Morgunblaðið - 17.10.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.10.1957, Blaðsíða 9
Fímmtudagur 17. okt. 1957 lUORCVNBf AÐIÐ 9 d bernskuskeiði Spjallað um Nigeríuferð ÍSLENZK æskulýðssamtök hafa ekki látið fram hjá sér fara þá tizku að senda menn út af örk- inni til að sitja þing og kynna sér ástand mála með öðrum þjóð- um. Ungur maður brá sér nýlega til Líbanon að ræða vandamál sveitaæskunnar eins og Mbl. skýrði frá fyrir skömmu, og 2 stúdentar eru komnir úr lang- ferð til Afríku fyrir nokkrum dögum. Það eru þeir Benedikt Blöndal og Kristján Baldvinsson, sem fóru til okkar góða viðskipta- lands Nigeríu. Ekki til að selja skreið, — ekki einu sir.ni að ráð- stefnum og hátíðahöldum lokn- um, heldur til að vera á 7. al- þjóðaþingi stúdenta. Fréttamað- ur blaðsins ræddi nýlega litla stund við Benedikt um ferðina. Til Lagos og Ibadan „Við komum með flugvél til Lagos nokkru eftir sólsetur dag nokkurn í september“, sagði Bene dikt. „Þegar hurðum var upp hrundið, komu í flugvélina 2 blá- menn, úðuðu á okkur skordýra- eítri og tilkynntu, að tignarmenn biðu og yrðu handabönd okkar kvikmynduð. Úti var kolsvart hitabeltismyrkur, en í kastljósum myndatökumannanna sást ara- grúi flugna af öllum stærðum og gerðum“. „Svo heilsuðuð þið fyrirfólk- inu.... “ ....og áttum stutt en vinsam- leg skipti við tollverðina. Okkur var svo sagt að fara í smáhópum út í bílana og tala fullum hálsi hver á sínu móðurmáli. Eitthvað mistókust listirnar hjá þeim við myndavélarnar. Við fórum þá inn í tollskýlið aftur, og athöfnin var endurtekin með betri ár- angri!“ „Og svo var ekið út í nótt ina.... “ „Við settumst í bílana, en ferð- in hófst ekki strax. Benzínið hafði gleymzt. Úr því var þó bætt og haldið af stað. Leiðin lá um þykkan skóg, og lagði þar fnyk úr fenjum, en í stöku rjóðri köst uðu eldar birtu á fólk og kofa.“ „En áfangastaðurinn var Iba- dan“. „Við vorum 3 tíma á leiðinni. Lagos er sem kunnugt er höfuð- staður Nígeríu, en Ibadan er mun stærri borg, enda loftslag þar heil næmara. í Lagos eru um 320.000 manns, en um % milljón í Ibadan. Við héldum til í háskólahverfinu skammt utan við borgina. I háskólanum var okkur vel tekið, gefið áð borða og síðan vís- að til sængur. Hver maður fékk sérherbergi í nýjum og góðum stúdentagarði, og urðu víst allir fegnir að halla sér undir moskitó- netunum. Litazt um Daginn eftir héldum við mður í Ibadan-borg og lituðumst um. Satt að segja var þar ömurlegra en við höfðum búizt við. í íbúða- hverfunum eru húsin úr leir, öll litil og flest með stráþökum. Bárujárnsþök eru þó ailvíða. Það er æðsti draumur alla framsæk- inna manna suður þar að eignast bárujárnþak, og má segja, að það altaki hugina, eins og bílarnir gera í Reykjavík. Það hvimleið- asta við íbúðahverfin er fýlan, sem er vægast sagt óskapleg. Skólpræsin eru opin, og alloft má sjá menn gera öil sín stykki á götum úti. Fatnaður manna eru skikkjur gerðar úr ákaflega skrautlegum og litsterkum baðmullardúkum frá Japan, Indlandi og Kína — og í einni búðinni sáum við meira að segja slík efni ofin í Austur- Þýzkalandi. Þeir, sem ráð hafa á, ganga í silkikuflum.“ „Ég vona, að ekki sé nú öll borgin jafn ömurleg," „í borginni eru til betri íbúða- hverfi og í verzlunarhverfunum eru stórverzlanir i miklum bygg- ingum. Þar er ekki til neins að prútta, annars staðar er það sjálf- sagt. Við vissum það ekki fyrsta daginn, tókum leigubíl í mesta sakleysi og borguðum það, sem upp var sett. Bílstjóraskömmin hefur sjálfsagt hlegið mikið.“ „Hver er aðalatvinnugreinin i borginni?“ „Ja. við vorum í mestu vand- ræðum að gera okkur grein fyrir því, hvað Ibadanbúar hefðu fyrir stafni. Þeir hljóta að vera eitthvert værukærasta fólk í heimi, alltaf virtust þeir hafa tíma til að spjalla og sitja í sól- skininu. Mikið er um markaði viða í borginm og úti fyrir íbúða. húsunum sitja þá heilar fjölskyld ur við verzlunarborð. Varningur- inn virtist stundum vera fluttur inn frá honum Pétri okkar Hoff- mann.“ Gjálífi á böllum „Svo hafið þið komið í einhverja skemmtistaði.“ — Já. í Ibadan eru margir næt- urklúbar, einn heitir t.d. Hóglífi og annar Paradísarklúbburinn. Við fórum þangað og dönsuðum „gjálífi", en sá dans er nú aðaldell an í Nígeríu. Gjálífismúsikinni kynntumst við strax og við kom- um niður í borgina að skoða okk- ur um, því að hún er bauluð úr hátölurum utan við verzlanirn- ar. Ógurlegur hávaði. Sporin eru auðlærð, dansinn minnir á rúmbu. Hann fer þannig fram, að maður nær sér í dömu á venjulegan hátt, fer með hana út á gólfið, byrjar svo að vinda sig fram og aftur um salinn þveran og endilangan, en hefur ekki píuna með sér. Þó þykir vel við eiga að vita af henni nálægt og helzt snerta hana svo sem tvisvar, meðan dansað er.“ Hiti og höggormar „Varla hefur gjáiifið verið þannig á dögum Hallgerðar. En nóg um það. — Ibadan er ekki nema nokkuð hundruð km norðan við miðbaug, svo að hitinn hlýtur að hafa verið ofboðslegur og alls konar eiturkvikindi til armæðu?" „— Við vorum þarna í lok rigningartímans. Hitinn var oft- ast um 30 stig, og venjulega var gola, svo að ástandið var ekki sem verst. Ibadan er ekki á vatna svæði og því lítið af moskítóflug- um. Þó fengu þeir, sem gengu á stuttbuxum, óþyrmileg bit, en við afleiðingunum var búið að bólu- setja. Verstur var engisprettuháv aðinn í myrkrinu; nístandi ískur, sem héldu fyrir manni vöku fyrstu næturnar. Einu sinni kom fyrir mig held- ur óhuganlegt atvik. Ég var á leið úr öldurhúsi háskólans og ætlaði heim á garð. Það var kom ið kvöld, og ég þurfti að fara gegnum dimmt port Stóðu þar nokkrir menn í hóp, og ætlaði ég að stika á milli þeirra, en var ýtt heldur óþyrmilega til hliðar. Þegar betur var að gáð sást þarna álnarlangt slöngukvikindj í Góður háskóli „Er sæmilega búið að háskól- anum? “ „Ágætlega. Byggingar eru nýj- ar og fallegar, bókasafnið er stórt og gott. Mest áherzla er lögð á læknisfræði og verkfræði." „Vildir þú vera þarna við nám?“ „Það hefur sjálfsagt sina kosti. En erfitt yrði að venjast matnum. Reynt var að elda ofan í okkur eins evrópskan kost og tök voru á. Samt held ég, að 90% af fæð- unni hafi verið krydd. Stúdentar, sem ég hitti í Ibadan voru ákaf- lega ánægðir með skólann. Mér var líka sagt af Bretum, sem til þekkja, að Nigería eigi sæmilega menntamenn, og verði ekki tekið fram fyrir hendur þeirra, þurfi ekki að óttast, að eins fari og í Ghana. En hræddur er ég um, að sumt af því fólki, sem nú er fullvaxið hafi ekki lært mikið í æsku. Dyravörðurinn á stúdenta- garðinum ritaði nafnið sitt með því að teikna 3 hringi og draga beint strik í gegnum þá. Barna- fræðslan hefur verið stórbætt, og í verzlunum voru það oftast krakkar sem tóku að sér að vera túlkar.“ Þjóð á bernskuskeiði „Nigería er enn á snærum Breta.... “ voru ákveðnir 1954, landið gert að sambandsriki 5 fylkja, og vandi og vegsemd stjórnarstarfs- ins er nú lagður í æ ríkara mæli í hendur landsmanna sjálfra. Landið er stórt, um 1 milljón fer- kílómetra, og nær allt frá mýr- lendri strönd Guineuflóans norð- ur að brunasöndum Sahara. íbú- arnir eru víst einar 33 milljónir.** „Og Múhameðstrúin og kristnin berjast um sálirnar?" „Já, og ég held, að erindrekar Múhameðs hafi öllu betur, en þjónar kristninnar hafa hins veg- ar verið athafnasamri við menn- ingar- og líknarstörf. Það bar tals vert á Aröbum hjá háskólanum í Ibadan. Þeir komu með varn- ingskröfur sínar að húsunum og buðu muni úr fílabeini og svart- viði og svo japanskar stælingar, sem erfitt var að þekkja úr. Þá var mikið þjarkað um verðið. Ef hluturinn var girnilegur, var reynt að bjóða 4—5 sinnum lægra í hann en um var beðið, en endir inn varð sá, að kauphéðnarnir leiddu mann fyrir horn og seldu þar fyrir þriðjung þess upphaf- lega verðs, — en einungis í vin- áttuskyni og gegn því, að enginn fengi að vita um þessi einstöku kostakjör!“ „Já. Núverandi stjórnavhættir Fyiiilestur um íslund vuhti ut- hygli æskulýðs í Knupmunnuhöfn Danskur kennari fluffi fyrirlesfur um landið og sýndi lifmyndir héðan SEINNIHLUTA sumars var hér á ferð danskur kennari, Paul Thorsen að nafni. Hafði hann hlotið styrk frá danska mennta- málaráðuneytinu, til þess að kynna sér skólamál á íslandi. — Thorsen veitir forstöðu lýðhá- skóla í Kaupmannahöfn, en einn- ig er hann formaður esperantista samtaka í Kaupmannahöfn og esperantókennari. Kynnti hann sér einnig þau mál hér í sumar. Ferðaðist víða Paul Thorsen dvaldist hér í þrjár vikur og ferðaðist víða um landið. Hann fór um Austfirði, Norðurland og Suðurland og skrapp einnig til Vestmannaeyja. Tók hann margar góðar myndir á þessum stöðum og hafði við- ræður við forvígismenn kennslu- mála. Vakti athygli Um síðustu helgi hélt Thor- sen fyrirlestur um íslandsferð sína fyrir alla nemendur skóla þess er hann veitir forstöðu. — Sýndi hann til skýringar 130 lit- myndir héðan. Var þetta hin bezta landkynning fyrir Island og vakti fyrirlesturinn og mynd- irnar talsverða athygli og áhuga nemendanna á að kynnast því betur. Kommúnistar hand- feknir í íran BAGDAD, 14. okt. — Lögieglan í írak handtók í dag sjo komm- únista sem verið hafa í felum. Meðal hinna handteknu er kommúnistaleiðtoginn Salah Kadhim, sem áður hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kommúnískan áróður. Meðal hinna handteknu voru tvær kon- ur, önnur þeirra eiginkona hin ---j... ________........ vástmey 2 kommúnistaleiðtoganna. aðir prikum og reyndu að vinna Á felustaðnum fundust ýmis á dýrinu Var mér sagt, að hérl skíö1 °S flokkskrár, sem veita væri um að ræða einhverja ban J Upplýsingar ““ starfsemi komm- . , ,, , I umsta í landinu. Af þeim ma eitruðustu slongu i landxnu, og. m a. ráða að kommúnistarnir hefði hún komið úr öðrum lands-j höfðu mjög náið samband við hnipri og voru mennirnir vopn- hluta á vörubíl." 1 erlent stórveldi. —Reuter. Boðsbréf að ARNARDALSÆTT (Vesfirzkar ættir I). — Fram í.ð áramótum 1957— 8 eiga væntanl. áskrifendur aðgang að boðsbréfum, á- skriftarlistum og nafnalist- um ættingja hjá neðanskráð um mönnum, er einnig veita móttöku myndum í ritið, einkum af eldra fólki, þ. e. fimmtugu fólki og eldra, sem og af fráföllnum ætt- ingjum og venslamönnum (án aldursákvarðana). — Isafjörður: Ólafur Árnason frá Gili og Jóh. G. Ólafsson, sýslum. Bolungavík: Steinn Emilsson. Hnífsdalur: Ólaf- ur Guðjónsson, kaupfél.stj. Önundarfj.: Síra Jón Ólafs son, Holti. Dýrafj.: Séra Jón Ólafsson, Holti og Leif ur Þorbergsson, hreppstj. Arnarfjörður: Friðrik Valdi marsson, Bíldudal. Patreks- fjörður: Ágúst. Pétursson. Breiðifjörður: Magnús Sig- urðssor, Stykkishólmi. Stein grímsf jörður: Stef án Páls- son og Sófus Magnússon. — Skagafjörður: — Sigurður Björnsson, Sauðárkróki. — Siglufjörður: Olga Sigurðar dóttir, frú, Kirkjustíg 1. Eyjaf jörður: Sigurður St. Baldvinsson, Akureyri. Þing eyjarsýsl.: Karitas Her- mannsd., Húsavík. Múla- sýslur: Þorst. Sveinsson, kaupfél.stj., Djúpavogi. — Borgarfj. Mýrar: Guðm. Jónsson, skrifstofustjóri, Akranesi. Árneseýsla: Þórð- ur Snæbjörnsson, Hvera- gerði og Pálína Jónsdóttir, Selfossi. Suðurnes: Sigurð- ur Sturluson, Keflavik. — Reykjavik: Erla Sigurðard., frú, Úthlíð 10. Sími 24906 og B. Valdimarsson. — Sími 10647. Ennfremur vöru bílastöðin Þróttur, sími 11471 og 11474. — Svona líta þær út, yngisnieyjarnar í Nigeríu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.