Morgunblaðið - 17.10.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.10.1957, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 17. okt. 1957 MORfíVNBLAÐIÐ 13 ,Sack-line' á tízkusýnlngu Sýningin látlaus og fjölbreytt SL. LAUGARDAG var uppi fót- ur og fit í heimi kvenna hér í Reykjavík. Það var tízkusýning í Sjálfstæðishúsinu. Hinn mikli viðburður sem helzt engin kona má missa af. Var húsið fullt út úr dyrum ef svo mætti að orði komast, af prúðbúnum konum. Baksvipur Elínar Ingvarsdótt- ur í brúna ullarkjólunum. Á höfð'i hefur hún snotran svart- an flauelshatt með litlu slöri. Þær voru sjálfar eins konar tízku sýning, a.m.k. sumar hverjar, þótt aðrar létu sig hafa það að mæta í fyrri ára tízku. Fyrir sýningunni stóðu þær frú Bára Sigurjónsdóttir og frú Guð- rún Stefánsdóttir, en þær hafa undanfarin ár gengist fyrir tízku- sýningum. Kynnir var Ævar Kvaran leikari en undirleik önn- uðust þeir Josef Felzman og Carl Billich. Allar blómaskreytingar bæði í sal o" 4 kjiMum annaðist Vigdis syndi inju6 ..j nZKuleg- an kjól með „pokasniði“, sem klæddi hana sérstaklega vel. Foged í blómaverzl. Hraun í Bankastræti. Sýningin fjórskipt Sýningin var fjórskipt, fyrst voru sýnd náttföt, þá hattar og síðan kjólar frá frú Báru, en eftir hléið voru sýndir kjólar og kápur frá Guðrúnu. Það var gaman að náttfatasýn- ingunni, þótt lítið væri á henni að græða, þetta voru ósköp venju leg náttföt, ekk^rt sérstakt, nema ef vera skyldi fallegur ljósblár náttkjóll, sem var fleginn og rykktur undir brjóstunum. í heild má segja um hattana að þeir hafi verið einkar lát- lausir, þótt nokkrir væru sérlega áberandi fallegir. Aðaltízkulitir haustsins eru svart, sterkblátt, grænt, ljóst drapp og alla vega brúnir litir. Hattarnir voru skreyttir með prjónum, nælum, espritfjöðrum og nokkrir með pennafjöðrum. Þeir voru flestir úr velour. filti, melusin, flaueli og einn hatturinn var úr bifurs- skinni. Eins og áður segir voru flestir hattarnir mjög látlausir, flestir með hinu svo kallaða „suðvestur-sniði“, nokkrir með háum kolli og niðurslútandi börð um. Sá hatturinn sem mesta at- hygli vakti var úr flaueli, gul- brúnn að lit með hinu svokallaða pokasniði (sack-line). Nú var komið að kjólunum frá Báru. Þeir voru einnig lát- lausir og vöktu ekki sérlega at- hygli, flestir úr ullarefni með leðurbelti. Þá var komið að Guðrúnu. Hennar kjólar vöktu mikla og verðskuldaða athygli, því þar gat að líta í fyrsta sinn hér á landi kjóla með hinu flunkunýja pokasniði. Það hljómar undarlega að kjólar, sem virðast vera með teygjubandi í faldinum geti ver- ið fallegir en svona er það nú samt sem áður. A.m.k. klæddu þeir sýningarstúlkurnar alveg Ijómandi vel. Sérstaklega smekk- legur var brúnn kjóll sem var með síðri blússu og poka í bak- inu. Annar einnig sérstæður var rennisléttur upp og niður með klaufum í hliðunum úr dökku köflóttu ullarefnkk Minnti sá einna helzt á náttskyrtur er gamlir menn sváfu í fyrr á tím- um. En sá kjólinn sem mér fannst bera af var úr skærbláu rifs- silki, hálsmálið beint fyrir, fleg- inn út á axlirnar, með hálferm- um, aðskorinn í mittið og pokinn Kollhár hattur með slútandi börðum. Hann nýtur sín sér- staklega vel á hinni háu og tígulegu Vigdísi Aðalsteins- dóttur. (Ljósm. Studio). saumaður á um mjaðmirnar. Margir kvöldkjólanna voru úr brókaðiefnum, einn skreyttur með loðkanti, aðrir úr rifsi með „semili-steina“-hlýrum. Blómaskraut var á nokkrum kjólum eftir Foged í Hrauni. Sumt af því var yfirdrifið og ósmekklegt, en annað mjög fall- egt og viðeigandi. T.d. gat að líta smekklegan höfuðbúnað úr reyni berjum, en höfuðbúnaðurinn sem búinn var til úr blómum og slæðu ^úr svörtu tjulli var i einu orði sagt alveg hræðilegur. Var álita- mál hvort hann skyldi notaður við jarðarför, á grímudansleik eða í brúðkaupi. Frú Bára Sig- urjónsdóttir sýndi gullfallegan samkvæmiskjól úr alsilki, í fall- egum fjólu-lit, og var frúin með fallegan ,.hatt“ búinn til úr litl- um blómum. Kápurnar á sýningunni voru fáar en fallegar, úr loðnu efni (mohair), ein úr kemdu mohair og var hún glansandi eins og hún væri úr silki. Sýningarstúlkurnar voru glæsilegar og elskulegar eins og áður. Að þessu sinni sýndu tvær, sem ekki hafa sýnt áður, ungfrú Vigdís Aðalsteins- dóttir, sem er há og grönn og hefur vöxt sem prýðilega er fall- inn til þess að sýna kjóla. Hún mætti samt vera ofurlítið glað- legri á svipinn. Ungfrú Ragn- heiður Jónasdóttir sýndi þarna í fyrsta sinn. Mér þótti hún vera heldur þrekin yfir um sig, þótt hún hefði grannt og fallegt mitti. En hún var ákaflega glaðleg og elskuleg ung stúlka. Sýndi hún m.a. brúðarkjól frá Báru. Hann var í sjálfu sér ekki tignarlegur en höfuðbúnaðurinn, stutt tjull slæða var fallegur. En brúðurin á ekki að ganga eins hratt og Ragnheiður gerði, heldur í takt við brúðarmarsinn og litla parið sem fylgdi henni gekk allt of nálægt brúðinni. Aðrar sýningarstúlkur sem þarna sýndu eru nú orðnar gaml ar í hettunni. Frú Elín Ingvars- dóttir virðist alltaf frikka með hverju árinu sem líður og hún hefur mjúkar og fallegar hreyf- ingar. Frú Rannveig Vigfúsdóttir ber frúarkjólana mjög vel og er framkoma hennar mjög smekk- leg. Frú Guðný Berndsen er tíg- ulleg kona og er auðséð að hún kann sitt verk vel, en hún ætti að athuga að vera ekki innskeif. Og loks sýndi frú Elsa Breiðfjörð, Frú Bára Sigurjónsdóttir hafði léttar og fallegar hreyfingar og heillaði áhorfendur er hún sýndi hinn fallega samkvæm- iskjól með „pokapilsi". sem kynnirinn sagði að hefði unn ið um árabil hjá Simpson í Lond on. Hún ætti aftur á móti að athuga að vera ekki of útskeif. Það er vandratað meðalhófið. Tveggja sýningarstúlkna sem oft áður hafa sýnt var saknað, þeirra frú Önnu Clausen og ung- frú Rúnu Brynjólfsdóttur. Kvenfélagið Heimaey heldur skemmtifund í Silfurtunglinu í kvöld kl. 8,30 Allir Vestmannaeyingar velkomnir. Takið með ykkur gesti. Skemmtinefnd. Vélritunarstúlka ó s k a s t . Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skrifstofu Alþingis fyrir 20. þ. m. Starfsstúlka óskast strax í heimavist Laugarnesskólans. Uppl. hjá forstöðukonunni. Sími 32827. Rösk og ábyggileg Stúlka vön símavörzlu og vélritun, óskast strax að stóru fyrirtæki. Tilboðum sé skilað á afgreiðslu Morgun- blaðsins merkt: 3020, fyrir 19. þ. m. A. Bj. Ó d ý r u drengjabuxurnar komnar aftur Stærðir: 2ja—10 ára. — Verð frá kr. 98.00. Allt á barnið á einum stað. Austurstræti 12 Skrifstofustúlka Stúlka vön vélritun og vel að sér í ensku, óskast á skrifstofu 1. desember nk. Æskilegt væri að við- komandi kynni enska hraðritun. Hátt kaup. Umsækjandi sendi blaðinu upplýsingar um aldur og fyrri störf merkt: „Framtíð —3026“, fyrir næstk. sunnudag. er flutt að Ingólfsstræti 16, syðri dyr. Sími 14046. íbúð óskost Tveggja til þriggja herbergja íbúð óskast sem fyrst. Góð umgengni. Tilboð sendist Morgunbl. fyrir 21. okt. 1957, merkt: „Húsnæði —3025“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.