. Þorsteinsson. F. h. Kvenfélags Alþýðuflokksins. Soffía ingvarsd. F. h. Fél. ungra jafnaðarm., Rvík. i Haukur Helgason.“ Frábær íþróHakappi þjálfar nú körfuknaffleiksmenn hér „Reykjavík, 25. sept. 1957. Heiðruðu flokksfélagar. í janúarmánuði næstkomandi eiga að fara fram bæjarstjórnar- kosningar hér í Reykjavík. Svo sem ykkur er kunnugt fékk flokk urinn tvo bæjarfulltrúa kjörna við síðustu kosningar árið 1954. Síðar hefur annar bæjarfulltrú- inn, Alfreð Gíslason læknir snú- izt gegn flokknum og gengið til samstarfs við kommúnista. Mest allt kjörtímabilið hefur flokkur- inn því ekki haft nema einn bæj- arfulltrúa. Auk þess áfalls, sem flokkurinn varð fyrir við það að missa annan bæjarfulltrúa sinn, hafa bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins og Þjóðvarnarflokks- ins Þórður Björnsson og Bárður Daníelsson gengið til samstarfs við bæjarfulltrúa Kommúnista, til þess að útiloka Alþýðuflokk- inn frá setu í bæjarráði síðustu þrjú árin. Þessu hafa fulltrúar flokkanna þriggja, Sósíalista- flokksíns, Framsóknarflokksins og Þjóðvarnarflokksins áorkað, enda virðist það hafa verið aðal- áhugamál þeirra að eyða áhifum Alþýðuflokksins í bæjarráði Reykjavíkur. Þrátt fyrir þessa sameiginlegu aðför að Alþýðuflokknum hafa flokkar þessir áhuga fyrir því að fá samstarf við Alþýðuflokkinn í bæ j ar stj órnarkosningunum næstu. Þann 26. nóv. 1956 barst fulltrúaráði Alþýðuflokksins i Reykjavík bréf um það efni frá Framsóknarflokknum í Reykja- vík. Bréfið er svo hljóðandi: Reykjavík, 3. nóv. 1956. Á fundi fulltrúaráðs Fram- sóknarflokksins í Reykjavik, er haldinn var 14. febr. 1956, var kosin 5 manna nefnd, til að vinna að samvinnu á milli allra and- stöðuflokka Sj álfstæðisflokksins, varðandi bæjarmál Reykjavíkur. Nefnd þessi hefur orðið á einu máli um það, að óska eftir því, að allir andstöðuflokkar Sjálf- stæðisflokksins kjósi 5 manna viðræðunefnd hver, til þess að taka sameiginlega til athugunar, á hvern hátt væri hægt að koma slíkri samvinnu bezt fyrir. Svör við tilmælum þessum sendist formanni nefndarinnar, Hannesi Pálssyni, c/o Gimli, KÖRFUKNATTLEIKSMENN, en þeir eru nú orðnir margir hér í Reykjavík, Keflavíkurvelli,Vest- mannaeyjum, Akureyri og fsa- firði, hafa sérstaka ástæðu til þess nú að vænta árangurs í þess- ari skemmtilegu íþróttagrein, þar sem kominn er til landsins körfu- knattleiksþjálfari og er það fyrsti þjálfari í þessari grein, sem hingað kemur. í gær voru blaða- menn kynntir fyrir honum, en hann er Bandaríkjamaðurinn John A. Norlander, vel þriggja álna maður af sænskum ættum. Norlander þjálfari er hingað kominn á vegum íþróttasam- bands íslands fyrir milligöngu bandarísku upplýsingaþjónust- unnar. í samtali sínu við blaðamenn í gær, kvaðst Norlander mundu leggja höfuðáherzlu að kenna leikmönnum undirstöðuatriði íþróttarinnar, því án þess að kunna á þeim atriðum full skil, gætu leikmenn ekki vænzt ár- angurs. Af þeim sökum myndi hann leggja minni áherzlu á ýmis legt varðandi leikinn almennt, en yngstu strákunum kvaðst hann ætla að kenna ýmislegt varðandi meðferð boltans. Það gleður mig að sjá þann mikla áhuga sem leikmennirnir hafa sýnt á þeim æfingum, sem ég hefi tekið þátt í sagði Norlander. Axel Jónsson og Ingi Þorsteins- son, sem hafa með höndum mót- töku og alla fyrirgreiðslu fyrir Norlander, ásamt Helga Jónssyni, sögðu frá aðdraganda þessarar heimsóknar. Fyrir um það bil ári var farið að undirbúa það meðal íþrótta- félaga er iðka körfuknattleik að fá erlendan þjálfara. Norlander þjálfari Körfuknattleikur er tiltölulega ung íþrótt hérlendis, aðeins einu sinni hefur íslenzkt körfuknatt- leikslið farið til keppni eriendis, það er íþróttafélag stúdenta er fór í sumar til Svíþjóðar og Dan- merkur. í þeirri för kom í ljós að ísl. körfuknattleiksmenn standa fyllilega jafnfætis félögum sínum í þeim löndum. John Norlander mun þjálfa hér hjá Reykjavíkurfélögunum, sem iðka körfuknattleik en þau hafa nýlega stofna körfuknattleiksráð Reykjavíkur. Einnig mun hann fara til Keflavíkurflugvallar, Vestmannaeyja, Akureyrar og ísafjarðar sömu erinda. Nor- lander mun einnig halda fyrir- lestur og sýna kvikmyndir. Þá er ákveðið að efna til nám- skeiðs fyrir dómara í körfuknatt- leik og mun Norlander aðstoða við það námskeið. Norlander kemur hingað til landsins frá Wiesbaden í ÞJzka- landi, þar sem hann starfaði við 300 manna dómara- og þjálfara- námskeið, sem stóð yfir í 8 daga. John A. Norlander er fæddur árið 1921. Hann er brautskráður frá Hamline University í Minne- sota, en þar lék hann einnig í úrvalsliði háskólans í körfuknatt- leik. Árið 1942 var hann valinn í hið svonefnda „All American“ körfuknattleikslið. Þegar Nor- lander var í herþjónustu, lék hann með liði Bainbridge Naval Training Station og með því liði setti hann fylkismet með því að skora 409 stig yfir keppnistíma- bilið. Síðar meir lék hann með liði Washington Capitols og hlaut með því liði viðurnefnið „stiga- hæsti einstaklingurinn í körfu- knattleik". Árið 1956 var ákveðið af Körfu- knattleikssambandi bandarískra háskóla að reisa Norlander brjóst mynd, sem skyldi geymd á safni þeirra yfir afburða íþróttamenn í körfuknattleik, en slíkt mun vera sá mesti heiður, sem nokkr- um íþróttamanni getur hlotnazt þar vestra. Norlander starfar nú hjá fyrir- tækinu Converse Rubber Comp- any, sem framleiðir m. a. körfu- knetti. Hluti af starfi Norlanders hjá fyrirtækinu er að halda nám- skeið og fyrirlestra um • körfu- knattleik. Sundtímar kvenna tvisvar í viku NÚ HEFUR bæjarráð ákveðið að sérsundtímar kvenna í Sund- höllinni skuli vera tvisvar í viku í vetur. — Þá hefur forstjóri Sundhallarinnar skrifað bæjar- ráði og óskar hann heimildar til þess að ráða kennara til þess að kenna dýfingar við Sundhöllina. Þessu erindi var visað til umsagn ar íþróttaráðunauts. STAKSTEIHAR „Okurleiga — Fyrir- framgreiðslur“ Blað kommúnista segir frá því í gær, að eitt þeirra mála, sem vinstri stjórnin lofaði að koma fram stórfelldum umbótum i, hafi verið húsnæðismálin. En blaðið verður að viðurkenna að lítið hafi ennþá verið gert til þess að efna þetta loforð. „Ok- urleiga“ og „Fyrirframgreiðslur" séu ennþá algengt fyrirbrigði. Hafi ekkert lát verið á þeim þrátt fyrir tilkomu hinna nýjtt valdhafa. Þannig verða kommúnistar og aðrir verjendur vinstri stjórnar- innar að viðurkenna, að bókstaf- lega ekkert hafi verið efnt af i fyrirheitum þeirra flokka, sem standa að vinstri stjórninni. Ekki haft „full tök“ á vandamálunum „Þjóðviljinn“ segir einnig frá því í gær, að fundur úti á landi hafi lýst ánægju með vinstri stjórnina, „enda þótt ríkisstjórn- in hafi ekki ennþá haft full tök á ýmsum þeim vandamálum, sem fyrir liggja, og hafi ekki komið á neinni framtíðarskipun í efnahagsmáíum“. Flestum öðrum en kommúnist- um munu þykja þær „trausts- yfirlýsingar“ til vinstri stjórnar- innar daufar, sem fyrst og fremst felast í því, að vekja athygli á, að lmn hafi ekki „full tök“ á vandamálunum og hafi ekki kom ið á „neinni framtíðarskipun í ef n ahagsmálum". En allt er hey í harðindutn, Kommúnistum og samstarfsmönn um þeirra í vinstri sljórninni finn ast slíkar yfirlýsingar bera vott um mikið „traust“. Þeir eru þakk látir fyrir þetta „traust“. En all- ur almenningur sér auðvitað að í því felst í senn biturt háð og viðurkenning á því að stjórnin hefur sett heimsmet í svikum. m Dæmi um heiðarleik í málflutningi Þegar bakaraverkfallinu, lengsta verkfalli, sem háð hefur verið á fslandi, lauk um daginn, fullyrtu bæði „Tíminn“ og „Þjóð viljinn“, að afleiðing þesS yrði hvorki hækkun brauðverðsins né nokkur fríðindi til handa brauð- gerðarhúsunum. „Alþýðublaðið“ sagði hinsvegar, sennilega óvart, frá því, að ekki væri fullráðið, hvort kauphækkun bakara yrði mætt með hækkun brauðverðsins eða einhverjum öðrum ráðstöf- unum. Morgunbl. sagði, að annað hvort myndi gerast, brauðverðið hækka eða brauðgerðarhúsin fá hið hækkaða kaup bakaranna bætt upp á einhvern annan hátt. Bæði „Tíminn“ og „Þjóðvilj- uin“ héldu því blákalt fram svo vikum skipti, að hvorki hækkun brauðverðsins né aðrar ráðstaf- anir kæmu til greina. Þessi stuðn ingsblöð ríkisstjórnarinnar sví- virtu Mbl. fyrir það, að fara með óhróður og blekkingar í mál- inu. En hvað gerist svo örfáum vik- um seinna? Allt að 8% hækkun brauðverðs ins er auglýst. Stjórnarblöðin reyna að vísu að þegja um þetta þangað til „Þjóðviljinn“ þorir ekki annað í gær, að segja frá brauðverðshækkuninni. Þetta er aðeins lítið dæmi um heiðarleika vinstri stjórnarinnar í málflutningi. Fyrst Iætur hún málgögn sín sverja fyrir að nokk ur hækkun brauðverðsins sé væntanleg. Örfáum vikum síðar er svo brauðverðið hækkað!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.