Morgunblaðið - 17.10.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.10.1957, Blaðsíða 10
10 MORCVTSBÍ 4 ÐIÐ Fimmtudagur 17. okt. 1957 tJtg.: H.t. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigíús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsxngar: Arni Garðar K.ristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og algreiðsia: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjaid kr 30.00 á mánuði ínnaniands. I lausasölu kr. 1.50 eintakið. GENGISLÆKKUN KEMUR EKKI TIL MÁLA" MIKIÐ hefur verið rætt að undanförnu um væntan- lega gengislækkun. Voru ummæli Gylfa Þ. Gíslasonar, sem hann lét falla fyrir nokkru, al- mennt skilin á þann veg, að hann væri að búa menn undir gengis- fellingu. Hefur fjárlagafrum- varp Eysteins Jónssonar með hinum stórkostlega tekjuhalla, líka ýtt mjög undir talið um gengisfellingu. Mönnum hefur einnig skilizt, að hallinn á fjárlagafrumvarpinu væri að eins ein hliðin á vandræðunum. Til viðbótar er svo fjárskortur út- flutn’.ngssjóðs, sem ekki hefur fengið það fe, sem þurft.i, til að standa undir hinum lxækkandi styrkjum. Allt um allt skiptir hallinn á ríkisbúskapnum hundr- uðum milljóna. Almenningur spyr sjálfan sig hvar eigi að taka þetta fé og er í vandræðum með I svarið. Það hefur einnig lyft undir umræður varðandi gengislækkun að talið er að fjármálaráðherr- ann, Eysteinn Jónsson, sé mjög fylgjandi þeirri leið og Alþýðu- flokkurinn sé einnig farinn að hallast á sömu sveif, þrátt fyrir fyrri digurmæli. Fyrir kosningar létu allir núverandistjórnarflokk ar svo að þeirværumjögandvígir gengislækkun. Því var lofað, að leyst skyldi úr efnahagsvandan- um, án þess að gengisfelling kæmi til. Hins vegar er landsfólkið ekki orðið vanara öðru en sviknum loforðum og yfirlýsingum úr þess ari átt, svo menn treysta því vart, sem sagt hefur verið og jafnvel minnst því, sem hæst hefur verið æpt. Menn hafa í því efni mörg fordæmi og nægir í því sambandi að nefna brottsendingu varnar- liðsins, sem var aðalmál allra flokkanna fyrir kosningar. Menn taka þess vegna ekki mjög mikið mark á því, sem stjórnarflokkarn ir og blöð þeirra segja opinber- lega. Hins vegar er rétt að menn fylgist með því, sem kemur fram af hálfu hinna ráðandi flokka um þessi mál. Blað stærsta stuðningsflokks ríkisstjórnarinnar, Þjóðviljinn, segir í forustugrein í gær: „Það verður engin gengislækkun fram- kvæmd af núverandi stjórn'1. Blaðið rekur fyrst, frá sír.u sjónar miði, þróun verðbólgunnar og kennir þar Sjálfstæðisflokknum um allt. „Almenningurgeturskrif að á reikning Sjálfstæðisflokks- langflestar þær verðhækkanir, sem orðið hafa í landinu síðasta árið“ segir blaðið. Hvernig það eigi að vera, er svo ekki útskýrt. Ekki er minnzt á jólagjöf þejrra Eysteins og Lúðvíks og hvernig vera megi, að Sjálfstæðisflokkur- inn beri ábyrgð á þeirri ráðstöfun og þannig mætti lengi teíja. En Þjóðviljann flökrar ekki við að kenna Sjálfstæðisflokknum um allt, sem miður hefur farið og er það að visu engin nýlunda. En eftir að blaðið hefur lýst verð- bólgunni og „torveldun verðfest- ingarstefnunnar", eins og blað- ið kallar það, kemur svo yfir- lýsingin um, að núverandi stjórn muni enga gengislækkun fram- kvæma. Þetta er mikilsverð yfir- lýsing frá stærsta stuðningsblaði ríkisstjórnarinnar og mun verða fylgzt með því af athygli, og þá trúlega ekki sízt af hinum „vinn- andi stéttum“, hvort þessi yfir- lýsing stenzt betur en hinar iyrri. Á öftustu síðu Þjóðviljans í gær er svo birt stjórnmálaálykt- un 16. þings ungkommúnista, undir yfirskriftinni: „Gengis- lækkun kemur ekki til mála“. Ungkommúnistar skora þar á ríkisstjórnina „að lýsa því yfir tafarlaust að allar sögusagnir um slíkar ráðstafanir, (þ. e. gengis- lækkun), séu úr lausu lofti gripn- ar“. Ungkommúnistar hafa auð- vitað orðið varir við umtalið meðal almennings um gengislækk un og vita að stjórninni er vart trúað. Þess vegna heimta þeir beina yfirlýsingu hennar um að gengislækkun „komi ekki til mála“. Eysteinn Jónsson hefur gefizt upp við að jafna hallann sjáifur á ríkisbúskapnum. Hann hefur vikið því máli til „samstarfs- flokkanna". Nú hefur blað stærsta „samstarfsflokksins" sagt sitt orð. Hvað mun svo gerast næst í málinu? UTAN UR HEIMI Víkingamyndin varð Kirk Douglas dýr — Hlátursýki þjáir nú marga á Nýju Cuineu Douglas lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. (Úr víkingamyndinni) SÉRFRÆÐI OG TORTRYGGNI ÞAÐ hefur lengi verið eitt aðalárásarefni glundroða liðsins í minnihluta bæj- arstjórnarinnar á hendur Sjálf- stæðismönnum, að seint gangi ýmsar verklegar framkvæmdir bæjarins. í þessu sambandi má minnast þess að helzta „spavnað- artillaga" minnihlutans í fyrra var sú, að skera niður fjárveit- ingu til tæknilegra stofnana bæj arins, sem eru undirstaða þess, að verklegar framkvæmdir geti hald ið áfram. Þannig er samræmið í orðum óg gerðum. Þá er reynt að vekja tortryggni i garð þeirra verkfræð.nga, sem hafa með höndum einstakar fram kvæmdir og þeim brugðið um vankunnáttu og skammsýni. Á þetta sér t.d. stað í Tímanum í gær í sambandi við Miklubraut- ina. Vitaskuld hlýtur forusta og ábyrgð á þess háttar verkum að hvíla mjög á þeim sérfræðingum, sem að verkunum vinna. Þeir munu vafalaust svara fyrir sig í þeim málum og gera bæjaryfir- völdunum grein fyrir verkum sínum. Með flóknari verklegum framkvæmdum fá sérfræðingarn- ir meiri og meiri áhrif og ábyrgð um leið. Það er ekki nýtt að réynt sé að vekja tortryggni í garð slíkra manna. Þess háttar hefur lengi borið við og leikmenn oft verið fljótir til að dæma þá. En sérfróðu mennirnir eiga líka rétt og skyldu til að standa fyrir máli sínu. Bandarískir kvikmyndaframleið- endur hafa að undanförnu unnið að gerð víkingakvikmyndar í Noregi sem kunnugt er. Er það kvikmyndafélag, sem hinn víð- kunni bandaríski leikari Kirk Douglas stofnaði á sínum tíma — og hefur Douglas jafnframt farið með aðalhlutverkið í vík- ingamyndinni. Nú er kvikmynd- uninni loksins lokið — og pyngja Douglas jafnframt tóm — og í rauninni miklu meira en það. — Kvikmyndatakan varð um 14 milljónum (ísl.) króna dýrari en upphaflega hafði verið ætlað — og algjört gjaldþrot blasir við kvikmyndafélaginu. Sagt er, að þetta sé ein dýrasta kvikmynd þessarar tegundar, sem framleidd hefur verið. Kirk Douglas er því farinn á stúfana til þess að reyna að rétta fjárhaginn eitthvað við. Hann á sumarhöll eina mikla í Englandi og vakir það nú fyrir honum að selja hana. Hélt hann til fundar við kvikmyndaleikkonuna Elíza- beth Taylor ,sem gift er einum auðugasta manni í kvikmynda- heiminum, Mike Todd. Ætlar Douglas að reyna að fá Eliza- beth til þess að telja Todd á að kaupa höllina — að því er sagt er — fyrir sem svarar rúmum 10 milljónum ísl. króna. Douglas telur, að Todd muni ekkert um að hlaupa undir bagga með sér — og svo fái hann jú höllina að launum. Á annan hátt telur hann sig ekki forða gjaldþroti. Douglas hefur einnig gert til- raun til þess að selja víkinga- skipin fjögur, sem notuð voru við kvikmyndatökuna. Víkingaskipin er búin dísilhreyfli — og hefur Douglas látið svo um mælt, að hann skildi í rauninni ekki hvernig stæði á því, að enginn vildi kaupa þessi skip. „Þau eru góð sjóskip og það væri hægt að nota þau í raunverulegu stríði" — sagði hann. í mörgum héruðum Nýju Gui- neu ríkir nú hálfgert eymdar- ástand vegna sérstæðs sjúkleika, sem allvíða hefir gætt að undan- förnu. Þetta eru ekki Asíuinflú- enzan. Nei, þetta er hlátursýki, eða „kuru“ eins og það er kallað á Nýju Guineu. Allmargir hafa, sem fyrr segir, tekið veikina og hafa þeir verið lagðir í sjúkarhús og eru við það að hlæja sig í hel. Hláturkrampa þennan hefur með engu móti tekizt að stöðva og leiðir þetta venjulega til þess, að sjúklingurinn lamast og deyr síðan. Engin deyfandi lyf — og jafnvel ekki svefnlyf — hafa get- að stöðvað hláturinn. Hinir sjúku koma flestir frá héruðum inni á eynni — og sagt er, að í mörgum þorpunum þar séu hópar af hlæjandi konum og körlum. Ástralskur sérfræðingur, sem kvaddur hefur verið til Nýju Guineu til þess að Stunda sjúk- lingana, hefur látið svo um mælt, að hláturkrampinn sé arfgengur sjúkdómur og eigi rætur sínar að rekja til úrkynjunar vissra hluta heilans. En það er ekki þar með sagt, að allir þeir, sem úr- kynjaðir eru á þessu sviði, fái hláturkrampa. Hins vegar þarf oft ekki mikið til þess að vekja þennan óstöðvandi hlátur — og í mörgum tilfellum ekki annað en lítið magn af örvandi drykk eða fæðu. Hingað til hefur ekkert lyf fundizt við þessum hræðilega sjúkdómi, enda fá sérfræðingar ekki mörg tækifæri til þess að gera athuganir á hlátursýki- sjúklingum. Sjúkdómurinn gerir sjaldan vart við sig, en þegar hann kemur upp á annað borð er aldrei um nein einstök tilfelli að ræða, því að fjöldi manns tek- ur þá upp á að hlæja sig inn í eilífðina. Sérfræðingar fullyrða samt, eins og að framan greinir, að hláturkrampinn sé ekki sýkill, sem berst frá manni til manns. Það skal tekið fram, að sjúk- dómsins mun hingað til einungis hafa orðið vart í hitabeltislönd- unum — og því ástæðulaust fyrir okkur að óttast. Gustav Adolf Svíakonungur er sem kunnugt er mikill áhuga- maður um fornleifafræði. Ein helzta tómstundaiðja hans er forn leifarannsóknir og fyrir skemmstu fór hann til Italíu til þess að taka þátt í uppgreftri gamallar borgar skammt fyrir norðan Róm. Fór hann þessa ferð sem hver annar ferðalangur í einka- erindum. Myndin er tekin af konungi við uppgröftinn. Viðgerð eftir 40 ár AMMAN, 12. okt. — Innan sex mánaða verður hafizt handa um að gera við 835 kílómetra lang- an kafla Hedjaz-járnbrautarinn- ar í Jórdaníu, sem hefur verið í lamasessi síðan í fyrri heims- styrjöld. Var þetta tilkynnt í Amman í dag og þess jafnframt getið, að járnbrautin muni flýta mjög fyrir pílagrímum til Mecca, en hingað til hafa þeir orðið að fara sjóleiðis. Járnbrautin liggur um Sýrland, Saudi-Arabíu og Jórdaníu. Kaflinn, sem gera þarf við, liggur milli Maan í Jórdaníu og Medina í Saudi-Arabíu, en hann var sprengdur í loft upp af Aröbum undir stjórn Arabíu- Lewrence í uppreisrýnni gegn Tyrkjum í fyrri heimsstyrjöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.