Morgunblaðið - 17.10.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.10.1957, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 17. okt. 1957 MORGinVBLAÐlÐ 13 Hlustað á útvarp SUNNUDAG 6. okt. var löng og fjölbreytt dagskrá, kvað pó lang- mest að músík. Með þvi að þann dag var 50 ára afmæli mesta söngvara ísl núlifandi Stefáns íslandi, höfðu margir vonað að hann syngi nokkur lög í útvarp, en svo varð þó ekki, í stað þess voru leiknar gamlar plötur eftir hann. Nú er óperan Tosca sungin í Þjóðleikhúsínu og hefur Stefán sungið þar, en fór utan á mánud. 7. þ.m. að því er sagt var. — Kl. 13 á sunnudag var útvarpsþátt- ur S.Í.B.S. Umsjónarmenn og aðal flytjendur Jón M. Árnason og Karl Guðmundsson. Var þáttur- inn sízt betri en vænta mátti. Um kvöldið var frásaga eftir Ólaf Aðalstein Minnsti maðurinn falleg og skemmtileg frásögn um lífið í Galtarvita, um litla gáf- aða drenginn sem „las fyrir kýrnar", Andrés Björnsson las þáttinn mjög vel. — Merkasti þáttur dagskrárinnar á sunnudag inn var Horft af brúnni, sem Matt hías Jóhannessen kand. mag. sá um. Leikritið með þessu nafni eftir Arthur Miller er nú sýnt í Þjóðleikhúsinu. Talaði Matthías við þá leikara Lárus Pálsson sem er leikstjóri og Róbert Arnfinns- son, er leikur aðalhlutverkið: Þá flutti hann erindi um leikinn og höfund hans, loks var útvarpað þætti úr leiknum er þeir, fluttu Róbert og Haraldur Björnsson. A. Miller er meðal kunnustu leik ritahöfunda nú. Ekki jafnast þessi leikur á við Sölumaður deyr. Staf ar það einkum af því, að mínu áliti, að varla er hægt að líta á aðalpersónu leiksins, verkamann- inn Eddí sem fullkomlega „nor- mal“ mann — og er það mikill ókostur. Lesandi leiksins eða áhorfandi hefur fulla samúð ineð Sölumanninum en meðaumkun blandna nokkru ógeði, með Eddí. Annars er Horft af brúnni, snilld arlega skrifaður leikur og, sjálf- sagt vel þýddur af Jakob Bene- diktssyni og vel leikinn af fær- ustu leikurum Þjóðleikshússins. En ég ætla ekki að skrifa neinn leikdóm, annar hefur séð um það í blaðinu. Erindi Matthíasar Jó- hannessen var hið áheyrileg- asta, fróðlegt og skemmtitegt. Um daginn og veginn talaði Andrés Kristjánsson blaðamaður, á mánudaginn 7. okt. Talaði hann um margt, svo sem vera ber í þessum þætti, um gervitungl (ó- geðslegt að hugsa til þess, ef stór- veldin fara nú að fylla liimingeim inn af smáhnöttum og alls konar rusli er þeim fylgir!), um fagrar listir, leikrit Miilers, ljósmynda- sýningu, merkjasölu Reykjalund ar o. fl. Þá gat hann um hinar mörgu fjársafnanir og happdrætti og þótti eftirlit með því hvernig fé þessu væri varið mjög ábóta- vant, lagði til að sett yrðu lög um þau mál er fyrirskipuðu ef tir- lit. — Þá minntist hann á hina tíðu bruna í frystihúsum og veið- arfæraverzlunum. Er það alveg satt að þessir stórskaðar af völd- um elds verða óhugnanlega oft. Virðist illa um búið og rafmagns- verkamenn illa starfi sínu vaxnir ef um íkviknun frá rafmagni er að ræða, en venjulega er því kennt um. Margir hafa þó grun um, að óvarleg meðferð vindlinga geti, stundum verið orsökin — oftar en um er rætt. Oft er brenni víni, og það með réttu, kennt um allskonar ófarir og slys en grunur minn er sá að sígarettan sé litlu minni bölvaldur þegar öilu er á botninn hvolft. Þá gat Andrés um hina svonefndu umferðarviku, sem nú stendur yfir, sagði hann. í bifreiðaakstri er áfengið áreið- anlega hættulegasti óvinurinn, enda þótt óvarkárni og glanna- skapur ökumanna og gangandi fólks valdi oft slysum. Jón R. Hjálmarsson skólastjóri, flutti á þriðjudaginn erindi um Norraenar nýlendur í Ameríku. Lítið varð úr þeim tilraunum og er það mál úr sögunni, nema Dan ir lafa enn á Grænlandi, sem mun talið til Ameríku. Á miðvikudag var erindi Péturs Sigurðssonar, erindreka er hann nefndi: Fimmtíu manna förin til Mackinac. Félagsskapur, sem vill siðbæta menn (sem varla er van- þröf á) bauð 50 íslendingum til dvalar um nokkra daga á Mac- kinac-eyju í Norður-Ameríku. Voru þar menn margra þjóða saman komnir í bækistöðvum fél. þessa, samkomur haldnar, menn sögðu frá reynslu sinni, skriftuðu syndir sínar mjög opinskátt og reyndu að hafa áhrif á aðra til hins betra. Pétur talaði vel og virtist alveg hlutlaus í frásögn, fannst honum mikið til um félags skap þennan en þó einstaka menn hafa gengið of langt í tilraunum sínum að vitna um fyrra synd- samlegt líferni og slíkt, yfirleitt, eiga illa við okkur íslendinga, sem erum fremur dulir að eðilis- fari. Pétur er ætíð áheyrilegur um hvað sem hann ræðir. V'akn- ing þessi M. R. A. er vafalaust merkileg og til bóta þegar á allt er litið, því bræðralag í kristi- legum anda er ætíð til blessunar og getur enginn mælt á móti því, með frambærilegum rökum í fréttaauka sagði Pálmi Ein- arsson, landnámsstjóri frá nýbýl- um. Var það fróðlegt. Hann kvað kosta um 630 þús. kr. að byggja og rækta nýbýli og koma upp búi er gæfi af sér 150—180 þús. krón- ur brúttó, á ári. Af þessu stofnfé fengist nál. 330 þús. kr. í „fram- lag“ ( sem er nýtt nafn á því er áður var nefnt styrkur eða gjafa- fé) og svo hagstæð lán. Fólk, sem ætlar að stofna nýbýli, verð- ur því að hafa 300 þús. krónur, eigið fé, eða álíka og 3ja her- bergja íbúð í Reykjavík kostar eða varla það. — Mörg af þeim nýbýlum, sem ég hef séð, virðast of landlítil, ef til vill unnt að hokra þar en varla nein framtíð fyrir hendi að komast í sæmileg efni. Önnur eru stærri — og þurfa öll nýbýli að vera svo stór, að fólkið geti með dugnaði átt von á að geta aukið búin og verða vel stætt. Á umferðarmáladagskrá fimmtu dagskvöld var erindi er Kristján læknir Þorvarðsson flutti: Áfengi og umferðarslys. Var það alvarl. og þörf hugvekja um hið hræði- lega glapræði margra manna, að aka bifreið eftir að haf neytt áfengis. Taldi hinn merki læknir, réttilega, að umsvifalaust ætti að taka ökuleyfi ævilangt, af mönn- um er leyfa sér slíkt lagabrot og er ég alveg á sama máli. Leikþáttur eftir Jakob Jónsson prest var vel gerður af áróðurs- Van Heusen skyrtan ter best þætti að vera, áhrifamikil áminn- ing til ökuglópa og kærulausra manna — en því miður er allt of mikið til af þeim mönnum. Músík in, sem þættinum fylgdi var allt of hávær og áberandi og spillti nokkuð áhrifum hins talaða efn- is — sem var þörf og góð hug- vekja, raunsær skáldskapur. Um víða veröld, þáttur Ævars Kvaran á föstudag var um hrylli lega atburði úr frelsisstríði Ung- verja, er gerðist fyrir meira en 100 árum. —- Sama kvöld las Guð- rún Guðjónsdóttir nokkur kvæði eftir Tómas Guðmundsson. Las hún vel og kvæðin eru með því bezta, sem ort hefur verið á- þessari öld. Laugardagsleikritið, Ef ég vildi, leikstjóri og þýðandi Þor- steinn ö. Stephensen, höfundar Paul Geraldy og Rob. Spitzer var mikið fremur alvarlegs eðlis en gamanleikur, eins og það er nefnt í útvarps-dagskránni. Fremur „þunnt“ leikrit en vel með farið, einkum bar Helga Valtýsdóttir af í aðalhlutverkinu. Þorsteinn Jónsson. H afnarfjörður Unglinga eða eldri mann vantar til að bera blaðið út í hálfan vestwrbæinn. — Hátt kaup. Talið strax við afgreiðsluna Strandgötu 29. Tilboð óskast í húseignina Laufásveg 52. Eignarlóð. Tilboð sendist í póstbox 942. Hotel Kongen af Danmark — Köbenhavn Frá 1. jan. til 1. maí: Herbergi með morgunkaffi frá d. kr. 12.04. HOLMENS KANAL 15 — C. 174. í miðborginni — rétt við höfnina. BÓKMENNTIR ■:4 1. ÁRG. - ÚTGEFANDI: BÓKAÚTGÁFA MENNINGAR5JÓÐS - 1. TBL. Fiskarnir eftir Bjarna Sæmundsson í nýrri og aukinni útgáfu Innan skamms kemur á bókamarkað ný útgáfa af Kinu stórmerka alþýðlega fræðiriti Bjarna Sæmundssonar um íslenzka fiska. Er fyrri útgáfa Ijósprentuð ásamt rækilegum viðauka eftir fiskifræðingana Jón Jónsson og dr. Árna Friðriksson. Félagsbœkurnar 1957 Félagsbækur Menning- arsjóðs og Þjóðvinafélags- ins munu koma út í lok októbermánaðar. Bækurn- ar eru sex, samtals um 1240 bls. Fiskarnir hafa lengi verið uppseldir og mikið eftir þeim spurt. Viðtökur þær, sem fyrsta útgáfa fékk, voru frábærlega góðar, bæði af hálfu sér- fræðinga og almennings. Hin nýja útgáfa ritsins er um 600 bls. að stærö, með um 250 myndum og litprentuðu korti af fiski- miðum umhverfis landið. I viðauka gera fiskifræð- ingarnir Jón Jónsson og Ámi Friðriksson grein fyrir fiskirannsóknum síð- ari ára. Þar er lýst öllum þeim fiskum, sem fundizt hafa á íslenzkum fiski- miðum síðan Fiskarnir komu fyrst út. Hér fara á eftir nokkur ummæli náttúrufræðinga um Fiskana: „Hér er út komið ágætt rit, mikið að vöxtum, vandað að efni og frá- gangi; fróðleg bók, sem er allt í senn, vxsindarit, handbók og alþýðlegt fræðirit. Höfundur bókarinnar er mikils lofs verður fyrir allt sitt starf í þágu ís- lenzkrar fiskifræði, en mest þó fyrir þessa bók, sem ég tel tvímælalaust bezta rit, sem nokkru sinni hefur komið út um íslenzka dýrafræði." Pálmi Hannesson. „Bók þessa má óefað telja meðal hinna merk- ustu bóka, er birzt hafa á íslenzku hin síðari árin. . . . Bók þessi er tíma- mótarit í íslenzkri fiski- fræði.“ Guðm. G. Bárðarson. „Útkoma þessarar bókar er merkisviðburður í ís- lenzkum bókmenntum. Bók . . . löguð við hæfi almennings, með myndum og lýsingum af hverri einustu tegund fiskjar, sem fundizt hefur hér við land og talinn verður meðal íslenzkra fiska. Eru lýsingarnar svo nákvæm- ar, að hverjum manni er í lófa lagið að ákveða Bjarni Sæmundsson. eftir þeim hverja þá teg- und, sem lýst er í bók- inni. Bók þessi á skilið að komast inn á hvert það heimili, er land á að sjó, á eða vatni, sem fiskur gengur í.“ Magnús Bjömsson. „Bjami Sæmundsson var forvígismaður á sviði fiskirannsókna hér við land. Bók hans um ís- lenzka fiska er þrekvirki á sínu sviði og mega aðrar þjóðir öfunda okkur af slíku riti fyrir almenning." Jón Jónsson. Fyrra bindi Kalevala- ljóða í þýðingu Karls ísfelds, sem út kom á vegum Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs í ágústmánuði síðastliðnum, hefur hlotið hinar beztu viðtökur ís- lenzkra lesenda. Bendir allt til þess að bókin selj- ist upp á skömmum tíma. Dómar gagnrýnenda um þýðinguna hafa verið afar lofsamlegir. Sigurður Einarsson kemst svo að orði í Al- þýðublaðinu 8. sept.: „Það er eins og orð- fimi ísfelds, hugkvæmni og skáldlegum þrótti séu LeikritasafniS Leikritasafn Menningar- sjóðs hefur nú hafið göngu sína að nýju, eftir eins árs hvíld. Áður voru komin út 12 hefti. Að þessu sinni bætast tvö ný í hópinn. Eni það Kjarnorka og kvenhylli eftir Agnar Þórðarson og Andbýlingarnir eftir J. C. Hostrup í þýðingu Lárusar Sigurbjörnssonar. Leikrit þessi eru komin í bóka- verzlanir. Áskrifendur Leikritasafns njóta sér- stakra hlunninda um verð. Mœðrabókin eftir prófessor Alfred Sun- dal í þýðingu Stefáns Guðnasonar læknis hef- ur nú verið á markaði í tvo mánuði og hlotið hinar beztu viðtökur. Er það einróma álit þeirra, sem hafa kynnt sér bók- ina, að hún sé mjög gagn- legur og hagnýtur leiðar- vísir, eigi aðeins fyrir barnshafandi konur og ungar mæður, heldur alla þá, sem fást við umönnun og uppeldi ungra barna. engin takmörk sett, þá er á hann rennur ásamóður og honum tekst bezt upp. . . . Hinn ramefldi töfra- heimur kvæðanna stígur fram ferskur og eins og nýskapaðar. . . . Það þari mikla skyggni og djúpa, auðmjúka innlifun til þess að leysa slíkt verk svo meistaralega af hendi. Og mikið skáld. Og mikinn völund í smiðju íslenzkrar tungu." Morgunblaðið 15. ágúst: „Kalevala-ljóðin eru Finnum jafndýrmæt bók- menntaperla og Edda er íslendingum. Þar er að Að þessu sinni er fé- íagsmönnum í fyrsta skipti gefinn kostur á að velja á milli bóka. Brátt verður sagt nánar frá ár- bókum og tilhögun val- frelsisins. Hlunnindi félags- manna Félagsmenn Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins njóta ekki aðeins þeirra hlunninda, að fá félagsbækurnar við mjög vægu verði, heldur er þeim einnig gefinn kostur á að fá aukabækur útgáfunnar með um 20% afslætti. Eftir því sem út- gáfa aukabóka færist 1 vöxt, eftir því eru þessi hlunnindi mikilvægari. Bók eins og Fiskana, sem mun kosta hjá bóksölum 180 kr. í góðu bandi, fá félagsmenn á 144 kr. Kalevalakvæði kosta 120 kr. í bandi. Félagsmenn fá þau á 96 kr. Gerist áskrifendur og njótið þessara mikilvægu hlunninda! Afgreiðsla er að Hverfisgötu 21, Reykja- vík. finna kjama og undir- stöðu finnskra lífsviðhorfa fyrr og síðar. Karl ísfeld hefur unnið mikið afrek með þýðingu sinni, sem er bæði lipur, hljómmikil og myndrík -ð hætti frumtextans. . . Bókin er frábærlega úr garðl gerð.“ Guðmundur I laníelsson í Suðurlandi 21. sept.: „Útkoma þessarar bókar á íslenzku hlýtur að telj- ast meiriháttar bók- menntaviðburður. . . Þýð- ing Karls ísfelds er með afbrigðum glæsileg.“ (Auglýsing). Þýðing Karls Isfelds ó Kalevalaljóðum hlýtur fróbæra dóma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.