Morgunblaðið - 17.10.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.1957, Blaðsíða 14
14 MOnr.vTsm aðið Fimmtudagur 17. okt 1957 verða endurteknir, vegna fjölda áskor- ana, í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 11,15 Breytt prógram Dægurlagasöngvararnir SIGRÚN JÓNSDÓTTIK RAGNAR BJARNASON og K. K.-SEXTETTINN Ieika og syngja Rock — Kalypsó — Dægurlöug — Jazz Kynnir. SVAVAR GESTS Aðgöngumiðasala í Vesturveri, Hljóðfærahúsinu og Austurbæjarbíó Allra síðasta sinn. 3. HLJOMLEIKAR Hlustað á fyrirlestur dr. Hal Kochs. Fremst sitja þeir séra Björn Magnússon 4>róf., séra Bjarni Jónsson dr. theol., vígslubiskup, séra Óskar J. Þorláksson dómkirkjuprestur, og séra Sigurbjörn Einarsson prófessor. Er nánara samband kirkju æskilegt? Frá fyrirlestrum dr. Hal Koch HER á landi er nú staddur dr. Hal Koch prófessor við guðfræði deild háskólans í Kaupmanna- höfn. Hefur hann haldið 3 opin- bera fyrirlestra hér í háskólan- um. Kirkjusaga er sérgrein dr. Kochs. Síðasti fyrirlesturinn, sem haldinn var í gær, fjallaði um þætti úr kirkjusögu Dana eft- ir 1900 en 2 fyrstu fyrirlestrarn- ir voru um Konstantínus mikla, keisara Rómaveldis á fyrra helm- ingi 4. aldar, og um samband ríkis og kirkju þá og síðan. Verður nokkuð frá þeim sagt hér á eftir. Dr. Hal Koch er fæddur árið 1904. Hann lauk embættisprófi í guðfræði 1926 og varð dr. theol. 1932. Hann varð prófessor 1937 og forstöðumaður kirkjusögu- stofnunar Kaupmannahafnarhá- sköla 1956. Prófessorinn hefur látið að sér kveða á fleiri sviðum, m.a. verið skólastjóri og prófast- ur á stúdentagörðum jafnhliða háskólakennslunni, verið í dag- skrárráði danska útvarpsins og starfað í æskulýðsfélögum. Þá hefur hann fengizt við ritstörf í sérgrein sinni. Meðal bóka hans er stór dönsk kirkjusaga, sem 2 bindi eru komin út af, og rit um Konstantínus mikla. Kona Hal Kochs er Bodil Koch, kirkjumála ráðherra Dana. Konstantínus mikli í fyrirlestrum þeim, sem dr. Koch hefur haldið hér um Kon- stantínus mikla og samband ríkis og kirkju hefur hann komizt að orði m.a. á þessa leið: Er sögur fara fyrst af mann- legu samfélagi voru stjórnmál og trú mjög samtvinnuð. í borg- ríkjum Grikklands hins forna var trúin fyrst skilin frá ríkinu, sem var ekki talið guðleg stofnun heldur eiga uppruna sinna meðal mannanna sjálfra. Þessi stefna beið þó fljótlega mikinn hnekki, því að með Alexander mikla varð trúin aftur hluti ríkisskipu- lagsins og austrænna áhrifa tók að gæta. Eftir þetta bar ekki að ráði á hugmyndum um aðsltilnað þessara tveggja þátta menningar- innar, fyrr en á renaissancetím- anum í lok miðalda. Þá og síðan hefur staðið um þær mikill styrr, milli ríkis og og enn í dag á trúin á hið helga eðli ríkisins sér djúpar rætur, Mismunandi skoðanir á þessum málum skilja að Norður- og Suð- af sigrum sínum í orrustum, held ur af því, að hann tók upp aðra stefnu gagnvart kristninni en fyr- irrennarar hans höfðu haft. Hon- um var ljóst, að kirkjan var í sókn og ógnaði tilveru hins róm- verska ríkis. Hann hætti ofsókn- um gegn kristnum mönnum, og gerðist verndari þeirra og banda maður, en jafnframt veitti kirkj- an honum og stjórnarháttum hans blessun sína. Lítið er vitað um trúarlíf Kon- stantínusar. Um hann hafa mynd- azt ýmsar sagnir, er. margar þeirra eru uppkomnar löngu eft- ir hans daga. Svo mikið er víst, að hann var ekki skírður, fyrr en á banabeði, og eðlilegast er að líta á hann sem andlega skyldan þeim menntamönnum 19. og 20. aldar, er hafa samúð með kirkj- unni, en eru þó ekki þátttakendur í starfi hennar. Eftirtektarvert er, að til er gömul, heiðin sögn um Konstantínus, þar sem hormm er líkt við sólguðinn. Sjálfur virðist hann hafa litið á sig sem útvalinn af æðri máttarvöldum til að vera æðstur á jörðu í veraldlegum 2ja herbergja íbúð Tveggja herbergja ný standsett íbúðarhæð í Norð- urmýri til sölu eða í skiptum fyrir þriggja herbergja íbúð. EIGNASALAN ‘ PEYKJAVÍk • Ingólfsstræti 9 B — Opið 1—5. Dr. Hal Koch talar. ur, og einnig Austur- og Vestur- Evrópu. Konstantínus mikli rak smiðs- höggið innan Rómaveldis á þróun ina frá borgara til þegns, — þró- unina til alræðis ríkisins. Kon- stantínus varð keisari í hluta Rómaveldis nokkru eftir árið 300. Honum tókst á 20 árum að sigra aðra keisara og verða drottnandi alls ríkisins. En viðurnefni sitt hefur hann ekki eingöngu fengið KK SEXTETTIKN (Ljósm. Mbl.: Öl. K. Magn.) málum, eins og Guð er æðstur á himnum, — og kirkjan gerði þessa skoðun að sinni. fá kristnina til að leggja fram sinn skerf til að halda við hinu rómverska ríki, og þar með til að vernda menningararfleifð þess. Hún varð jafnframt veraldleg stofnun öðrum þræði um leið og rikið varð guðlegt. A miðöldum var litið svo á, að bæði keisari og páfi væru full- trúar Guðs. Eins og fyrr segir var þessi skoðun síðan alráð þar til á renaissance-tímanum, og hinar miklu þrengingar og styrj- aldir í Evrópu á næstu öldum, er náðu hámarki á 17. öld, áttu ræt- ur sínar að rekja til þeirra deilna, er nýjar skoðanir á þess- um málum ollu. Þáttur Luthers Luther var andvígur kenningu miðaldanna um hið guðlega í rík inu, Guðs ríki á jörðu er grund- vallað á fagnaðarerindinu og kirkjunni, ríkið og valdið eiga þar enga aðild að hans áliti. En ríkið hefur sitt hlutverk. Mennirnir lifa í illum heimi, þar sem vald verður að vera til að halda uppi lögum og reísa þeim, er gerast brotlegir. Ríkinu er fengið þetta vald, en ríkið er ekki guðlegt, það byggist á náttúru- rétti, venjum og heilbrigðri skyn- semi. Hlutverk þess er ekki að skapa guðs ríki á jörðu, heldur að halda uppi lögum. Þetta eru rökin bak við afstöðu Luthers til bænda uppreisnanna, sem svo oft er gagn rýnd. Luther telur ennfremur að engin stjórnmálastefna sé annarri betri í augum kristninnar. Og kirkjan á engin óskerðanleg rétt- indi í þjóðfélaginu. Kirkjan á ein- ungis að benda á leiðina til guðs ríkis á himnum og ala með mönn- um kærleika og hæfileikann til að fyrirgefa. Sumir mótmælendur nú á dög- um telja hið veraldlega riki illt í eoli sínu og sakna hins guðlega þáttar. Brezki sagnfræðingurinn Toynbee er einn þeirra. Engu að síður voru það lönd mótmæl- enda, sem á 17. öld tóku for- ystuna í menningarlífi Evrópu og hafa haidið henni síðan, en ka- þólsku löndin, þar sem gamlar skoðanir á þjóðfélagsiegu hlut- verki kirkjunnar eru enn ríkj- andi, hafa dregizt aftur úr. Þess vegna virðist ekki mikils að sakna. Asfandið er verst í Arkansas NASHVILLE, Tennessee, 12. okt. — Misklíðin milli svartra manna og hvítra er enn óútkljáð í Little Rock í Arkansas, en í 71 skóla- héraði í suðurfylkjunum hefir skólaganga barna af báðum kyn- þáttum verið hafin og víða án nokkurra erfiðleika á fyrsta mán uði þessa skólaárs. Talið er, að um 12% svertingja barna í héruðum, þar sem að- skilnaður kynþátta er að hverfa, sæki nú skóla með hvítum börn- um. Af suðurfylkjunum 17, hafa sex ennþá algeran aðskilnað kyn- þátta. Þau eru Florida, Georgía, Louisiana, Alabama, Mississippi og South Carolina.' í fylkjunum Delaware, Maryland, Missouri, North Carolina, Texas, Virginia og Oklahoma hefur skólaganga barna af báðum kynþáttum haf- izt án verulegra erfiðleika. Með þremur undantekningum halda skólahéruð í Tennessee enn fast við aðskilnað kynþáttanna. í Clonton, þar sem mikil ólga var í fyrra, fóru svört og hvít börn til sama skóla án árekstra. í Nashville voru börnin í fyrstu bekkjum skólanna af báðum kyn- þáttum, en lögreglan varð að halda uppi lögum og reglu. Arkansas er eina fylkið, þar sem ástandið er iskyggilegt. 4 tveimur skólahéruðum fylkisins var skólagöngu barna af báðum kynþáttum komið á, en önnur tvö skólahéruð hættu við að koma henni á. 4 fimmta héraðinu, Little Rock, varð að beita hersveitum sambandsstjórnarinnar í Washing ton til að framkvæma þá ætiun skólayfirvaldanna að hætta að- skilnaði kynþátta. ATH.: Hljómleikarnir eru fyrir alla íjölskylduna. Opinbert uppboð Samkvæmt kröfu innheimlumanns ríkissjóðs og að undangengnu lögtaki, verður bifreiðin Y-145, Pack- ard smíðaár 1939, seld á opinberu uppboði, sem haldið verður við skrifstofu embættisins, Neðstu- tröð 4, Kópavogi, mánudaginn 28. október næstk. klukkan 15. Bæjarfógetlnn í Kópavogl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.