Morgunblaðið - 22.12.1957, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 22.12.1957, Qupperneq 13
Sunnudagur 22. des. 1957 MORCUNBLÁÐIÐ 13 Ég kann iðjuleysinu illa og gríp því jafnan til prjóna — en þá hristist allt, ég er orðin svo skjálflient . . . ,,Óhætt er að segja, að - I • - I * eg kunm aralagio Þá voru unglmgarnir ekki kallaðir börn fram eftir öllum aldri, sep;ir Kristín jensdóttir rumlega níræð ÞARNA er hún Stína Jens, segir unga stúlkan, sem fylgt hefir mér um langa ganga Elliheimilis- ins Grundar, um leið og hún vík- ur sér að gamalli konu, sem sit- ur á hægindi úti i horni. „Ég er nú orðin svo lítilfjörleg“, seg- ir gamla konan, og stendur upp með nokkrum erfiðismunum. „Ég er svo slæm í hnésbótinni. Ljós- in og nuddið duga ekkert við því. Þetta er allt að verða ónýtt. Og ég hefi svo sem ekki farið vel með mig um ævina, svo að ekki get ég kennt guði um það allt saman“. Kátínuglampa bregð ur fyrir í augum Kristínar Jens- dóttur, sem virðist hafa varð- veitt glaðlyndi sitt og jafnaðar- geð þá rúmlega níu áratugi, sem hún á að baki sér o—O— o Kristín Jensdóttir er fædd í Efstadal í Laugardal í Ögursveit. Foreldrar hennar voru Jens Guð mundsson og Valgerður Bjarna- dóttir, en hún naut þeirra mjög skammt. Misseris-gömul var hún flutt að Eyri í Skutilsfirði. Það vár stórt heimili, enda ekki hörgull á vinnufólkinu í þá daga, segir Kristín. Á fimmta árinu fór ég að Kálfavík við Skutilsfjörðinn beint á móti Eyri til Margrétar Sigurðardóttur, systurdóttur hús- freyjunnar á Eyri. Þegar Kristín var á fimmtánda árinu fór hún í vinnumennsku. „Þá voru unglingarnir ekki kall- aðir börn fram eftir öllum aldri, og undi ég því vel“. o—O—o Kristín dregur upp neftóbaks- dósirnar og fær sér í nefið öðru hverju, meðan hún rifjar upp brot úr minningum sínum. Á jólunum sakna ég liðins tíma — Satt að segja finnst mér ég ekki hafa lifað nein jól þau tutt- ugu ár, sem ég hefi verið hér í Reykjavík. Ekki svo að skilja, að mér hafi ekki liðið vel, sei, sei, jú. En einhvern veginn er það nú svo, að á jólunum sakna ég liðins tíma mest. Samt var hátíðahaldið í þá daga miklu fá- breyttara, en gleðin hefir senni- lega verið meiri yfir því litla sem kom í hlut hvers og eins á jólunum. o—O—o Þegar ég var lítil hnáta í Kálfa- vík við Skutilsfjörðinn, var mér gefinn rauður vaðmálskjóll, kræktur á bakinu eins og þá tíðkaðist, svartir sokkar og skinn skór með hvítum bryddingum. Ég var afskaplega hrifin af þess- um jólafötum. Lesturinn mætti ekki afgangi í þá daga Á aðfangadagskvöld átti öll- um verkum að vera lokið kl. 6, svo að heimilisfólkið gæti klætt sig upp á. Eldpð var kjötsúpa, og er jólalesturinn hafði verið lesinn, var gefið kaffi á vökunni. Já, lesturinn var ekki látinn mæta afgangi þá. Húslestur var m. a. s. lesinn, áður en piltarnir fóru til gegninga á jóladagsmorg- un. Og lítið var um jólaboðin í þá daga. Menn fóru þó á næstu bæi, ef færi gafst. Eitt sinn var komið frá Kálfavík til að sækja mig þangað, sem ég var þá í vinnumennsku. Mér er þetta ríkt í minni af því, að fara varð yfir ísilagðan fjörðinn, og ísinn var svo veikur, að við gátum ekki gengið samsíða, heldur urðum við að ganga drjúgan spöl hvert frá öðru. Er við komum að landi hinum megin varð að leggja borð út á ísskörina, svo að við kæm- umst á land. o—O—o Ekki er að efa, að Kristín hef- ir verið tápmikil, enda vandist hún jhvers konar erfiðisvinnu i æsku, t. d. sjósókn á opnum bát- um og hvers konar útivinnu. Eu Kristín vill ekki fjölyrða um þetta. „Það er bezt að segja ekki frá öllu, sem á dagana hefir drif- ið, aðeins undan og ofan af. En óhætt er að segja, að ég kunni áralagið", segir Kristín ofurlítið hreykin. Sjósókn við ísafjarðar- djúp hefir þá ekki verið heiglum hent, bæði áhættusöm og erfið vinna. Framan af ævi var Kristín í Djúpinu í vinnumennsku hér og þar. Rúmlega fertug réðst hún að Laugabóli. „Ég ætlaði að vera þar tvö misseri, en var þar tvö ár“, segir Kristín. Þar stundaði Kristín húsbóndann, Jón Halldórsson, föður Magnúsar sýslumanns í Hafnarfirði, með- an hann lá langa banalegu. . o—O—o tekið miklum stakkaskiptum. Sú var tíðin, að vinnudagurinn var frá kl. 6 að morgni fram undir miðnætti. Ekki var hægt að hlaupa frá hrífunni á mínútunni kl. 6, og þjónustumönnunum varð að sinna á kvöldin. Og möguleikarnir á að sinna öðru en vinnunni einni saman voru heldur litlir. Stundum lét mað- ur líka tækifærin ganga sér úr greipum. Þegar nýtt orgel kom í ögurkirkju spurði Margrét í Kálfavík mig, hvort ég vildi ekki læra að spila á það. Ég tók því fjarri og sagðist ekki treysta mér til þess. Ég hefi sennilega verið heldur söngelsk. Kýrnar fengu að vita af því í fjósinu og ég notaði tækifærið við kvörniiia, þegar ég var að mala. o—O—o Þegar við erum að kveðjast dregur Kristin næstum feimnis- lega upp silfurskeið úr kommóðu skúffunni og réttir mér. Skeiðin er áletruð — frá Búnaðarfélaginu og ártalið 1929. Knudsen-hjónin vildu ekki una því, að ég fengi enga viðurkenningu fyrir störf mín, segir Kristín og viknar við. Ekki er að efa, að Kristín hefur vel til gripsins unnið. Síðan fer Kristín norður 1 1 Húnavatnssýslu og dvelst þar um tuttugu ára skeið. Haustið 1913 ræðst hún að Breiðabólstað til séra Lúðvíks og Sigurlaugar Knudsen og er vinnuhjú hjá þeim í 17 ár. Eftir lát séra Knudsens flyzt hún til Sauðárkróks og ár- ið eftir til Reykjavíkur. Börnin hefðu gott af að hlusta á húslestur á hverjum sunnudegi Þrátt fyrir sinn háa aldur er Kristín vel minnug og hefur sæmilega sjón og heyrn. „Mér gengur að vísu dálítið illa að lesa dagblöðin", segir Kristín. Auðheyrt er samt, að hún fylgist vel með og hefur gaman af að ■ spjalla um vandamál nútímans. „Sárast þykir mér að heyra um spillingu meðal barna og ung- linga. Mér hefur alltaf þótt vænt um börnin. Sjálf átti ég lítinn dreng, en missti hann barnung- an. Ég held, að börnin nú á dögum vanti framar öllu ögun. Þau hefðu gott af því að verða að sitja grafkyrr og hlusta á hús- lestur á hverjum sunnudegi". o—O—o Ekki mátti hlaupa frá hrífunni á minútunni 6 „Já, þetta hefur allt saman i TILVALDAR JOLAGJAFIR Eigi fjölskyldumeðlimurinn bifreið, þurfið þér ekki að vera í vandræðum með jólagjöfina. Höfum fyrirliggjandi: SÆTAÁKLÆÐI í flestar tegundir amerískra bif- reiða og ýmsar gerðir enskra Ford-bifreiða. KYKSUGUR fyrir allar gerðir bifreiða (kr. 258.00). BENZÍN-DUNKAR 5 og 10 lítra, mjög snyrtilegir og handhægir. ALLSKONAR smáhlutir, sem nauðsynlegir eru hverjum bifreiðareiganda. Athugið, að verzlunin er aðeins opin til kl. 4 í dag. FORD - umhoðið: Kr. Birisfjánsson h.f., Laugavegi 168—170 Sími 2-4466 (5 línur) Barn yðar þarfnast meira en kærleika Húð barnsins er viðkvæm og þarfnast sérstakrar umönnunar. Um- önnunar með Johnson’s barnavörum. Þegar þér baðið barnið eða skiptið um bleyju þá notið Johnson’s barnapúður, það þerrar raka húðina. — Notkun á Johnson’s barnavörum við daglega umönnun barnsins skapar því vellíðan og ánægju. Einkaumboð: Friðrik Bertelsen & Co. h. f. Mýrargötu 2 — Sími 16620

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.