Morgunblaðið - 17.10.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.10.1957, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. okt. 1957 — Ræba Magnúsar Jónssonar Framhald af bls. 11 viki eða óhöppum. Það, sem af er þessu ári höfum við haft úr að spila jafnmiklum gjaldeyri, einnig svonefndum frjálsum gjaldeyri og á sama tíma í fyrra, en þá var mesta gjaldeyriseyðslu- ár i okkar sögu“. Samkvæmt þessu sýnist aug- Ijóst, að tekjuáætlanirnar hafi verið óraunhæfar og hin nýja skipshöfn fjármálaráðherrans hafi svo viilt um fyrir honum, að hann þekki ekki lengur á sjó- kortin og er þá ekki von, að vel íari. Stórfelldur greiðsluhalli >ótt þjóðin sé ýmsu vön af hæstv. núverandi ríkisstjórn, mun þó flestum hafa þótt mæl- irinn fullur, er þeir litu þetta fjárlagafrumvarp. Mest áfall hlýtur frumv. þó að vera fyrir þá, sem trúað haía á einstæða fjármálasnilli hæstv. núverandi fjármálaráðherra. Framsóknar- menn hafa oft breitt sig út yfir fjármálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins fyrir að hafa stundum orðið að sýna fjárlagafrumvörp með greiðsluhalia. Mesti greiðslu halli á fjárlagafrumvarpi hefii áður verið tæpar 22 millj. kr., en er nú rúm 71 millj. kr. og raunar 20 miilj. betur. Við höfum nú í kvöld hlýtt á útskýringar og afsakanir hæstv. fjármálaráðherra og hinna nýju skipverja hans og munum fá meira af slíku tagi nú á eftir. Ég hefi haft mætur á hæstv. fjár- málaráðherra og talið hann gæt- inn og íhugulan fjármálamann og rennur því satt að segja til rifja, hversu hann hefir látið hæstv. forsætisráðherra teyma sig út á botnlaust fúafen með því að gerast fjármálalegur á- byrgðarmaður núverandi ríkis- stjórnar. En hann kemst ekki hjá því að taka stærstan hluta þeirrar ábyrgðar á eigin herðar, því að hann átti að sjá betur. Á því er vert að vekja at- hygli, að um margra ára skeið hefir verið mikill greiðsluaf- gangur hjá ríkissjóði, 20 millj. 1953, 49 millj. 1954, 65,6 millj. 1955 og 15.5 millj. 1956. Þessa góðu afkomu hafa Framsóknar- menn eingöngu þakkað frábærri íjármálastjórn Eysteins Jónsson- ar. Það hlýtur því að vekja nokkra undrun hvers vegna þessi fjármálasnilli nýtur sín ekki eins í samstarfi við aðra flokka. Nú á fyrsta fjárlagaári vinstri stjórnarinnar er boðaður mikill greiðsluhalli hjá ríkissjóði og fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár með raunverulega 90 millj. kr. halla. Ætli menn sjái ekki af þessu, hversu stóran þátt Sjálf- stæðismenn eiga í hinni góðu af- komu rikissjóðs á undanförnum árum? Hæstv. fjármálaráðh. hefir ekki verið eftirbátur annarra stjórnar liða í því að reyna í vandræðum sínum að kenna Sjálfstæðism. um það öngþveiti, sem vinstri stjórnin hefir leitt þjóðina út í og sá söngur hljómar hér í kvöld í ýmsum útgáfum. 1 því sambandi langar mig til að biðja þjóðina að íhuga vel eftirtaldar stað- reyndir: Staðrcyndirnar tala. 1. Það voru Sjálfstæðismenn, sem árið 1950 mörkuðu þá stefnu, sem „Tíminn“ sagði í ársbyrjun 1955, að hefði lagt grundvöll að mesta framfaratímabili í sögu þjóðarinnar. 2. Það var þessi stefna, sem hæstv. fjármálaráðherra lýsti svo í þingræðu 30. jan. 1956, að hefði leitt til þess, að „framleiðslan hefði farið vaxandi, verðlag hald izt stöðugt í tvö og hálft ár, sparnaður aukizt mikið, greiðslu- afgangur verið á ríkisbúskapn- um, hægt að lækka skatta- og tollaálögur árlega nokkuð“. 3. Það voru núverandi sam- starfsflokkar hans, sem beittu sér fyrir hinu pólitíska verkfalli 1955, sem beinlínis var til stofn- að til þess að eyðileggja hinn góða árangur af stefnu þáverandi ríkisstjórnar og valdamiklir menn í hans eigin flokki komu þar við sögu. Fáir fordæmdu þá meir þau óhappaverk en Eysteinn Jónsson, sem réttilega benti á, að með þeim ógiftusamiegu til- tektum, sem hæstv. núverandi félagsmálaráðherra var forustu- maður að, væri „brotið blað í efnahagssögu landsins" og ætlun verkfallsforingjanna hefði ekki verið að bæta kjör hinna efna- minni, heldur fyrst og fremst „að gera mikið tjón“. 4. Að Þjóðviljinn þakkaði „Tímanum“ sérstaklega fyrir vinsamleg skrif um þetta póli- tíska verkfall kommúnista. Mun hæstv. núverandi forsætisráð- herra hafa átt sinn skerf af því þakklæti. 5. Að á einu ári eftir verkfallið hækkaði kaupgjald um 22%, sem kippti algerlega fótum und- an allri framleiðslustarfsemi i landinu og neyddi ríkistjórnina til að hverfa frá skattlækkunar- stefnunni, sem fylgt hafði verið frá 1950 og ieggja á háa nýja skatta um áramótin 1955—1956. 6. Að þegar fyrir hið pólitíska verkfail kommúnista hafði for- maður Framsóknarflokksins haf- ið baráttu sína fyrir myndun vinstri stjórnar og eftir að komm únistum hafði tekizt að koma dýrtíðarskrúfunni í fullan gang aftur, var þetta afrek talin ótví- ræð sönnun þess, hversu bráð- nauðsynlegt /æri að fá þá til samstarfs um stjórn landsins. Að vísu var þagað um þá fyrirætl- Un fram yfir kosningar, en hæstv. fjármálaráðherra hefir nýverið lýst yfir, að það hafi alltaf verið ætlunin að fá kommúnista til samstarfs. 7. Þegar svo núverandi ríkis- stjórn var mynduð voru Sjálf- stæðismenn taldir óhæfir til að leysa allan vanda og því lýst yfir, að ríkisstjórnin hefði öruggan stuðning vinnustéttanna í þjóðfélaginu og hefði því öllum stjórnum betri aðstöðu til þess að leysa vandamálin, enda lof- að gerbreyttri stefnu og fram- tíðarlausn vandamálanna. Það er staðreynd, að innan núverandi ríkisstjórnar eru sam- an komin öll þau öfl, sem leyst hafa úr læðingi þann verðbólgu- draug, sem rikisstjórnin er nú að reyna að kveða niður með bágbornum árangri. Það eru þessi öfl, sem hæstvirtur fjármálaráð- herra taldi þjóðráð að manna bát sinn með og eftir fimmtán mán- aða siglingu virðist svo komið að verðbólgudraugurinn hafi sjálfur tekið við stjórninni á skút unni. Og hinir stefnuföstu Fram- sóknarmenn þurfa ekki að sætta sig við að láta reka, því að bátn- um er stýrt öruggum höndum beint inn í ginnungagap fjár- hagslegs öngþveitis. Engir hafa rækilegar en Sjáif- stæðismenn varað við hinum al- varlegu afleiðingum verðbóigu- þróunarinnar. Þeir vöruðu þjóð- ina við afleiðingunum af verk- um upplausnaraflanna, sem eyði- lögðu árangur jafnvægisstefnu þeirrar sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn stóðu að með góðum árangri um fimm ára skeið. Sjálfstæðismenn hafa ekki haft trú á því, að leiðin út úr vandanum væri að leiða upplausnaröflin til æðstu valda í þjóðfélaginu. Engu að síður hefði það verið gleðiefni, ef nú- verandi ríkisstjórn hefði tekizt að leysa þann vanda, sem hún lofaði með miklu yfirlæti að leysa. Lögbrot og úrræðaleysi Tilvera núverandi ríkisstjórnar byggist á misnotkun stjórnar- skrár og kosningalaga. Hún lof- aði þjóðinni gulli og grænum skógum, en efndirnar eru stór- fellt fjárhagsöngþveiti, sem ríkis- stjórnin viðurkennir að hafa eng in ráð tiltæk til að ráða fram úr. í fyrra var afsökunin sú, að stjórnin væri svo nýtekin við völdum, að hún hefði ekki haft tíma til að móta hina nýju fjár- málastefnu sína fyrir afgreiðsíu fjárlaga ársins 1957. Nú er fjár- lagafrumvarp lagt fram með meira en þrisvar sinnum hærri greiðsluhalla en mestur hefir áð- ur verið á fjárlagafrumvarpi. Engin úrræði er bent á til lækk- unar útgjalda og engar tillögur um tekjuöflun. Og nú er afsök- unin sú, að stjórnin hafi ekki haft neitt tækifæri til samráðs við stuðningsflokka sína. Ein- hvern tíma hefði áreiðanlega þótt tiltækilegt að kveðja þingmenn til fundar utan þingtíma, ef svo alvarlega hefði horft og nú ger- ir. Hæstvirtur fjármálaráðherra sagði fyrir skömmu á fundi Fram sóknarmanna hér í Reykjavík, að núverandi stjórnarflokkar hefðu góða aðstöðu til þess að leysa verðbólguvandamálið. Hvernig stendur á, að þessi góða aðstaða er ekki notuð nema á mann- fundum? Ríkisstjórnin reynir að vísu enn að halda því fram, að 300 millj. kr. álögurnar í fyrra hafi ekki verkað til aukningar á dýrtíðinni. Slíkar blekkingar þýða ekki lengur. Enda þótt á- lögunum hafi verið þannig hag- að, að þær kæmu sem minnst á vísitöluvörur, sem einhvern tíma hefði verið kölluð vísitölu- fölsun, þá er samt gert ráð fyrir 5 stiga vísitöluhækkun á fjár- lagafrumvarpinu, enda þótt nið- urgreiðslur á vísitöluvörum séu einnig hækkaðar úr 84,1 millj. kr. í 125 millj., eða um tæplega 41 millj. kr. Nú telur hæstv. fjár- málaráðherra ekkert athugavert við að fallast á niðurgreiðslur svo milljónatugum skiptir án þess að hafa nokkurt fé í kass- anum, enda þótt hann neitaði I fyrra, að fallast á tillögur Sjálf- stæðismanna um að halda vísi- tölunni niðri með niðurgreiðsl- um. Hefði okkar tillögum þá ver- i ið sinnt væri ekki við þann vanda að glíma, sem við nú stöndum andspænis. Sannleikurinn er líka sá, að verðbólgan hefir aldrei vaxið hraðari skrefum en eftir tilkomu vinstri stjórnarinnar, sem þó þykist hafa allt í hendi sinni, og fjárlagafrumvarpið fyrir 1958 er dæmigert verðbólgutákn. Þegar svo er komið, að allur rekstrar- kostnaður hækkar stórum, en jafnhliða er dregið úr fram- kvæmdum, þá horfir illa. Við Sjálfstæðismenn getum út af fyrir sig vel við unað, að að- eins 15 mánaða stjórnarferill vinstri stjórnarinnar hefir sann- að rækilega okkar aðvaranir og stefnu, en gert að engu flestar kenningar stjórnarflokkanna. Má því segja, að þjóðin verði reynsl- unni ríkari, þótt sú reynsla kunni að verða nokkuð dýrkeypt. Sú faiskenning Framsóknarmanna, að hægt sé að leysa efnahags- vandamálin eftir einhverjum nýj um leiðum, ef hægt sé að losna við Sjálfstæðismenn úr ríkis- stjórn og fá kommúnista og Al- þýðuflokksmenn til samstarfs í staðinn, er að engu orðin. Sú kenning kommúnista, og raunar vinstri flokkanna allra, að hægt sé að leysa allan vanda á þann einfalda hátt að taka gróða nokk urra auðkýfinga, hefir einnig reynzt vera hægileg fjarstæða. Loks er það mjög athylgisvert, að nú hafa kommúnistar neyðzt til að viðurkenna, að kauphækk- un sé ekki ætíð kjarabót fyrir launþega, þótt þeir undanfarna áratugi hafi reynt að stimpla Sjálfstæðismenn fjendur verka- lýðsins fyrir að vekja athygli á þessari mikilvægu staðreynd. Það er þó eigi síður athyglisvert, að kommúnistar telja því aðeins óhæfu, að verkalýðsfélög heimti kauphækkanir, ef kommúnistar eru í ríkisstjórn, en sjálfsagt þegar aðrir flokkar fara með stjórn landsins. Eftir kokkabók- um kommúnista á hlutverk verka lýðshreyfingarinnar því ekki fyrst og fremst að vera það að stuðlá að raunhæfum kjarabót- um verkalýðnum til handa, held- ur að tryggja kommúnistum setu í ríkisstjórn. Þessa misnotkun kommúnista á verkalýðshreyfing unni telja Framsóknarmenn góða og gilda og fyrirskipa sínum fylgismönnum í verkalýðsfélög- unum að tryggja kommúnistum völdin þar. Haldi kommúnistar áfram völdum í verkalýðshreyf- ingunni og geti haldið þar áfram skemmdariðju sinni, þá er það á ábyrgð Framsóknarflokksins, á sáma hátt og Framsóknarflokk- urinn og þá ekki sízt hæstv. fjár- málaráðherra bera meginábyrgð á því hörmungarstjórnarfari, sem nú er í landinu. Óviðunandi ástand Ekkert verður ráðið af þessu fjárlagafrumvarpi, hvort ríkis- stjórnin gerir róð fyrir að fara enn þá leið að leggja 2—300 millj. kr. nýja skatta á þjóðina, en einhver úrræði verður að finna, ef á að firra ríkisgjald- þroti og algerri stöðvun atvinnu- lífsins. Öll fjármála- og viðskipta lögmál eru nú gengin svo úr skorðum í okkar litla þjóðfélagi, að fullkominn háski er að. f stað þess að talað var um að uppræta spillinguna hefir alls konar óeðlilegur viðskiptamáti og spákaupmennska margfaldazt. Úrræði stjórnvaldanna eru þau ein að setja nýjar reglur, skipa nýja eftirlitsmenn og bjóða og banna, þannig að menn vita í mörgum tilfellum ekki hvað er leyft og hvað er bannað. Skrif- finnska hefir stóraukizt og for- svarsmenn atvinnufyrirtækja verða að verja æ lengri tíma í að sitja í skrifstofum opinberra stofnana og nefnda. Sem dæmi má nefna, að nú er ekki nóg, þótt menn eftir langan tíma og fyrirhöfn hafi herjað út gjald- eyris- og innflutningsleyfi hjá Innflutningsskrifstofunni, heldur tekur við ný píslarganga dag eftir dag niður í Landsbanka, sem hefir sett upp sína eigin gjald- eyrisúthlutun og lætur sig litlu varða pappíra frá Influtnings- skrifstofunni. Hvernig halda menn að sé aðstaða fólks úti á landsbyggðinni, sem hvorki fær leyfi né lán nema koma hingað sjálft eða hafa umboðsmann. Tollakerfið er orðið hreinn ó- skapnaður og úrræðið á því sviði eru 20 nýir tollverðir. Herskarar verðgæziumanna eru á háum launum við að sjá um verk, sem Framsóknarmenn hafa hingað til talið samvinnufélögin fær um að annast. Samræmið er þó ekki meira hjá ríkisstjórninni en svo, að einu félagi er á nokkrum mán- uðum með samningum við ríkið tryggður 15 millj. kr. gróði og er það mesti okurgróði, sem þekkist hérlendis. Alvarlegast er þó það, að vöruskortur er yfir- vofandi, því að til þessa hefir verið gengið á þær miklu vöru- birgðir, sem til voru í landinu, er stjórnin tók við völdum, og þjóðin hefir á ný misst traust á gjaldmiðlinum. Hálmstráið, sem hæstvirt rík- isstjórn heldur dauðahaldi í, er vonin um stórt erlent galdeyris- lón. Hafa stjórnarliðar helzt reynt að hæla ríkisstjórninni fyrir dugnað við að útvega er- lend lán. Það getur auðvitað ver- ið gott og blessað að taka erlend lán, en vafasöm kenning held ég það verði að teljast, að sá sé hæfastur til að stjórna, sem dug- legastur er að safna skuldum. Mönnum mun þykja þessi mynd af ástandinu ljót, en því miður er hún sönn. Mér hug- kvæmist ekki að halda því fram, að hæstv. ríkisstjórn ekki vilji láta gott af sér leiða. Hún ræðui bara ekki við þann vanda, sem við er að fást. Það getur verið gott að vera kokhraustur og segja „ef núverandi stjórn getur það ekki — þá hver?“ eins og haft er eftir hv. þingmanni V.-Húnvetn- inga, en hæstvirt ríkisstjórn ætti að vera farin að læra það af 15 mánaða reynslu, að vandamálin verða ekki leyst með grobbi einu og stærilæti. Blekkingar torvelda raunhæfa lausn Sjálfstæðismenn hafa aldrei reynt að blekkja þjóðina um eðli efnahagsvandamálanna. Þeir bentu á í síðustu kosningum, að ekki væri um nein töframeðul að ræða til þess að leysa efnahags- vandamálin og vöruðu þjóðina við að hlusta á glamur núver- andi stjórnarflokka um nýja stefnu og frambúðarlausn, sem þeir þóttust eiga tiltæka, þótt að vísu enginn fengi að vita í hverju væri fólgið. í stað þess að viðurkenna síðan hreinskilnis- lega, að Sjálfstæðismenn hafi haft á réttu að standa, hefir rík- isstjórnin gripið til þess óyndis- úrræðis að telja þjóðinni trú um, að verið væri að gera allt annað en gert hefir verið. Með þessu móti er ríkisstjórnin beinlinis að vinna gegn því að nokkur við- unandi lausn fáist á vandanum. Við þekkjum öll þær leiðir, sem til greina koma, en frumskilyrði þess, að hægt sé að beita þeim úrræðum með tilætluðum árangri er að skapa hjá almenningi rétt- an skilnig á eðli vandans og nauð- syn úrræðanna. Meðan ríkis- stjórnin ekki leggur fram nein- ar tillögur um lausn aðsteðjandi efnahagsvandamála er ekki á- stæða til að ræða hverjar leiðir beri að velja út úr þeim vanda, sem ríkisstjórnin hefir stórkost- lega aukið á sínum stutta valda- ferli. En eitt er þó Ijóst. Núver- andi ástand í fjármálalífi þjóð- arinnar er óviðunandi og gera verður sem skjótast róttækar ráð stafanir, ef efnahagslegt sjálf- stæði landsins á ekki að glatast í ráðaleysisfeni hæstvirtrar ríkis stjórnar. Ríkisstjórnin ein ábyrg Herra forseti. Hæstvirt ríkisstjórn ber ein ábyrgð á því óvenjulega f járlaga- frumvarpi, sem hér liggur fyrir til umræðu. Eðli málsins sam- kvæmt hlýtur ríkisstjórnin einn- ig að hafa forgöngu um að brúa það mikla bil, sem er milli tekna og gjalda í frumvarpinu. Núver- andi stjórnarflokkar hafa lýst Sjálfstæðisflokkinn ósamstarfs- hæfan um lausn efnahagsvanda- mála þjóðarinnar og þannig úti- lokað allt samstarf við flokk, sem taldi við síðustu kosningar innan sinna vébanda yfir 42 pró- sent þjóðarinnar. Af þeim sökum verður einnig rikisstjórnin ein að bera alla ábyrgð á úrræðum í efnahagsmálum þjóðarinnar með an hún fer með völd. Það fer líka að mörgu leyti vel á því, að þeir leysi vandann, sem hafa skapað hann. Vegna þjóðarhags- muna er þó áreiðanlega farsæl- ast, miðað við hina slæmu reynslu af 15 mánaða vinstri stjórn, að ný áhöfn taki sem skjót ast við þjóðarfleyinu. Þjóðin framleiðir árlega mikil verðmæti og mikil skilyrði eru til fram- leiðsluaukningar, þannig að á- stæðulaust er að kvíða framtíð- inni, ef rétt er á málum haldið, en hafi stjórnarvöldin að leiðar- ljósi þá stefnu að lama og hefta framtak og dug þjóðfélagsborgar anna, þá er voðinn vís. Þess vegna er þjóðinni brýn nauðsyn að losna sem fyrst við núverandi ríkisstjórn. Skólsrnir á Húsavík taka til starfa HÚSAVÍK, 15. október. — Skól- arnir á Húsavík eru nú óðum að taka til starfa. Bárnaskólinn var settur 2. október. Nemendur eru 220, eða fleiri en nokkru sinni áður. Tveir nýir kennarar koma að skólanum, Ingimundur Jóns- ,son og Amheiður Eggertsdóttir. Skólastjóri er Sigurður Gunnai-s- son. Gagnfræðaskólinn var settur föstudaginn 5. október. Nemend- ur eru rúmlega 70, er það einnig fleira en verið hefur þar. Axel Benediktsson sem verið hefur skólastjóri hefur nú látið af störf- um og flutzt til Reykjavíkur og nýr skólastjóri verið ráðinn i hans stað. Er það Sigurjón Jó- hannesson cand. mag. Iðnskólinn mun starfa hér I vetur og verður hann settur L nóvember. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.